Morgunblaðið - 27.09.1966, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 27.09.1966, Qupperneq 3
jÞriöjudagm 27 sept. 1T»6B MUK(lUN0LAt/IV KJ ÁRIÐ 1963 tóku nokkrir menn sig saraan og stofnuðu hluta- félag um laxaraekt við Lár- vaðal á Snæfellsnesi. Létu þeir stífla Lárósinn og slepptu síðan seiðum í hann. Mbl. hai'ði af því fregnir að vöxtur seiðanna hefði verið svo ör, sð undrun sætti. Hafði það að þvi tilefni tai af Jóni Sveinssyni. rafvirkjameistara og spurðist tyrir um málið, en Jón er einn af upphafsmönn- um laxa:æktarinnar í Lárósi. Jón ssgoi, að það væri rétt að kon.ið hefði fram mjög Hér sjast tvö laxaseiðl, sem sett vorn í ósinn í maí í vor og hafa náð svo undraverðum vexti, sem sjá má að því, að er þeim var sleppt voru þau á stærð við ufsaseiðið, sem liggur á miili þeirra, en í Lárósinum er einnig mikið af mikill vöxtur hjá seiðum, þorska- og ufsaseiðum. Undraverður árangur í laxa rækt við Lárós streymt þar út og inn um flóð og fjöru, en síðan hefðu þeir stíflað ósinn og hefði þá myndast þar um 160 hektara vatn Vatnið í ósnum væri sjóblandað og í honum væri marfió, sem fiskurinn þrifist injög vel af. Þór G'iðjónsson sagði þessa tilraun J>eirra félaga mjög at- hyglisvvrða og merkilega og ættu þe>r það skilið að verða styrktir á einhvern hátt, en erfiðlega hefur gengið að afla fjár tii slíkra framkvæmda. Ættu menn að gefa meiri gaum að slikum eldistöðvum, en það tæki ávallt töluverð- an tima, 5 — 10 ár að komast í fullan rekstur á þessu sviði. íslendii.gar hefðu litla reynslu í þessum malum og yrðu að þreiía sig áfram. I Svíþjóð kvað hann það taka um 7 — 8 ár að kuma upp slíkum stöðv- um sem þessum Kvað hann engan vsfa a að mikil fram- tíð væri í fersKvatnsíiskeldis- málum hér á landi. í>á gat Þór þess, að FAO, Matvælastofnun SÞ leggði mjög rika áherzlu á fiskeldi og aukna fiskrækt einkum í fersku vatni og reyndi allt til að koma sliku eldi á fastari grundvóM. sem sleppt hefði verið í Vað- alinn. Strax o.g hafizt hafi verið handa um laxaræktina, hafi ver*ð sleppt seiðum í ár og læki, sem renna í Vaðalinn og hinn 1. september hefði svo veiðst fyrsti laxinn, sex punda hængur og hefði veiði- málastjóri staðfest eftir rann- sókn, að sá lax hefði verið búinn að vera um eitt ár í sjó. í vor sagði Jón, voru svo sett í Lárósinn seiði, sem voru frá 11 — 13 cm að lengd og allt upp í 15 cm. Þessi seiði hefðu nú vaxið svo að þau væru orðin allt frá 18 cm upp í 27 cm og dæmi sagði Jón vera til þess að sézt hefðu seiði 33 cm að lengd. Aðspuiður um orsakir þess arar stækkunar, sagði Jón að mikið væri aí marfló í Ósn- um, svo og svifi, en það er að þakka sjóblöndunni í Ósnum. Laxinn. sem settur hefur verið í Lárósinn er af Sogs- stofni, Hvítarstofni og Gríms- árstofni, frá Grímsá í Borg- arfirði. Þá hafði Mbl. tal af Þór Guðjóns.vni, veiðimálastjóra og spurði hann um álit hans á framkvæmdunum við Lárós. Þór sagði, að það væri að miklu ieyti sjóblöndunni í Lárósnum að þakka að fisk- urinA yxi svo vel. í sjó vex lax frá 10 — 15 cm í 50 — 65 cm og slíkt hefði gerst með sex punda hænginn, sem Jón minntist á. Aður en þeir fé- lagar hefði hafið framkvæmd ir við - Larós hefði sjór Myndin er af sex punda laxinum, seni veiddist í haust og Jón Svcinsson getur um í viðtaii sínu við biaðið. Þegar hon- um var sleppt fyrir þremur árum var hann á stærð við seiðið, sem liggur við hlið hans. Laxinn hefui verið í sjó í um eitt ar. Kongóþing samþykkir: Stjórnmálasambandi við Portúgal verði slitið Kinshasa, 26. sept. — NTB-AP — * KONGÓÞING samþykkti í dag, að fara þess á leit við ríkisstjórn landsins, að hún slíti stjórnmálasambandi við Portúgal, loki öllum er- lendum ræðismannsskrifstof- um í landinu og banni er- lendum sendimönnum að ferð ast utan höfuðborgarinnar, Kinshasa (sem áður var Leo- poldville). Er ástæðan sögð sú, að ýmis erlend ríki hafi veitt óvinum stjórnar Mobut- us, hershöfðingja, aðstoð. Einnig var þeim tilmælum beint til stjórnarinnar að taka á ný upp stiórnmálasamband við nokkur ríki, þar á meðal Sovét- ríkin, nokkur A-Evrópuríki og Egyptaland, en sambandi við þessi ríki hafði verið slitið af ýmsum ástæðum, m.a. vegna þess, að þau höfðu hlutazt til um innanríkismálefni Kongó. Þá hefur Kongóstjórn tilkynnt stjórn Spánar, að stjórnmálasam bandi ríkjanna verði slitið ef iyrrum forsætisráðherra Kongó, Moise Tshombe, leyfist að halda áfram undirróðurstarfsemi sinni af spánskri grund. Hefur Bom- boko, utanríkisráðherra Kongó, Portúgalski sendifulltrúinn I Kongó, Antonio Ressano Garcia. sem rænt var úr sendiráðinu í Kinshasa á laugardag. Hann liggur nú í sjúkrahúsi þar í borginni. afhent sendifulltrúa Spánar í Kinshasa bréf, þar sem segir, aðt harma beri, að Spánverjar skuli æskja sambands við mann, er senn verður stefnt fyrir herrétt. Tilkynnt var 20. sept. sL, að Moise Tshombe hefði verið ákærður fyrir landráð og yrði stefnt fyrir herrétt „in absentia". Ekki hefur verið gerð nánari grein fyrir ákærunni, en eftir því, sem bezt er vitað, byggist hún á því, að Tshombe hafi safn- að að sér málaliðum í því skyni að koma sér upp einkaher í Katanga. Af vopnaviðskiptum í Orian- tele-héraði berast þær fregnir, að stjórnarherinn hafi með að stoð hvítra málaliða náð í sínar hendur bænum Kisangani, sem áður hét Stanleyville. Þar gerðu nokkur þúsund menn úr lögreglu liði Katanga uppreisn og var barizt af hörku í borginni um helgina. Segir, að um 900 upp- reisnarmenn hafi gefizt upp fyrir stjórnarhernum, hinir hafi flúið til skógar og verið gefin sólar- hringsfrestur til að gefa sig fram. Stanleyville er stærsta og mikilvægasta borgin í norðaust- urhluta landsins. Stjórnarherinn náði flugvellinum þar á sitt vald á sunnudag og tókst síðan smám saman að ná miðhluta borgar- innar. Þá höfðu uppreisnarmenn fellt fjölda óbreyttra borgara. I Kinshasa hefur enn komið til hópfunda til að mótmæla meintum stuðningi Portúgala við Tshombe. Um tvö þúsund manna gengu í dag um götur borgarinnar og staðnæmdust við portúgalska sendiráðið með slagorðaspjöld, þar sem á voru letruð níðorð um nýlendustjórn Portúgala í Afríku. Joseph Mobutu forseti kom þar að, sem hópurinn stóð — heilsaði og var ákaft fagnað, en ávarpaði ekki hópinn. Stjórnmálafréttaritarar benda á, að slíti Kongó stjórnmála- sambandi við Portúgal geti það haft efnahagslegt tjón í för með sér, því að kopar og tinfram- leiðsla Kongóbúa er að verulegu leyti flutt út frá hafnarbænum Lobito í portúgölsku niýlend- unni Angola. — Otto Kragh Framh. af bls. 1 hagsbandalaginu, — en það mál segir blaffið, aff hafi veriff eitt helzta vifffangsefni Hækkerups til þessa. Blaðið' segir, að mjög hafi ver- ið skiptar skoðanir innan ríkis- stjórnarinnar um skipan Dahl- guards í ráðherraembættið, og hafi komið til deilu um hann, er Krag, forsætisráðherra, skýrði fyrst frá skipan hans á ráðu- neytisfundi. Segir blaðið, að svo virðist, sem ágreiningur milli Jens Otto Krag og fylgismanna hans annarsvegar, — og hins gáfaða en geðríka utanríkisráð- herra, Per Hækkerup, og hans stuðningsmanna hinsvegar — fari sívaxandi. Hefur blaðið m.a. eftir góðum heimildum, að Hækkerup hafi lagzt gegn skipan Dahlgu- ards og þess í stað óskað eftir, að Hans Tabor, fyrirrennari Dahlguards sem sendiherra í Brússel, tæki við þessu nýja embætti. v. SIMiSimiiR Suðurlandsvegui um Hellisheiði 1 nýútkomnu blaffi aff Suður- landi segir: „Oft er talaff um aff vegirnir séu í slæmu ástandi. Vill það sérstaklega verffa þar sem um- ferffin er mest svo sem út frá Reykjavík og Suðurlandsveg og Vesturlandsveg. Komiff hefur til tals aff endur skoffa vegaáætlunina á næsta Alþingi. í tilefni af því hefur sam- göngumálaráðherra lagt fyrir vegamálastjóra aff gera áætlun- um kostnað viff aff gera varan- legan veg frá Reykjavík austur í Hveragerffi og frá Reykjavík aff Þingvallavegi á Vesturlands- leiff. Ákveffiff er aff Suffurlandsveg ur verði um Hellisheiði. Er sú vegalengd 12 km. styttri heldur en leiðin um Þrengslaveg. Reynslan sýnir aff vegurinn um Hellisheiði er fær í 50 vikur á ári. Verði vegurinn endur- byggður og hækkaður nokkuð frá því sem nú er, eru enn minni líkur til aff Hellisheiði verffi ófær vegna snjóa. Talsverður hluti af veginum frá Reykjavík austur yfir fjall er meff varanlegri undirbygg- ingu. Gerir þaff verkiff ódýrara og fljótunnara. Gert er ráff fyrir aff fyrsti áfangi frá Árbæjarhverfi að Lækjarbotnum muni kosta 46 millj. kr. Annar áfangi frá Lækjarbotnum í Svínahraun 34 millj. kr. Þriffji áfangi frá Svínahrauni aff Hellisheiði 37 millj. kr. Fjórffi áfangi Hellisheiffi að Hveragerffi 64 millj. kr. Þar sem vegamálastjóri telur þessar áætlanir ekki alvég ná- kvæmar var taliff rétt aff bæta 20% við kostnaðinn. Verffur heildarkostnaðurinn samkvæmt því 217 millj. en gafti eins ver- iff um 200 millj. kr. Miðaff viff þessa áætlun er gert ráff fyrir góffri undirbygg- ingu og traustu malbikunarlagi yfir veginn. A Vesturlandsvegi frá Reykjavík að Þingvallavegi er mjög mikil umferð Vesturlandsvegur verffur mun dýrari á hvern km. vegna þess aff þar þarf aff byggja dýra brú og undirbygging dýrari en á Suðurlandsvegi. Er gert ráff fyr- ir aff vegurinn frá Reykjavík að Þingvallavegi kosti um 190 millj. kr. Áreiffanlega verffur á næsta Alþingi tekið til athugunar hversu fljótt mætti ljúka þeim vegum, sem hér eru nefndir. Þaff er mjög aðkallandi aff hefj- ast handa þar sem malarvegum verffur ekki haldið viff með þeirri umferð, sem á þessum vegum er. Hraðbrautir eru þeir vegir nefndir, sem hafa þúsund bif- reiffa umferð daglega. Það er vegurinn frá Reykjavík austur aff Skeiða-vegamótum, en taliff er að á næstu árum muni hrað- brautarumferð verða austur á Rangárvelli. Á V esturlands vegi er hrað- braut frá Reykjavík í Norffur- árdal í Borgarfirffi. Auk þess eru vegakaflar út frá Akur- eyri, sem'teljast til hraffbrauta. Hraðbrautir eru mældar inn- an við 400 km. Ber nauffsyn til aff gera framkvæmdaáætlun um aff koma varanlegu slitlagi á allar hraðbrautir. Með því sparast mikið fé í vegaviðhald og reksturskostn- affi á ökutækjum. Vitaff er að þetta mál er nú í rækilegri at- hugun hjá ríkisstjórninni og hefir hún fullan hug á aff beita sér fyrir skjótum framgangi m.ilsins“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.