Morgunblaðið - 27.09.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.1966, Blaðsíða 1
32 síður FRÁ því var skýrt fyrir fyrir nokkrum dögum, að áströlsk flugvéi af gerðinni „Viscount“ hefði farizt og með henni 24 manneskjur. Á meðfylgjandi mynd eru yfirmenn ástralskra flugmála, þar á meðal R. Swartz, flugmálaráðherra (til vinstri) að skoða flugvélar- fiakið. Vélin var í eigu ástr- alskra flugféiagsins Ansett — ANA. Kínverskir hermenn ■ Laos . . . ? Vientiane, Laos, 26. sept. NTB STJÓRNIN í Laos staðhæfir, að hermenn frá Suður-Kína séu komnir til Norður-Laos og hafi komið sér þar fyrir á nokkrum stöðum. Komi Kínverjarnir í stað inn fyrir hermenn frá N-Viet- nam, sem höfðu tekið sér stöðu norðan við Luang Prabang, sem er um 200 km. norður af höfuð- borginni, Laos. Bæði í Laos og S-Vietnam er búizt við sókn af hálfu N-Viet- nam manna áður en langt um líður. Kaupmannahöfn, 26. sept. — NTB t ÞRÍTUG kona úr ná- grenni Álaborgar hefur gengið á fund lögreglunnar í Óðinsvéum og lýst sig seka um að hafa rænt þriggja mán aða gömlum dreng, Basse, sem týndist þar í borg 7. febr. sl. — Kveðst konan hafa tek- ið drenginn úr vagni sínum og reikað með hann um borg ina nokkra stund, en síðan misst hann ofan í vatn. Kon- an er sögð ákaflega tauga- Stórtjón af völdum fellibylja í Japan A. m. k. 211 fórust, 103 saknaó Tókíó, 26. sept. — NTB t MJÖG hefur nú dregið úr fellibyljunum „Helen“ og „Idg“, sem gengu yfir Japan um helgina og ollu stórtjóni. Eru þeir að verða að venju- legum lágþrýstisvæðum — en nú hermir japanska veður- stofan, að þriðji fellibylurinn sé á leið yfir Japanseyjar og muni skella á suðureyjunum á þriðjudag. Hefur honum verið gefið nafnið „Júní“. t Samkvæmt síðustu fregn- um munu 211 manns hafa farizt af völdum fyrrgreindra fellibylja og 103 er enn sakn- að. 813 manns meiddust meira og minna og 91.492 urðu að yfirgefa heimili sín. Lýst hef- ur verið yfir neyðarástandi í 56 bæjum og þorpum. Óveð- ur þetta var hið versta, sem gengið hefur yfir Japan frá því árið 1959, er rúmlega 5000 manns týndu lífi. Mestu tjóni olli fellibylurinn „Ida“, er skall á stóru svæði sunnan við Tókíó á laugardags- kvöldið. Á mánudag sveigðist „Ida“ til austurs og beindi för yfir Kyrrahaf. Fellibylurinn „Helen“ skall á Shikokueyju á sunnudag og var á mánudag yfir Hokkaidoeyju. Báðir fellibylirn- ir höfðu í för með sér geysilega úrkomu, er olli gífurlegum skriðuföllum. Vegir skemmdust á 1305 stöðum, segir í opinberri tilkynningu, flóðið skolaði burtu 336 brúm og járnbrautarlínur skemmdust á 146 stöðum. Tjón á uppskeru emni er lauslega áætlað um nálægt 2000 milljónum kr. (ísl.), en ógerlegt er, að svo stöddu að áætla heildartjón af völdum þessa óveðurs. jr Osamlyndi milli Krag og Hækkerup? Kaupmannahöfn, 26. sept. NTB • Kvoldberlingur gerir að um- ' talsefni þann orðróm, sem legið hefur í lofti að undanförnu, að ! ósamlyndi sé milii Jens Otto Krag, forsætisráðherra og Per , Hækkerups, utanríkisráðherra Danmerkur. Ræðir blaðið mál þetta í sambandi við skipan hins nýja ráðherra, Tyge Dahlguards, til þess að fjalla um markaðsmál og þá fyrst og fremst um hugsan lega aðild Danmerkur að Efna- Framhaid á bls. 3 veikluð og hefur verið lögð inn á sjúkrahús til geðrann- sóknar. Treystir lögreglan sér ekki til að taka framburð hennar gildan að svo komnu máli. Lögreglan hefur hinsvegar hafizt handa um að kanna ævi- feril konunnar og einkalíf. Er haft eftir talsmanni lögreglunn- ar, að konan hafi í þunglyndis- kasti sagt eiginmanni sínum, að hún hafi rænt barninu. Hafi nann í fyrstu vísað fullyrðingu Framhald á bls. 31 Hærri vextir Al- þjóðobankans? Washington, 26. sept. NTB. FORSETI Alþjóðabankans, Georg Woods, lét í dag að því liggja í Washington, að bankinn kynni senn að neyð- ast til þess að hækka útláns- vexti sína. Wood lét þetta á sér skilja í ræðu, sem hann hélt á árs- þingi Alþjóðabankans og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Framkvæmdastjóri síðar- nefndu stofnunarinnar, Pierre Paul Schweitzer, sagði í sinni ræðu, að innan árs ætti tækni lega að vera unnt að leggja fram frumdrögin að áætlun um nokkurs konar alþjóðleg- an gjaldeyri, sem verið gæti hluti þess varasjóðs, sem þörf krefst í alþjóðaviðskiptum. Töpuðu tveim til viðbótar Stokkhólmi, 26. sept. TALNING utankjörstaðaat- atkvæða hófst í Stokkhólmi í morgun og varð þegar Ijóst í fyrstu talningu, að sósíal- demókratar höfðu tapað tveim ur fylkisþingsætum til viðbót ar. Sætin unnu Hægri flokk- urinn og Miðflokkurinn. Ræningi drengs- ins Basse fundinn? Þannig er að falla kommún istum í SA-Asíu í hendur „I>EIR bundu mig við tré, og höfðu mig fyrir skotmark. Sá, sem skotið gat næst höfði mínu, án þess að særa mig eða drepa, var talinn bezta skyttan“. Þannig fórust bandaríska flugmanninum Dieter Dengl- er, 28 ára gömlum, orð, er hann skýrði frá meðferð þeirri, sem hann hlaut, með- an stóð á fange’sun hans í Laos. Þar var hann í höndum Patet Laö, systurhreyfingar Víetcong í Víetnam. Dengler var telunn höndum í febrúar sl., eftir að flugvél hans var skotin niður. Harin var þá á leið til N-Víetnam, en flugvél hans féll til jarðar innan landamæra Laos. í júlí sl. tókst honum a’ð flýja, og var loks bjargað af banda- rískri þyrlu. Dengler skýrði nýlega frá því opinberlega, hvernig með hann var farið, meðan hann var fangi hjá kommúnistum. Bezta heimildin um þjáning- ar hans eru þó myndir þær, sem birtast hér að ofan. Önn- ur þeirra er tekin áður en hann var tekinn höndum, hin rétt eftir að honum var bjarg- að úr frumskóginum. Dengler segir, að fanga- verðir hans hafi ætíð nefnt hann „nazistann". (Dengler er fæddur í Þýzkalandi, en Dengler — léttist um 60 pund; fluttist síðar til Bandaríkj- anna). Strax eftir að hann féll í hendur Víetcong, var hann bundinn á höndum, og látinn hírast þar sem engin vörn var fyrir moskítóflugum og öðrum hættulegum skor- Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.