Morgunblaðið - 24.08.1966, Side 14
14
MORGU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 24. ágúst 1966
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Aiiglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 105.00
1 lausasöiu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík,
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
MIKILL SÍLDARAFLI
Cíldarafli sumarsins er nú
^ orðinn töluvert meiri en 4
síðastliðnu sumri og eftir afla
hrotur síðustu daga er síldar-
söltunin nú einnig orðin meiri
en á sama tíma í fyrra. Þetta
eru vissulega ánægjuleg tíð-
indi, og virðist nú sem aukin
veiðitækni tryggi okkur nokk
uð árvissa síldveiði.
Einhverjar verðsveiflur eru
á síldarmörkuðum okkar er-
lendis, þannig að ekki er ljóst,
hvort verðmæti aflans verður
jáfn mikið og áður, þegar
verð var í hámarki, en þessar
miklu síldveiðar og verðsveifl
ur á síldarafurðum undir-
strika enn einu sinni nauðsyn
þess að stórt átak verði gert í
frekari vinnslu síldarinnar
hér innanlands. En eins og
kunnugt er fer töluvert af
þeirri saltsíld, sem við selj-
um úr landi í frekari vinnslu
annars staðar, og er verðmæta
aukningin mjög mikil.
En greinilegt er að það er
ekki nóg að byggja hér full-
komnar niðursuðu- og niður-
lagningarverksmiðjur og
tryggja markaði fyrir fram-
leiðsluvörur slíkra verk-
smiðja Það sýnir dæmið um
Norðurstjörnuna í Hafnar-
firði glögglega, en sú verk-
srniðja var byggð upp í sam-
vinnu við norska aði'la á þessu
sviði. Framleiðsluvörur henn-
ar standast fyllilega þær kröf
ur sem gerðar eru um gæði,
en hinsvegar hefur hráefna-
skortur og verðbólgan kippt
rekstursgrundveliinum und-
an þessari verksmiðju.
Sýnir það glögglega hversu
miklum erfiðleikum verðbólg
an veldur atvinnuvegum okk
ar, eins og Mbl. hefur oft bent
á, og greinilegt er, að það er
nú orðin knýjandi nauðsyn,
bæði fyrir þau atvinnufyrir-
tæki, sem framleiða fyrir er-
lendan markað og innlendan
markað, að íóttækar ráðstaf-
anir verði gerðar til þess að
hefta verðbólguna, en æski-
legast er auðvitað að slíkar
ráðstafanir verði gerðar í
fullri samvinnu við samtök
atvinnurekenda og launþega.
En þótt hingað til hafi ýmis
ljón verið á vegi þeirra, sem
unnið hafa að frekari
vinnslu síldaraflans hér á
landi í stað þess að selja hann
að meira eða minna leyti ó-
unninn úr landi, þýðir ekki
að gefast upp. Hér er um þýð-
ingarmikið hagsmunamál
þjóðarinnar allrar að ræða.
og ótrúlegt að ekki sé hægt
að skapa hér grundvöll fyrir
mikilvægan iðnað úr síldar-
afurðum. Það hefur okkur
tekizt í vaxandi mæli í sam-
bandi við aðrar sjávarafurðir
og nauðsynlegt er að grund-
völlur verði skapaður fyrir
fiölbrevtilega vinnslu síldar-
afurða innanlands til útflutn-
ings.
HVER ERU
ÞEIRRA RÁÐ?
T umræðum blaðanna að und
anförnu um verðbólgu-
vandamálið hefur Mbl. verið
eignuð sú skoðun, að allt megi
hækka nema kaupið, en eins
og bent var á í Mbl. í gær, er
stöðugt kaupgjald undirstaða
stöðugs verðlags. Á það er
einnig að líta, að vísitölubind-
ing kaupgjalds tryggir laun-
þegum sj'álfkrafa launahækk-
un í samræmi við verðlags-
hækkanir.
Framsóknarmenn segja nú,
að forsenda þess, að við
verðbólguna verði ráðið sé
sú, að ríkisstjórnin fari frá
Þeim söng hafa þeir haldið
uppi í mörg ár, en verður
lítið ágengt. Hinsvegar forð-
ast þeir eins og heitan eldinn
að skýra það fyrir þjóðinni,
hvaða ráðum þeir sjálfir
mundu beita til þess að hefta
verðbólguna. Er það þó
skylda stærsta stjórnarand-
stöðuflokks þjóðarinnar, ef
hann vill teljast ábyrgur
stj órnmálaflokkur.
Á undanförnum tveimur
árum hafa Framsóknarmenn
barizt af mikilli heift gegn
hóflegri kjarasamningum en
áður. Þeim hefur orðið lítið
ágengt í þeirri baráttu, sem
miðast hefur að því að hleypa
öllu kaupgjaldi í landinu upp
án nokkurs tillits til þess,
hvort grundvöllur sé fyrir
slíku. En _yilji Framsóknar-
menn að við þá sé rætt um
leiðir til þess að takmarka
verðbólguna, hljóta þeir að
svara þeirri spurningu, sem
margoft hefur verið lögð fyr-
ir þá, hvaða ráðum þeir vi'lji
beita til þess að takmarka
verðbólguna, og þýðir þá
ekki að koma með óljósar hug
myndir um „hina leiðina“. —
Hér með er skorað á mál-
gagn Framsóknarflokksins að
gera ítarlega grein fyrir því
hvaða ráð Framsóknarfilokk-
urinn telji líklegust til þess
að takmarka verðbólguna.
Fyrr en þeir hafa svarað
þeirri spurningu, eru þeir
ekki viðræðuhæfir um þessi
miklu vandamál.
„MENNINGAR-
BYLTINGIN"
HELDUR ÁFRAM
Tll‘enningarbýltingin“ í
“ÍTI Kjna heldur áfram af
fullum krafti og líkist nú
einna helzt snjóbolta, sem
rennur stjórnlaust áfram og
Stefanie Djilas lét ekki
hrífast af frelsishjalinu
• Handtaka júgóslavneska
sagrnfræðingsins Mihailos
Mihailovs á dögunum og til-
raunir hans og vina hans til
að koma á laggirnar óháðu
pólitísku tímariti, er flytji
gagnrýni á stjórnarvöldin,
hafa enn á ný leitt huga
manna og umræður að
Milovan Djilas, fyrrum vara-
forseta Júgóslavíu og einka-
vinar Xitos marskálks, — en
sem kunnugt er, hefur Djilas
setið árum saman í fangelsi
vegna skoðana sinna.
Brezka blaðið „The Sunday
Times“ birti um síðustu helgi
grein eftir David Holden um
mál þetta, þar sem hann segir
m.a. frá heimsókn til eigin-
konu Djilasar, Stefanie Djilas,
sem búsett er í lítilli íbúð í
Belgrad, ásamt 13 ára syni
þeirra hjóna, Áleksis Djilas.
Drengurinn hefur lítið haft af
föður sínum að segja, þekkir
hann naumast nema af af-
spurn, því að hann hefur verið
í fangelsi lengst af frá því
Aleksis komst á legg, eða alls
níu ár.
Holden segir, að frú
Stefanie Djilas sé smávaxin og
fremur feitlagin þolinmóð
kona á fimmtugsaldri. Aleks-
is segir hann feiminn, fölleit-
an og greindarlegan pilt.
Faðir hans, Milovan Djilas
er nú 55 ára og var sem
kunnugt er, fangelsaður fyrir
þá sök að ryðja íþá braut, sem
Mihailov hefur verið að reyna
að fylgja — með þeim árangri
að einnig hann situr nú bak
við lás og slá og bíður dóms.
Þegar ég heimsótti Stefanie
Djilas nýlega, segir Holden,
voru allir í Júgóslavíu að tala
um frelsi. Titó forseti hafði
vikið úr embætti sínum gamla
varaforseta, Rankovic og
hafið allsherjar hreinsun inn
an leyniþjónustunnar. Opin-
berar ákvarðanir voru teknar
á opinberum vettvangi. Komm
únistaflokkurinn hafði verið
ávíttur fyrir að glata trausti
fólksins og fjöldi fólks hugs-
aði til- þess með tilhlökkun,
að afskipti flokksins yrði
minni en verið hafa s.l. tutt-
ugu árin. Mihailov hafðí kall-
að saman lítinn hóp vina og
skoðanabræðra til þess að
rökræða hugmyndir hans um
að koma á laggirnar andstöðu
tímariti og sumir létu sig jafn
vel dreyma um að stofna
stjórnmálaflokk, andstæðan
kommúnistaflokknum.
Eiginkona Milovan Djilasar
lét hins vegar ekki hrífast af
iþessum bjartsýnisorðum og
frelsishjali. Hún hafði séð
þetta áður, ef til vill ekki
alveg allt, en margt af því.
Hún neitar því ekki, að ástand
ið sé nú heldur betra en áður,
en hversu miklu betra? Og
enda þótt ýmislegt af því, sem
gert hefur verið til bóta, hafi
verið í algjöru samræmi við
hugmyndir manns hennar,
lætur hún ekki eftir sér að
vona, að það breyti neinu um
hans hag eða stöðu.
Milovan Djilas hafði gerzt
talsmaður frjálslyndis — of
fljótt og of ákaflega fyrir
smekk hins einvalda Titós. I
bókum sínum „Hin nýja stétt“
og „Viðræður við Stalin“ hafði
Djilas snúizt frá kommúnisma
til vinstri sósialdemókratiu. í
stað einræðisstefnu boðaði
hann nauðsyn stjórnmálalegs
frjálslyndis. Fyrir þessar hug
myndir hefur hann nú setið
í fangelsi í níu ár. Enn eru
eftir fjögur og hálft ár af
siðari fangelsisdómi hans og
kona hans er í litlum vafa um,
að hann verði látinn afplána
dominn til síðasta dags.
í fangelsinu hefur Milovan
Djilas hins vegar fengið leyfi
til að halda áfram að skrifa.
Hann hefur lokið 300 blað-
síðna skáldsögu, sem hann
nefnir „Hinar glötuðu orrust-
ur“ og þýtt „Paradísarmissi“
Miltons. Og nú er hann að
\ ■ t*. &
Stefanie Djilas.
Milovan Djilas.
vinna að verki því er hann
telur sitt „magnum opus“, —
sögulegri skáldsögu, þúsund
blaðsíðna verki, þar sem fram
koma hans persónulegu lífs-
skoðanir og heimspeki. Að
sögn konu hans, nefnist skáld
sagan „Heimarnir og brýrnar“
og er meginstef hennar,' að
mennirnir, sem einstaklingar,
lifa í einstökum heimum, eigin
heimum, en ekki aðeins sem
einingar á samyrkjubúi og í
ákveðnum hópum. Milovan
Djilas vildi skapa brýr milli
þessara heima; lífsskoðanir
hans og pólitískar hugmyndir
voru þessar brýr.
Kona Djilasar fær að heim
sækja hann einu sinni í mán-
uði og hún fær bréf frá hon-
um mánaðarlega. „Hann segir,
að þróunin stefni í þá átt, er
hann sagði fyrir, segir Stef-
anie, ef til vill sýna þessar
smávægilegu breytingar eitt-
hvað í þá átt. Ég vona það, —
ella gæti ég ekki lifað, því að
árin færast yfir . . . . “
Holden kveðst hafa spurt
Stefanie Djilas, hvort Mihai-
lov hafi ekki leitað samvinnu
við hana um tímarit sitt. Hún
segir, að hann hafi heimsótt
sig og rætt um það. „Ég veit
annars ekki margt um hann“,
segir hún, — „en er því al-
gerlega sammála, ef han,n ætl-
ar að koma upp óháðu blaði.
Hér er bara alls ekki hægt að
vera óháður — þessvegna er
Milovan í fangelsi. En
Mihailov er ungur og þeir
Framhald á bls. 5
hleður stöðugt utan á sig. —
Fregnir herma, að röðin sé
nú komin að forseta Kína,
sem lengi hefur verið talinn
líklegur eftirmaður Mao Tse
Tung, og mikil herferð stend-
ur nú yfir í Peking og annars
staðar í Kína til þess að
breyta götunöfnum og bæj-
arnöfnum og hefur t.d. gata í
nánd við sovézka sendiráðið í
Peking hlotið heitið „Gata
baráttunnar gegn endurskoð-
unarstefnunni“.
Ómögulegt er að sjá fyrir
afleiðingar þess, sem nú er að
gerast í þessu fjölmenna en
einangraða kommúnistaríki,
en „menningarbyltingin“ ber
í vaxandi mæli yfirbragð
örvæntingarfullrar tilraunar
gamallar kynslóðar, sem er
að líða undir lok, til þess að
móta þetta fjölmenna og vold
uga rí'ki í sína eigin mynd,
mynd, sem einkennist af
þröngsýnum og afturhalds-
sömum viðhorfum til um-
heimsins.
Til lengdar munu himr
kommúnísku valdhafar í
Kína ekki geta staðið á móti
þeim breytingum, sem nýjar
kynslóðir þar í landi munu
vafalaust berjast fyrir, en það
er vissulega kaldhæðnislegt,
að nú, á síðari bluta 20. aldar-
innar skuli í fjölmennasta
ríki veraldar vera settur á
svið annar eins skrípaleikur
og þar stendur yfir, og kall-
aður er „menningarbylting“.
Hugsunarháttur harðsvír-
aðra kommúnista á borð
við forustumenn kínverskra
kommúnista er ofvaxinn skiin
ingi nútímamanna, og furðu
gegnir að fámennur hópur
geti þannig leikið sér með
þjóð, sem telur mörg hundr-
uð milljónir manna. En
„menningarbyltingin“ heldur
áfram, á meðan hinir komm-
únísku valdhafar koma inn í
hug þjóðarinnar afskræmdri
mynd af veröldinni í kring-
um þá. Þegar til lengdar læt-
ur getur slíkt haft stórhættu-
legar afleiðingar fyrir heim-
inn allan.