Morgunblaðið - 25.09.1966, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 25.09.1966, Qupperneq 17
Sunnudagur 25 sept. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 Hófleg ákvörðun búvöruverðs Svo er að sjá sem flestir telji ákvörðun búvöruverðs til bænda að þessu sinni hóflega. Tíminn talar raunar um það, að ríkis- stjórnin hafi verið „knúin“ til að gera hitt og þetta fyrir bændur, og Þjóðviljinn hefur al.t á horn- um sér. Sani'tíkurinn er sá, að samkomulagið tr í samræini vi'ð iþæ- reglur, sem yfirgnæfandi xneirihluti Alþingis samþykkti á síðasta þingi eftir rækilega at- hugun hinna færustu manna. — Þessar reglur veita nokkurt svig- rúm fyrir hina endanlegu ákvörð un og sýnist nú þar hafa verið fundið hið rétta meðalhóf. Al- þýðubandalagsmenn einir voru í heild á móti löggjöfinni á síð- asta þingi, en þeir höfðu engar frambærilegar tillögur í hennar stað. Nasablástur Þjóðviljans sprettur af gremju línukomma yfir því, að friðsamleg lausn hef ir fundizt. Ákefð þess fólks í alls ■ ■ Frá Reykjavíkurhöfn. REYKJAVÍKURBRÉF herjarupplausn er söm við sig, og sízt við betra að búast eins og ástandið er á þeirra eigin flokksheimili um þessar mund- ir. Brígsl Tímans um að ríkis- stjórnin hafi látið „knýja sig“ til að gera það, sem rétt vfir, skipta engu máli. Þau eru ein- ungis staðfesting á því, að jafn- vel Tíminn telur lausnina mál- efnalega rétta. Að henni hafa margir menn úr ólíkum hópum unnið. Allir eiga þeir þakkir skilið fyrir framlag sitt. Enginn þó fremur en Ingólfur Jónsson, sem lagði sig allan fram um að koma þessari sáttargerð á. Stórbættur hagur almennings Sja’dan eða aldrei hefur all- ur almenningur og þjóðin í heild bætt hag sinn örar en á hinum síðustu misserum. Til þessa liggja ýmsar ástæður: Góð afla- brögð, hagstæ'ð verðlagsþróun og skynsamleg stjórnarstefna. Því fer fjarri eins og stundum er sagt, að hinar miklu tekjur, sem borizt hafa í þjóðarbúið á þessu tímabili, hafi „gufað upp“. Þær hafa hvorttveggja í senn farið til þess að bæta lífskjör alþjóðar, ekki sízt hinna lakast settu, og standa undir marghátt- aðri uppbyggingu. Eins og allir þeir, sem vilja, geta sannfærzt um af eigin rannsókn, hefur þjóðarauður íslendinga vaxið stórlega hin síðustu ár. Því fer fjarri, að þessi auður sé fyrst og fremst fólginn í eignum fárra stórgróðamanna, heldur er hann í margvíslegri eignaaukningu almennings um allt land. Þar er sjón sögu ríkari. Launþegar, þ. e. yfirgnæfandi meirihluti lands- manna, hafa einmitt fengið sinn bróðurpart úr atvinnurekstrin- um. Sá bróðurpartur hefur or’ð- ið svo mikill sem raun ber vitni vegna hagstæðrar afkomu at- vinnuveganna. Launþep;ar hafa fengið sinn hlut Vegna þess hversu ríflegur hlutur launþega hefur orðið eiga atvinnurekendur hinsvegar í vök að verjast, jafnskjótt og á móti blæs. Segja mætti, að hyggilegra væri ef atvinnurekendur ættu þess kost að tryggja atvinnu- rekstur sinn betur með því að leggja meira fé til hliðar í góð- ®^ri en hingað til hefur tíðkazt á íslandi. En allra sízt ferst vinstri mönnum áð fárast yfir að það hafi ekki orðið, svo mjög sem þeir hafa ætíð sagt umsam- Laugard. 24. sept. ið kaupgjald allt of lágt. Nú horfir hinsvegar svo, að hin hagstæða verðlagsþróun, sem við höfum átt við að búa, er stöðvuð. Þróunin hefur m. a. s. snúizt við. Vérðlækkún hefur orðið á ýmsum helztu útflutn- ingsafurðum okkar, bæði síldar- afurðum og hraðírystum fiski. Þegar af þessu er ljóst, að at- vinnureksturinn stendur ekki undir samsvarandi, hvað þá meiri hækkunum og hann hefur getað borið fram til þessa. Þrátt fyrir stórbatnandi lífs- kjör hin síðari ár hefur þjóð- in í heild ekki lifað umfram efni. En eins og nú horfir er ótví- rætt að staldra verður við. Ekki tjáir að ætla að knýja fram sam svarandi lífskjarabata á næstu mánuðum, og tekizt hefur að tryggja undanfarin missen. At- vinnuvegirnir geta ekki borið slíkt. Einmitt af því að a.menn- ingur hefur fyllilega fengið að njóta góðærisins að undanfi'rnu. þá er óhjákvæmilegt að hann miði lífshætti sína við hið breytta ástand. Nauðsyn verðstöðvunar Vonandi þarf ekki að þrengja kjör almennings frá því sem nú er en sóknarhraðinn verður að miðast við aðstæður. Þess vegna er nú þörf á verðstöðvun, eins og segir í fréttatilkynningu ríkis stjórnarinnar frá 22. þ. m. Til þess að greiða fyrir því að slík verðstö'ðvun komist á, hefur stjórnin ákveðið að greiða nið- ur úr ríkissjóði þá hækkun á búvöruverði, sem nú var samið um. Ef sama verðlagsþróun hefði haldizt erlendis og að undan- förnu, hefði ekki verið þörf á þvílíkri ráðstöfun. En vegna þess, áð hún hefur nú breytzt okkur í óhag, eru ráðstafanir í þessa átt óhjákvæmilegar. Þær eru gerlegar af því, að á ný hefur tekizt að rétta vi'ð hag ríkissjóðs, þannig að hann get- ur staðið undir þessum ráðstöf- unum. Ut í hött er að bregða ríkis- stjórninni um það, að hún hafi hætt niðurgreiðslum á fiski og smjörlíki á sl. vori. Deila má um hvort sú ráðstöfun hafi komið til framkvæmda á heppilegum tíma. En eins og þá stóð un. horfur á hag ríkissjóðs og verð- lagsþróun, var eðlilegt, að ni'ð- urgreiðslum væri hætt. Breytt- ir tímar krefjast úrræða. Þeir, sem neita svo auðsæum sannind um, gera sjálfa sig einungis að glópum. Auk þess vissu allir sem til þekktu, að niðurgreiðsl- ur á fiski voru mjög óheppileg- ar. Frá þeim varð að komast hvað sem almennri verðlags- þróun í landinu leið. Draga ber úr sveiflunum Þó að nú beri að leggja höf- uðáherzlu á að tryggja kaup- mátt launa almennings, þá verð- ur ekki hjá því komizt, að þeir, sem eiga afkomu sína undir afla hlut, verði fyrir tekjumissi, þeg- ar verðmæti aflans minnkar. Skiljanlegt er, að aðilar uni slíku misjafnlega, og verða þó allir ætíð að vera við því búnir. Enda hafa þeir öðrum fremur notið hins háa verðlags eins og dæm- in sanna. Sveiflur í tekjum eru ætíð háðar þátttöku í atvinnu- rekstri, sem er mjög sveiflum háður, ekki sízt eins og um síld- veiðar hefur reynzt, þegar sveifl urnar eiga jafnt við um aíla- brogð sem verðlag. Þrá'J fyrir alla annmarka hafa síldveiðarn- ar reynzt fslendingum ómetan- leg tekjulind. En fastmóta'ð og öruggt þjóðfélag er erfitt að byggja á svo óvissum grunni. Þess vegna er með ólíkindum, að um það hafi þurft hörð átök, hvort afla ætti hinu íslenzka þjóðfélagi fleiri stoða til að tryggja undirstöðuna. Þröngsýni og ofstæki hafa sjaldnar brotizt ú'; á skammarlegri hátt en í bar- áttunni gegn því, að þjóðin nýtti hið mikla afl, sem í stórfljótum rennur nú, engum til gagns, ónotað til sjávar. Mestu mannvirki á Islandi Það er í senn fróðlegt og ánægjulegt að koma austur að Sámsstöðum í Þjórsárdal, býli, sem tali’ð er, að farið hafi í eyði vegna eldgoss fyrir rúmum 850 árum, og sjá hin miklu mann- virki, sem þar eru nú hafin. Fjallshlíðinni fyrir ofan hefur verið flett í sundur, svo að fróð- ir menn geta lesið þar jarðsögu íslands um þúsundir ára. Eftir- tektarverðust eru öskuföllin, sem Heikla hefur látið eftir sig með nokkurra hundraða ára bili. — Stærst virðist vera ösku eða vik urlag, sem sagt var 4 þúsund ára gamalt. Undir því er svo þykk mómýri með gildum viðar kubbum. Niðri á jafnsléttu blasa við steinhrúgur, þar sem bær- inn á Sámsstöðum stóð áður fyrri, og útihús í nokkurri fjar- lægð. Þá er og ekkj nema ör- skots lengd eða ríflega það að skjótast í bifreið upp að Stong og skoða hin uppgröfnu hýbýl: þar. Gaman er að kynnast gam- alli sögu. Enn þá girniiegra er þó að sjá þær framkvæmdir, sem valda munu axdaskiptum íslenzku þjóðinni til heilla. Nú þegar er farið að grafa fyrir grunni stöðvarhússins við Búr- fellsvirkjun, og bora göng í gegn um Sámsstaðamúla. Fram að þessu hefur vinnuaflið þó að mestu farið til þess að byggja upp þorpi'ð, sem þarna verður á meðan á virkjunarframkvæmd um stendur. Þar búa nú töluvert á annað hundrað manns, og þeg- ar hefur verið fluttur efniviður í annað minna þorp nokkru fyr- ir ofan Tröllkonuhlaup í Þjórsá. F r amf ar a-merkin sjást hvarvetna Ef hagur þjóðarinnar hefði ekki verið réttur við frá því, sem komið var þegar vinstri stjórnin hrökklaðist frá 1058, hefðu slíkar stórframkvæmdir verið óhugsandi, sökum þess að lánstraust þjóðarinnar út á við var gersamlega þorrið. Eitt af því, sem sérstaka athygli vekur við komu að Sáms stöðum, er það, hversu þar má sjá marga fólksbíla merkta víðs vegar að af landinu. Þetta er farkostur þeirra, sem þarna vinna og þeir hafa við höndina til að geta brugðið sér bæjar- leið eða lengra, þegar þá lystir. Ekki er langt síðan að það þótti sérstakt auðlegðarmerki að eiga fólksbifreið. Nú þykir slík eign ekki umtalsmál. Aukning bifreiðafjöldans skap ar raunar ýmis úrlausnarefni og þá ekki sízt í vegagerð. Oft er undan því kvartað, að vegagerð in gangi seint. Sumum sem víða hafa farið og hlutlaust líta á, þykir hitt raunar merkilegra, hversu mikið átak hefur einmitt verið gert í þessum efnum á fá- um árum. Ekki er langt síðan það voru taldir glæfrar að hugsa sér vegalagningu fyrir Enni á Snæfellsnesi. Nú eiga menn bágt með að hugsa sér að vera án Ennisvegar. Múlavep;ur opnaður Fyrir réttri viku var heimil- uð umferð um Múlaveg, sem opn ar leiðina milli bygg'ða Eyja- fjarðar og Ólafsfjarðar. Lengi var búið að tala um þessa vega- gerð og auðvitað tók allmörg ár að hrinda henni í framkvæmd. Nú er henni lokið. Engum, sem hana sér, blandast hugur um, að þarna hafi verið unnið stór- virki, sem hefur þurft þrek, dugn að og tækniþekkingu, auk fjár- magns til að vinna. En hvað verður langt þangað til fólkinu um þessar sló’ðir finnst óskiljan- legt hvernig það gat lifað áður en Múlavegur kom? Svipuðu máli gegnir um Strákaveginn og gö.igin, sem opnuð voru einmitt sama dag og Múlavegur var tekinn til al- mennrar umferðar. — Þvílíkar framkvæmdir kosta fé og fyrir- höfn. En á meðan þær eru ein- ungis dæmi þess, sem verið er að vinna á óteljandi vegu til endurbóta okkar ástkæra landi, þá er hlálegt að heyra tal um að arðurinn af vrmiu þjóðarinnar „gufi upp“. Annað mál er, að fsler.dingar telja sig nú almennt hafa efm á að veita sér ýmsan munað, þ. á m. þann, sem þáverandi höf- uðma'ður vinstri aflanna á Is- landi kallaði „lúxusflakk". Um þetta er til dæmis augiýsing, sem birtist í Akureyrarblöðunum fyrir fáum dögum. Hún hljóðar svo: Orlofsferð til Danmerkur og Spánar Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna á Akureyri gengst fyrir 10 daga orlofsferð til Danmerkur og Spánar um næstu mánaðamót. Lagt verður af stað frá Akur- eyri fimmtudaginn 29. sept. og flogið þann dag til Kaupmanna- hafnar og verður þar höfð 3ja daga viðdvöl. Síðan verður flog ið til Mallorca og dvalizt oar á baðstrandarhóteli í 7 daga. Flogið verður þaðan á einum degí til Akureyrar þann 9. okt. Þátttökugjald verður kr. 8,000, 00 og er í þvi gjaldi innifalin öll fargjöld, gisting með morg- unverði í Kaupmannáhöfn og gisting með fullu fæði á Mall- orca. Væntanlegir þátttakendur snúi sér sem allra fyrst til skrifstofu verkalýðsfélaganna, Strandgötu 7, sem gefur allar nánari upplýs- ingar. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna. Ekki talið eftir Því fer fjarri, að slíkt beri að telja eftir, ekki fremur en það, þótt bændur bregði sér á tíma, sem áður fyrri var talinn „um sláttinn" til Norðurlanda eða jafnvel suður á Ítalíu. Almenn- ingur hér á landi lét sér raunar ekki til hugar koma, að hann hefði efni á slíkum ferðalögum fyrr en í tímum Viðreisnarstjórn arinnar. Nú orðið eru þvílík febðalög sem betur fer á færi ekki fárra tuga, eins og áður fyrri, eða hundraða, eins og ný- lega var sagt í Morgunblaðinu að færu sér til skemmtunar til erlendra landa, heldur tug þús- unda íslendinga á ári hverju. ís- lendingar eru ekki einir um löng un til slíkra skemm,iíerðu Ný- lega var sagt frá þv: í erJendu blaði, að ein af ástæðunum til þess, &t Austur Þjóðve’.jar .ýsti svo mjög að setjast að í Vestur- Þýzkalandi væri sú, að Vestur- Þjóðverjar, verkamenn sem aðr- ir, gætu farið í skemmtiferðir suður til Ítalíu og Spánar, en Austur-Þjóðverjar fengju bara að fara til Búlgaríu og annarra ámóta landa. En þeir fá þó að fara þangað! Að vísu er á því meginmunur, að tug þúsundir fslendinga hafi efni á að fara á ári hverju yfir heimshaf til að ferðast í útlöndum eða fyrir meginlandsbúa að bregða sér þar landa á milli. Þetta sýnir þann þrótt, sem í íslenzku þjóð- inni býr og þann efnahag sem hún nú á við að búa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.