Morgunblaðið - 17.09.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.09.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagar 17. sept. 196fi Erlendur Jónsson: Rætt og ritaö T ímarit „TÍMARITIN eru hentugri en llestar bækur aðrar til að vekja lífið í þjóðunum og halda því vakandi og til að efla frelsi þeirra, heill og menntun. f úc- löndum eru menn svo sannfærð ir um nytsemi þeirra, að þau eru um allan hnöttinn". Þessi orð standa skráð í inn- gangi Fjölnis, rituð af Tómasi Sæmundssyni. Liðið er talsvert á aðra öld, síðan þau vou á blað fest. Ekki skal í efa draga, að þau hafi verið rétt og sönn í tíð Fjölnis. Þvert á móti má segja, að Tómasi auðnaðist sjálf um að staðfesta þau með útgáfu « þess rits. En hér verður ekki fjölyrt um það rit. Aðeins skal minnt á, að Fjölnir varð ekki langlífur frem ur en þrír þeirra fjórmenninga, sem að honum stóðu. Liðið er stórt hundrað ára, síðan hann hrökk upp áf klakknum. Á þeim tíma, sem li'ðinn er frá iokum Fjölnis, hafa mörg tíma- rit séð dagsins ljós á íslandi. Langfest hafa þau lognazt út af aftur. Og sum hafa átt mjög skámma ævi; miklu skemmri en Fjölnir á sinni tíð. Meginreglan hefur verið þessi: á'hugamenn, einn eða fleiri, hafa byrjað útgáfu tímarits, stundum af ærnum eldmóði. Langlífi rits- ins hefur svo farið eftir áhuga útgefenda, sem stundum hefur enzt lengur og stundum skem- ur. Þegar stofnandi eða stofn- endur ritsins hafa misst áhuga á útgáfu þess eða fallið frá, hafa dagar þess verið taldir, þar með. Þessi hefur, sem sagt, verið meg _ inreglan. Auðvitað er hægt að benda á fáeinar undantekningar: tíma- rit, sem lifað hafa stofnendui sína; og sum hafa meira að segja tórt býsna lengi. En öriög þeirra hafa oft orði'ð slík, að þau hefðu betur lifað skemui. Það er alltaf viðkunnanlegra að falla með reisn en seyrast niður í sljóleika og vesalmennsku, en aú hefur einmitt orðið raunxn um flest íslenzk tímarit, sem náð hafa teljandi aldri. En sagan er ekki öll sögð hér með: ekki má ganga fram hjá þeirri staðreynd, að oltið hefur á ýmsu um gengi tímarita — það er; skilyrði til að halda þeim uppi — sí'ðan á dögum Fjölnis. Fram eftir nítjándu öld voru "* samgöngur svo stopular, að dreif ing prentaðs máls var annmörk- um háð af þeim sökum. En svo tók að rætast úr samgöngunum, smám saman. Og þá hófst blóma skeið tímaritanna á íslandi. Virðist mér sem það skeið hefj ist — mjög ónákvæmlega tiltekið — með útgáfu Fjölnis (þó lítið væri að vísu tekið að rætast úr samgöngum þá). En endalok þess mætti tímasetja við tilkomu út- varpsins, því þá hófst einnig blómaskeið dagþlaðanna, sem uipp úr því tóku að eflast að áhrifum, me'ðal annars vegna vaxandi þéttbýlis á einum stað landsins; einnig vegna hraðbatn andi samgangna frá þeim stað til annarra landshluta. Útgáfa tímarita, sem í fyrst- unni bagaðist af dræmum sam- göngum, hlaut þá enn þyngn búsifjar af hraðanum, og má af því dæmi draga þá ályktun, að meðalhófið sé bezt í hverri grein. r ★ Fyrstu íslenzku tímaritin gegndu hlutverki sem fréttarit Okkur þætti ekki mikið koma til ársgamalla frétta nú á dögum. En sú var tíðin, að menn létu sér það fyrirkomulag vel líka. Þegar vikublöð komu til sög- unnar, stóðu tímarit höllum fæti í fréttaflutningi, og með tilkomu útvarps og dagblaða hlaut frétta þjónustu þeirra að vera lokið að fullu og öllu. Á nítjándu öld gegndu tíma- rit veigamiklu pólitísku hlut- verki. Þarf ekki a’ð vitna til ann ars en ofangreindra ummæ.a Tómasar Sæmundssonar til að minna á þá staðreynd. En pólitísku gildi sínu glötuðu tímaritin með tilkomu vikutolaða og síðar dagblaða. Hraðinn var hagnýttur í vaxandi stjórnmála- baráttu. Hægfara áróður hæfði ekki nýjum tíma. Eftir daga fréttatímarita og pólitískra tímarita hófst blóma- skeið hinna blönduðu tímarita, sem birtu jöfnum höndum skáli verk (aðallega kvæði og sma- sögur), bókmenntagagnrým, fræðandi ritgerðir um hagnýt og vísindaleg efni ásamt ýmiss kon ar smælki til skemmtunar og fyllingar. Ef hin blönduðu tímarit hefðu starfað undir einkunnarorðum, þá hefðu þau einkunnarorð mátt hljóða á þessa leið: Eitthvað fyr ir alla. Blönduð timarit hentuðu í raun •inni vel, meðan svo hagaði tit, að margir lesendur gátu verið um hvert eintak, t. d. fjölmenn heimili. Og fram á þessa öld voru fiest heimili fjölmenn. Þegar útvarpið kom til sög- unnar, reyndist það hinum blönd uðu tímaritum skæður keppinaut ur. Þau stóðu illa að vígi * þeirri samkeppni, þar sem þau áttu einnig við að etja harðnandi samkeppni vaxandi dagblaða. Út varpstæki og að minnsta kosti eitt dagblað var talið ómissandi á hverju heimili. En auðvelt var að komast af án tímarits. Á síðari árum hafa sértíma- rit átt mestu gengi að fagna, einkum fagtímarit, sem styrkt eru eða beinlínis haldið uppi af tilteknum starfshópum. Einnig hefur mikið verið gefið út af hreinum skemmtiritum, aðallega sorpritum, sem svo eru kölluð í daglegu tali. Þau sækja lífs- magn sitt í efni, sem önnur fjöl miðlunartæki treystast ekki til að flytja. Fáeinum sinnum hefur verið reynt að gefa út tímarit, sem ein göngu væru helguð bókmenntum og listum. En útgáfa þeirra hef- ur sjaldnast staðið lengi. Þau hafa ekki átt vísan hóp áskrif- enda eins og sérgreinatímaritin. Og áhugamenn um bókmenntir og listir hafa ekki reynzt svo margir, að slík tímarit bæru sig. nógu auðveldlega. Fleira hefur komið til. Dag- blöðin sinna bókmenntum og list um í talsverðum mæli. Og tíma- ritin standast þeim ekki snúning á þeim vettvangi fremur en öðr- um, af því dagblöðin flytja efni sitt nýtt. Ef dagblað og tímant sinna sama efninu, lítur oft svo út, sem efni tímaritsins sé úrelt þegar það kemur fyrir almenn- ingssjónir, af því dagblöð eru þá búin (jafnvel löngu búin) að gera því einhver skil. En það, sem í fljótu bragði virðist úrelt, kann þó að hafa varanlegra gildi, ef betur er að gáð. Fréttir af dægurmálum glata gildi sínu, um leið og dagur þeirra er á enda runninn. En vandað lesefni heldur sínu gildi, hvar og hvenær sem það birtist. Hins vegar hefur fréttaflóð út varps og blaða vanið okkur á að hugsa sem svo, að allt, sem birt ist í blöðum, sé dægurmál, og allt blaðaefni sé fyrst og fremst merkilegt þann dag, sem það kemur fyrir almennings sjónir; fátt sé svo úrelt sem dagblað dagsins í gær. Efni það, sem dagblöðin flytja um bókmenntir og listir, svo dæmi sé tekið, bæði nýtur og geldur þess sjónarmiðs. Dagblað, sem vandað er til, leitast við að spanna yfir allt, sem markverð- ast gerist á þeim vettvangi sem öðrum, og flytur því jöfnum höndum fréttir, gagnrýni og fræðilegt yfirlit. Tökum sem dæmi leikrit, sem samið er af innlendum höfundi, síðan fært á svið í leikhúsi. Þeg ar bezt gegnir, flytur dagblað fréttir af verkinu, allt frá því ihöfundurinn lét það frá sér fara eða gerði heyrin kunnugt um til veru þess, þar til hætt er að sýna það á sviði, kannski lengur: t. d. ef það hefur vakið almenn- ar umræður. Ef til vill birtir blað ið viðtal um höfundinn, leikstjór ann og einhverja leikendur. Við *esum sérstaka umsögn blaðsins. ritaða af sérfróðum manni, alla jafna myndskreytta. Ef til vill fræðir blaðið okkur einnig um undirtektir almennings. Og okk- ur kann að þykja forvitnilegt að bera þær undirtektir saman við „leikdóm" blaðsins, því skoð un almennings gefur einnig nokk uð til kynna. Hér er aðeins tekið dæmi. En á þennan hátt gerir dagblað ekki skil einu leikriti einungis, heldur öllum leikritum og leiksýning- um, sem máli skipta, öllum bók- um, sem nokkur fengur þykir að, sömuleiðis öllum myndlistar- sýningum, tónleikum, og öðrum markverðum viðburðum af vett vangi bókmennta og lista. Ef bókmenntatímarit ætti að eiga líf fyrir höndum og ekki kafna undir nafni, yrði það að minnsta kosti að gera efni sínu jafngóð skil og meðaldag- blað, að ekki sé meira sagt. Að vísu stæði það höllum fæti andspænis daglegum fréttaflutn- ingi blaðsins. En ef til vill mætti jafna þann halla með skýrum og greinagóðum yfirlitsritgerð- um. Það háir rannsóknum á fyrri tíma bókmenntum, hve fátt er um-heimildir og hversu erfitt er að hafa uppi á þeim. En getur ekki hugsazt, að síð- ari tíma fræðimenn, sem hyggj- ast rannsaka bókmenntir okkar tíma, lendi einnig í nokkrum erfiðleikum varðandi heimilda- söfnun? Að minnsta kosti mun 1 þeir þurfa að eltast við dreifðar heimildir. Þeir munu t. d. verða að blaða í mörgum ritum, ef þeir ætla að komast að raun um fyrstu óhrif og viðtökur tiltek- ins verks. Hvar ætti að leita umsagn- anna? Yrði þær að finna í tíma- ritum? Ef til vilL Ef til vill ekkx Auðvitað yrði rannsakandi að paufast í gegnum öll þau tímarit, sem einhverja gagnrýni birta. því aldrei er að vita hvar moi- arnir leynast. Enn hann mundi ekki hafa erindi sem erfiði, því líkurnar til að hann fyndi þar heimildir um rannsóknarefni sitt væru hverju sinni harla litlar. Hins vegar mundi rannsakandi geta gengið að því nokkurn veg- inn vísu, að bæðj fréttir og um- sagnir væri að finna í flestum dagblöðunum, og mundi þá ekki skipta máli, hvort leitað væri heimilda um ritverk, leiksýn- ingu, myndlistarsýningu eða ann an viðburð af vettvangi bók- mennta og lista. Af dagblöðunum mundi rann- sakandinn ekki aðeins geta fræðzt um dóma gagnrýnenda. Hann mundi einnig fá vitneskju um viðtökur almennings, jafnvel sölu bókar eða aðsókn sýningar Auðvita'ð má segja, að til lít- ils sé að skoða málið frá þess- ari hlið, þar sem við lesum blöð og tímarit vegna þess, sem gerist á líðandi stund, fyrst og fremst, en ekki vegna hugsan- »egs framtíðargildis. En samtíðargildi og framtíð- argildi kann að fara saman. Að minnsta kosti hefur sú oft orð- ið raunin varðandi bókmenntir og listir. ALhliða bókmenntatíma rit mundi því verða eins kon- ar samtímabókmenntasaga. Hugsum okkur nú, að gefið væri út bókmenntatímarit, sem sinnti efni sínu rækilega ekki síður en dagblað. — Það mundi samt standa illa að vígi í sam- keppni við dagblaðið, af því það næði aðeins til áhugamanna. En dagblaðið nær til allra. Þa'ð flyt ur almennt efni — eitthvað fyrir alla — eins og blönduðu tima- ritin leituðust við að gera á sinni tíð. Sum erlend stórblöð gefa út sérstök bókmenntaleg fylgirit: literary supplements. Islenzk dag blöð gefa einnig út fylgirit. En þau eru öll almenns eðlis eins og blöðin sjálf. Ekkert íslenzkt dagblað hefur enn sem kormð er treystst til að gefa út literary supplement, og er þó víst, að slíkt fylgirit yrði vel þegið .f öllum, sem áhuga hafa á bóx- menntum og listum. Þess konar fylgirit yrði líka til mikils hag- ræðis fyrir þá, sem rannsaka bók menntir. Þá gætu þeir gengið beint að fylgiritunum í stað þess að fletta háum blaðastöflum i leit að heimildum um eina bók eða eina leiksýningu, svo dæmi séu tekin. ★ íslendingar voru einu sinni bókmenntaþjóð. Og síðar urðu þeir einnig bókaþjóð. En hvað skal segja um okkur nú? Mér er nær að halda, að við eigum skilið hvorugan þann tit- il. Merkur útgefandi tjáði mér að fólk keypti ekki lengur ís- xenzkar bækur handa sjálfu sér. ef undan væru skildar bækur eins — ég segi og skrifa: ein- ungis eins höfundar. Flestar aðr- ar bækur væru keyptar til gjafa, einkum jólagjafa. Slíkur er bókmenntaáhuginn. Islenzk bókaútgáfa hangir á bla- þræ’ði. Og sá bláþráður er gjafa tízka duttlungafullra útgefenda. Hvað mundi gerast, ef tízkan breyttist, að það yrði nú allt í einu móðins að gefa eitthvað annað en bækur á jólunum? Hvað yrði þá um íslenzka bóka- útgáfu? Hún stæði uppi með einn einasta höfund, sem nú er kominn á efri ár. Að þeim höf- undi gengnum mættu útgefend- ur leggja árar í bát. fslenzk bóka útgáfa hefði þá endanlega sætt þeim örlögum, sem yfir henni vofa. Eins og kunnugt er, skiptir út- lit gjafabóka ekki minna máli en innihald þeirra. Er því ekki að furða, þó engan fýsi að hefja útgáfu bókmenntatímarits með þjóð, sem lítur ekki vi'ð bókum, yfirleitt, nema þær séu bundn- ar í skrautband og sendar á markaðinn allar á sama tíma. Þó er ég viss um, að áhuga- menn um bókmenntir og menn- ingarmál, svo fáir sem þeir eru, mundu einskis fremur óska sér en vandaðs og rækilegs bóx- menntatímarits, þar sem einhver skil væru gerð öllu því, se.n markverðast gerist á sviði ís- xenzkra bókménnta — að sjálf- sögðu með einhverrj hliðsjón af því, sem á hverri tíð gerist a vettvangi heimsibókmenntanna. En, eins og nú standa sakir, er ekki einu sinni hægt að láta sig dreyma um þess konar tímarxt. Því miður. Erlendur Jónsson í STUTTU MALI Aþenu, 15. september AP. Tillaga þess efnis að þess verði faeið á leit við Constan- tine Caramanlis fyrrverandi forsætisx áðherra Grikklands, að hann snúi aftur heim og taki að sér forystu hreyfingar, sem nefnist „Frelsun þjóðar- innar“ var samþykkt í dag af framkvæmdastjórum 30 verka lýðsfélaga í Aþenu. Var það fulltrúi þessara verkalýðsfé- laga, sem skýrði frá þess'u. Caramanlis er stofnandi Þjóð- lega róttæka tlokksins, sem er næst stærsti stjórnmála- flokkur landsins Hann var forsætisráðherra frá 1956— 1963, en tapaði í kosningum það ár og fór síðan til París- ar, þar sem hann hefur dval- ið síðau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.