Morgunblaðið - 25.09.1966, Side 1
32 síður og Lesbók
53. árgangur
219. tbl. — Sunnudagur 25. september 1966.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
SENDIHERRA PORTÚGALS
RÆNT ÚR SENDIRÁÐINU
Óeirðir í Leopoldville, barizt í Stanleyville
Kinshasa (Leopoldville),
24. sept. — NTB — AP
t MORGUN gerðist það í Kins-
hasa, höfuðborg Kongós, að um
400 Kongomenn ruddust inn í
portúgalska sendiráðið þar í
borg, eftir að dregið hafði til
verulegra óeirða fyrir utan sendi
ráðið. Gripu óeirðaseggirnir
Rekinn
af þing
i?
Siðanefnd Kóreuþings sam
þykkti á fundi sínum í dag
að vikja af þingi stjórnar-
andstöðuþingmanni einum,
sem sl. fimmtudag gerðist
sekur um að ausa mannasaur
yfir ríkisstjórnina á þing-
fundi. Samþykkti nefndin
þetta eftir 10 klst. hörku um-
rseður með 7 atkvæðum gegn
3.
í dag átti að kveða saman
sameinað þing til þess að
greiða atkvæði um samþykkt
siðanefndarinnar. Tvo þriðju
atkvæða þarf til að þing-
manninum, Kim Du-Han,
verði endanlega vikið af
þingi.
Skömmu eftir að atburður
inn á fimmtudag átti sér stað
sagði stjórn Chungs forsætis-
ráðherra af sér, og taidi sig
hafa verið gróflega móðgaðan.
sendih. Portúgals úr rúmi hans
og höfðu á brott með sér. Urðu
nokkur átök í sendiráðinu og
mun sendiherrann hafa verið
blóðugur í framan er honum var
troðið inn í leigubíl, sem síðan
ók af staðnum.
Óeirðirnar fyrir framan sendi-
ráðið eru taldar stafa af því, að
undanfarið hefur Kongóstjórn
sakað Portúgala um að þjálfa
málaliða í nýlendunum Mozam-
bique og Angóla, og sé þetta gert
að tilhlutan Tsjombes, fyrrum
forsætisráðherra Kongós. Eigi
málaliðarnir síðan að ráðast á
Katanga-hérað. segja Kongó-
menn, en Portúgalar hafa með
öllu vísað þessum ásökunum á
bug.
Síðar í dag var tilkynnt í
Kinshasa að sendiherrann, Ress-
ano Garcia, hafi verið bjargað
úr greipum æsts múgs, og væri
hann nú í sjúkrahúsi. Ennfrem-
ur eru í sjúkrahúsi eftir upp-
þotið fyrsti sendiráðsritari Portú
gals, starfsstúlka sendiráðsins og
lítil telpa.
Útvarpið í Kinshasa tilkynnti
í dag, að fólk það, sem réðist að
sendiráði Portúgals hafi ekki
verið Kongómenn, heldur Angola
menn. Angola er portúgölsk ný-
lenda. eins og fyrr getur.
Um hádegið í dag bárust þær
Darwin, Ástralíu — NTB.
Sex manns fórust er flugvél af
gerðinni Lockheed-Hudson fórst
skammt frá Tennat Creek-flug-
velli á laugardag.
Risaþotur ráðast
á Norður-Vietnam
Bandaríkjamenn segjast hafa misst
385 flugvélar yfir landinu
fregnir til Kinshasa að miklir
bardagar, sem þátt tækju í 6000
menn, ættu sér stað umhverfis
bæinn Kinsangani (Stanleyville)
í N-Kongó. Berjast þar stjórnar-
hermenn og lögreglulið Katanga,
sem gert heíur uppreisn. Um
3000 menn úr fyrrverandi lög-
regluliði Moisé Tsjombes hafa
bæinn á valdi sínu, en skotið er
á þá af sprengjuvörpum og fall-
byssum.
Um 30 hvítir málaliðar berjast
við hlið stjórnarhersins, sem
reynir að ná flugvelli bæjarins
á vald sitt.
Berlín — NTB.
A-þýzkir landamæraverðir
skutu á laugardagsmorgun um 25
skotum af vélbyssum í áttina að
tollþjóni frá V-Berlín, sem var
á eftirlitsferð með hund sinn.
Talið er að skothríðinni nafi
verið beint að flóttamanni aust-
an múrsins.
Bowden, samveldismálaráðherra Bretlands, hefur verið í Rhod
esíu, og átt þar leynilegar við ræður við Ian Smith, forsætis-
ráðherra. Hér sést Bowden t. h. ásamt Sir Humphrey Gibbs,
landsstjóra Breta í Rhódesíu.
Vietnam kemur Sameinuðu þjóð-
unum ekkert við
,.Allir hljóta að sjd í gegnum sovézk-
bandaríska svindlið" segir
Alþýðublaðið í Peking
Peking og Moskvu 24. sept.
NTB—AP.
„ALÞÝÐUBLAÐIÐ" í Peking
sakaði í dag Sovétrikin og Banda
ríkin um að leika algjöran „dú-
ett“ í Vietnammálinu á Allsherj-
arþingi SÞ og styrkja þannig
hinn gagnkvæma skilning, sem
ríkti á milli landanna. Sagði blað
ið að þegar við setningu þings-
ins hafi komið í ljós að Banda-
ríkin og Sovétríkin hafi orðið
gagntekin af gagnkvæmum skiln
ingi sínum varðandi Vietnam.
„Alþýðublaðið" sakaði Banda-
ríkin um að leggja höfuðáherzlu
Saigon 24. sept. — NTB — AP við sl. föstudag. Talsmaður her- f Vlðl,eltnl"ni ti] fð si£''a
Landanskar risaþotur af gerð stjórnarinnar sagði, að herinn arkúgJun o'g' rHÍlittslTsvjk
ni B-52 gerðu i dag arasir a hefði og misst um 123 flugvélar , „Alþýðublaðið“ segir ennfrem-
ur, án þess að nefna síðustu frið-
inni
N.-Vietnam skammt norðan hlut
lausa svæðisins milli -- og S-
Vietnam. Var þetta í þriðja sinn
á fjórum dögum að flugvélar
þessar herja á N-Vietnam.
Árásunum var beint gegn
vöruflutningabilum og svæðum,
þar sem geymdir eru bílar, her-
gögn vistir o.fl. Er hér um að
ræða lið í þeirri viðleitni Banda
ríkjamanna að stemma stigu við
flutningi á hergögnum og mönn-
um suður yfir landamærin.
Um 100 árásarferðir voru
farnar yfir til N-Vietnam á föstu
dag, og tóku þátt í þeim bæði
stærri og minni þotur. Fjöl-
margar af þessum árásum áttu
sér stað á svæðinu rétt norðan
landamæranna. 1 gær áttu banda
risK.ir hermenn og í höggi við
Viet Cong kommunista sunnan
hlutlausa svæðisins.
Bandaríska herstjórnin i Saig
on tilkynnti í dag að Banda-
rikjamenn hefðu alls misst 385
ílugvélar yfir N-Vietnam miðað
í S-Vietnam.
Erhard farinn
fil Washington
Ræðir við Johnson forseta um ýmis mál
Bonn, 24. sept. — AP.
LUDWIG Erliard, kanzlari V-
Þýzkalands, hélt í dag áleiðis til
inni, Gerhard Schröder og Kai
Uwe von Hassel, hinn um-
deildi varnarmálaráðherra. Þjóð-
Bandaríkjanna ásamt föruneyti verjarnir dveljast í Bandaríkjun
sinu þeirra erinda að ræða við
Lyndon B. Jolinson forseta. Áð-
ur en Erhard steig upp í fiug-
vélina, sagði hann, að vandamál
landanna tveggja yrðu naumasl
leyst á nokkrum klukkustund-
um, en hinsvegar væru þau ekKi
óleysanleg.
í för með Erhard er kona hans,
og tveir ráðherrar úr ríkissljorn-
um í þrjá daga.
Meðal vandamála þeirra, sem
Erhard mun ræöa við Johnson
forseta, má neína hugsanlega
hösílutninga Bandaríkjamanna
frá Evropu, vopnakaup V-ÞýzKa
lands í Bandarikjunum, þátttaka
V-Þýzkalands í kjarnorkuvopna-
vörnum o.s.frv.
artillögur Arthurs Goldbergs,
aðalfulltrúa Bandaríkjanna hjá
SÞ, á Allsherjarþinginu: „Al-
mennt er litið svo á, að Sam-
einuðu þjóðunum komi Viet-
nammálið ekkert við og þær hafi
engan rétt til þess að blanda sér
í það.
Allar þær þjóðir og öll þau
lönd, sem í reyndinni styðja þar-
áttu þjóðar Vietnam munu auð-
veldlega sjá í gegnum sovézk-
bandaríska svindlið um friðar-
samninga hjá SÞ“.
Enn heldur blaðið áfram:
„Bandaríska heimsveldastefnan
hefur nú brátt eytt öllum kröft-
um sínum í Vietnam og ósigur
hennar blasir við. Hin mikla
barátta vietnömsku þjóðarinnar
gegn bandarískum yfirgangi og
til stuðnings þjóðlegrar einingar
færist skref fyrir skref nær hinu
endanlega takmarki“.
í Moskvu gerðist það í dag, að
ungkommúnistasamtök Sovét-
ríkjanna sögðu, að „menningar-
byltingin“ í Kína einkenndist
öðru fremur af hatri á öllu því,
sem sovézkt væri.
Ungkommúnistasamtökin sögðu
að Rauðu varðliðarnir óskuðu
þess helzt að umbreyta allri ver-
öldinni í skóla fyrir hugsanir
Mao Tse-Tung — „skóla, þar
sem aðalnámsgreinin yrði and-
sovézkur áróður“.
Framhald á bls. 31
Kínversk eldflauga-
stöð i Alhaníu?
Sænskur blaðamaður fullyrðir
að svo sé
SÆNSK blöð birtu í vikunni
fréttir frá sænska ferðablaða-
manninum Björn Haliström, þar
sem segir að Kínverjar séu að
byggja eldflaugastöð í Albaníu.
Eiffi eldflaugastöð þessi að vera
þess eðlis, að hægt verði að
skjóta þaðan eldflaugum hvert
sem er á hnettinum.
Hallström segir í grein, sem
dagsett er í Dubrovnik í Júgó-
slavíu, að hann hafi sjálfur séð
stöðina. Hafi austur-þýzkir verk
fræðingar sýnt honum staðinn,
þar sem framkvæmdirnar eiga
sér stað.
„Kínverskir sérfræðingar
stjórna byggingu stöðvarinnar.
Stórt svæði hefur verið girt af,
og kínversk skip losa flutning
sinn með mikilli leynd í höfn-
inni í Durazzo", segir Hallström.
Hann segir einnig, að sendi-
menn annarra ríkja í Tirana,
höfuðborg Albaníu, viti um stöð
ina.
Stöð þessi er að sögn Hall-
ström aucurs noKKra kiiometra
fyrir sunnan Durazzo. Hann gef-
ur og tn xynna, að hinn austur-
þýzki veiKiræðingur, sem benti
honum á staðinn, sé í Albaníu,
aðallega þeirra erinda að afla
vitneskju um stöðina fyrir
stjórn sma.