Morgunblaðið - 25.09.1966, Page 2

Morgunblaðið - 25.09.1966, Page 2
NORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 25 Sept. 1966 „Við ströndina". Sigurður K. Árnason sýnir í Bogasalnum f GÆR opnaði Sigurður K. Árna son, byggingameistari, málverka sýningu í Bogasal Þjóðminja- safnsins. Sigurður sýnir að þessu sinni 17 málverk gerð á árunum 1964—’66, flest „landslagsstemn- ingar“, eins og listamaðurinn orðaði það sjálfur. Hann hefur áður sýnt verk sín í Bogasaln- um, þá árið 1964, þar áður í Málaraglugganum, og einnig hef- ur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sigurður stundaði nám í Mynd listarskólanum á árunum 1946 —’50 og fór þá yfir í Handíða- skólann. Hann tjáði fréttamanni blaðsins við opnun sýningarinn- ar í gaer, að hann hefði teiknað fram undir skólanám og þá tekið til við litina. Jafnframt listmál un vinnur Sigurður fullan vinnu dag við iðn sína. Hann festir helzt á léreft ís- lenzkt landslag og kveðst snort- inn, eins og margir innlendir og erlendir kollegar hans, af litum íslenzkrar náttúru, formunum og hinni síbreytilegu birtu. Sýning Sigurðar verður opin frá 24. sept. til 2. okt. 15 mynd- anna eru til sölu. Þröngt á þingi í Reykjavíkurhöfn Skipin streyma inn um helgina ÞAÐ er allt að fyllast af skipum í Reykjavíkurhöfn, sögðu hafn- sögumenn, er Mbl. átti tal við þá í gær. Hingað eru að koma alls konar skip, svo það verður þröngt í höfninni. Kl. 2 var Skjaldbreið að fara í síðasta sinn, en skipið hefur verið selt sem kunnugt er. Tvö bandarísk rannsóknarskip áttu að koma í nótt og átti að leggja þeim utan á Hvidbjörnen. Bílaflutningaskipið Trieste var líka að koma svo og Jökulfellið. Tveir togarar, Marz og Víkingur, að koma heim úr söluferð. Kynd- ill kom kl. 2. í dag var svo von á Brúar- fossi. Einnig leiguskipi frá Eim- skip, er heitir Maríus Nielsen. Og Síldin er að koma með 20—30 lestir af síldarmiðunum. Þá var Arnarfell væntanlegt í dag og eitt skip frá Hafskip h.f. Á morgun kemur Gullfoss og Fjallfoss. Og þá kemur líka Baltika, skipið sem fer með, Karlakórinn til Miðjarðarhafs- landa. Það er því sýnilega ekki orð- um aukið að þröngt verði í höfn- inni. Hvalveiði- vertíð að IJuka I GÆR komu inn hvalveiði- bátar með 6 hvali. Þeir fara þó út aftur, en bátarnir hætta veið um í næstu viku, að því er Loftur Bjarnason sagði okkur. Vertíðinni lauk 21. september í fyrra og höfðu þá veiðzt 432 hvalir. Nú eru komnir á land 427 hvalir í sumar, og má það teljast meðalvertíð. Enn var þokuloft um suð- vestur hluta landsins í gær- morgun og var hiti þai um 10 stig. í útsveitum fyrir norð an hafði slegið inn heldur svalara lofti frá hafinu þar norður undan og var Kaldast Teknir bílar af ungum mönnum sem ekki geta haldið þeim við 17 bslar teknir úr umferð í miðbænum ÞEIR sem leið áttu framhjá Bif- reiðaeftirlilinu í fyrrinótt veittu því athygli að þar var mikið starfað. Var verið að skoða fjölda bíla eftir miðnætti. Höfðu lögréglan og bifreiðaeftirlitið gert athuganir á .ástandi bif- reiða, er votu á akstri í miðborg inni kl. 24 — 2 um nóttina. Ástand farartækja var yfirleitt gott, að því er Óskar Ólason yfir lögregluþjóiin, tjáði blaðinu. Þó voru nokkrir tugir bifreiða flutt- ir til bifreiðarftirlitsins til skoð- unar. 17 bifreiðir voru teknar úr umferð, ýmist tekin af þeim skráningarspjöid eða notkun þeirra bónnuð þar til viðgerð þeirra heíur íarið fram. Aðrir ökumenn fengu frest til að koma bifreiðum sínum i lag fyrir ákveðinn tíma. Ökumenn og umráðamenn um ræddra biíreiða voru nær ein- göngu ungir menn og farartæk- in, sem tekin voru yfirleitt stór ar 6 manna bifreiðar. Sagði Óskar í athugunum, sem lögregl an hefur gert að undanförnu, hafi mikið bOrið á því að þessir ungu menn hafi ekki sótt skrán- ingarmerkin aftur, því þeir hafa ekki efni á að gera við það sem krafizt er. Strákarnir kaupa sem sagt þessa stóru blla með afborgun- um og litlum útborgunum. Þeir eru með þá á víxlum og hafa ekki efni á að halda bílunum við. Þannig aka þeir þeim í hættu- legu ástandi. Reykjavíkursvæðið orðið að stórborg r Ibúatalan orðin rúmlega 100 þús. eða 52 °Jo landsmanna ÞAÐ eru ætíð nokkur tímamót, er borgir fara yfir 100 þús. íbúa, því að þá eru þær orðnar stór- borgir. Samkvæmt þjóðskránni voru Reykvíkingar 78.399 hinn 1. des. 1965 ,en séu byggðarlög- in í nágrenni Reykjavíkur, sem mynda með henni meira og minna eina heild, og kalla mætti Reykjavíkursvæðið, tekin með í reikninginn voru íbúarnir 100.469 1. des. 1965. Á Reykjavíkursvæð- inu eru þá talinn Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Sel- tjarnarneshreppur, Garðahrepp- ur, Bessastaðahreppur og Mos- fellshreppur. Geta má þess að Kaliforníu- háskóli hefur innan sinna vé- banda sérstaka stofnun sem held ur skrá yfir og rannsakar það sem þeir kalla „Metropolitan Areas of the World“. Er þar átt við þau svæði, sem hafa 100 þús. íbúa og fleiri, og eru í sam- hangandi byggð eða eru í nán- um atvinnulegum og þjónustu- legum tengslum með minnst 50 þús. íbúa kjarna í sömu borg. Verður því ekki annað séð en Reykjavíkursvæðið fullnægi vel þessum skilyrðum. íbúafjöldinn í Reykjavík eykst stöðugt, en það kemur þó greini- lega í ljós að hlutfallstala Reykja víkur af öðrum landsmönnum hef 5 stig klukkan 9. Þá var hlýj ast á Kirkubæjarklaustri eða ; 12 stig. ; Yfir Labrador sést til nýrr- ; ar lægðar, og ekki er ósenni- j legt að hún kunni að halda ; við sunnanáttinni hér á landi. I Mikil ös í siátrinu MlKIL ös var fyrsta dag slát ursölunnar hjá Verzlunarsam- bandinu í Brautarholti á föstu- dag. Þó fengu allir sitt slátur. Þar sem ekki er slátrað um helgar, verður slátur ekki aftur til sölu fyrr en á þriðjudag. Margar konur taka slátur í borginni, enda rnikill matur í því, þó mikið sé íyrir því haft að útbúa það. Siátur í einni kind kostar nú 80 kr. Séu haus- ar sviðnir og sagaðir bætist við 1 kr. og hreinsaðar vambir kosta 8 kr. í viðbót. Mörinn er seldur sér, fyrir kr. 14.20 kg. Azusa, Kaliforníu — NTB. Lítið magn af eldsneyti á eld- flaugar, sem skjóta má heims- álfa á milli, sprakk á föstudag á tilraunasvæði í Kaliforníu með þeim afleiðingum að þrir menn létu lífið. Mikil leynd hvílir yfir gerð eldsneytis þessa. ur ekki vaxið á undanförnum ár um. Reykvíkingar urðu 40% landsmanna 1956 og eru það enn 11 árum síðar. Aftur á móti tók það þá 19 ár frá 1936 að fjölga úr 30% í 40% landsmanna, en ekki nema 13 ár frá 1923 að fjölga úr 20% í 30% lands- manna. Sé miðað við Reykjavík- ursvæðið allt kemur í ljós að hlutfallstalan hækkar með ári hverju, þó aukningin sé ekki ör hin síðari ár. Búa nú á Reykja- víkursvæðinu nær 52% lands- manna. Hér skulu að síðustu birtar nokkrar tölur til gamans um íbúatölu á Reykjavíkursvæðinu og á öllu landinu. Árið 1901 voru íslendingar alls 78.470 talsins, en íbúar Reykajvíkursvæðisins 8.877, eða 11,31%. 29 árum síðar var íbúafjöldi landsins orðin 108.861, en íbúar Reykjavíkur- svæðisins 33.832 eða 31,08%. — Árið 1950 var íbúafjöldi lands- manna 143.973, en Reykjavíkur- svæðisins 65.018 eða 45,16% allra landsmanna. Tíu árum síðar var íbúafjöldi íslands orðinn 177.292, en Reykjavíkursvæðisins 88.995 eða 50,20% landsmanna. Og fimm árum síðar eða 1965 var íbúafjöldinn í landinu orðinn 193.758, en Reykjavíkursvæðisins 100.469 eða rétt tæp 52% lands- manna allra. Lagt til oð viðtækja verzlunin hæfti NEFND sú, sem skipuð vár til að gera athuganir varðandi áframhaldandi rekstur Viðtækja verzlunar ríkisins, skilaði áliti fyrir nokkru Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að heppilegt væri að leggja Viðtækjaverzl- unina niðor. Hún hefur að und- anförnu starfað á þeim grund- velli, að innflytjendur hafa sjálfir flutt inn viðtæki en greitt einkasölugjaid til Viðtækjaverzl unarinnar. Væri því hægt að innheimta þetta gjaid með öóru móti, t. d. með hækkuðum tolli. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun .■ málinu. í fyrrnefrdri nefnd áttu sæti Sveinn Ingvarsson, forstjóri Við- tækjaverziunarinnar, Sigurður Briem, fulltrúi menntamálaráðu neytisins og Höskuldur Jóns- son frá fjórmálaróðuneytinu. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Þingholtsstræti Tjarnargötu Laufásveg 2—57 Vesturgata 2—44 Freyjugata Lynghagi Bergstaðastræti Ægissíða Skólavörðustígur Hringbraut 92—121 Miðbær Hávallagata Hverfisg. frá 4—62 Nesvegur Snorrabraut Víðimelur Karlagata Fálkagata Háahhð Skerjafjörður sunnan ' Skiphoíti II flugvöll Aðalstræti Lambastaðahverfi * Leifsgata Kjartansgata Tómasarhagi Nökkvavogur Talið við afgreiðsluna sími 22480. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.