Morgunblaðið - 29.09.1966, Side 4

Morgunblaðið - 29.09.1966, Side 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 29. sept. 1966 bifreioXleigan 33924 BÍLALEICAN FERÐ SÍMI 34406 SENDUM /3óé&>£eí<£t2' Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. BÍLALEIGAN ' i#n h áM RAUÐARÁRSTfG 31 SÍMI 22022 LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 Bífreiðaleigan Vegferft SÍMI - 23900 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. B O S C H ÞOKULUKTIR BRÆÐURNIR ORMSSON JLagmuia 9. — Simi 38820. Dráttarvélar „í dálkum Velvakanda í dag þriðjudag er minnzt á öryggis- grindur fyrir dráttarvélar. Virðist þar gæta nokkurar van þekkingar og vildi ég því vin samlegast biðja um rúm fyrir eftirfarandi athugasemdir. í ársbyrjun þ. á. tók gildi reglugerð, sem bannar dráttar vélainnflytjendum að selja eða afhenda dráttarvélar án öryggis grindar eða húss, sem bifreiða eftirlit ríkisins hefur viður- kennt. Því má ætla að engin ný dráttarvél hafi verið seld á þessu ári án þessa öryggis- útbúnaðar. Öðru máli gegnir um eldri dráttavélar, um þær gilda ekki slíkar öryggisregl- ur og lítið sem ekkert opin- bert eftirlit er með búnaði þeirra og ástandi. Strax við gildistöku nefndrar reglugerðar hóf hf. Hamar smiði á öryggisgrind fyrir drátt arvélar sem var reynd og við urkennd af bifreiðareftirliti ríkisins. Síðan hafa verið af- greiddar hátt á annað hundrað öryggisgrindur frá Hamri, lang mest á nýjar DEUTZ-dráttar vélar, en þó nokkrar einnig á eldri vélar, og margar pant- anir liggja fyrir. Þessar ísl- enzku öryggisgrindur hafa kostað krónur 6.800.00 með söluskatti, settar á dráttarvél- ina. Slysavarnarfélag ísJands hef- ur nýlega gefið út tímabæran bækling um akstursöryggi á dráttarvélum, sem dreift hef- ur verið um landsbygggðina. Galli virðist þó, að á skýringar myndum bæklingsins' er engin öryggisgrind sýnd, né sérstök áherzla lögð á mikilvægi þeirra. Með þökk fyrir birtinguna“. Júl. Halldórsson. Gagnlegt er að reglur um ör- yggisgrindur eru þegar í gildi og þakkar Velvakandi upp- lýsingarnar. Hins vegar er ljóst, að allar dráttarvélar hafa ekki slíkar grindur — og þyrfti að koma því máli í lag. ií Óhejipilegt bókarheiti „Ekki alls fyrir löngu fann ég að því í dálkum þessum að Helgi Hálfdánarson skyldi velja tveim ágætum bókum sínum hinni sérstæðu og á- kaflega gagnlegu útgáfu Völu- spár (Maddaman með kýrhaus inn) og merkum athugum á fornum kveðskap (Slettireka) fráfælandi heiti, því með þeim heitum vann hann bókmennt- uum tjón. Undarlegt, að svo gáfuðum menntuðum og smekk vísum manni skyldi verða þetta á. Nú hefur annar smekkvís menntamaður látið sig henda svipaða skyssu. Dr. Finnur Sig mundsson var um fjörutíu ára skeið búinn að vinna að yfir- gripsmiklu riti um stærstu grein íslenzkra bókmennta þá grein, sem þjóðin hefur um sex alda skeið verið að skapa og er enn að skapa þó að nú sé framlögin orðin strjálli en skyldi. Jég á hér vitaskuld við rímurnar. Þetta var hið mesta nauðsynjaverk og vöntun þess var lengi búin að valda fræði mönnum miklum erfiðleikum. Loks var Finnur komin svo til botns í þessu umfangsmikla verkefni að han gat safnað niðurstöðum sínum í bók, og þrátt fyrir féleysi sitt tókst Rímnafélaginu að koma henni út með hinni mestu prýði. Mátti óefað þakka það mest hinni stöku ráðdeild Friðgeirs Björnssonar, sem sem rétt lifði það að sjá bókina koma út. En bæði honum og öðrum brá í brún er heiti bókarinnar sýndi sig að vera Rimnatal og ekkert annað, ekki svo vel að nokkur undirtitill væri til uppfyllingar og nánari greinargerðar. Að vísu er það satt að þetta er rímnatal, en það er svo marg- falt meira að þetta réttnefni má í rauninni kalla blekkingu. Þetta eina og skýringarlausa orð leiðir eflaust flesta til að álykta að þarna sé um þurra skrá einbera upptalningu að ræða. Við höfðum mörg trúað því, að bókin ætti að heita „Rímur og rímnaskáld" og það heiti á henni hafði sézt á prenti og mátti teljast mjög sæmileg ur titill. Þetta þurrafrost hafði víst engum komið til hugar nema höfindinum og það stend ur í ósköp mikilli andstöðu við innihald bókarinnar, sem er einmitt sérstaklega lifandi Og læsileg. Þetta er ein þeirra tiitölulega fágætu bóka, sem alltaf má grípa niður í sér til skemmtunar þó að tómið til lestrar sé ekki nema ein eða tvær mínútur. Við því gátum við líka búist, ef titillinn leiddi okkur ekki afvega þvi það hefur alltaf einkennt bæk ur Finns að hann gat gert hvert efni læsilegt. Hver mundi þegar hann sér eða heyrir þennan kollótta titil láta sér til hugar koma að milli spjalda bókarinnar væri allur sá æfisagnafróðleikur, sem þátturinn um rímnaskáldin geymir? Þar er margt sem til þessa hafði hvergi verið að finna í prentuðum bókum. Til þess að skrifa sómasam- legan ritdóm um þessa bóls þyrfti stórum meira rúm en Velvakandi ræður yfir, því út koma hennar mun eflaust verða talin til hinna meiri bóta menntaviðburða ársins. En ég er ekki að skrifa ritdóm, held ur aðeins að vara menn við að lóta hinn snoðna titil henn- ar villa sér sýn. Á tvennt má þó enn minnast: að verð henn ar (827 bls.) til félagsmanna (sem vitanlega sleppa við sölu skatt af sínu eintaki) er undra lágt, þegar miðað er við al- mennt bókarverð, eða 475 kr. og að frágangur hennar er allur með stakri prýði. Fyrir hana skal höfundurinn hafa mína þökk, og án efa fjöl- margra annara, þar á meðal þeira sem enn eru óbornir. En fyrir kollóttan titil hennar skal hann enga þökk hafa. Hvaðeina sem dregið getur úr sölu Rímnafélagsbókar, er ó- þurftarverk þetta veit ég að Finnur Sigmundsson skilur manna bezt, og þegar undan er skilinn Friðgeir Björnsson, er það hann, sem félagið á mest að þakka. Og þarna er einmitt um að ræða sölu mikilvægustu bókar þess allt til þessa dags þó að allar séu þær merkar. Sn. J. S-Afríka: r - Ovinsælt irum- logt til hliðar... Höfðaborg, 26. sept. NTB. • Stjórn S-Afríku hefur nú á- kveðið að leggja til hliðar frum- varp, þar sem kveðið var á um bann við stjórnmálasambandi manna af mismunandi hörunds- lit. Frumvarp þetta hefur mjög verið gagnrýnt bæði af stjórnar- andstöðunni og stuðningsmönn- um stjórnarflokksins, Þjóðernis- flokksins. Lokið var fyrstu umræðu um frumvarpið og átti önnur um- ræða að hefjast í dag. Þá til- kynnti innanríkisráðherra lands- ins, Peter le Rouc, að John Vorster, forsætisráðherra, og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Sir de Willers Graaf, hefðu orðið ásáttir um að leggja frumvarpið til hliðar um sinn og fá það í hendur nefnd, er kannaði það betur. Nefnd þessi á að gefa skýrslu eftir sex mánuði. Tilgahgur frumvarpsins var að koma í veg fyrir, að „Framsókn arflokkurinn“ sem að stendur fólk af ýmsum kynstofni, fengi nokkur þeirra fjögurra þingsæta, sem ætluð eru hvítum fulltrúum „múlatta" í Höfðaborg. Átti að um eitt ár. fúleggjum. Sendisveinar óskast hálfan eða allan daginn. Wgllttftfafrlfr Sendisveinn Óskum að ráða pi’.t eða stúlku til scndiferða í vetur. Garðoi Gíslason hf. Ilverfisgötu 4—6. Blaðburðarfólk ð í vantar í eftirtalin liverfi: ® Úthlíð Fossvogsblettur n Þingholtsstræti Laugaveg 1—32 Laufásveg 2—57 Tjarnargötu n Skólavörðustígur Vesturgata 2—44 Miðbær Lynghagi n Hverfisg. frá 4—62 Ægissiða Karlagata Hringbraut 92—121 5- Skiphoíti II Hávallagata Tómasarhagi Fálkagata Túngata Lam bastaðahver f i Seltiarnarnes Kjartansgata (Meiabraut) Hvassaieiti II Sörlaskjól Háteigsvegur Meðaiholt Talið við afgreiðsluna sími 22480.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.