Morgunblaðið - 24.08.1966, Page 18

Morgunblaðið - 24.08.1966, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. ágúst 196C ,t, Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir JÓNÍNA JÓNASDÓTTIR andaðist í Landsspítalanum, sunnudaginn 21. ágúst. Jarðarförin tilkynnt síðar. Jón Sigurðsson, Viktoría Jónsdóttir, £iín Jónsdóttir, Höskuidur Ólafsson, Sigurður Jónsson, Valgerður Ingólfsdóttir. Systir okkar, LAUFEY GUNNARSDÓTTIR andaðist sunnudaginn 14. þ.m. — Útförln hefur farið fram. Gyða Gunnarsdóttir, Unnur Gunnarsdóttir, Svana Gunnarsdóttir. Útför konunnar minnar SIGRÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR frá Laxnesi, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. ágúst kl. 13,30. — Blóm afbeðin. — Þeim, sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Jónas Thorstensen. Útför eiginkonu minnar SYLVÍU HALLDÓRSDÓTTUR Goðatúni 3, Garðahreppi, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. ágúst kl. 10,30. — Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Sóftis Halldórsson. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför HARÐAR GUNNARSSONAR rafvirkja. Jóhanna Jónsdóttir og börn, Steinunn Helgadóttir, Gunnar Guðmundsson, Erla Guðjónsdóttir, Stefán Gunnarsson, Bogga Sigfúsdóttir, Almar Gunnarsson. Þökkum innilega sýnda samúð og vinavhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR OKTOVÍU ÞORSTEIN SDÓTTUR Árni Sófusson, Katerín Eðvaldsdóttir, Ingibjörg Sófusdóttir, Gunnar Guðmundsson, Anna Sófusdóttir, Alfred Nordgulen, Þorsteina Sófusdóttir, Guðmunda Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn. Þökkum innilega samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu KRISTÍNAR EIRÍKSDÓTTUR Börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar ALDÍSAR GUÐMUNDSDÓTTUR Bakkaveg 4, Selfossi. Kristinn Vigfússon. Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts ÞÓRÐAR ÞÓRÐARSONAR Borgarnesi. Vandamenn. Innilegt þakklæti til allra er sýndu mér samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konu minnar ÞÓRU ÞORSTEINSDÓTTUR Amarhóli, Vestur Langeyjum. Þorgeir Tómasson. ÖHum sveitungum mínum, ættingjum og vinum er ó-iéV8- sendu mér hlýhug og gjafir á 60 ára afmæli mínu þakka ;' vy É-.4 ég af heilum huga. Guð launi ykkur öllum. ' ■'* ; ", Jón Jónsson, frá Ásólfsskála V.-Eyjafjallahreppi. VjlP 5r':! Öllum þeim sem gerðu mér daginn ógleymanlegan '• WL' ^ með heimsóknum, gjöfum, kveðjum og góðum óskum á sjötugsafmæli mínu flyt ég alúðarþakkir. Jafnframt þakka ég liðna tíð og bið ykkur öllum Guðs blessunar. Guðni Þórðarson, Akureyri. iiiin HMlr iWP’ni 1 iíBíihI^^^MI Svo skemmtilega vildi til, að daginn sem Ólafsfirðingar fögnuðu Sigurbjörgu ÓF, voru öll börn, tengdabörn og barnaböm Magnúsar Gamalíelssonar og konu hans samankomin í Ólafs- firði. Myndin er tekin af fjölskyldunni á sviði samkomuhússins í ólafsfirði, að lokinni veizl- unni, sem Magnús hélt Óiafsfirðingum. — Eg heíbi Framh. af bls. 15 stjóra, um möguleika á smíði skipsins á Akureyri. Hjálmar taldi strax að á Akureyri væri nægilegt af góðum iðnaðarmönn um til að vinna við skipasmíð- ina. Þó gætu orðið örðugleikar á veginum, þar sem þetta væri fyrsta skip. Æsktum við þess að hann yrði okkar ráðunautur og tjáði hann sig mjög fúsan til þess. Hefur Hjlmar reynst okk- ur mjög vel og kann ég honum beztu þakkir. — Hvað með fjármálin? — Það sem reið baggamuninn um að skipið var smíðað á Ak- ureyri, var hin góða og ákveðna fyrirgreiðsla Elíasar Halldórsson ar, framkvæmdastjóra fiskveiða sjóðs, og skilningur sjóðsstjórn- arinnar á málinu. Án aðstoðar þeirra hefði aldrei verið lagt út í smíðina. Einnig veittu þeir Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra og Jónas Rafnar, alþing- ismaður, ómetanlega aðstoð. Sturlaugi Jónssyni og Co. og starfsmönnum hans í Reykja- vík vil ég færa þakkir fyrir góða og hrekklausa afgreiðslu. — Var kostnaðurinn samsvar- andi við erlenda skipasmíði? — Þegar ég samdi um smiði skipsins, þá samsvaraði það skipsverði í Noregi. Síðan hefur dýrtíðin hér á landi vaxið og ég sem kaupandi skipsins hef orðið að greiða allar launahækk anir sem orðið hafa. Einnig eru í skipinu mörg tæki sem ekki var reiknað með í samningnum. T.d. hliðarskrúfur, Loran, tvö sjálfvirk fiskileitartæki, tveir radarar og helmingi stærra raf- magnskerfi. Þess má geta í því sambandi að skipið framleiðir jafnmikið rafmagn og allur Ól- afsfjarðarbær notaði árlega fram til ársins 1955. ■— Hvernig hefurðu hugsað þér útgerð skipsins? — Ætlun mín er að það færi helzt allan aflann til Ólafs- fjarðar. Ég hef góðar vonir um að þetta takist, með tilliti til hins ágæta skipstjóra og áhafn- ar sem eru um borð í Sigur- björgu. — Að lokum Magnús, telurðu þig hafa valið réttu leiðina? — Þegar ég var að fara út í þetta hugsaði ég oft hvort nokk urt vit væri í þessu. í dag er ég þess fullviss að ég hef gert rétt. Ég hefði hvergi getað fengið vandaðra né betra skip. Xr í KAFFISAMSÆTINU sem Magnús bauð til eftir móttöku skipsins hittum við tvo gamla skipstjóra frá Ólafsfirði, þá Magnús Jónsson og Ásgeir Frí- mannsson. Magnús er 73 ára gamall og stundar sjóinn ennþá af fullum krafti og segist ekki hafa hugs- að um að fara í land næstu árm Hann hefur róið á trillu um ára bil, en segir aflann í sumar með tregasta móti. — Hvenær byrjaðir þú til sjós Magnús? — Ég byrjaði af fullum krafli 14 ára en hafði gutlað dálítið við sjóinn áður svona eins og gengur og gerist, og síðan hef ég verið sjómaður og ekki ann- að. — Ert þú fæddur í Ólafsfirði? — Ég er fæddur hér fram í sveit. Þegar ég var strákur voru hér aðeins 3 hús og nokkrir kof ar svo að þú getur séð að ég hef lifað talsverðar breytingar hér í Ólafsfirði. — Hvenær varðstu skipstjóri? — Ég byrjaði hjá Magnúsi Gamalíelssyni um 1930 og var með skip fyrir hann, þar til ég fór að róa á trillu um 1940 og síðan hef ég eingöngu stundað handfæri. — Hvað hugsaðir þú, Magnús, þegar Sigurbjörg sigldi hér inn fjörðinn? — Ég hugsaði að gaman hefði verið að vera úm borð í slíku skipi þegar maður var ungur. Það er ekkert líkt með þessu skipi og seglskipunum og kútterunum í gamla daga. — Og þú ert ekkert að hugsa um að fara í land? — Nei, meðan ég get staðið við færið ætla ég að stunda sjó- inn. Ásgeir Frímannsson segist vera fæddur í Fljótunum en flutzt til Ólafsfjarðar 7 ára gamall og búið þar síðan. — Hvað ert þú búinn að vera lengi sjómaður Ásgeir? — Ég byrjaði á sjónum fyrir alvöru 16 ára gamall, en hafði þó bleytt færi áður. Ég var síð- an á sjó þar til ég varð sextug- ur fyrir 5 árum, þá fór ég í land og er nú vigtarmaður og lóðs hér í Ólafsfirði. — Hefur þú ekki verið skip- stjóri hjá Magnúsi? — Jú, ég var skipstjóri hjá Magnúsi um 10 ára skeið. Ég fór í stýrimannaskólann 43 ára gamall og strákarnir sem voru í bekk með mér kölluðu mig afa. — Var ekki dálítið erfitt að setjast á skólabekk svona ganr all? — Jú blessaður vertu. Maður þurfti að byrja á þessu öllu upp á nýtt. Ég var búinn að gleyma barnalærdómnum, en þetta hafð ist allt á endanum. — Hvernig lízt þér á Sigur- björgu? — Ég segi eins og Magnús að gaman hefði verið að vera ung- ur og fylgjast með tækninni eina og framfarirnar hafa verið örar. Skipið er stórglæsilegt og fall- egt og við Ólafsfirðingar bind- um við það miklar og góðar vonir, enda ekki ástæða til ann- ars en vera bjartsýnn. Það er munur á síldveiðunum nú og áður fyrr. Þá þurftum við að bíða eftir að hún kæmi upp á yfirborðið, en nú taka þeir hana bara á sextugu dýpi eins og ekkert sé. . — ihj. -<í> „Með þokklæti og virðingu“ ÞÓ nokkuð sé liði'ð frá dánar- dægri Jóns Sigurðssonar, slökkvi liðsstjóra, langar mig til þess að biðja Morgunblaðið að birta þetta minningarljóð um hann, frá mér, með þakklæti og virð- ingu: Frá liðnum dögum við ljóða- streng, og lundinn sem geislum skin. Ég geymi minning um góðan dreng, sem gladdist við störfin sín. í huganum oft með honum geng ér hverfa burt árin mín. Þú áttir þinn lífsdraum í sól- hlýrri sál, og sumar í lundum þeim. Og lékst þér stundum við Ijó'ða- mál með léttum, og glöðum hreim. Þú vildir slökkva hin vondu bál, og verja okkar fagra heim. í, íþróttamálum þú markaðir braut, þár mörgum er torsótt leið. Enn öllum er hollt að þreyta þraut til þroska er síðar beið. Og sá fær launin er sigur hlaut og sveik ei sitt æviskeið. Hve gott var að starfa, og þjórn með þér svo þekkur við hvern, og einn. Þú gladdist við alit, sem bar sig- ur í sér. og sæmd, þar sem gróður var hreinn. Þau kynni geymast í minni mér um mann, sem ei lastaði neinn. Þú áttir þín Ijós, og létta brag og lékst þér við gýjustreng. Því syng ég þér ekki sorgarlag, enn sæll í því Ijósi geng. — Að Guð búi eilífan upprisudag þeim ástsæla góða dreng. Kjartan Ólafsson. t, Móðir okkar, INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR Traðarkotssundi 3, lézt á Landakotsspítala 23. þessa mánaðar. Ása M. ÞórhaJIsdóttir, Haltdór Þc-rhallsson, Ólafur Þórhallsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.