Morgunblaðið - 29.09.1966, Síða 2

Morgunblaðið - 29.09.1966, Síða 2
MORCUNBLAÐIÐ FlmTntudaeur 29. sept. 1966 Z Valiant 1967 fyrir 100 kr. HÉR að ofan getur að líta Ply- mouth Va<iant, árgerð 1967, einn af þremur vinningsbílum í hinu glæsilega Landshappdrætti Sjálf stæðisflokksins. Þrir bílar falla í skaut hinutn heppnu handhöfum vinningsmiðanna þann 8. nóv- ember nk. Verðmæti bílanna er á aðra milijón, en miðinn kostar aðeins 100 krónur. Landshappdrættið er að þessu sinni nánast skyndihappdrætti, Hannes Wöhler sigraði í góðahstri HANNES Árni Wöhler, sölumað- ur hjá íslenzk-erlenda verzlun- arfélaginu, sigraði í góðaksturs- keppni BFÖ, sem haldin var um síðustu helgi. Hannes ók Volks- wagenbifreið sinni í keppninni, og var fjölskylda hans með hon- um. Verðlaunin voru silfurbikar með inngreyptum gullskildi með nöfnum sigurvegara og fjöl- skyldu hans. Önnur verðlaun hlaut Skúli Ólafsson, verzlunarmaður. Ók hann Saabbifreið. Þriðji varð Bjarni Hannesson, bifvélavirki, á NSU-Prinz. Ómar Ragnarsson, gamanvísnasöngvari, hreppti 4. sæti á Bronco. Um næstu helgi verður góð- aksturskeppni í Ólafsvík á veg- um BFÖ. Enginn hvít- ur hrafn til í Náttúmgripasafninu í FRÉTT í blaðinu í gær varð sá misskilningur, að sagt var að Náttúrugripasafn íslands ætti í fórum sínum hvítan hrafn, grá hrafna og gráflekkótta. Hið rétta er, að safnið hefur aldrei eignast slíka hrafna, en hinsvegar ber við að þeir sjást úti í náttúr- unni. Fy;ir nokkrum árum náðist hvítur hrafn í Ólafsvík og var harm sýndur hér í Reykja vík. Farið var aftur með hrafn- inn til Ólafsvíkur og honum sleppt. En nokkru síðar var hann skot.nn. Enginn veit hvað um hrafn þennan varð, en ef einhver, som þessar línur les, hefur vitneskju um þann hrafn, og hvort hann er ennþá til t. d. uppsettur, væri Náttúrugripa- safninu mikil þökk að því, að viökomancu gerði safninu aðvart. aðeins liðlega mánuður þar til dregið verður. Er því fólki bent á að verða sér úti um miða tím- anlega. Unnið er nú að því að senda miða til s'uðningsmanna og vel- unnara Sjálfstæðisflokksins um land allt. Miðar fást einnig í Sjálfstæðishúsinu við Aústur- vöU. Vinningsbilarnir koma brátt „á götuna'* og verða þá miðar og seldir úr þeim í Miðbænum í Reykjavík. KAUPIÐ MIÐA STRAX í DAG. 66 skip tilkynntu afla sl. sólarhring S. 1. sólarhring tilkynntu 66 skip um afla, er nam samtals 8.620 lestum.Var veiðisvæðið í Norðfjarðar- og Reyðarfjarðar- dýpi 30—50 mílur undan landi. Suðvestan kaldi var á miðunum, og sæmilegt veiðiveður. Eftir- talin skip tilkynntu um afla: Dalatangi Lestir Sunnutindur SU 80 Sigurbjörg OF 320 Guðrún Jónsdóttir IS 70 Þórður Jónasson EA 330 Snæfell EA 160 Hallc’/r Jónsson SH 80 Guðjónn Sigurðsson VE 65 j Guðmundur Péturs IS 180 | Gísli Árni RE 230 j Ófeigur II VE 75 ; Pétur Thorsteinsson BA 140 Þórkatla II GK 140 j Ársæll Sigurðsson GK 180 j Sig. Jónsson SU 180 Miklar framkvæmd- ir á Stokkseyri Stokkseyri, 28. sept. Framkvæmdir á vegum Stokks eyrarhrepps hafa verið mjög miklar í sumar. Verið er að leggja vatnsveitu í þorpið úr bor holu, sem er ofan til við miðju þorpsins. Framkvæmdum hefur miðað vel áfram í sumar en þær hófust í fyrrahaust og vonir standa til, að rúmlega helm- ingur þorpsins fái vatn frá veit- unni í haust. Seinnihluta júlímánaðar var byrjað að lengja bryggjuna og var hún lengd um 14 metra, og mun því verki ljúka næstu daga en þá verður hafizt handa við að dýpka í kring um bryggjuna og er það áfangi af áframhald- andi dýpkun hafnarinnar og inn siglingarinnar. Héðan reru fimm bátar í sum ar og voru allir á humarveiðum Var afli þeirra flestra betri en í fyrrasumar. Nú eru þeir hættir humarveiðum og stunda veiðar í dragnót og troll, en afli þeirra er mjög rýr. Hafizt hefur verið handa um söfnun hlutafjár til byggingar niðursuðuverksmiðju fyrir sjó- lax hér á Stokkseyri. Er að kom ast verulegur skriður á söfnunina Hefur verið leitað til ýmissa fyrirtækja hér og í næsta ná- grenni. Ennfremur hefur verið leitað til burtfluttra Stokkseyr- inga, og hafa margir tekið vel þeirri málaleitan. Unnið er bér af miklu kappi á vegum Landssímans því verið er að tengja Stokkseyri við sjálf virku símstöðina á Selfossi, sem mun taka til starfa á morgun. Eftirleiðis munu Stokkseyringar hafa símaþjónustu allan siílar- hringinn. Steingrímur. Guðmundur Pétursson útgerðarmaður látinn Mikil síld til Vopnafjarðar Vopnafirði í gær: HINGAÐ til Vopnafjarðar hafa komið 25 skip frá kl. 12 í gær til kl. 12 í dag með um 4800 tonn. Vitað er um nokkur skip sem eru á leiðinni með góðan afla. Má heita að öll þessi síld fari í bræðslu. Landað hefur verið úr fjórum skipum í einu, það er að segja, tveimur við verksmiðjubryggjuna og úr tveim með bílum. Ufsi hefur verið töluverður í síldinni, allt upp í 10 tonn í skipi, og hefur hann verið keyptur hér, og er nú verið að flaka hann til söltunar. Nú er dumbungsveður hér og hefur verið svo undanfarna daga. Þó er hlýtt. — Ragnar. Jón Eiríksson SF 110 Ól. Sigurðsson AK 210 1 Ófeigur III VE 30 | Öskar Halldórsson RE 190 Sigurpáll GK 110 j Baldur EA 60 j Jón Finnson GK 120 Hafrún IS 80 Grótta RE 140 Jón Þórðarson BA 70 Þorleifur OF 160 Kap II VE 45 Jón á Stapa SH 100 Runólfur SH 90 Þorsteinn RE 250 Jón Garðar GK 230 Helgi Flóventsson ÞH 120 Ingiber ólafsson II GK 120 Ásþór RE 155 Mummi GK 70 Freyfaxi KE 100 Þráinn NK 155 Náttfari ÞH 170 Vigri GK 140 Sigurvon RE 190 Arnar RE 170 Gullfaxi NK 140 Æskan SI 70 Geirfugl GK 170 Skírnir AK 110 Höfrungur II AK 210 Andvari KE 65 Akurey SF 30 Sæþór OF 110 Guðbjartur Kristján 100 Ögri RE 30 Svanur IS 75 Bergur VE 100 Húni II HU 140 Heimir SU 80 Garðar GK 150 Gullberg NS 90 Barði NK 120 Sæúlfur BA 100 Sólfari AK 150 Framnes IS 110 Sigurfari AK 105 Reykjaborg RE 150 Halkion VE 150 Fagriklettur GK 90 Skarðsvík SH 80 Sigurey EA 280 Guðmundur Pétursson útgerðar- maður á Akureyri lézt í gær- morgun í Kristnesi nær níræður að aldri. Hann var fæddur að Neðri Dálkstöðum í Svalbarðs- strandarhreppi í Suður-Þingey- jarsýslu 17. nóvember 1876. For eldrar hans voru Pétur Péturs- son bóndi þar og kona hans Guð rún Guðmundsdóttir. Guðmundur var gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla 1900 og stundaði verzlunarnám í Kaup- mannahöfn 1903. Hann var um fjöldamörg ár umsvifamikill út- gerðarmaður og þekktur borgari Akureyrarbæjar og lét ýmis fram faramál bæjarins mjög til sín taka. Hann var frumkvöðull að stofnun Vélbátatryggingar Eyja- fjarðar og stjórnarformaður til 1938. Lengst af stjórnarformaður Vélbátatryggingar Eyjafjarðar 1937—1957, umboðsmaður Dansk Lloyd og síðar Sjóvátrygginga- félags íslands h.f. um skeið, auk fleiri tryggingafélaga. j Hann var formaður Útgerðar- I félags Akureyrar fjölmörg ár, j stjórnarformaður Fiskideildar ! Norðlendinga um skeið, í stjóm , Síldareinkasölunnar 1930—1931, j sat Fiskiþing 1934, 1936 og 1940, j stofnandi og stjórnarformaður ; Dráttarbrautar Akureyrar hf., auk fleiri trúnaðarstarfa. Hann var heiðursfélagi Útgerðar- | mannafélags Akureyrar, Vélbáta tryggingar Eyjafjarðar og Sjálf- stæðisfélags Akureyrar. | Guðmundur var kvæntur Sig- j urlínu Valgerði Kristjánsdóttur ' bónda Jóelssonar að Mógili á Sval bar’ðsströnd. Hafnarfjörður Blaðburðarbörn vantar í nokkur hverfi. Talið við afgreiðsluna, Arnarhrauni 14. Sími 50374. SlysáReykjanes- braut ÞAÐ SLYS varð á Reykjanes- braut í gær, að ungur drengur á reiðhjóli varð fyrir bifreið með þeim afleiðingum að hann og ökumaður bifreiðarinnar slösuó- ust nokkuð, svo að flytja varð þá í Slysavarðstofuna. Drengurinn var að hjóla eftir Reykjanesbraut, en mun haca runnið til á hjólinu, og lent á bifreið, sem var á suðurleið, með fyrrgreindum afleiðingum. HÆÐIN yfir Grænlandi stóð vindstig). Víðast á landinu j allfast íyrir lægðunum í gær, var rigning eða þokusúld ; og var NA hvassviðri á haf- með köflum, og flugveður ■ inu milli Vestfjarða og Græn- erfitt til Norðurlands. Hitinn : lands, en í Æðey og á Horn- var 10' sunnan lands, en ; bjargsvita var allhvasst (7 4* í Látravík og Grímsey. :

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.