Morgunblaðið - 24.08.1966, Page 12

Morgunblaðið - 24.08.1966, Page 12
12 MORCUNBLAÐID Miðvikudagur 24. ágúst 1960 Jdn Kaldal sjötugur Hann er fæddur í Stóradal í Húnavatnssýslu 24. ágúst 1896, sonur hjónanna Jóns Jónssonar bónda þar og Ingibjargar Gisla- dóttur. Voru systkinin fjögur: Jón elztur, þá Þorleifur tveim árum yngri síðan Guðmundur fjórum árum yngri en Jón og svo Ingi- björg þremur árum yngri en Guðmundur. Jón bóndi Jónsson var sonur Jóns Pálmasonar, alþingismanns og konu hans Salómear Þorleifs- dóttur Þorkelssonar hreppstjóra í Stóradal. Ingibjörg var dóttir hjónanna, Gísla Jónssonar hreppstjóra í Hvammi í Ytri Laxárdal og Ragn heiðar Eggertsdóttur Þorvalds- sonar hreppstjóra á Skefilsstöð um á Skaga. Breytileg æfisaga Það er óhætt að segja að æfi- saga Jóns Kaldal og systkina hans, er ein af breytilegum og ■i þýðingarmiklum æfisögum mik- illa hæfileikamanna á þessari öld Má þar annarsvegar líta yíir stórfellda og alvarlega sorgar atburði, hvern á fætur öðrum á æskuárum, en að hinu leytinu stórbrotna og gæfuríka starf- semi fullorðins áranna, byggða á miklum hæfileikum og happa ríkri vinnu, með vaxandi reynslu og fjölþættu námi Þassi systkini eru komin af ágætum þróttmiklum og ættar- sterkum foreldrum, er lifðu og störfuðu á héraðsfrægu og þjóð kunnu stórbýli mikilllar ættar. Mátti því gera ráð fyrir mikilli gæfu og bjartri framtíð í hinni fögru byggð. En þetta fór á ann an veg. Hver sorgaratburðurinn tók við af öðrum og því líkast, sem óhamingja kaldra örlaga elti hin ungu efnilegu systkini. Fyrsta ógæfan var sú að hin ágæta móðir létzt eftir barns- burð, þá er yngsta barnið fædd ist og var hún þá aðeirrs 28 ára gömul. Næsta sorgartilfellið var það að yngsti bróðirinnGuðmund ur dó af blóðeitrun eftir bólu- setningu, á öðru ári eftir fráfall móðurinnar. En þar með var sorgarsagan ekki á enda, því rúmum þremur árum frá falli konunnar veiktist faðirinn og féll í valinn frá hinum ungu systkinum, sem þá voru þrjú eftir Það hlaut að hafa í för með sér, fulla upplausn á hinu ágæta heimili. Voru þá ungu systkinin tekin til fósturs og ummönnunar af nánustu frændum og nágrönn- um sem voru foreldrar mínir er þetta rita hjónin: Ingibjörg Eggertsdóttir og Pálmi Jónsson á Ytrilöngumýri, sem voru föður bróðir og fósturmóðir hinna for eldralausu barna. Kom það eðli lega mest til kasta konunnar sem var ágæt kona kj arkmikil og fórn fús. Hún elskaði líka og annað- ist hin ungu systkini eins og hún ætti þau sjálf, eins og þekkt er um sumar ömmur. En hin látna móðir var systurdóttir og upp- eldisdóttic hennar. En þessarar góðu fósturmóður naut skemur en skyldi. Þegar Jón Kaldal var fermdur vorið 1911 þá minnist ég þess alla tíð að móðir mín sagði við fólkið sem var að óska henni til ham ingju með drenginn: „Mikið vildi ég óska að það væri hún Ingibjörg sem nú væri verið að ferma“ Hún sagði þetta svo á- takanlega, að sú hugsun greip mig sem var nærstaddur, að hún þættist viss um að hún fengi ekki að lifa það, að sjá Ingibjörgu sína fermda. Þurfti eigi heldur lengi að býða þess, að það hugboð rættist, því fjór um dögum síðar var hún liðið lík. Hún dó 8. júní 1911. Greip hana heiftarleg lungnabólga er varð henni að bana á fáum dög- um. Þar með urðu Stóradals systkinin móðurlaus í annað sinn og framtíð þeirra á enn veikari þræði. En þau fluttu öll fáum árum síðar til Reykjavíkur, og komust þá undir skjólgarðinn hjá föður bróður sínum Þorleiri Jónssyni póstmeistara og konu hans Ragn heiðar Bjarnadóttir á Bókhlöðu- stíg 2. Um þær mnndir er þau fluttu suður tóku þau sér ættarnafnið „Kaldal“ og leit ég svo á , að það nafn skyldi minna á þær köldu kveðjur sem örlög æsku- áranna veittu á hinu forna höfuð bóli ættarinnar „Stóradal“. Áður en suður fór hafði Jón Kaldal verið tvo vetur á Gagn- fræðaskólanum á Akureyri og útskrifast þaðan. En nokkru eftir að suður kom flutti hann til- Kaupmannahafnar og stundaði þar ljósmyndasmíði í tæp 7 ár. Fyrstu árin sem nemandi en síðan sem gildur starfsmaður í þeirri listagrein. Frístundunum varði hann á þessum árum til íþróttastarfsemi Varð hann á því timabili frægur um öll Norðurlönd sem marg- faldur sigurvegari í kapphlaup um í Danmörku og víða annars- staðar. Á hann urmul af íþrótta verð launum margvíslegum, og er gaman að sjá það safn. Snemma byrjaði hann að syngja og er ágætur söngmaður. Einnig kvæðamaður í bezta lagi. Árið 1925 setti hann á stofn ljósmyndastofu við Laugaveg 11 í Reykjavík og hefur þar gefið sig að starfinu alla tíð síðan. Hefur og um fjölda ára verið frægastur og mest eftirsóttur Ijósmyndari á landi voru. íþróttastarfsemina lagði hann ekki niður þegar til Reykja- víkur kom. Var hann lengi í stjórn íþróttafélags Reykjavíkur og formaður þess um margra ára bil. Einnig var hann lengi í stjórn íþróttasambands íslands í Kolviðarhólsnefnd var hann um nokkurra ára bil. Hann var og einn af stofnendum hf. Svan- ur Reykjavík. Hann kvæntist árið 1940 ágætri konu Guðrúnu Sigurðardóttur að nafni. Hefir þeim orðið þriggja barna auðið, eins sonar og tveggja dætra. Jón sonur þeirra er elztur og er hann nú útlærð- ur byggingafræðingur með góðu prófi. Eldri systirin „Dagmar“ hefir lært gluggaskreytingu og er búin að ljúka prófi í þeirri grein. Yngri systirin Ingibjörg stundar ljósmyndagerðina í stofnun föður síns. Öll eru þessi systkini vel gefin og ágætt fólk. Jón Kaldal er sá maður er ég hefi frá barnæsku skoðaði eigi aðeins sem einn af mínum beztu og einlægustú vinum heldur sem bróðir minn og er það sem og áður er sagt sönnun þess á hverju það er byggt. Á okkar vináttu og bróðurþel hefir aldreir neinn skuggi fallið fyrr eða síðar. Það er víst að hann myndar mannfólkið betur en allir aðrir sem ég veit deili á, en þó svo sé, þá er reynslan svona: „Gegnum aðra í svipnum sér sá er hvergi hálfur, en mesta snildar myndin er maðurinn þessi sjálfur“. Hann er frábær maður frá náttúrunnar hendi. Fluggáfaður vel vaxinn og fríður sínum létt ur í hreyfingum, glaðlyndur og gestrisinn og svo geðfeldur í fram komu að á betra verður eigi kosið. í öllum viðskiptum er hann svo traustur og ábyggileg ur að öllum hans orðum og lof- orðum er óhætt að treysta, eins og því gulli sem enginn brestur er til í. Þessum mínum elskulega vini og bróðir þakka ég nú á merki legum tímamótum æfinnar, fyrir margvíslegar ógleymanlegar á- Vélritunarskóli SIGRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTIUR Ný námskeið hefjast næstu daga. Sími 33292. imnsv TIL VARNAR rúðugleri Á að pú.ssa húsið að innan eða utan? — Einfaldasta og ódyrasta lausnin er að nota TRANS V PLAST EFNIÐ. -- Notið málning- arrúllu eða pensil til að bera efmð á með, síðar má svo fletta himnunni af með einu handtaki. BYGGING AVÖRUVERZLtilNiN NVBORG HVCRFISOOTU 7* Einkaumboð: STRANDBERG hHldverzlun Hverfisgtu 76. nægjustundir á liðnum áratug-list hans. Rennblautt andlitið er um. Og ég óska honum innilega til hamingju með það að honum skuli hafa tekist það með þrótt miklum' og öruggum hæfileik- um, að lyfta sér upp úr undir- j djúpi sorglegrar örlaga á æsku- árunum, til þess að verða margra landa þjóðfrægur íþróttasigur- vegari og landskunnur snillingur í merkilegri listagrein sem um leið hefur veitt aðdáun og vin áttu fjölda mætra manna innan lands og utan. I Ég enda svo þessi orð á þessa leið: Hann ég æðstu forsjón fel fjöllin lyfta vonum lifi hann áfram lengi og vel lukkan fylgi honum. Jón Pálmason. Sjötugur hlaupagikkur og listamaður Nú eru hin sjáandi listamanns augu hans sjötug. Augu meistar- ans, sem skjóta án miskunnar á skorpu sálarinnar og í gegn um hana, þegar bezt lætur, beint í sjálft sméttið, andlit samferðafólksins, með mynda- vélarlinsum ljósopsins. Drápstæki taka stórstígustum breytingum í heimi tækninnar nú á tímum. Þar næst, sennilega, i myndavélin með öllum sínum ! tæknitilbrigðum. En hvað um allar tækniframfarir, Rolliflexa, Hasselblada og Leikuvélar og hvað þær nú allar heita, þá fara fáir í skóna hans Jóns Kaldal í dag, þegar kemur til listrænnar mannamyndagerðar, sem sannar bezt, að sönn list er allt annað og meira en einber og köldtækni, haldreipi margra ófrumlegra ■ listamanna. Jón notast nefnilega ennþá við hálfrar aldar gamlan linsurokk. Og það er engan bil- 5 bug að finna á Kaldal ennþá, í þessari mannlegu rjúpnaskyttu 1 ljósmyndalistarinnar, sem hæfir oftast, jafnvel í fyrsta skoti, þegar sá gállinn er á honum og hann leggur frá sér „marghleyp- una“ eða hraðhleypuna, sem hann verður að buna á almenn ing vegna vegabréfa og ökuskír teina. Við vandasamara og fínna „skytterí“ miðar hann á bráð sína og eygir með sálrænum, haukfránum listamannsaugum betur en flestir aðrir. Og hann kann líka allra manna bezt að gera að bráð sinni sjálfur í marg víslegum pæklum og kryddvökv um í myrkvakompunni, þar sem hann stendur með uppbrettar skyrtuermar og hrærir í „andlit um“ í trogum við skímu rauðrar ljósglætu með næmum fingur- gómum. Svo tekur hann hressi- lega í nefið og það kviknar líf í laugað og borið út úr myrkrinu fram í dagsljósið til þerris. Og ósjálfrátt virðist aðeins eitt skorta á sköpunarverkið: sjáll't lífsöskrið. Eiginkona listamannsins frú Guðrún Kaldal á þakkir skildar fyrir að hafa tekizt að fá þennan hæverska og hljóðláta manna* myndasnilling til að halda sýn- ingu á verkum sínum í hinum skemmtilega sýningarsal Mennta skólans á þessum tímamótum í lífi hans. Það er ekki of mikið tekið upp í sig að segja, að sýningin sé merkur listviðburður, ekki af því að þar eru svo mar; ar myndir af svo mörgum lis a- mönnum þjóðarinnar, heldur ein mitt af hinu, að einn og sannur listamaður í ljósmyndalist hefir litið þá réttu, næmu auga og útfært ásamt fjölda annarra í „SVART OG HVÍTT“, sem er heiti sýningar hans og hinn eðli legi sálarlitur okkar margra kolleganna; „Black and White“. Sýningin er á heimsmæli- kvarða, enda hafa fáir núiif- andi eða lífsliðnir landar hlotið aðra eins viðurkenningu fyrir list sína úti í hinum stóra heimi og Jón Kaldal. Hann hefurhrepot hver verðlaunin öðrum glæ ;i- legri á alþjóðlegum samsýnir g- um víða um lönd, þar sem er u rusli var veitt viðtaka. Prr 5- mennið Jón hefir lítið sem ek t- ert sagt frá sigrum sínum, kannski til að forðast gamla gaur þann ljóta og leiða, landlæja lalla; hann öfundsjúk og óvilúar hug. í sambandi við að kunna að þegja detta mér í hug orð Oscars Wilde, er hann viðhafði um s- lendinga til hrellingar Amerí- könum eftir fremur kalc ar kveðjur í Vesturheimi: „TI e Icelanders discovered America, but they were so wise that th .y did not tell anybody about it“, eða „íslendingar fundu Ameríku, en þeir voru svo vitrir, að þeir sögðu engum frá því“. Kaldal var líka vitur að hafa ekki sigra sína í flimtingum. Því hefir hann ekki mætt teljandi kala kolleganna. Þó tók þetta hlýja valmenni upp ættarnafnið: Kaldal, en er Jónsson, Jónssonar Pálmasonar alþingismanns eldra. Jón Kaldal er fæddur í Stóra- dal í Húnaþingi 24. ágúst 1895, Langafi hans var Þorleifur ríki í Stóradal. Móðir Kaldals var Ingibjörg Gísladóttir, hrepp- stjóra í Hvammi í Laxárdal, Jóns sonar. Kvæntur er Kaldal Guð- rúnu Sigurðardóttur, fallegri konu og reykvískri. Af henni er tvímælalaust ein bezta mynd sýn ingarinnar, verðlaunamynd frá London. Börn eiga þau þrjú: Jón arkitekt, Dagmar glugga- Framhald á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.