Morgunblaðið - 27.09.1966, Síða 7
Þriðjudagur 27 sept. 1966
MORGUNBLAÐIÐ
7
Kristniboðar i
Vestur-Afriku
Okkur barst á dögunum
tímaritið „Kristileg menning"
sem út er gefið af Aðventist-
um á íslandi. Þar rákum við
okkur á myndir og greinar
um íslenzka kristniboða í
Vestur-Afríku. Skrifa kristni
boðarnir skemmtilegar grein-
ar um starf sitt, og tökum við
okkur það bessaleyfi að birta
þær hér i blaðini'_ ásamt
myndunum, sem í timaritínu
birtust.
Seinni greinin birtíst síðar,
grein Irmgard Þorvaruasun.
Svein B. Johansen og fjölskylda í Monx-oviu i Liberíu.
LR JARMI í rvðfrítt stál
Það var á árinu 1929 að
starf okkar Aðventista hófst
í Líberíu. Það hefur vaxið
svo að meðlimir okkar eru
nú 2200. Starfrækjum við
þarna 8 barna- og unglinga-
skóla með 700 nemendum.
í Líberíu eru allmiklar járn
námur með allt að 90% hreinu
járni, og er hér að. sjálfsögðu
um mikið verðmæti að ræða.
Enn meira verðmæti í augum
okkar trúboðanna eru þó gim-
steinar guðsríkis, sem finna
má í öllum hlutum landsins.
Afríka er stundum nefnd
land æskunnar. Sú nafngift á
vel við hér. Fólk lifir yfirleitt
ekki lengi hér og fjöldinn er
því ungur. Að sjálfsögðu er
þar svo með æskuna hér líkt
og járnið — að hvorugt er
100%. Markmið okkar er með
hjálp Guðs að breyta gölluðu
járni svo að úr því verði ryð-
frítt stál nytsamt í þjónustu
Guðs og lands síns.
Æsku Líberíu þyrstir eftir
menntun, en hjá fjölda fólks
verður þráin eftir áð læra að
lesa og skrifa einungis draum
ur. Heima heyrði ég oft sögur
um þá, sem komu í trúboðs-
stöðvarnar í Afríku og báðu
um kennara. Slíkar sögur gátu
verið all-átakanlegar, en fjar
lægðin gerði atburðina nokk-
uð óraunverulega. Nú er ég
hér sem trúboði frá hinu vel-
menntaða, vel fóðraða og
auðuga íslandi — og nú hafa
þessir hlutir birzt mér í nýju
ljósi.
Hingað koma menn og sár-
biðja um kennara til að fræða
börn þeirra og fólk um betra
líf. Svar mitt hefur orðið að
vera: „Því miður ekki núna
— kannske seinna.“
Að afgreiða slíkar beiðnir
á neikvæðan hátt er ekki ein
ungis erfitt, heldur kveljandi.
Trúið mér, fólkið er ekki ham
ingjusamt í fáfræði sinni og
hjátrú. Allt starfsfólk okkar
hefur tekið í „fóstur“ einn eða
fleiri Afríku-unglinga, sem
það kostar í skóla í því skyni
að fjölga hér kennurum, prest
um, hjúkrunarkonum og
læknum — fólki, sem getur
bætt úr þeirri sáru þörf, sem
hér ríkir.
Á átta ára starfstímabiii
mínu á fslandi hafði ég pað
ánægjulega hlutverk að heim
sækja fjölda fólks um land
allt og biðja um samstarf þess
í því að rétta hjálparhönd
þeim, sem lifa í frumstæðum
löndum. Ætti ég þess kost að
heimsækja þessa vini mína að
nýju, myndi ég með djörfung
biðja þá um að gefa helmingi
meira. Við hjónin söknum að
sjálfsögðu vina okkar og ætt-
ingja heima. En við skoðum
það sem mikil forréttindi að
mega verja hluta af ævi okk
ar hér og vinna að því að
flytja ljós þekkingar og betra
lifs þessu fólki, sem barfnast
hjálpar og þráir hjálp. Full-
vissan um góðar óskir ykkar
allra og hjálp ykkar eykur
okkur þrek.
Nýlega tók ég þátt í alhöfn
þar sem stór hópur ungmenna
skírðist til kristinnar . trúar.
Innfæddur prestur hvíslaði að
mér — að 18 ára stúlka, sem
hann benti mér á í hopnurn,
ætti í erfiðleikum. Heiðinn
faðir hennar hafði tilkynnt
henni að ef hún gerðist krist-
in, myndi hann berja hana, og
ef hún slyppi lifandi frá
þeirri meðferð, skyldi hún
ekki fá að stíga fæti inn á
heimili hans. Slíku hafði ég
áður kynnzt af afspurn, en nú
var það svona nálægt mér.
Djörfung og festa skein út ur
stórum, dökkum augum þess
arar ungu stúlku. Hér var
aftur járn, sem var í þann
veginn að breytast og verða
ryðfrítt stál.
Svein B. Johansen.
Akranesferðir með áætlunarbílum
1*1*1* frá Akranesi kl. 12. alla daga
nema laugardaga kl. 8 að morgni og
sunnudaga kl. 17:30. Frá Rvík (Um-
ferðamiðstöðin) kl. 6 alla daga nema
laugardaga kl. 2 og sunnudaga kl.
21 og 23:30.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá
Rvik í kvöld vestur um land í hring-
ferð. Esja er í Rvík. Herjólfur fer
frá Vestmannaeyjum ki. 21:00 í köld
til Rvíkur. Herðubreið fór frá Rvík
kl. 21:00 í gærkvöld vestur um land
í hringferð.
Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell er í
Rvik. Jökulfell er í Rvík. Dísarfell
fór frá Stettin 24. þm. til íslands.
Litlafell er í Rvík. Helgafell lestar á
Norðurlandshöfnum. Hamrafell fór
frá Baton Rouge 20. þm. til Hafnar-
fjarðar. Stapafell er væntanlegt til
Rvíkur í dag. Mælifell er 1 Grande-
mouth.
Loftleiðir h.f.: ' Vilhjálmur Stefáns-
son er væntanlegur frá NY kl. 90:00.
Heldur áfram til Luxemborgar kl.
10:00. Er væntanlegur til baka frá
Luxemfoorg ki. 23:15. Heldur áfram
til NY kl. 00:15. Guðríður i>orbjarnar-
dóttir er væntanleg frá NY kl. 11:00.
Heldur áfram til Luxemborgar kl.
12:00 á hádegi. En væntanleg til baka
frá Luxemborg kl. 02:45. Snorri I>or-
finnsson fer til Oslóar og Helsing-
fors kl. 10:15.
H.f. Eimskipafélag íslands: Bakka-
foss kom til Kvíkur lö. þm. frá
Gdansk. Brúarfoss kom til Rvíkur í
gær 25. þm. frá NY. Dettifoss fer frá
Gdynia 27. þm. til Kaupmannahafnar,
Skien, Oslo og Rvíkur. Fjallfoss kom
til Rvíkur í morgun 26. þm. frá Hull.
Goðafoss fer frá Vestmannaeyjum í
dag 26. þm. til Keflavíkur. Gullfoss
kom til Rvíkur í morgun 26. þm. frá
Leith. Lagarfoss fer frá Hamborg i
| kvöld 26. þm. til Rvíkur. Mánafoss
kom til Kaupmannahafnar 26. þm.
fer þaðan 28. þm. til Gautaborgar,
Kristiansand og Bergen. Reykjafoss
fór frá Norðfirði 23. þm. til Gauta-
borgar, Lysekil, Kungshamn og Nörr-
. esundby. Selfoss fer frá NY 30 þm.
til Rvíkur, Skógafoss fer frá Aalborg
í dag 26. þm. til Nörresundby „Sarps-
borg, Rotterdam og Hamborgar. Tungu
foss fer frá London í dag 26. þm. til
Hull og Rvíkur. Askja fór frá Ham-
borg 24. þm. til Norðfjarðar og Rvíkur
Rannö fer frá Vasa í dag 26. þm. til
Kotka. Christian Sartori kom til Rvík-
ur 29. þm. frá Kristiansand. Marius
Nielsen kom til Rvíkur 25. þm. frá
NY. Utan skrifstofutma eru skipa-
fréttir lesnar í sjálfvirkum símsvara
2-1466.
H.f. Jöklar: Drangjökull er í Grims
by. Hofsjökull fór 8. þm. frá Walvis-
bay, S-Afríku til Mossamdes, Las
Palmas og Viog. Langjökull er í NY.
Vatnajökull fór 1 gær frá London
til Rotterdam og Hamborgar.
Haldíð borginni
hreinni
Minningarspjöld
Ekknasjoður Iækna.
Minningarspjöldin fást á eftir-
töldum stöðum: Skrifstofu lækna-
félaganna í Domus Medica, í
skrifstofu borgarlæknis, í Reykja
víkur Apóteki, í Kópavogi hjá
sjúkrasamlagi Kópavogs, í Hafn-
arfirði hjá 'Iafnarfjarðar Apó-
teki.
Gengið >f-
Reykjavík 22. september 1966.
Kaup Sala
1 Sterlingspund : 19,88 120,18
1 Bandar dollar 42,95 43,06
1 Kanadadollar 39,92 40,03
100 Danskar krónur 621,65 623,25
100 Norskar krónur 600,64 602.18
100 Sænskar krónur 831,30 833,45
100 Finsk mörk 1,335,30 1.338,72
100 Fr. frankar 871,70 873,94
100 Belg. frankar 86,22 86,44
100 Svissn. frankar 992,95 9995.50
100 Gyllini 1.186,44 1.186,50
100 Tékkn kr. 596,40 598,00
100 v-þýzk mörk 1.076,44 1.079,20
100 Austurr. sch. 166.18 166,60
106 Pesetar 71,60 71,80
sá NÆST bezti
xviorten Hansen borðaði í mörg ár í Iðnaðarmannahúsinu. Mað-
ur nokkur, sem Valdimar hét, borðaði þar með honum. Hann var
ofláti mikill.
„Hvort á nú að skrifa Valdimar með einföldu eða tvöföldu vaffi,
skólastjóri,“ spurði Valdimar einu sinni.
„Ég bara veit það ekki“, svaraði Morten.
Valdimar sætti sig ekki við það og innir hann að því aftur.
„Er það nafnið yðar?“ segir Morten.
„Já,“ svaraði Valimar.
„Þá held ég, að þér ættuð bara að hafa það tvöfalt og dálítið
myndarlegt". .
Af greiðslustúlka
Afgreiðslustúlka óskast í
nýlenduvöruverzlun hálfan
Maggabúð, Framnesvegi 19
milli kl. 4 og 6.
Mikil verðlækkun
á fatnaði á konur, karla og
börn í dag. Einnig fata-
hengi og búðarborð til sölu.
Vesturgötu 16.
Mótatimbur til sölu
1x6 — 1x4 — 2x4 — 2x5,
ódýrt. Sirni 3ivo9.
Hreinsum gólfteppi
og húsgögn. Fljót og góð
þjónusta. Sími 4017
Land-Rover
diesel, árgerð ’63, í góðu
ásigkomulagi, til sölu. —
Upplýsingar í síma 3-49-60.
Keflavík — Suðurnes
Ritvélar, ódýrar skólarit-
vélar fyrirliggjandi.
Stapafell, sími 1730.
Innheimtustarf óskast
Kona óskar eftir innheimtu
starfi. Hef bíl. Vinnutími
eftir samkomulagi. Uppl. í
síma 30431.
Borðstofuhúsgögn
til sölu. Borð, 4 stólar og
skápur. Verð kr. 7.000,00.
Lítur vel út. Upplýsingar
í síma 34658.
Keflavíg — Suðurnes
Nýkomið: Óbrothætt gler-
vara, matardiskar, bollar,
kökudiskar, skálar, glös,
ávaxtasett.
Stapafell, sími 1730.
Til sölu
tveir miðstöðvarkatlar (3%
ferm) með tilheyrandi
kynditækjum. Uppl. í síma
35626 og 33268.
Óskum að komast
nú þegar í samb. við inn-
heimtumann, sem getur
bætt við sig reikningum.
Upplýsingar í skrifstofunni
Páll Þorgeirsson & Co.
Laugavegi 22.
Stúlkur
Stúlkur óskast til af-
greiðslu í veitingasal, sæl-
gætisbúð, við bakstur og
eldhúastarfa sem fyrst.
Hótel Tryggvas káli, Self.
Aðstoðarstúlka
óskast hálfan daginn á
Tannlækningastofu við Mið
bæinn. Umsóknir leggist
inn á afgr. Mbl. fyrir
fimmtudagskvöld, merkt:
„Miðbær 4347“.
Ibúð — Vesturbær
2ja— 3ja herbergja íbúð
óskast frá 1. nóv. eða fyrr.
Helzt í Vesturbænum. Vin-
samlegast hringið í síma
19699 frá 9 til 7.
Hús til niðurrifs
við Fossvogsblett 10. Uppl.
í síma 40472 fyrir hádegi
eða eftir 7 á kvöldin sem
fyrst.
Skrifstofuhúsnæði
um 80 ferm. til leigu að
Hverfisgötu 106 A Rvík. —
Tilboð sendist í pósthólf 7,
Hafnarfirði fyrir fimmtu-
dagskvöld.
. Skútugarn
Erum að taka upp skútu-
garn í öllum litum og gerð-
um.
Hof, Laugavegi 4.
Ryateppi
Ryapúðar, ryagarn, rya-
botnar. Mikið úrval.
Hof, Laugavegi 4.
Fullorðin kona
óskar eftir léttri og góðri
vinnu, er með 6 ára dreng.
Þeir, sem vildu sinna þessu,
sendi tilboð til Mbl. fyrir
laugardag, merkt: „4350“. .
Kona óskast
á gott sveitaheimili. Uppl.
í síma 22640.
Til sölu
vegna brottflutnings með
tækifærisverði, sem ný
sófasett, annað hornsófi.
Uppl. í Húsgagnastofunni,
Langholtsvegi 82, s. 37550.
Píanó
Hver vill leigja músikalskri
fjölskyldu píanó? Uppl.
Gunnar Sigurgeirsson,
sími 12626.
Reykjavík — herbergi
Einhleypur reglusamur
Bandaríkjamaður óskar eft
ir herbergi með húsgögn-
um. Tilboð sendist afgr.
Mbl. í Keflavík, merkt:
„858“.
Þvottahúsið Ægisgötu 10
Tökum stykkjaþvott, frá-
gangsþvott og blautþvott.
Sækjum <— Sendum. —
Þvottahúsið, Ægisgötu 10.
Sími 15122.
Húseigendur
Vil kaupa ketil um 3—4 fm
fyrir olíukyndingu með til-
heyrandi. Einnig hjólbörur
og steypihrærivél. Tilboð
sendist í afgr. Mbl. fyrir
30. sept., merkt „Viðskipti
4346“.
ATHUGIÐ!
Þegar mxOað er viö ucbreiðslu.
ei iangtum ódyrara að auglýsa
i Morgunblaðinu en öðrum
blöð —
Unglingstelpa óskast
til sendiferða á skrifstofu vora, hálfan
eð«» allan daginn.