Morgunblaðið - 27.09.1966, Síða 2
2
M0RGUNBLAÐ3Ð
Þriðjudagur 27. sept. 1966
Gerbreyfing á sláfur-
aðfer&um í Borgarnesi
VERIÐ er nú að taka í notk-
un nýtt sláturhús í Borgar-
nesi, sem reist hefur verið til
tilraunar. — Fyrirmyndin að
þessu húsi er frá Bandaríkj-
unum og Nýja-Sjálandi. Fyr-
irkomulagið í húsinu er teikn
að hjá Teiknistofu SÍS, en
tækin gerð norður á Hofsósi.
Fréttaritari Mbl. í Borgarnesi,
Hörður Jóhannesson, lýsir gangi
verksins í húsinu á þessa leið:
— Kindin, sem aflífa skal, er
»ett í ofurlitla kró uppi á palli
og skotin þar, en síðan veltur
hún fram á bló'ðbakka, sem stend
ur nokkru neðar og þar er hún
blóðguð og brugðið á aðra aftur-
löpp og dregst hún síðan fram í
gálga, sem er í beinu framhaldi
af bakkanum og í réttri hæð.
Þar er hausinn tekinn af skrokkn
um og hæklar hreinsaðir og báð-
um krækt á hæklajárn. Síðan
heldur skrokkurinn áfram milli
fláningsmanna og skera þeir fyr-
ir og byrja fláningu. Síðan verð-
ur rennibrautin tvöföld og eru
nú framskankarnir hengdir á
aðra braut og liggur skrokkur-
inn með nokkrum halla meðan
rist er fyrir á hálsi og hann fleg-
inn að framan, en síðan heldur
skrokkurinn áfram fram gálg-
ana og lýkur fláningu, en lík-
lega munu um 6 menn sinna
henni einni með margháttaðri
verkaskiptingu. Enn heldur
skrokkurinn eftir gálganum og
er nú farið innan í og innyflin
tekin í tvennu lagi, þ.e. lungna-
stykkið fer í sérstakt ílát. Lækn-
isskoðun fer þá fram á innyflum.
Ávallt er skrokkurinn á sömu
rennibrautinni þar til hreinsun
er að fullu lokið og skrokkur-
Áreksfur á Jjós'-
gafnamótum
SKÖMMU eftir miðnætti í nótt
varð allharður árekstur á gatna-
Korlakói
Reykjavíkur
til Kanada ‘67
Á NÆSTA ári er Karlakór
Reykjavíkur boðið í söngför
til Brith Columbia. Hefur
kórinn í hyggju að fara vest-
ur um haf árið 1967. í baka-
leiðinni mun hann e.t.v.
syngja á heimssýningunni í
Montreal, en hún er haldin í
tilefni af 100 ára afmæli
Kanada og taka íslendingar
þátt í henni ásamt hinum
Norðurlöndunum. Er þegar
risinn Norðurlandaskáli á
sýningarsvæðinu.
Hefur verið ákveðið að
rússneska skipið Baltika, sem
nú fer með íslendinga til Mið-
jarðarhafslanda og Svarta-
hafs, sigli til Kanada og taki
með íslendinga á heimssýn-
inguna.
mótum Hverfisgötu og Snorra-
brautar milli tveggja fólksbif-
reiða.
Mercedes Benz-bifreið var ek-
fð austur Hverfisgötu, en Ford
Falcon-bifreið suður Snorra-
braut. Ók Falcon-bifreiðin í veg
fyrir Benz-bifreiðina, sem lenti
á Falcon-bifreiðinni framan-
verðri. Við áreksturinn kom svo
mikið fát á ökumann Falcon-bif-
reiðarinnar, sem var kona, að
hún steig á benzíngjöfina í stað
fóthemilsins.
Falcon-bifreiðin þaut því á-
fram upp á gangstéttina á suð-
austurhorni gatnamótanna, en
þar á auðri lóð stóð gömul Hill-
man-bifreið um það bil 3 m frá
húsgaflinum. Fór Falcon-bifreið-
in á milli Hillmansins og hús-
gaflsins og snerti hvorttveggja
unz hún hafna'ði á grindverki á
baklóð hússins nr. 112 við Hverfis
götu. Báðar bifreiðarnar voru í
óökufæru ásigkomulagi eftir á-
reksturinn.
Ekki munu hafa orðið nein
slys á fólki, en konan sem ók
Falcon-bifreiðinni mun hafa feng
ið höfuðhögg. Báðir bifreiðastjór
arnir telja sig hafa ekið á grænu
ljósi.
Viðræður atvinnurekenda og
Sambands jórn- og skipasmiða
FYRSTI viðræðufundur um nýja
kjarasamninga stéttarfélaganna
í Sambandi járn- og skipasmiða
var haldinn hjá Vinnuveitenda-
sambandi íslands í gær.
Blaðið hafði í gær samband
við Björgvin Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóra Vinnuveitendasam
bandsins, og spurðist fyrir um
þessar samningaviðræður.
Kvað hann á þessu stigi ekki
vera hægt að segja efnislega neitt
um kröfugerðir, en annar við-
ræðufundur yrði haldinn á næst-
unni.
í GÆR hafði veður breytzt Austanlands var orðið skýjað
talsvert frá því sem verið og kaldara en áður, en á SV
hafði undanfarna daga. SV.- og V-landi var ennþá hlýtt
og V á% var horfin, en kom og móða í lofti, tn orðið þoku
in hæg austlæg átt í staðinn. laust.
Fyrir norðan hafði kólnað.
inn hefur verið skoðaður og er
tilbúinn til frystingar.
Það er og nýjung að ekki eru
notaðir burstar til að hreinsa
skrokkana, heldur 40° heitt vatn,
sem kemur úr háþrýstidælu og
er þrifnaður allur því auðveld-
ari en áður var. Færibönd öll
ganga fyrir rafmagni. Fullvíst
mál telja að þessi aðferð muni
bæta alla méðferð á kjöti og inn-
mat og er að athuga að þessi
nýja aðferð mun hafa mikla þýð-
ingu í sambandi við útflutning
okkar á kjöti, þar sem víða hátt-
ar svo í markaðslöndum okkar,
að ekki eru aðeins gerðar kröfur
til kjötsins, eins og það kemur á
markaðinn, heldur og hvernig
með það er farið við aflífun dýr-
anna.
Um afköst, fram yfir eldri að-
ferðir, ver’ður ekkert sagt að
sinni.
Samfara þessu hefur kaupfé-
lagið í Borgarnesi tekið í notkun
nýtt sláturhús þar sem viðhafðar
eru eldri aðferðir við slátrunina.
Eru í hinu nýja húsi tveir flán-
ingshringir. Nú í sláturtíðinni
starfa alls, bæði við sláturhúsið
og frystihúsið, um 140 manns.
Svipmynd frá skákmótinu á Blönduósi. Jón Þorsteinsson, alþin\
ismaður, teflir við Guðmund S. GuÖmundsson. Þeir tefldu á
fjórða borði.
Reykvíkiagor unnu Norðlendinga
í skókkeppni ó Rlðnduósi
Blönduósi, 26. sept.
SÍÐASTLIÐINN laugardag og
sunnudag fór fram skákkeppni
á Blönduósi, þar sem Taflfélag
Reykjavíkur tefldi við taflfélög-
in á Akureyri, Siglufirði, Sauð-
árkróki og Blönduósi.
Á laugardagskvöldið var þre-
föld keppni í hraðskák. Úrslit
urðu þau að Reykvíkingar unnu
Norðlendinga með 18,5 vinning-
um gegn 13,5; Reykvíkingar
Vinnustöðvnn við Sementsverk-
smiðjuna frestað um viku
Fyrir um það bil viku boðuðu
starfsmenn Sementsverksmiðju
ríkisfais verkfall og átti það að
koma til framkvæmda á mið-
nætti sl. nótt. Sáttafundur var
haldinn í fyrradag , án árangurs
og var síðan annar fundur boð-
aður kl. 15 í gær og stóð hann
til kl. 18.30.
Mbl. hafði tal af Barða Frið-
rikssyni skrifstofustjóra Vinnu-
veitendasambands íslands og
tjáði hann því að ekki hafi náðst
samkomulag á fundinum í gær en
starfsmenn verksmiðjunnar
Neínd um þróun
HÍ næstu 20 ór
Menntamálaráðuneytið hefur
í samræmi við ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar skipað nefnd tii
þess að semja áætlun um þróun
Háskóia íslands á næstu tuttugu
árum.
í nefndinni eiga sæti: Jónas
H. Haralz, forstjóri af hálfu
menntamálaráðuneytisins, og er
hann jafnframt formaður nefndar
innar, Ármann Snævarr, háskóla
rektor, og prófessor Árni Vil-
hjálmsson, dr. Halldór Halldórs-
son, Magnús Magnússon og dr.
Tómas Helgason, allir samkvæmt
tilnefningu háskólaráðs, formenn
menntamálanefnda beggja deilda
Alþingis, en það eru frú Auður
Auðuns í efri deild og Bene-
dikt Gröndal, ritstjóri, í neðri
deild, Pétur Benediktsson, banka
stjóri, samkvæmt tilnefningu
fjármálaráðunneytisins, formað-
ur Bandalags háskólamanna,
sem nú er Sveinn Björnsson,
framkvæmdastjóri, og formaður
Stúdentaráðs Háskóla íslands,
sem nú er Skúli G. Johnsen,
stud. med.
Nefndinni er ætlað að Ijúka
störfum fyrir 1. september 1968.
(Frá Menntamálaráðuneytinu)
Ottawa, 22. sept. AP.
• SPRENG.IA sprakk í dag úti
fyrir kubanska sendiráðinu í
Ottawa.
Engin slys urðu á mönnum,
eri skémrhdir töluverðar á nær-
liggjandi husum og gangstétt.
hins vegar ákveðið að
vinnustöðvun um eina
hefðu
fresta
vikú.
Samningar voru undirritaðir
við starfsmenn verksmiðjunnar
í júnímánuði, en þá var eftir að
ganga frá nokkrum atriðum
varðandi aldurshækkanir. Starfs
menn verksmiðjunnar telja að of
lengi hafi dregizt að ganga frá
þessum málum. Vinnuveitenda-
samband íslands hefur mótmælt
þessu verkfalli og telur það ólög
legt á þeim forsemdum að kjara
samningur sé í gildi. Telur samb
andið starfsmennina skaðabóta-
skylda fyrir tjónið sem af því
hlytist, ef þeir fari í verkfall.
Öll starfsemi verksmiðjunnar
mun stöðvast komi verkfallið til
framkvæmda. Er hér um að ræða
60-—70 starfsmenn. Arsfram-
leiðsla verksmiðjunnar er nú
115 þúsund lestir.
Ringó ungra
Sjólistæðis-
manna
ó Rlönduósi
FÉLAG ungra Sjálfstæðis-
manna á Blönduósi, Jörundur
heldur bingó í Félagsheimil-
inu á Blönduósi n.k. miðviku-
dag 28. september kl. 21. Marg
ir góðir vinningar verða á
boðstólum svo sem myndavél,
borðstofuborð, reiðhjól o.fl.
Búast má við mikilli þátttöku,
en öllum er heimill aðgangur.
unnu Akureyringa með 21 vinn-
ing gegn 11 og Norðlendingar,
vestan Eyjafjarðar, unnu Akur-
eyringa með 12,5 vinningum
gegn 11,5. Tvær umferðir voru
tefldar í hverjum flokki.
Á sunnudag voru tefldar hæg-
ar skákir. Taflfélag Reykjavík-
ur vann þá Norðlendinga með
9 vinningum gegn 8. Á fyrsta
forði tefldi Freysteinn Þorbergs-
son fyrir Norðlendinga gegn
Guðmundi Sigurjónssyni og vann
Freysteinn þá skák eftir harða
baráttu. Jafntefli varð á næstu
fjórum borðum, en á þeim tefldu
fyrir Reykvíkinga: Björgvin
Víglundarson, Björn Þorsteins-
son, Guðmundur S. Guðmunds-
son og Björn Jóhannesson, en
fyrir Norðlendinga: Jónas Hall-
dórsson, Júlíus Bogason, Jón Þor
steinsson og Jón Björgvinsson.
— Björn.
Þrjár úti<* *engnar
kindur af f jalli
Egilsstöðum, 26. september.
ÞRJÁR kindur komu af fjalli úti-
gengnar frá í fyrra, tvær á Fljóts
dalsrétt og ein á Ormastaðarétt.
Lömb hér um slóðir reynast yfir-
leitt léttari í vigt en í fyrra. —
M.G.
— Basse
Framhald af bls. 1
hennar á bug, en síðar rætt hana
við lækni hennar og að svo búnu
lagt til við hana að fara til lög-
reglunnar. Ekki er þess vænzt
að unnt verði áð yfirheyra kon-
una á næstunni — og finnist ekki
frekari sannanir fyrir sekt henn-
ar er ekki óhugsandi að hún yrði
sýknuð fyrir rétti. Konan hefur
verið úrskurðuð í gæzluvarðhald
til 5. október.
Konunni segist svo frá, að hún
hafi verið á gangi eftir Kóngs-
götu í Óðinsvéum, er hún gekk
fram á barnavagn og heyrði það-
an barnsgrát. Hún kveðst hafa
beygt sig yfir vagninn og tekið
drenginn upp. Síðan hafi hún
ráfað með hann um götur borg-
arinnar án þess áð ætla nokkuð
sérstakt — ‘og skyndilega hafi
hún komið að vatni og misst
barnið þar niður. Hún kveðst
ekkert muna, hvað gerðist síðan.
Basse litli var þriggja mánaða,
er hann hvarf. Lögreglan leitaði
hans sleitulaust vikum saman, en
ekkert spurðist til hans.
Kosið ó Alþýðusambandsþing
UM helgina kusu nokkur félög
fulltrúa sina á 30. þing A.S.Í., er
hefjast mi,n nú síðar í þessum
mánuði. Var m.a. kosið í eftir-
töldum félögum:
Sjómann.ifélag ísfirðinga
Guðjón Jóhannsson,
Bjarni Gestsson.
Vélstjórafélag ísfirðinga
Pétur Geir Helgason.
Verkalýðsfélag Patreksfjarðar
Snörri Gunnlaugsson,
ÓlafUr Læringsson.
Félag garðyrkjumanna _
Reykjavík
Steingrimur Benediktsson.
Félag ísl. hljóðfæraleikara
Svavar Gests,
Sverrir Garðar.sson.
Vélstjórafélag Vestmannaeyja
Magnús Jónsson,
Sveinn Gíslason.
Verkalýðsfétag Grindavíkur
Júlíus Daníelsson.
Verkalýðsfélag Hveragerðis
Sigurður Árnason,
Stefán Valdemarsson.