Morgunblaðið - 17.09.1966, Side 4
4
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 17 sept. 1966
B LALEICAN
FERÐ
Daggjald kr. 400.
Kr. 3,50 per km.
SÍMI 34406
SEN DUM
Hverfisgötu 103.
Sími eftir Iokun 31160.
RAUÐARÁRSTÍG 31
SÍMI 22022 .
LITLA
bíluleigon
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Sími 14970
Bifreiðaleigan Vegferð
SÍMI - 23900
BÍLALEIGAIM
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Simi 35135.
BO SC H
Háspennuketli
■jg Við fylg jumst með
tímanum
Miklar eru framkvæmdirnar
í heiminum. Daglega heyrum
við um endurbætur og nýfa
tækni, sem miða að því að
létta okkur lífið — og „þjón-
usta“ er það, sem ailir gera
kröfu til á öllum sviðum. I»eir.
sem stunda viðskipti keppast
líka um að veita sem bez'a
þjónustu, laða viðskiptavinina
að sér — hvergi vantar sam-
keppnina.
Svona er þetta um allan
hinn frjálsa heim, líka á ís-
.andi. Hér eru það olíufélög-
in, sem ryðja brautina — og
eru auglýsingar þeirra í blöð-
unum síðustu dagana nærtæxt
dæmi um þá hörðu samkeppni,
sem þau eiga í innbyrðis um
hvern viðskiptavin — og eng-
in takmörk eru fyrir því hve
langt þau vilja ganga móts
við landsmenn. Viðskiptavinir
þessara félaga eru ekki Pétur
eða Páll, heldur allir lands-
menn, því enginn kemst af án
viðskipta við oíufélag — í ein-
hverri mynd. Væri synd að
segja, að olíufélögin notfærðu
sér ekki hve almenningur er
háður þeim ! I !
Hvert er mark-
miðið?
Framvegis verður eingöngu
staðgreiðslufyrirkomulag að
ræða í viðskiptum við olíu-
félögin. Nokkrar undantekn-
ingar verða þó gerðar, en fyr-
ir þau „forréttindi“ — að hafa
viðskiptareikning hjá olíufél-
agi — verða viðskiptamenn að
greiða ákveðna upphæð fyrir
hverja afgreiðslu. Má segja, að
hér sé um nýja þjónustu að
ræða.
Olíufélög erlendis veita bif-
reiðaeigendum þá þjónustu að
iáta þá hafa svonefnd „kredit
kort“, en með því að sýna þau
geta menn keypt benzín hjá
viðkomandi félagi hvenær sem
er, en greiða aðeins mánaðar-
lega reikning sinn, eða samkv.
nánara samkomulaki. Notkun
„kredit-korta“ hefur komizt á
hérlendis, en var þó ekkf orð-
in mjög almenn.
Fyrir bifreiðaeigendur er
mikið hagræði að slíkri þjón-
ustu — og erlendis munu olíu-
félög telja það einhvers virði
að geta á þennan hátt tryggt
sér stöðug viðskipti viðkom-
andi bifreiðaeigénda.
Héðan í frá verður ekki um
þess konar viðskiptí að ræða
hérlendis — og eftir lestur
auglýsingar olíufélaganna kom
ast margir að þeirri niðurstöðu,
að ástand þeirra sé svo bágt,
að samdráttur í viðskiptum
mundi einfaldlega draga úr
tapi þeirra og bæta fjárhag-
inn. Eða er verið að hliðra til
fyrir stofnun nýs olíufélags.
sem treystir sér til þess að
veita viðskiptavinum sínum
aukna þjónustu?
Hér virðist a. m. k. þurfa að
yta við mönnum — og er dæm
ið um „samkeppnisfyrirkomu-
.ag“ tryggingarfélaganna nær-
tækt. >að varð til þess að bif
reiðaeigendur tóku málið í sín
ar hendur og stofnuðu eigið
tryggingafélag.
★ „í góðri trú “
>ura skrifar okkur:
„Kæri Velvakandi.
Fróðlegt er að lesa hinar
sovézku greinar Freysteins
skákmeistara. Sumt kannast
maður reyndar við, sem frá
er sagt, en margt er nýtt fyrir
okkur flestu alþýðufólki
Satt að segja undrast ég, að
lýðræðisblöðin skuli ekki birtd
oftar upplýsingar um komm-
únismann, þessa ófreskju, sem
teygir anga sína í allar áttir.
Við hér þekkjum ákaflega tak-
markað þær ógnir, sem stafa af
þessari ófreskju, og þurfum því
aftur og aftur að vera minnt
á eðli og aðferðir kommúnista,
svo að við mættum halda vöku
okkar. Af gleymni og misskil-
inni góðgirni fara menn að
taka kommúnismann í „góðri
trú“, af því að hér hjá okkur
er tiltölulega friðsamt. En slík
gleymska getur hefnt sín
grimmilega. Við skulum ekki
telja okkur trú um, að við
séum utan við alla hættu af
kommúnismanum, þó að breitt
sé bilið milli okkar og Rússa
og Kínverja. Sendlar þeirra eru
sífellt að verki á meðal okkar,
og það er alkunna, að komm-
únistar stefna að heimsbylt-
ingu, heimsyfirráðum. Lygar,
svik, mannvíg og önnur óhæfa
marka þá braut, seni þeir fara
til að ná marki sínu. Um þetta
þarf að fræða fólk, svo að það
geti varizt lævísan áróður
kommúnista. >ví að lævís er
hann.
Svo vík ég að öðru óskyldu.
Nú sjá „óþjóðlegir" sjónvarps-
notendur fýrir endann á því
að þeir fái að njóta þess að
horfa á Keflavíkursjónvarpið.
>eir verða þá að gera sér þeim
mun meiri vonir um íslenzka
sjónvarpið. En snubbótt er að
geta ekki séð nema eina stöð.
Getur þú, fjölfróður og margs
vís, sagt mér — af því að ég
fylgist ekki allt of vel með
tækninni — hvaða útbúnað
þarf til þess að ná sjónv.send-
ingum frá næstu löndum, t. d.
Noregi eða Danm., og enn
fremur hvað þurfi til þess (af
fé og tækjum) að við íslénding
ar getum hagnýtt okkur sjón-
varp frá gerfitunglum þeim,
sem svífa kringum jörðina og
eru ætluð til endurvarps á
sjónvarpsefni, meðal annars.
— Kærar þakkir fyrirfram.
Vinsamlegast,
Þura í Þurranesi.
'k Sjómarpið
Varðandi spurningu bréfrit-
ara getur Velvakandi aðeins
sagt þetta: Eftir því sem ég
bezt veit mundi örugg móttaka
sjónvarps frá Norðurlöndum
ekki tryggð með öflugum mót
tökutækjum. Sjónvarpstækn-
in er þess eðlis, að hér yrði
ekki hægt að taka reglulega við
sjónvarpi þaðan nema að út-
sendingartæknin breyttist eitt-
hvað. Undantekning er, að
hægt er að horfa á sjónvarp
þaðan — hér á íslandi.
Kostnaður við að relsa mót-
tökustöð til þess að taka við
sjónvarpssendingum frá gerf,-
tunglum, mun enn það mikill
— að skandinavisku löndin eru
t. d. að hugleiða að koma upp
einni slíkri sameiginlega. En
tækninni á vafalaust eftir að
f'eygja fram á þessu sviði sem
öðrum — og sá dagur kemur
væntanlega fyrr en síðar, að
við getum fyrirhafnarlítið tek-
ið við þessum sendingum. En
það mun varla framkvæman-
legt eins og sakir standa.
'Ar Allt til að auka
ánægjuna
Alþýðublaðið leggur það til
í gær, að olíufélögin yrðu þjóð
nýtt — og er þessi tillaga ekki
ný. Segir blaðið, að þanmg
mætti spara skriffinnsku —>
„og veita þó ekki síðari þjón-
ustu en nú er veitt“.
>etta er í fyrsta sinn, að ég
hef séð því haldið fram, að
hinu opinbera yrði fremur
treyst en öðrum til þess að
hafa hemil á skriffinnskunni,
Og „þjónusta" opinberra fyrir-
tækja er ekki af lakari end-
anum — samkv. sömu kenn-
ingu. Ætti að nægja að benda
á Ríkisskip því til sönnunar
— ekki sízt með tilliti til þess
hve sú þjónusta er skattborg-
urum hagkvæm. — Óski eng-
inn eftir bættri þjónustu af
hálfu olíufélaganna, þá ætti
fólk að sjálfsögðu a'ð standa á
sama um það hvort þau yrðu
þjóðnýtt eða ekki.
En ef það eru bankarnir sem
beinlínis eru að knýja olíu-
félögin til þess að leggja þjón-
ustu sína niður lið fyrir lið
(stor. auglýsingu olíufélaganna)
verður ýmsum e. t. v. á að
spyrja, hvort það sé ekki hlufc
verk ba'nkanna að greiða fyr-
ir einstökum aðilum í viðskipta
lífinu — e'ða hvort bankastjór-
arnir ætli sér smám saman að
taka við rekstri fyrirtækjanna,
sem eru máttarstólpar atvinnu
lífsins? Hafa bankastjórarnir
ekki nóg annað að gera? Og
— á að bíða þess að verðlags-
eftirlitið drepi allt, sem heit-
ir sjálfstæður rekstur og frjáls
samkeppni?
ATVINNA
Snyrtidama óskar eftir vinnu, helzt á snyrtistofu eða
í snyrtivöruverzlun frá kl. 9—1.
Upplýsingar í síma 3-5291.
BAK VIÐ
BYRGOA
M
Breta Siptusdótllr
Gréta Sigfúsdótlir
BAK «1« BYRCIM 6LUGGA
skáldsaga frá hernámsárum Noregs,
byggó á sönnum viöburöum.
Harmsöguleg lýsing á samskiptum
ungra kvenna
við þýzka setuliöið,
ástum þeirra og örlagarökum
Nýstárleg frásögn! Nýstárleg viðhorf!
llmenna bókafélagiðl
Brœðurnir Ormsson
Lágmúla 9. — Sinii 38820.