Morgunblaðið - 17.09.1966, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAOID
' f,augardagi>r 17. sept. 1966
■a*r'
Lausar stöður
hjá íslenzka Álfélaginu hf.
Arkitekt,
Teiknari við arkitektastörf,
Teiknari við verkfræðistörf,
Mælingamaður
Eftirlitsmaður við
byggingaframkvæmdir
Umsóknir, ásamt símanúmeri, sendist
undirrituðum fyrir 25. september nk. og
fá umsækjendur nánari skriflegar upplýs-
ingar um störfin hjá okkur.
Fyrirspurnum ekki svarað í síma.
málflutningsskrifstofa
Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar,
Guðmundar Péturssonar,
Aðalstæti 6, III. hæð.
t,
Eiginkona mín
RAGNHEIÐUR G. ÞORVALDSHÓTTIR
andaðist 15. þessa mánaðar.
Jónas Bjarnason, Seljavegi 5 R.
Elsku sonur okkar og bróðir,
VALDIMAR VIÐAR PÉTURSSON
lézt af slysförum þann 15. september sl.
Þórunn Matthíasdóttir, Pétur Valdimarsson,
Ragnheiður Kirstín Pétursdóttir.
Eiginmaður minn og faðir,
BENEDIKT BENEDIKTSSON
fiskmatsmaður, Ásgarði 1, Neskaupstað,
að morgni 15. september.
Helga Hiniiksdóttir,
Inga Benediktsdóttir,
Útförn eiginmanns míns og föður okkar,
PÁLS óskars GUÐJÓNSSONAR
Freyjugötu 26,
sem andaðist 11. þ. m. fer fram frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 19. þ. m. kl. 13,30.
Helga Guðmundsdóttir og börn
Faðir okkar og tengdaíaðir,
EINAR TÓMASSON
fyrrverandi kolakaupmaður,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni inánudaginn 19.
september kl. 3 e.h.
Börn og tengdabörn.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við fráfall og útför móður okkar, tengda-
móður og systur,
GUÐRÚNAR GÍSLADÓTTUR
Magdalena Oddsdóttir, Margrét Oddsdóttir,
Gísli Oddsson, Lára Sæmundsdóttir,
Þorbjörg Gísladóttir.
Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og út-
för systur okkar
GUÐRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR
frá Hlíð.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna.
Jófríður Magnúsdóttir,
Fanney Magnúsdóttir.
Þóra Þorleifsdóttir
Grönfeldt — Minning
f DAG verður borin til grafar
að Borg á Mýrum, frú Þóra
Þórleifsdóttir Grönfeldt. Hún
var fædd að Presthólum í Núpa-
sveit 26. maí 1880.
Foreldrar hennar voru madd-
ama Sesselja Þórðardóttir og
séra Þórleifur Jónsson, er var
vígður til Presthóla 1878, en
þjónaði síðar Skinnastað frá
1881 til dauðadags 1911. Börn
þeirra, séra Þórleifs og madd-
ömu Sesselju voru 3, Þóra fædd
eins og áður segir 1880 að Prest
hólum, Svafa, fyrrum skólastjóri
á Akranesi, fædd 1886 að Skinna
stað og Jón, síðast bóndi í Lax-
holti, fæddur 1894 að Skinna-
stað.
Faðir maddömu Sesselju var
séra Þórður, síðast prestur að
Mosfelli í Mosfellssveit, hann
var Árnason, bróður Jóns
Árnasonar, þjóðsagnaritara.
Faðir séra Þórleifs var Jón
bóndi og hreppsstjóri í Arnar-
bæli á Fellsströnd, Oddsson.
Oddur bjó að Kjallaksstöðum,
hann var sonur Guðbrands, er
bjó að Þingvöllum í Helgafells-
sveit. Faðir Guðbrands á Þing-
völlum var Oddur Arngrímsson,
Tómassonar. Oddur var ættaður
af Norðurlandi, líklega úr Skaga
firði og jafnan í ritum nefndur
Oddur Arngrímsson að norðan.
Kona Odds Arngrímssonar var
Margrét, dóttir Guðbrands sæ-
garps að Þingvöllum í Helga-
fellssveit, Guðbrandur á Þing-
völlum Oddsson og Margrétar
átti Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur,
prests að Helgafelli, Snorrason-
ar, Jónssonar, Magnússonar. Jón
Magnússon var bróðir Árna
Magnússonar handritasafnara.
Kona Odds á Kjallaksstöðum
var Þuríður, dóttir Orms Sig-
urðssonar frá Langey, en við
hann er kennd hin mjög svo
fjölmenna Ormsætt. Móðir séra
Þórleifs var Kristín Kristjáns-
dóttir, Ólafssonar frá Túngarði
á Fellsströnd.
Þóra ólst upp hjá foreldrum
sínum að Skinnastað, við ágætar
aðstæður. Alltaf var gestkvæmt
þar, enda voru presthjónin góð-
gerðarsöm og vinsæl og því
fýsilegt fyrir hvern og einn að
að koma þangað. Séra Þórleifur
var mjög þekktur á sinni tíð,
fróðleiksmaður mikill, sérstak-
lega á íslenzkt mál, bjó m.a.
margar íslendingasögur undir
prentun.
Mér er það mjög í minni frá
því ég var lítill drengur í ná-
grenni séra Þórleifs, hversu
mikla virðingu menn báru fyr-
ir lærdómi hans. Sagt var að
hann kynni 12 tungumál og svo
bættist það við að hann hafði
kennt sjálfum krónprinsinum.
Var jafnan auðheyrt að fólki
fannst mikið til um þetta. Má i
sem fæstum orðum segja, að
presthjónin á Skinnastað voru
elskuð og virt af sóknarbörnum
sínum.
Um aldamótin fór mikil vakn-
ing um allt ísland. Þá stigu menn
á stokk og strengu heit, með
þeim einlæga ásetningi að hefja
þjóðina upp úr þeirri deyfð og
drunga, er áður hafði ríkt.
Þetta kom m.a. fram í því, að
félagslíf blómgaðist mjög í flest-
um sveitum, unga fólkið kom
saman til skrafs og ráðagerða.
Þetta fór ékki fram hjá Axar-
firði. Þar var á æskuárum Þóru
orðið fjölbreytt félagslíf. Unga
fólkið kom saman þegar tæki-
færi var til, ræddi áhugamál
sín, skemmti sér og söng. Á
Skinnastað var orgel og kom
fólkið yfirleitt saman þ£ir. Þóra
lék vel á orgel og hafði ágæta
söngrödd og mun þessi starf-
semi hafa verið mjög þeim
systrum, henni og Svöfu að
þakka.
Þegar Þóra var rúmlega tvítug
fór hún í kvennaskóla á Akur-
eyri, en skóli sá hafði áður verið
að Laugalandi.
Laust fyrir aldamótin, snéri
stjórn Búnaðarfélags íslands sér
til Landbúnaðarfélagsins danska,
í því skyni að fá hingað mann
Hjartans þakkir .til vina minna fjær og nær fyrir
heimsóknir, skeyti og góðar gjafir á 60 áva afmæli mínu
Guð blessi ykkur öll.
Bjarni Guðmvndsson,
Kleppsvegi 140.
Þakka hjartanlega frændum og vinum gjafir, skeyti og
ógleymanlegar ánægjustundir á sjötugs aímæli mínu. —
Guð blessi ykkur öll.
Ágúst Sigfússon.
Landagötu 16, Vestmannaeyjum.
Þökkum hjartanlega samúð og vinsemd, sem okkur var
sýnd við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður
og örnmu,
H ALLDÓRU BF.NEDIKTSDÓTTUR
Björn Bjarnason, Erla Geirsdóttir,
Halldór Bjarnason, Guðrún Jónsdóttir,
Benedikt Bjarnason, Hildur Einarsdóttir,
Eiríkur Bjarnason, Erla Pálsdóttir,
Birgir Bjarnason, Karítas Jónsdóttir,
og sonabörn.
til þess að veita forstöðu skóla,
þar sem kennd væri vinnsla
mjólkur. Kom þá hingað danskur
mjólkurfræðingur, Hans Grön-
feldt að nafni, er þá hafði ný-
lokið prófi frá Ladelunds
Mejerihöjskole. Var síðan undinn
bráður bugur að skólastofnun
og fékk hann inni í kjallara
skólahússins að Hvanneyri. Síð-
an var byggt þar hús yfir skól-
ann, en það brann 1903, og var
þá skólinn fluttur að Hvítár-
völlum, þar sem hann starfaði
allt fram til ársins 1918. Alls
munu hafa útskrifast úr skóla
þessum 192 rjómabússtýrur.
Því get ég um þennan skóla,
að þar og í sambandi við hann
var aðalstarfsvettvangur Þóru.
Þar var hún á sínum bezta starfs
aldri og þar kom atorka hennar
ekki hvað sízt að liði. Þóra var
sjálf ein af fyrstu nemendum
skólans, en þar kynntist hún
auðvitað skólastjóranum og
giftist honúm 6. september 1902.
Þau eignuðust einn son, Þórleif
verzlunarstjóra í Borgarnesi,
kona hans er Erla Daníelsdóttir.
Kjördóttir þeirra er Anna Grön-
feldt, sem einnig er búsett I
Borgarnesi. Aúk þess ólu þau
upp 3 börn, Sigurstein, stöðvari
stjóra í Borgarnesi, Þórðarson,
Ingvarssonar, en Ingvar var
móðurbróðir Þóru; Guðbrandínu
Tómasdóttur, og Þóri Jónsson
fiðluleikara bæði búsett 1
Reykjavík, Þórir og Þóra voru
bræðrabörn. Auk þess voru
fleiri og færri börn í dvöl hjá
þeim hjónum á hverju sumri.
Varla þarf að geta þess, að mörg
þessara bariiá, sem nú eru full-
tíða minnast þeirra hjóna, sem
sinna annarra foreldra.
Eftir að Þóra var komin að
Hvítárvöllum tók hún þegar
að sinna félagsmálum þar I
sveitinni. Hún starfaði mikið i
kvenfélaginu og þar sem annars
staðar munaði miklu er hún
lagði hönd að verki. Hún var
jafnan mjög áhugasöm og í for-
ustuliði, þar sem unnið var að
velferðarmálum. Ekki sízt lét
hún sér annt um að fræða hús-
freyjur í sveitum og má í því
sambandi nefna, að árið 1906
gaf hún út matreiðslubók, sem
einkum var ætluð sveitakonum.
Bók þessi náði miklum vinsæld-
um um allt land.
Skólinn að Hvítárvöllum var
lagður niður 1918, en árið 1908
höfðu þau hjón keypt Beigalda í
Borgarfirði. Þar stunduðu þau
búskap og dvöldust þar á sumr-
um, en voru við skólann á vetr-
um. Eftir að skólinn hætti, sett-
ust þau alveg að á Beigalda og
stofnaði Grönfeldt þar ásamt
fleirum, fyrstu mjólkurniður-
suðuverksmiðju á íslandi, er
starfaði þar frá 1919-1925. Árið
1929 hættu þau búskap, flytja 1
Borgarnes, þar sem þau stund-
uðu verzlun og greiðasölu um
tíma. Grönfeldt andaðist 1. júnl
1945, og getur varla ágætari
mann en hann var.
Síðustu ár sín, bjó Þóra i
Borgarnesi, alltaf út af fyrir sig,
en þó í skjóli barna sinna og
tengdadóttur. Mega þau nú
gleðjast í sorg sinni, er þau
minnast þess að hafa alltaf sýnt
mömmu sinni ástúð og um-
hyggju.
Frú Þóra var glæsileg kona.
fríð sýnum og ágætum gáfum
gædd. Hún átti í ríkum mæli hið
rólega Ijúfa viðmót, sem er ein-
kenni hins góða manns, sem vill
öllum vel og vill hvarvetna láta
aðeins gott af sér leiða. Glað-
lyndi hennar, góðlyndi og glettni
gerði það að verkum að öllum
leið vel í návist hennar. Betri
eðliskosti er vart hægt að eiga.
Það er gott að leggjast til
hvíldar að loknum löngum og
góðum starfsdegi.
Blessuð sé minning hennar.
Björn Jónsson
Framhald á bls. 21