Morgunblaðið - 17.09.1966, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.09.1966, Blaðsíða 32
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins 212. tbl. — Laugardagur 17. september 1966 Mikil umferð um Patreksfjaröarflugvöll MIKIL umferð hefur undan- farið verið um hinn nýja flugvöll á Patreksfirði. En hann var eins og kunnugt er tekinn í notkun 19. nóvem- ber 1965. Síðan hafa tæp- lega 3 þúsund farþegar ferð azt um flugvöllinn. Flugfélagið hefur 3 áætlunar- ferðir í viku til Patreksfjarðar, og haldið er uppi áætlunarferð- um með bifreiðum tvisvar í vik r milli flugvallarins og Bíldudals og Tálknafjarðar. Að jafnaði hafa verið notaðar DC 3 flug- vélar, en stundum hafa hinar Pilturinn sem fórst PILTURINN sem fórst í hinu sviplega slysi við Korpúlfsstaði sl. fimmtudag hét Valdimar Við ar Pétursson til heimilis að Meistaravöllum 9 hér í borg. Hann var sonur hjónanna Þór unnar Matthiasdóttur og Péturs Valdimarssonar hafnarvarðar við Reyk javíkurhöfn. Valdimar sem var 16 ára að aldri var einkasonur en hjónin eiga yngri dóttur. Hann var mikill efnis piltur. nýju Fokker Friendship fiugvél- ar haldið uppi ferðum til Pat- reksfjarðar. Umboðsmaður F.f. á Patreks- firði er Sigurður Jónasson. Ó- hætt er að fullyrða að flugsam- göngurnar eigi mjög vaxandi vm sældum að fagna í Vestur Barða strandarsýslu. Er það mál manna að samgöngur hafi stórbatnað við héraðið siðan hinn nýi flug- völlur var tekinn í notkun. Daufleg! ó síldar- miðunum BRÆ3LA var á síldarmiðunum 15. sept. fram að hádegi í gær, en þá lægði og bátarnir byrjuðu að týnast aftur út. Síldarleitin á Dalatanga tjáði blaðinu í gær- kvöldi, að nokkrir bátar hefðu þegar kastað á Breiðafjarðar- dýpi, en þar hefur fengist góður afli fyrir nokkrum dögum. Ekki var síldarleitinni kunnugt um aflabrögð. S.l. sólarhring komu tveir bát ar með síld til Dalatunga: Ár- sæll Sigurðsson með 25 lestir og Náttfari með 35 lestir. 1160 laxar úr Loxó í Kjós Valdastöðum: HEILDARVEIÐIN í Laxá í sumar var alls 1160 laxar, sem þannig skiptast á 3 veiði- svæði: 1. veiðisvæði 850 lax- ar, 2. veiðisvæði 137 laxar og 3. veiðisvæði 173 laxar. í Bugðu veiddust í sumar 160 laxar. Þyngsti laxinn, sem veidd- ist í Laxá vigtaði 19 pund og veiddi hann Egill Egilsson Rvík. Næstþyngsti laxinii var 18 pund, veiðimaður Sig- urður Samúelsson Rvík. Þetta mun nokkru meiri veiði en sl. ár. Þessi sérkennilega mynd er af svokölluðum Skaufhólskarli, sem getur að líta vestur á Rauðsandi í Barðastrandarsýslu. Steinhöfuðið er úr móbergi og er hann meter á hvorn veg að stærð. Það stendur utan í svokölluðum Skaufhól milli Lamba vatns og Naustabrekku, sem er eyðibýli vestast á Rauðasandi. Ljósmyndina tók Sveinn Ólafsson myndskeri, og er kona hans, Jóna G. Árnadóttir og börn þeirra hjóna, Hólmfríður Ólafur og Inga með á myndinni. Fengu sófosettið ó Iðnsýningunni EINS og við var búizt kom 50 þúsundasti gesturinn á Iðn- sýninguna í gærkvöldi og hreppti fyrir sófasett frá Dúna I hf. í Kópavogi. Hinn heppni var Sigurður Einarsson bíla- viðgerðarmaður Þingholts- braut 54 Kópavogi, sem kom á sýninguna með konu sinni Fanney Betty Benjamínsdótt- ur. Þau hjón kváðu vinning- in koma sér vel, því þau áttu ekki sófasett fyrir. Söluverð sófasettsins er áætlað í kring- um 35. þús. kr. Dúna h.f. hefur ákveðið að gefa 60 þúsundasta gestinum (á Iðnsýninguna tvær spring- | dýnur, sem framleiddar eru t með nýrri aðferð. Flak af flugvél frá Keflavík meö 12 líkum fannst á Grænlandsjökli ísl. flugbjörgunarsveitarmenn með ísbrjót til að sækja líkin BREZKUR jarðfræðileiðang- ur, sem fór um ísland á leið sinni frá Austur Grænlandi, til- kynnti hér að hann hefði fyrir nokkrum vikum fundið flakið af ameriskri könnunarflugvél í nánar tiltekið á 68 gr. n. br. og austanverðum Krónborgarjökli 28.30 v. 1. Er talið fullvíst að þarna sé flakið af bandarísku könnunarflugvélinni af Kefla- víkurflugvelli, sem týndist með 12 manns í janúarmánuði 1962 og geysiumfangsmikil leit var gerð á sjó og úr lofti. Samkvæmt upplýsingum frá bandarísku upplýsingaþjónust- unni mun ísbrjóturinn Atka fara frá íslandi næstkomandi mánu- dag til að sækja likin úr flug- vélinni og verða um borð ís- lenzkar og amerískar björgunar sveitir. Fara 3 þaulþjálfaðir ís- lenzkir fjallamenn frá Flug- björgunarsveitinni með í leið- angurinn. Um borð í ísbrjótnum eru tvær þyrlur, sem hægt er að nota við björgunarstörf á sjó og landi. En flakið af flug- vélinni er á mjög erfiðum stað, um 7 mílur inni á jöklinum í 2300 feta hæð. Úr pæsta firði eru snarbrattir ísveggir, en ef á þarf að halda má líklega kom ast upp eftir skriðjökli í nær- liggjandi firði. Engin byg'gð er þarna í nánd. Ekki er vitað hve langan tíma telur að ná í líkin Flugvélin, sem týndist er af Neptune P 2 V gerð og var í ískönnunarflugi 12. janúar, er hún týndist. 1 flugvélinni voru Framhald á bls. 31 Listsyning á vegum IHenn ingarsamtaka kvenna Stendur aðeins einn dag Strákagöngin opnuðust ekki við lokasprenginguna IViælingar verkfræðinga stóðust ekki að öllu leyti Siglufirði, 16. sept. I GÆRDAG bárust þær fregnir að búizt væri við, að sjást mundi gegnum gatið okkar vestur í Engidal og að Sauðanesvita við (sennilega) síðustu stórsprenginguna sem framkvæmd yrði í jarðgöng- unum í gegnum Strákafjall- ið. Ég hafði samband við Karl Samúelsson, einn verk- stjórann í göngunum og spurði frétta. Jú, það stóð heima, samkvæmt mælingum verkfræðinganna væru líkur fyrir því, að op myndaðist við næstu sprengingu, en erfitt væri þó, að segja til um hvenær sú sprenging yrði. Kannski um eða eftir kvöld- mat, þó gæti það dregizt lengur. Ástæðan væri sú, að berg- ið væri mjög slæmt, hefði aldrei verið verra á allri leið inni og þyrfti því að „skrota“ mjög mikið, en það kalla gat menn þegar þeir losa niður laust og hættulegt grjót og stundum jafnvel heil björg, sem hefðu getað dottið niður seinna af sjálfu sér og vald- ið slysi. Að fengnum þessum upplýsingum ákvað ég að heimsækja göngin um kvöld ið vopnaður þeim vopnum, sem mér þykir helzt til koma myndavélum og flashlömp- um. Þegar út eftir kom kl. um 20.30 hitti svo á, að starfs liðið, sem var á vakt að þessu sinni var að koma út úr göng unum og mátti sjá vonbrigða svip á mörgum, en aðrir bölvuðu. Ég stöðvaði einn og spurði hálfkvíðinn hvort eitt hvað hefði komið fyrir. Svar ið var stutt og laggott. Fyr- ir? Það má nú segja. Það verður engin veizla í kvöld eða á morgun, að minnsta kosti“. Veizla? Hvað áttu við sagði ég undrandi, en áttaði mig. Líklega verður boðið upp á veitingar að starfinu loknu, þegar sést gegnum Framhald á bls. 31 Menningar- og friðarsam- tök kvenna beita sér nú um helgina fyrir listsýningu, sem stendur aðeins einn dag. Er sýningin haldin í Breiðfirð- ingabúð og verður opnuð kl. 2.30 á sunnudag. Sýn- ingin verður opin til kl. 6 síðdegis. Samtökin efna til þessarar listsýningar í fjáröflunar- og kynningarskyni. Selt verður kaffi á staðnum til ágóða fyrir félagið. Þessir listmálarar taka þátt í sýningunni: Sverrir Haraldsson, Hörður Ágústsson, Kjartan Guðjónsson, Barbara Árnason, Guðmunda Andrésdóttir og Eyborg Guð- mundsdóttir. Af myndhöggvurum taka þátt í sýningunni Ólöf Pálsdótt- ir. Þá sýnir Jóhannes Jóhannes- son silfurmuni og Sigrún Jóns- dóttir sýnir batikk. Frú María Þorsteinsd. skýrði Mbl. frá því í gær að ef þessi nýbreytni í starfsemi félagsins gæfist vel mundi það efna til fleiri slíkra sýninga. Viðræður um samstarf milli Sjálfstæðismanna og Óháðra ■ Hafnarfirði SVO sem kunnugt hefir ekki enn verið mvndaður meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar frá síðustu bæjarstjórnarkosning- um. — Nú að undanförnu hafa staðið yfir samningaviðræður á milli bæjarf ulltrua Sjálf'stæðisflokks- ins og bæjarfullttúa Félags óháðra borgara. Mun niðurstöðu þeirra umræðna að vænta • á næstu grösum. Að bæ.iarstjórnrkosningunum í vor loknum skrifuðu bæjar- íulltrúar Sjálfstæðisflokksins fulltrúum Alþýðuflokksins bréf og óskuðu eftir áframhaldandi samstarfi uin. stjórn bæjarins. Því samstarístilboðj hefir Al- þýðuflokkurinn ekki sinnt. Enginn meirihluti hefir því verið í bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar fram tii þessa og framkvæmd- ir á vegum bæjarins því að mestu legið i láginni. Fáist starfshæfur meirihluti er þess vænta, að úr rætist og þær margháttuðu framkvæmd ir, sem undirbúnar höfðu verið á síðasta kjörtímabili, komist í gang og önnur þau mál, sem að- kallandi eru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.