Morgunblaðið - 27.09.1966, Side 10
10
MO»*"N*lADIO
T>riftinrtíipuv 77 sept. 1966
Tónlíst:
Karkkór Reykjavíkur
KARLAKÓR Reykjavíkur leggur
af stað í dag í hina miklu söng-
og skemmtiför sína til suður- og
austurlanda og kvaddi áheyrend-
ur hér heima með samsöng í
Austurbæjarbíói sl. laugardag.
Söngstjóri er Páll Pampichler
Pálsson, einsöngvarar Svala Niel-
sen, Guðmundur Guðjónsson og
' Friðbjörn G. Jónsson, og undir-
leikari Guðrún Kristinsdóttir.
Efnisskrá þessara tónleika var
löng og mikil, líklega óþarflega
löng. Eins og vera ber um utan-
fararsöngskrá var meiri hluti
viðfangsefnanna íslenk lög, þar
á meðal tveir rímnadansar eftir
Jón Leifs (ofrausn má það telj-
ast að eigna honum tvísöngsgerð-
ina af laginu „ísland farsælda
frón“) og tvö ný og athyglisverð
lög eftir söngstjórann. I þeim
kvað við ferskan og hressilegan
tón, og er líklegt, að Páll Pam-
pichler eigi eftir að leggja merk-
an skerf til kórbókmennta okk-
ar, ef hann verður lengi við rið-
inn þessa starfsemi. Tíu íslenzk
lög höfðu verið sett saman í
„syrpu“ af Jóhanni Moravek Jó-
* hannssyni, og hlýt ég að játa,
að sá samsetningur hneykslaði
mig stórlega. Þar voru alkunn
lög ágætra og mikilsvirtra höf-
unda afbökuð hryllilega og þeim
raðað saman að því er virtist al-
veg án tillits til stíls eða smekks.
f stuttu máli sagt: hræðileg graut
argerð.
London, 23. sept. AP.
RANNSÓKN, sem fram hefur
farið á 94 Japönum, er lifðu af
kjarnorkusprengingarnar, sem
varpað var á Japan í heims-
styrjöldinni síðari, sýnir engin
merki um sjúkdóma nú að liðn
um 20 árum, að því er brezkt
læknatímarit skýrði frá í dag.
Á síðari hluta efnisskrárinnar
voru lög eftir Toivo Kuula og
Sibelius, „Die Allmacht“ eftir
Schubert, sem vafalaust var ris-
mesta viðfangsefni tónleikanna,
tveir negrasálmar og loks önnur
lagasyrpa eftir Jóhann Moravek
Jóhannsson, „Fantasia Napolit-
ana“, saman sett af fimm eða
sex ítölskum lögum af léttasta
tagi. Þar hafði Guðmundur Guð-
jónsson veigamikið einsöngshlut-
verk á hendi og hlaut fýrir mak-
legt lof áheyrenda. Einsöngur
Svölu Nielsen í „Die Allmacht"
var einnig með miklum ágæt-
um, svo og meðferð Friðbjörns
G. Jónssonar á lítilli vögguvisu
eftir Karl O. Runólfsson. Guð-
rún Kristinsdóttir lék sitt hlut-
verk — stundum heldur van-
þakklátt — með hinni mestu
prýði.
Kórinn er mjög vel æfður, sam
tök og samstilling með ágætum
og öryggi í hljóðfalli meiri en
oftast áður. Páll Pampichler
Pálsson er röggsamur og ná-
kvæmur stjórnandi, kannski svo
lítið „kaldur“, en þá líka bless-
unarlega laus við óþarfa við-
kvæmni. Með því ágæta liði,
sem hann hefir á að skipa, munu
honum flestir vegir færir.
Að svo mæltu óska ég Karla-
kór Reykjavíkur, söngstjóra og
fylgdarliði skemmtilegrar ferð-
ar og góðrar heimkomu.
Jón Þórarinsson.
„The Beatles"
senn úr sögunni?
Af því sem haft hefur verið
eftir hinum frægu „Beatles“
frá Liverpool að undanförnu,
er helzt að ráða, að þessi
frægasti söngkvartett í heimi
muni ef til vill bráðlega
leysast upp og verða úr sög-
unni. Eins og sakir standa
eru þeir félagar dreifðir hing
að og þangað um heiminn.
George Harrison er í Indlandi
í því skyni að læra að spila
á citar og iðka yoga. John
Lennon er að leika í stríðs-
mynd alvarlegs eðlis í Vestur-
Þýzkalandi og Paul McCart-
ney lætur sér bara leiðast í
húsinu sínu, sem hann er ný-
búinn að kaupa í London.
Hvað Ringo snertir virðist
varla vera nokkur, sem láti
sig hann nokkru varða.
George hamingjusamur
í útvarpsviðtali í Vestur-
Þýzkalandi þar sem hinn
nú næstum stutthærði John
Lennon er að leika í kvik-
mynd samkv. framansögðu,
komst hann svo að orði, að sá
tími hlyti að koma að sam-
vinnan milli „The Beatles“
tæki enda. í viðtali við blað-
ið „Sunday Times“ gaf Paul
McCartney einnig í skyn, að
eins og væri þá væri nú
tími umhugsunar fyrir þá fé-
laga. „John reyndi nú aftur
til við kvikmyndirnar og
George hefði feiknarlegan á-
huga á citarleik og öllu sem
indverskt væri. George væri
hamingjusamur, eins og sá
sem fundið hefði hin sönnu
trúarbrögð. Ég er að leita
fyrir mér um hvort ég get
fundið nokkuð, sem ég gæti
haft ánægju af að spreyta
mig á. Það liggur ekkert á,
ég hef tíma og peninga".
Eitt af því, sem til greina
kemur, eftir því sem hann
segir, er að læra að leika á
píanó. Hann hefur reynt það
þrisvar áður, en aldrei enzt
lengur en þrjár vikur f senn.
Paul, en hús hans er næstum
allan sólarhringinn umkringt
flissandi stelpum, sagði ný-
lega í viðtali, að í rauninni
væri ekki svo erfitt fyrir hann
að ganga um í London án
þess að þekkjast. „Fólk trúir
því nefnilega aldrei, að ég er
sá, sem ég er“.
Ragnheiður Clausen
Minningarorð
Tónleikar Tón-
listarfélagsins
Hún fæddist í Stykkishólmi 24.
ágúst 1879. Foreldrar hennar
voru Holgeir Clausen stórkaup-
maður og Guðrún Þorkelsdótt-
ir prests að Staðarstað.
Hún ólst því upp í stórum
systkinahóp og á fjölmennu,
Iglæsilegu rausnarheimili.
Til Reykjavíkur fluttist Ragn-
heiður með foreldrum sínum
nokkru fyrir aldamót og átti þar
heima síðan.
Ragnheiður giftist fyrra manni
^sínum, Benedikt Jónssyni verzl-
unarmanni við Fisherverzlun
í Reykjavík. Eignuðust þau hjón
eina dóttur, Guðrúnu Olgu, sem
gift er Árna Árnasyni kaup-
manni, sem á sínum tíma var
eigandi vöruhússins hér í Reykja
vík.
Benedikt lézt árið 1901.
Síðara manni sínum, Gísla
Gíslasyni verzlunarmanni hjá
Geir, eins og sagt var, giftist
Ragnheiður 30. október 1910. Eru
börn þeirra Hólmfríður gift Har
aldi Halldórssyni kaupmanni hér
í bænum, og Holgeir rafvirkja-
meistari giftur Guðrúnu Sæ-
mundsdóttur frá Eyjarhólum í
Kýrdal.
Gísli, síðari maður Ragnheið-
ar, andaðist 29. maí 1963. Hann
var sonur Gísla Tómassonar bróð
ir Þorsteins járnsmiðs, og er sú
ætt kunn og margmenn hér í
bæ.
Eftir að hafa misst fyrri mann
sinn, fór Ragnheiður til Dan-
merkur og lærði þar kvenfata-
saum, sem hún síðan stundaði
hér í Reykjavík í nokkur ár.
Hún tók mikinn þátt í félags-
málum kvenna m. a. í Thorvald
sensfélaginu, og var þar í stiórn
og formaður í mörg ár. Fyrir
starf sitt, var hún gerð þar að
heiðursfélaga. Enda var hún list
feng hannyrðakona.
Gísli maður Ragnheiðar átti
sín síðustu ár við mikla van-
heilsu að stríða., og var til þess
tekið, með hve mikilli um-
hyggju og sálarþreki hún ann-
aðist mann sinn í þeirri raun.
Enda var Ragnheiður dugnaðar
og mætis ’manneskja í hvívetna,
og minnast hennar skyldir og
vandalausir 'vinir með ástsemd
og virðingu.
G. M.
FYRSTU tónleikar Tónlistar-
félagsins á þessu hausti voru
haldnir í Austurbæjarbíói í gær-
kvöldi. Þar kom fram listafólk
frá Ráðstjórnarríkjunum, fiðlu-
leikarinn Mark Lubotsky og
píanóleikarinn Lubov Edlina. Á
efnisskránni voru fjórar sónötur,
eftir Hayden (nr. 7, F-Dúr),
Prokofiev (nr. 2, D-Dúr); Schn-
itske, ungan þýzk-rússneskan
höfund (op. 108, d-moll).
Mark Lubotsky er mjög þrótt
mikill og skörulegur fiðluleik-
ari og tekur viðfangsefni sín
föstum og myndarlegum tökum.
Hitt getur orkað tvímælis, hvort
þau tök eru alltaf í fyllsta sam-
ræmi við anda og efni þess sem
flutt er. Meðferð hans á hlnni
Haydns var t.d. nokkuð ábúðar-
mikil og rómantískt að yt;r-
bragði. Rússnesku verkin tvó
nutu sín vel, þótt hvorugt þeirra
skilji mikið eftir. Til þess eru
þau of yfirborðsleg — of miklar
hamfarir af litlu skynjanlegu
tilefni. En dýpst áhrif hafði
sónatan eftir Brahms, enda vata-
lítið efnismesta verkið á þess-
um tónleikum.
Lubov Edlina er bráðsnjall
píanóleikari og gefur mótleikara
sínum í engu eftir. Átti hún ekki
minni þátt í að gera þessa tón-
leika svo áheyrilega sem raun
bar vitni. Samleikur þeirra mátti
yfirleitt teljast með ágætum og
var oft tilþrifamikill og glæsileg
ur.
Blaðbur&arfólk
vantar í eftirtalin hverfi:
Þingholtsstræti
Laufásveg 2—57
Bergstaðastræti
Skólavörðustígur
Miðbær
Hverfisg. frá 4—62
Snorrabraut
Karlagata
Skipholti II
Aðalstræti
Leifsgata
Tómasarhagi
Seltjarnarnes
(Meiabraut)
Tjarnargötu
Vesturgata 2—44
Lynghagi
Ægissiða
Hringbraut 92—121
Hávallygata
Nesvegur
Víðimeiur
Fálkagata
Skerjatjörður sunnan
flugvöll
Lam ba>taðah verfi
Kjartansgata
Hvassaleiti II
Talið við afgreiðsluna snni 22480.
hugljúfu og skemmtilegu sónötu
Jón Þórarinsson.
Rifflar — Haglabyssur
Rifflar 22 cal og 222-243.
Rifflar, einskota, verð frá kr. 1675,00.
Haglabyssur, verð frá kr. 2.235,00.
Norsk nitedals haglaskot, aJlar stærðir.
Riffilskot, allar stærðir.
PÓSTSENDUM.
Sportval Laugav. 48
Sími 14390.
Sportval Hafnarf.
Sími 51938.