Morgunblaðið - 24.08.1966, Page 21

Morgunblaðið - 24.08.1966, Page 21
Miðvikudagui 24. Sgflst 1968 MORGU NBLAÐIÐ 2! — MJnmng Framhald af bls. 8. fyrir að þakka, að hægt er að deila án þess, að til óvildar dragi og ósættis. Og mörg merk mál, skírast við skoðanamun og þurfa þess með, að þau séu rædd. Þá geta hófsamiígar deilur orðið nytsamar og orðið pipar á lífs- ins plokkfiski, eins og Matthías sagði svo skemmtilega í allt öðru sambandi. Það lætur að líkum, að við síra Eiríkur áttum mikið saman að sælda og samstarf á svo langri samleið. Hann fermdi mig á öðru prestskaparári sínu og man ég enn viss atriði úr fermingarræð- unni, þó flest sé gleymt. Fannst mér þá, hann segja okkur börn- unum til vegar. Hann lagði bless un sína yfír mig á mesta ham- ingjudegi lifs míns og síðustu blessun yfir marga nánustu ást- vini mína. Við áttum líka náið samstarf um málefni kirkjunnar á Torfastöðum, bæði sem aðstoð- armaður við guðþjónustur og messugerðir og ýmislegt annað, sem kirkjuna snerti. Og þegar ég nú lít til baka um langan veg, við þessi leiðaskil, er margs að minnast, sem vert er að muna og þakka og orðið hefur til ávinn- ings. * Þótt oft skini hamingjusól í heiði yfir Torfastaðaheimilinu á þessum tæpum 50 árum, sem þau hjónin síra Eiríkur og frú Sigurlaug dvöldu þar, þá dró fyrir sólu dimmt sorgarský, er einkasonurinn Þórarinn Stefán, fluggáfaður drengur, tók á barns aldri banvænt mein, sem hann i barðist við til 17 ára aldurs, að ! yfir lauk. Engum mannlegum mætti var auðið að sigrast á þeim þungu örlögum, þótt öðru- vísi myndi e.t v. horfa við nú í slíku tilfelli, svo sem þekkingu manna hefur þokað fram á leið. Þennan þunga harm bar síra Eiríkur með mikilli karlmennsku og sálarþreki svo mjög sem sorgarundin blæddi. Og þó i vissu allir, sem bezt þekktu j hann, að hann bar í brjósti undir brynju hversdagsleikans, nærri barnslega viðkvæmni. Og enn sannaðist, sem oftar, að sjaldan er ein báran stök. Hálfu öðru ári eftir að þau hjón- in höfðu fylgt einkasyni sínum til grafar, urðu þau að fylgja sömu leið kærum fóstursyni, Kristni Jónssyni frá Laug. Annað þungt áfall urðu þau Torfastaðahjón að þola. Um miðjan vetur 1945, kom upp eldur um miðja nótt, svo magn- aður, að íbúðarhúsið, sem var tvílyft timburhús, heyhlaða og fjós með kúm á hverjum bási, brann allt til kaldra kola á einni klukkustund. Dálitlu varð bjarg- að, en miklu meira af dýrmæt- um munum úr gamalgrónu búi varð eyðileggingunni að bráð. Slíkt er alltaf óbætanlegt. Prest ur var fjarverandi þessa nótt og kom að morgni að köldum rúst- um heimilis sins. Þá þungu raun bar síra Eiríkur með æðrulausri karlmennsku Að sjálfsögðu lögðu sveitungarnir prestshjón- unum nokkurt liðsinni. En mest- ur var hlutur Miklaholtsheim- ilisins, sem tók prestsfjölskyld- una í hús sitt þangað til nýtt hús var fullbúið á grunni þess gamla á Torfastöðum. Mun Miklaholts- fjölskyldunni hafa fundizt að svo ríflega væru presthjónin á Torfastöðum búin að leggja inn á nágrannareikninginn, að nokk- uð þyrfti á móti að koma. Þegar síra Eiríkur lét af prest- skap, fluttu þau hjónin að Laug- arvatni í eigið húsnæði og hafa búið þar síðan. Þangað hafði einkadóttir þeirra, Þorbjörg, flutt með manni sínum, Ásgrími Jónssyni, fyrir allmörgum árum, en hann veitir forstöðu garð- yrkjustöðinni á Laugarvatni. Var það prestshjónunum mikill ham- ingjuauki að geta á efri árum búið við hlið dóttur og tengda- sonar og barna þeirra. Þá var þeim það mikil ham- ingja að eiga annan fósturson frá fyrstu bernsku hans Karl J. Eiríks, fulltrúa hjá Kaupfélagi Árnesinga. Hann var þeim kær sem bezti sonur, sem hann end- urgalt fyllilega alla tíð. Síra Eiríkur var fæddur og uppalinn í frjösamri og fagurri sveit norðan fjalla. Um það bil, er æskuárum lauk, fluttist hann suður yfir fjöllin, þar sem lífs- starfið beið hans í fagurri og frjósamri sveit. Víst er það, að sterk eru þau bönd, sem binda hvern mann við bernsku- og æskustöðvar og mun sú tilfinn- ing ekki síður hafa vakað í brjósti síra Eiríks, en annarra manna. En það veit ég samt með vissu, að Biskupstungur voru sveitin hans framan fellum öðr- um byggðum þessa lands og Torfastaðir hjartfólgnasti staður- inn á þessari jörð. Þangað er líka fallegt heim að líta og ekki síður fagurt þaðan að sjá. Á þessum stað fær líka síra Eiríkur sitt hinzta hvílrúm í dag, „þar sem víðsýnið skín" til sólar- áttar. Þorsteinn Sigurðsson. Tvo gáfuð börn HJÓNUNUM séra Eiríki og Sigurlaugu á Torfastöðum kynntist ég fyrst um 1920, og eins og mörgum öðrum minna tryggustu vina, hjá frá Guðrúnu Erlings í Þingholtsstræti 33. Frú Guðrún átti margt góðvina í sveitum landsins, fólk sem tal- aði af ástúð og tilfinningu um bókmenntir og aðrar listir. í þessum tignarmannahópi voru þau Sigurlaug og séra Eiríkur af heilum hug og af lífi og sál. Tvö gáfuð börn í hljóðlátri leit að því fagra og sanna. Síðar hitti ég þau Sigurlaugu og Eirík hjá Erlendi í Unuhúsi. Þar var heimilsbragur að vísu um margt ólíkur því sem var í Þingholtsstræti 33, en eitt var þar hið sama, hugarfarið: Ást á BIKARKEPPNIN MELAVÖLLUR: í kvöld, miðvikud. 24. ágúst kl. 7,30 leika Fram — Valur b Dómari: Grétar Norðf jörð. Tekst b-liði Vals að sigra Fram í kvöld? Mótanefnd. Early American Vegna brottflutnings eru til sölu mjög vönduð amerísk borðstofurhúsgögn. Auk þess „chatol“, 2 tveggja manna sófar, djúpur stóll og sófaborð. G. E.-sjónvarpstæki og arin-grind með tilheyrandi. Upplýsingar í síma 30270. Ingvar Ingvarsson. listum og fögrum hugsjónum. Einnig hér voru þessi tvö gáf- uðu og menntuðu sveitabörn eins og heima hjá sér. Mörgum árum síðar kom ég nokkrum sinnum að Torfastöð- um og átti ógleymanlegar stundir með þeim hjónum, og síðast fyrir tveimur árum að Laugarvatni, þar sem við Halldór Laxness nutum þess að hitta þau aftur ung og nýtrú- lofuð. Ég hef aðeins kynnzt tveimur hinna þjóðkunnu Auðkúlu- bræðra mjög náið, Hilmari og Eiríki. Faðir minn sagði um Hilmar Stefánsson að hann væri einhver hinn ágætasti maður sem hann hefði kynnzt á æv- inni, og þetta voru stór orð í hans munni. Ég leitaði sjálfur oft til Hilmars fyrir ýmsa vini mína, sumt ekki mikla bóga, og sjaldan mætt meiri góðvild og drengskap. Séra Eiríkur var ákaflega yfirlætislaus og hlé- drægur maður, svo hlédrægur að næstum óhugsandi var að ná tali af honum, nema hafa áður tryggt sér passa stimplaðan af frú Sigurlaugu. Ég var svo heppinn þegar ég kom fyrst að Torfastöðum að hafa átt 1 nokkrum bréfaskriftum við Sigurlaugu um bókmenntir, er Eiríkur hafði áhuga fyrir. Ég held mér sé óhætt að segja að við höfum sýnt hvor öðrum. full- an trúnað í okkar samræðum, einkum um eilífðarmál. Og ég hef aldrei orðið samur maður eftir þær samræður og mun aldrei gleyma þessum stórkost- lega gáfumanni með sitt hreina barnsandlit. R. J. BAHCO SILENT j|P*fl 1 vif fan henf< sfad sem ar alls fcir þar krafizt er g og hl loffræ 6drar jócírar slingar. 11 fBlj GOT - ve - hr< rLOFT 1 lídtan sjnlæfi HEIMAog á VINNÚSTAÐ. V Audvel ing:!ödi Ihornc dl bppseln- rélt,iárélt, igírúdu !! Fd SUÐUI NlXf ?CidTU io JAMES BOND ~X— ->f- Eítii IAN FLEMING Eftir að ég var farinn tók Tiffany Case leigubíl til Charing Cross — og fór þar inn í símaklefa. n 7 t V IS SWE SPOKS, WER MESSAGS A VAS RECORDEC?... ^ «... - SfflL Símtal hennar var hljóðritað. Fuilnægir skilyrðunum. Raunverulegt nafn James Bond. Leikur golf og mun ferðast með kylfur og golfkúlur. Yfiri Þeir halda áfram ferðinni. Með jöfnu millibili sjá þeir grænar baunir á gras- inu, sem vísa þeim leiðina. Spori hefur sem sagt hugkvæmzt að fylla vasana með baunum, sem sýna slóð hans. — Það er ljómandi að hann skuli hafa lesið »Hans og Grétu“ nýlega, segir Júmbó, — og að það eru engar dúfur í þessum dal. Ailt í einu nema þeir staðar við eina gjótuna Það má á baununum sjá, að nú eru þeir á réttri leið. En því í ósköpunum hafa þrjótarnir aftur leitað inn í neðan- jarðargöngin? Þetta er e.t.v. gildra? — Það er Alfi likt að sitja fyrir manni: I kyrrð næturinnar mun honum veitast auðvelt að ná í okkur. Hvað eigum við nú að gera? spyr Júmbó skipstjórann. — Þvi verður þú að ráða. Þú ert sá vitrasti af okkur, segir skipstjórinn hógvær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.