Morgunblaðið - 24.08.1966, Side 17
1 Miðvikudagur 24. ágúst 1968
MORCUNBLAÐIÐ
17
— ★ —
AIESEC (Association Inter-
nationaie des Etudiants en
Scienes Economiques et
Commerciales) nefnast al-
þjóðasamtök hag- og við-
skiptafræðistúdenta. AIESEC
voru stofnuð skömmu eftir
síðari heimsstyrjöldina, endi
þótt hugmyndin að stofnun
samtakanna væri mun eldri.
Höfuðmarkmið þeirra er að
stuðla að vinnuskiptum stúd-
enta í viðskipta- og hagfræði
og fara skiptin þannig fram,
að skipzt er á gagnkvæmum
vinnutilboðum.
Vinnuskipti á vegum samtak-
anna fóru fyrst fram árið 1949
Walter Huber og JVlaja KanUgrat.
I vinnuskiptum
á íslandi
— Rætt við nokkra útlenda
viðskipta- oq hagfræðinema,
sem eru hér á vegum AIESEC
og tóku þá 89 stúdentar þátt í
þeim. Aukning í vinnuskiptun-
um hefur verið mjög ör og nú í
ár skipta þau þúsundum og hef-
ur orðið að setja á stofn sér-
stakt framkvæmdastjórastarf fyr
ir samtökin, en var það gert árið
1959. Þá skipuleggja samtökin
einnig námsferðir fyrir meðlimi
sína.
Kostir þessa samstarfs ættu að
vera ljósir. Ekkert er hollara is-
lenzkum viðskiptafræðistúdent-
um en fara utan og fá tækifæri
til að kynnast rekstri ýmissa
stórfyrirtækja, auk þess, sem öll-
um kostna'ði er stillt svo í hóf
sem unnt er.
Hér á landi eru nú staddir
nokkrir nemendur erlendis frá á
vegum AIESEC og hafði Mbl. tal
af nokkrum þeirra nú á dögun-
um og fara samtölin hér á eftir.
— ★ —
Fyrstan tökum við tali háan og
Iþrekinn ungan mann, John
Cossdus, sem leggur stund á hag-
fræði við hagfræðiháskólann í
London. Hann vinnur meðati
hann dvelst á íslandi í Aburðar-
verksmiðjunni og við spurðum
hann í fyrstu, hvernig honum
líki að starfa þar.
— Ágætlega, ég vinn þar við
ýmsa útreikninga og hef gaman
af. Andrúmsloftið meðal starfs-
fólks verksmiðjunnar er mjóg
gott.
— Er þetta í fyrsta sinn, sem
þú dvelst erlendis á vegum
AIESEC?
— Já, og það verð ég að segja,
að þa'ð er skemmtileg tilbreyting
frá lifinu í London að koma til
íslands. Umhverfið hér er allt
annað. Reykjavík er ákaflega ný-
tízkuleg borg, miklu nýtízkulegn
en heimatoorg mín York, en þær
eru einmitt af mjög svipaðri
stærð.
— Hefurðu ferðazt um landið?
— Ég hef tvisvar farið út fyrir
borgartakmörk Reykjavíkur. í
fyrra skiptið fór ég ásamt félög-
um mínum að Litlu-Heklu og um
verzlunarmannahelgina fór ég í
Þórsmörk. Mér skilst að enginn
hafi séð ísland fyrr en hann hef-
ur komið í Þórsmörk. Þá verð ég
að segja að unga fólkið á íslandi
er ákaflega frjálslegt og ég undr-
azt hina miklu' málakunnáttu
þess. Þáð er og mjög nýtízkulega
klætt. Ég mundi segja að það
væri nýtízkulegar klætt en unga
fólkið í London, segir hann að
lokum.
— ★ —
Þá tökum við tali unga Vínar-
stúlku, Bettinu Partik, sem seg
ist vera að læra hag- og við-
skiptafræði, auk þess sem hún
Skipst£órar —
Útgerðarmenn
Ný síldarnót er til sölu. Upplýsingar hjá
Netagerð Jóhanns Klausen, sími 102,
Eskifirði.
leggi stund á stjórnunarfræði.
Hún vinnur hjá Heildverzlun-
inni Heklu og lætur vel af því
starfi. Að vísu hafi henni fund-
izt það erfitt í fyrstu, en hún
hafi vanizt því.
— Er þetta í fyrsta sinn, sem
þú ferð í námsferð á vegum
AIESEC?
— Já, en ég hef hug á að fara
eitthvað næsta sumar. Mig lang-
ar t.d. mjög til Bandaríkjanna,
en það verður erfitt, því að
Bandaríkjamenn gera miklar
kröfur.
— Hvernig líkar þér svo hér
á íslandi?
— Hið fyrsta sem ég varð
var við hér var hversu hátt allt
verðlag er hér. Þetta háa verð-
lag hlýtur að fæla mjög útlend-
inga frá að koma til landsins.
Bettina og brosir um lei’ð og við
kveðjum hana.
— ★ —
Næst tökum við tali ungan
mann, franskan að uppruna frá
Montpellier í Frakklandi. Hann
heitir Robert Fleischel og stund-
ar nám í heimalandi sínu. Hann
hefur verið varaformaður
AIESEC. og við spyrjum hann
um starf hans sem varaformanns.
— Starf mitt sem varaformað
ur í AIESEC felst aðallega í því
að útvega nemendum, sem þess
óska atvinnu í einhverju þátt-
tökulandanna. Þetta er mjög
skemmtilegt starf, ég hef t.d.
kynnst um 40 þjóðernum í sam-
bandi við það. Hins vegar hafði
ég aðeins kynnst einum Islend-
ing persónulega og það er ef til
vill þess vegna, sem ég kaus
mér ísland, þegar ég ákvað að
fara til útlanda og vinna á veg
um AIESEC. Mig langaði til að
kynnast fleiri íslendingum.
— Ertu af þýzkum ættum?
— Nei, ég er hreinræktáður
Frakki, en hins vegar bý ég ekki
langt frá þýzku landamærun-
Walter Huber heitir ungur
maður, sem stundaði nám í há-
skólanum í Ziirich, en þar ec
hann búsettur. Hann lauk próÉi
frá þeim skóla í vi’ðskiptafræð-
um hinn 9. júlí s.l. og vinnuc
í sumar hjá Eimskipafélagi ís-
lands h.f. Við spyrjum hann
fyrst, hvort hann hafi áður starf
að á vegum AIESEC og hana
svarar:
— Jú, sumarið 1963 starfaði
ég í Madrid og sumarið þar á
eftir í París. Ég hafði því fengið
mig fullsaddan á hinum suðlægu
löndum og ákvað því að fara til
íslands í þetta skipti og nú vinn
ég að tölfræðilegum útreikning
um hjá Eimskip. Og ég held bara
að mér sé óhætt að segja, að
ég hafi gaman af því.
Ég áætla að vera hér í um
3—4 mánuði og í kvöld kemur
unnusta mín til landsins og ráð-
geri ég áð fara að sækja hana,
en hún kemur með flugvél til
Keflavíkurflugvallar. Ég hlakka
óskaplega til að komast eitthvað
út á landsbyggðina og sjá hver-
ina, sem svo mikið er talað um.
Hi’ð eina sem enn hefur komið
mér á óvart í þessari heimsókn
minni hér, er hve hlýtt hér er,
segir Walter Huber að lokum.
— ★ —
Maja Randgraf heitir stúlka
frá Köln, sem stundar nám í há-
skólanum þar í borg, en starfar
í sumar i Seðlabanka Islands.
Hún stundar nám í þjóðfélags-
fræði og viðskiptafræði. Hún
segir, að við háskólann í Köln
séu 19000 stúdentar og sé það
næst stærsti háskóli í Vestur-
Þýzkalandi. Við spyrjum hana,
hvernig hún kunni við sig á
íslandi og hún segir:
— Áður en ég kom, bjóst ég
við að húsin væru miklu kulda-
legri. Það kom mér því mjög
á óvart, er ég sá að þau líktust
sumarhúsum miklu frekar. Ég
hafði reynt að búa mig undir
dvöl mína hér og keypt mér
kennslubók í íslenzku, en þá
varð mér ljóst að málið er ákaf-
lega erfitt. Ég held að mér takist
aldrei að læra svo mikið í mál-
inu að mér takist að skilja um
hvað rætt er sovna manna á
meðal, enda áætla ég ekki að
vera hér nema í 2—3 mánuði.
•'.o
Talið frá vinstri: Robert Fleischei, Bettina Partik og John Cossins.
(Ljósni.: Sv. Þorm.)
— Hefur þú mikla möguleika
á að ferðast með námi?
— Skólinn minn, sem er í Vín
gefur fjögurra mánaða sumarfrí,
þriggja vikna jólafrí og fjögurra
vikna páskafrí. Þá gefst manni
ávallt kostur á að ferðast eitt-
hvað.
— Skemmtirðu þér í Þórs-
mörk um verzlunarmannahelg-
ina?
— Þórsmörk er dásamlegur
staður og ég naut þess að geta
skoðað hina fögru náttúru. Hins
vegar tók ég ekki þátt , skemmti
atriðunum, sem þar fóru fram,
ekki einu sinni dansinum, segir
um og hér áður fyrr tilheyrði
héraðið stundum Þýzkalandi.
Borgin, sem er háskólabær hef-
ur 150 þúsund íbúa og þar eru
um 30 þúsund stúdentar. Þetta
er í Alsace, og vona ég að við
megum vera Frakkar um alla
framtíð.
— Þú hefur vonandi ekki orðið
fyrir vontorigðum við nánari
kynni af íslendingum?
— Nei, það hef ég ekki, en
þetta bjórleysi ykkar hér, það er
hálf leiðinlegt, segir Robert
Fleischel og hlær um leið og við
kveðjum hann.
Mistök
í DÁNARTILKYNNINGU um
Jónínu Jónasdóttur, sem birtist í
blaðinu í gær féllu niður nöfn
Jóns Sigurðssonar og Viktoríu
Jónsdóttur í undirskrift. Hlutað-
eigendur eru beðnir afsökunar á
þessum mistökum.