Morgunblaðið - 17.09.1966, Blaðsíða 1
32 slður
53. árgangur
212. tbl. — Laugardagur 17. september 1966
Prentsmiðja Morgunblaðsir
Nýja Kína staðhœfii
Bandarísk
árás
á Kína
Peking, 16. sept. NTB —AP
FRÉTTASTOFAN „Nýja
Kína“ staðhæfir í dag, að
tvær bandarískar flugvélar
hinn 9. september sl. haf'
af gerðinni F-105 gert loft-
árásir í kínverks þorp 'og
fólk, sem var úti að vinnu.
Hafi þrjár manneskjur slas-
azt, tvö hús verið löskuð og
uxi drepinn. Fréttastofan seg
ir, að kínverskar flugvélar
hafi snúizt til varnar og lask
að aðra bandarísku flugvél
Franskir ráðherrar með de
Gaulle forseta í broddi fylk-
ingar stóðu í brúnni á franska
I tundurspillinum „De Grasse“,
klæddir samfestingum úr
gúmmí, sérstaklega gerðum til
1 að verjast geislavirkni, og
1 horfðu á tilraun Frakka með
atomsprengju. Á myndinni frá
vinstri: Peyrefitte vísinda-
' málaráðherra, Bilotte ráð-
herra, Messmer varnarmála-
ráðherra og de Gaulle.
Björguðu
manns
47
ÞYRLUR frá bandaríska herskip
inu „Oriskany“ björguðu í dag
47 manns, sem voru með Hong
Kong skipinu „Ágústmáninn“,
sem í morgun strandaði og brotn
aði í öldugangi suður af Hong
Kong.
Chou En-lai gagnrýnir
Rauðu varðliðana í Kína
ma.
Moskvu —
Peking, 16. sept. NTB
CHOU EN LAI forsætisráð-
herra kínverska alþýðulýð-
veldisins hefur persónulega
gagnrýnt Rauðu varðliðana
svonefndu fyrir valdbeitingu
og skýrt þeim svo frá, að
her landsins sé einfær um
að sjá um fjandsamleg öfl í
þjóðfélaginu.
• Skýrði Pekingútvarpið svo
— en Lin Piao boðar áfram-
haldandi hreinsanir
frá í dag, að forsætisráðherrann
hefði sagt þetta í ræðu fyrir
nokkrum dögum. Hefði hann
einnig gagnrýnt stúdenta í Nan-
king fyrir að hafa fjarlægt brons
styttu af Sun Yat Sen, sem talinn
hefur verið faðir kínverska lýð-
veldisins — og tekið upp hansk-
ann fyrir ekkju hans, sem Rauðu
varðliðarnir hafa sakað um borg
Líklegt oð kafbátsslysið
hafi pólitískar afl eiðingar
i V-Þýzkalandi. Eykur á erfibleika Erhards kanzlara
ÓLÍKLEGT er talið, að nokk
ur hafi komizt lífs af, er kaf-
báturinn Hai fórst, utan
bátsmaðurinn Pieter Otto
Silbernagel, sem brezkur tog
ari St. Martin bjargaði í gær.
Leituðu skip og flugvélar
skipsbrotsmanna í dag, og
fundu sjö lík en engan á
lífi. Silberagel hafði sagt, að
þeir hefðu verið átta, sem
komust út bátnum, áður en
hann sökk. Slæmt veður var
á slysstaðnum í allan dag.
Talið er sennilegt, að slys
þetta geti haft mikilvæga
pólitíska þýðingu í V-Þýzka-
landi og muni verða til þess,
að sóialdemokratar fylgi enn
fastar en áður fram kröfum
sínum að, að Kai-Uwe von
Hassel, landvarnaráðherra,
verði látinn víkja úr em-
bætti. Steðja nú ljóslega
margvíslegir erfiðleikar að
stjórn Erhards og fylgi henn
ar meðal kjósenda fer rén-
andi. Nýlega benti skoðana-
könnun til þess ð 52% kjós-
enda væru fylgjandi sóial-
demokrötum, en aðeins 39%
stjórnarflokknum, kristileg-
um demókrötum.
Sem frá var sagt í fréttum I
gær, sökk kafbáturinn í illviðri
um 185 sjómílur undan norð-
austurströnd Bretlands. Pilturinn
Silbernagel, sem var bjargað, var
fluttur í sjúkrahús í Sander-
busch. Hafði hann verið í köld-
um sjónum í þrettán klukku-
stundir, er togarinn „St. Martin
tók hann upp, enda féll hann
Framhald á bls. 31
araleg sjónarmið. Chou hafði
einnig tekið fram, að Rauðu varð
liðarnir mættu alls ekki valda
truflunum á framleiðslunni, þrátt
fyrir, „menningarbyltinguna",
því að Kínverjar þyrftu nauð-
synlega á að halda erlendum
gjaldeyri, sem ekki yrði feng-
inn nema með útflutningi. —
„Og þar fyrir utan — hvað eig-
um við að borða, verði fram-
leiðslan trufluð", hafði Chou
sagt.
Þá voru birtir á spjöldum í
dag útdrættir úr ræðu, er hinn
nýi áróðursleiðtogi miðstjórnar
kommúnistaflokksins, Tao Chu,
hafði haldið 31. ágúst s.l. Þar
hafði hann sagt, að Rauðu varð-
liðarnir yrðu að vera í senn djarf
ir og hógværir. Ennfremur að
hægt væri að gagnrýna allt og
alla — nema Mao Tse tung.
Einnig yrði að styðja Lin Piao,
sem héldi hátt á lofti fána Maos.
Þá skýrði Pekingútvarpið svo
frá í dag, að Pen Chen borgar-
Framhald á bls. 2
Framhald á bls. 3
Svíar jb urr
brjósta?
Stokkhólmi, 16. sept. NTB.
# Sænska áfengiseinkasalan
ákvað í dag að hefja þegar í
stað skömmtun á áfengi,
vegna ákvörðunar félags af-
greiðslumanna í útsölustöðum
að hefja verkfall 26. sept. n.k.
Er ætlunin þar með að koma
í veg fyrir brennivínshamst-
ur, einkum hamstur unglinga.
Skammturinn verður hálfur
annar lítri áfengis á hvern
viðskiptavin, það er að segja
tvær flöskur — hver sem vín
tegundin er.
Takist ekki að koma í veg
fyrir verkfall afgreiðslumann
anna — sem ná mun til 2500
manns — verða Svíar aftur
þurrbrjósta, en ekki eru nema
þrjú ár liðin frá því þeir urðu
að láta sér lynda sjö vikna
þurrk, vegna verkfalls skrif-
stofufólks og verkstjóra. Þá
var ekki þegar hafin skömmt
un, heldur útsölunum leyft af
selja þær birgðir, er þegar
voru fyrir hendi — og var
þá hamstrað gífurlega. Meðan
á verkfallinu stóð, var stöðug
ur straumur þyrstra Svía til
Noregs og Danmerkur.
KAUPUM ÍSIENZKARIÐNAÐARVÖRUR
IMæst síðasti dagur Iðnsýningarinnar í dag
Mól dr. Ottos Johns
tekið upp á ný
Karlsruha, 16. sept. NTB
9 Dr. Otto Jolin, sem áður
fyrr var yfirmaður leyniþjón
ustunnar í V-Þýzkalandi, en
hvarf til A-Þýzkalands um
hrið, getur nú fengið mál sitt
tekið upp að nýju, að því er
tilkynnt var í dag.
Dr. Otto John var dæmdur
til fjögurra ára hegningar-
vinnu árið 1956 fyrir landráð.
Hann hafði farið til A-Þýzka-
lands 20. júlí 1954 en kom
aftur til Vestur-Þýzkalands
hálfu ári síðar, með aðstoð
danska blaðamannsins H.
Bonde Henriksen. Dr. John
staðhæfði alltaf við réttarhöld
in, að hann hefði verið flutt-
ur meðvitundarlaus yfir landa
mærin og væri alsaklaus af
þeirri ákæru að hafa flúið af
ásettu ráði. Eftir að hafa af-
plánað tveggja ára hegningar-
vinnu, var hann náðaður og
hefur síðan unnið að því að
fá mál sitt tekið upp á ný.