Morgunblaðið - 29.09.1966, Side 10

Morgunblaðið - 29.09.1966, Side 10
10 MORCU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 29. sept. 1966 ALLT, SEM EG HEF SKRIF AD, ER SANNLEIKUR Frá réttarhöldunum yfir Júgosðavneska rithöfund inum Mihajla Mihajlov í FYRRI viku var júgóslav- neski rithöfundurinn Mihajlo Mihajlov dæmdur í eins árs fangelsi í borginni Zadar í Júgóslavíu fyrir að hafa dreift röngum upplýsingum um land sitt erlendis. Ekki fengu aðrir að vera viðstadd- ir réttarhöldin en þeir, sem til þess höfðu fengið sérstaka aðgöngumiða. Voru það því fyrir utan nokkra erlenda blaðamenn einungis dyggir stuðningsmenn stjórnarvald- anna og því andstæðingar Mihajlovs. Grein þessi, sem hér fer á eftir, er úr frásögn fréttaritara vestur-þýzka blaðsins „Frankfurter All- gemeine Zeitung“ af réttar- höldunum. Fyrir miðju dómsalarins stendur lítill maður. Andlits- drættir hans eru mjúkir og bera þess vitni, að hann er vansvefnt. Rödd hans er veik. Að baki honum eru fjandsam- legir áheyrendur, en fyrir framan hann er dómarinn, strangur á svip, en um hann sagði verjandinn síðar, að hann hefði fyrir fram gért ráð fyrir því, að hinn ákærði væri sekur. A vegg hangir mynd með Tító brosandi. Rammi myndarinnar er þann- ig, að hann gæti einhvern tímann hafa verfð umgerðin um mynd af Franz Jósef Austurríkiskeisara. Klukkan nákvæmlega átta byrjuðu réttarhöldin gegn Mihajlo Mihajlov, sem fæddur er 26. september 1934, útgefandi og fyrrverandi aðstoðarkennari við heimspekideild háskólans í Zadar. Eftir að Milovan Djilas kom til sögunnar hefur enginn andstæðingur hins júgóslav- neska stjórnarfars vakið eins mikla athygli um allan heim og þessi yfirlætislausi ungi maður, sem fyrst vakti at- hygli á sér fyrir hálfu öðru ári. Hann er sonur TÚssneskra útflytjenda. Einmana, tauga- spenntur en ákveðinn á svip stendur hann þarna. Hetja í hlutverki, sem virðist vaxið honum langt yfir höfuð og sem virðist ætla að yfirbuga hann. Það hófst allt saman í febr- úar 1965 með „Sumar í Moskvu" þar sem hann skrif- aði, að Stalin en ekki Hitler hafi fyrstur reist fjöldafanga- bú’ðir og útrýmt heilum þjóð- um. Handtaka og dómur komu í kjölfariðt Fimm ára skilorðsbundið fangelsi. Eins og flugskeyti þaut Miahjlo upp á himin heimsfrægðar. R.kissaksóknarinn gefur í skyn, að gróðavon hafi verið það, sem fyrir honum vakti: „Þér bjuggust ekki við því, að „Sumar í Moskvu“ myndi vekja jafnmikla athygli og raun varð á, og þegar þér sá- uð það, byrjuðuð þér að skrifa pólitískar greinar, vegna þess ,að þér tölduð, að þér myndúð græða peninga með þeim hætti“. „Mín persónulega reynsla af pólitískum greinum", svar- ar Mihajlov, „er sú, að maður verður sér fremur úti um fangelsisvist með þeim en peninga. Peningar voru mér engin hvatnig". Forseti kviðdómsins: „Þér eruð ákærður fyrir að hafa sagt, að Júgóslavía væri ein- ræðisríki". „Já“, svarar Mih- ajlov og staðfestir, að Júgó- slavía sé einræðisríki. « Þýzkaland nazismans var einræðisríki, andmælir dóm- arinn og spyr, hvort Mihajlov setji Júgóslaviu á bekk með því? Rödd dómarans verður Mihajlo Mihajlov. hvassari. Hann heitir Fabulic, hávaxinn maður með silfur- grátt hár, sem líkist ströng- um skólastjóra. Mihajlov mótmælir. Ein- ræöisstjórnir eru ekki allar eins. Hann segir þetta lágt og það heyrist varla til hans. Hann reynir að koma með samlíkingu: „Þýzku hermenn- irnir klæddust einkennisbún- ingum og júgóslavneskir her- menn klæðast einnig einkenn- isbúningum. Þrátt fyrir það eru þeir síðarnefndu ekki fas- istar“. Reiðin sýður í áheyr- endum. — Nokkrir þeirra skamma Mihajlov upphátt, nokkrir blistra. „Nú er nóg komið", hrópar dómarinn, leggur af sér gleraugun og hnyklar svartar augabrýnnar óþolinmóður, „má ég biðja um þögn“. Dómarinn heldur nú fyrir- lestur um fasisma og þann árangur á sviði lýðræðis og frelsis, sem hann telur hafa náðst í Júgóslavíu. Vegna sjálfstjórnarinnar nytu verka menn í Júgóslavíu beins lýð- ræðis og blöðin hefðu ful'l- komfð frelsi. „Þjóðfélag vort er sósíalískt", lýkur hann máli sínu. „Þér hins vegar eruð á móti sósíalismanum". „Ég get ekki talið þjóðfélag sósíalískt", svarar Mihajlov, „þar sem aðeins 6—7% íbú- anna njóta allra réttinda en hinir engra“. „Hafa negrarnir í Ameríku kannski öll réttindi?“ spyr saksóknarinn. „Negrarnir í Ameríku hafa þó að minnsta kosti sín félög“, segir Mihaj- lov, „til þess að berjast fyrir stjórnarskrárvernduðum rétt- indúm sínum". Enn fer reiðialda um áheyr- endur. Dómarinn, Fabulic, ber nú Mihajlov á brýn skort á ó- hlutdrægni. Ef maður skrifar óhlutdrægt, þá verður jafnan að lýsa málinu frá báðum hliðum. Mihajlov hafi skýrt frá því, í þvi sem hann hafi skrifað, hvernig Vesturlönd hafi hjálpað Júgóslavíu en hann þegi yfir því, að vestur- þýzka sambandslýðveldið skjóti sér undan því að greiða skaðabætur til fórnarlamba stríðsins. Hann les upp fyrir Mihajlov grein stjórnarskrár- innar um skoðanafrelsi, sem ekki megi nota í þeim tilgangi „að afnema hina sósíalísku, lýðræðislegu þjóðfélagsskip- un“. Áheyrendur klappa hrifn ir til samþykkis. „Siðfræði okkar er sósialísk siðfræði", segir Fabulic. Hann segir þetta mjög hátt og andvarpar af geðshræringu. En Mihajlov verður ekki skotið skelk í bringu. Hann talar ákveðið, hægt en örugg- lega í tón hins æfða fyrirles- ara. „Hvar stendur nokkuð í því, sem ég hef skrifað, gegn sósíalismanum? Hvergi. Eg hef aldrei ráðist á sósíalism- ann“. Sósíalisminn sé ekki ein okun kommúnista og stjórnar- skráin ábyrgist ekki með einu einasta orði einokun kommún ista sem einasta flokksins, „Allt, sem ég hef skrifað, er í samræmi við lögin“. Hann sezt en sparkar órólegur með fótunum í gólfið. Dómarinn fer að ræða um bæði útlendingaforlögin, hið pólska í París og hið rúss- neska í Frankfurt, sem látið hafa prenta greinar Mihajlovs. Þetta væru afturhaldsstofnan- ir, sem hefðu uppi jafn slæm- ar skoðanir um Júgóslavíu og um sín eigin lönd. Rödd dóm- arans verður hvassari og hann talar við Mihajlov höst- um rómi. >á grípur verjandinn fram í, lítill maður frá Zagreb, dr. Glovacki að nafni. Hann er vel klæddur og með yfirskegg. Hann brýnir varla rödd sína, en er fyrirmannslegur og ör- uggur. „Ef þér haldið áfram í þess- um tón, herra dómari, þá — ég aðvara yður — mun ég krefjast þess, að þér víkið úr dómarasæti vegna hlutdrægni. f orðum yðar kemur fram, að þér teljið fyrirfram, að Mihaj- lov sé sekur“. Óánægjukliður heyrist meðal áheyrenda. „Þér hafið slæm áhrif á hinn ákærða, herra dómari". Nú heyrist reiðinöldur frá áheyr- endum. Glovacki beitir hér beitt- asta vopninu. Skjólstæðingur hans gerir honum hins vegar ekki léttara fyrir, hvernig svo sem á því kann að standa. Dómarinn vill t.d. fá að vita, hvers vegna Mihajlov hafi lát- ið rússneska útflytjendaforlag inu Possove greinar sínar ó- keypis í té. Mihajlov svarar ógreinilega, en Fabulic gefu.r ekki eftir. Að lokum svarar Mihajlov, að það hafi verið af því, að Possove hafi verið í fjárhagsörðugleikum og vegna þess að skoðanir þess fyrir- tækis væru svipaðar sínum. Possove er hins vegar þekkt fyrir hinn herskáa andkomm- únisma sinn. Verjandinn hlustar í úpp- gjöf á framburð Mihajlovs. Þegar einu sinni áður hafði hann reynt árangurslaust að finna útgönguleið fyrir hann. f yfirheyrslunum hafi Mihaj- lov játað, segir dómarinn, að rit hans gætu æst borgarana til uppreisnar. Hvort hann haldi sér við þetta? „Já“, svar ar Mihajlov. „Ég bið yður, Mihajlov, gefið nánari skýr- ingu“, segir Glovacki skelfd- ur. „Greinar yðar hafa allar birzt erlendis. Hvernig ættu júgóslavneskir þegnar að vita um skoðanir yðar? Þetta er órökrétt". Mihajlov tautar eitt hvað um vini, vestræn blöð og heldur sér ótrauður við sitt „já“. í lokavarnarræðu sinni segir Mihajlov, hljóðri en á- kveðinni röddu: „Ég er algjör lega sannfærður um, að allt, sem ég hef skrifað, er sann- leikur". Hann mundi halda sér við það framvegis, nema áð „einhver geti breytt skoð- un sinni með rökurn". Haustsýning UNDANFARNA daga hef ég ver- ið að litast um í tveim megin- •miðstöðvum myndlistar í Evrópu og séð margt það, sem efst er á baugi þessa stundina. Það var því nokkuð skemmtilegt að koma strax á eftir á Haustsýningu Fé- lags íslenzkra myndlistamanna, sem nú stendur yfir í Listamanna skálanum, og geta þannig gert samanburð á því og hinu, hvar við stöndum í þessari listgrein. Ég skal strax koma að efninu, og mér er það ánægja að geta sagt, að ekki er ég eins óánægð- ur og mætti láta sér detta í hug. Að vísu er ýmislegt hér hjá okk- ur, sem betur mætti fara, en mergurinn málsins er sá, að ég held, að við hér á íslandi getum unað okkar hlut sæmilega, þrátt fyrir allt. Auðvitað held ég því ekki fram, að íslendingar séu alheimsséní á þessu sviði, en þeir eru sjálfum sér samkvæmir og hefur tekizt að skapa sér sérstæð an svip, sem ber mikinn keim af náttúru landsins og lundar- fari þjóðarinnar. Ekki má heldur gleyma því, að við erum fámenn þjóð, sem því miður er afskekkt í myndlist, þrátt fyrir þá stað- reynd, að einangrun íslands hef- ur verið rofin að miklu leyti á seinustu áratugum. Hér er það auðvitað húsnæðisvandamálið fyrir úrvals erlendar sýningar, sem mestu ræður, vandamál, sem vonandi rætist úr á næstunni, og þá ættum við að eiga þess kost að taka virkari þátt í því vinsæla ævintýri, sem myndlist virðist vera orðin í Evrópu. Sannleikur- inn er sá, að svo mannmargt er nú yfirleitt á söfnum og sýning- um erlendis, að varla er hægt að njótá sumra sýninga vegna mann þröngvar, hvort heldur er á virk- um eða helgum degi. Ég fæ ekki betur séð, en að áhugi fyrir mynd list fari mjög vaxandi, og fróðir menn segja mér, að aldrei hafi annað eins verið selt af mynd- list í heiminum og nú seinustu árin. Sama má einnig segja um skreytingar nýbygginga í Evrópu. Varla er svo byggt sæmilegt hús, að ekki séu listamenn látnir skreyta á einhvern hátt, og mað- ur þarf ekki nema rangla um götur Lundúna til að rekast á myndskreytingar á ólíklegustu stöðum, t.d. í göngubrautum, er liggja undir umferðagötum, svo eitthvað sé nefnt. Haustsýningin í Listamanna- skálanum að þessu sinni er fjöl- breytt. Þrjátíu og fimm lista- menn eru þar samankomnir með verk sín af ýmsu tagi: málverk, svartlist, höggmyndir og vefnað. Þessi hópur er að vísu nokkuð sundurleitur, sumir listamann- anna þekktir og gamalkunnir, aðrir að stíga sitt fyrsta spor á listabrautinni og sýna í fyrsta sinn verk sín opinberlega. Það má gjarnan óska þeim til ham- ingju, þar sem verk þeirra hafa hlotið náð fyrir augum dóm- nefndar F.Í.M_, sem samanstend- ur af fimm málurum og þrem myndhöggvurum. Þar að auki er einn erlendur gestur að þessu sinni á Haustsýningunni, Ingalv- ur af Reyni frá Færeyjum, sem sýnir fjögur olíumálverk. Þá er aðeins etfir að sjá verk Norð- manna á Haustsýningunni, en undanfarin ár hafa að staðaldri verið gestir frá öllum öðrum N orðurlöndum á Haustsýningu F.Í.M. Þetta fyrirkomulag er til- raun í þá átt að kynna almenn- ingi svolítið. hvað er að gerast meðal frænda vorra á sviði mynd listar, en getur auðvitað ekki orð ið að stórfyrirtæki. svo lengi sem notast verður við hinn lúna skála sem vel hefur dugað en er nú að syngja sitt síðasta. Heildarsvipur þessarar sýning- ar er ágætur, og það er óhætt að segja, að þetta sé falleg sýn- ing. Það má vel vera, að ekki hafi áður tekizt eins vel að koma saman sýningu sem þessari, eitt er víst, að hér hefur verið vand- að til eins og frekast var kostur, og er það til sóma sýningarnefnd F.Í.M. Því verður heldur ekki neitað, að saknað verður þar margra ágætra listamanna, sem hefðu getað, án nokkurs efa, gef- ið sýningu þessari enn meiri svip með verkum sínum. En hvað um það, þá verður því ekki neitað, að ef til vill er það einmitt vaxt- arbroddurinn í þessari sýningu, sem er hvað ánægjulegastur. Þar á ég auðvitað við verk hinna ungu listamanna, er lcoma hér fram í fyrsta sinn og sýna, að það er dugur og áræði fyrir hendi hjá þeim, er maður ein- faldlega vissi ekkert um. Það er óþarfi að kynna verk hinna eldri og þekktari lista- manna, er þarna eiga verk. Þor- valdur Skúlason, Jóhann Briem, Jón Engilberts o.fl., eru allt gamalkunnir listamenn, eins er með næstu kynslóðina, en það eru þeir yngstu, sem koma dá- lítið á óvart Ég hafði í upphafi þessa greinarkorns ekki ætlað mér að nefna mörg nöfn, af þeirri einföldu ástæðu, að ég á þarna sjálfur tvær myndir, en ég get ekki á mér setið að benda á verk eftir Ragnheiði Jónsdótt- ur, Ólaf Gislason, Gunnar Bjarna son, Arnar Herbertsson og Sig- riði Björnsdóttur. Allt eru þetta efnilegir listamenn, sem hver á sínu sviði sýna hér í verki, að það er engin ástæða til að ör- vænta um framtíðina, ef haldið er fram á sömu braut. Það er líka mjög ánægjulegt að sjá, hvað þetta unga fólk vinnur á breiðu sviði og virðist fordómalaust. Þá langar mig til þess að vekja athygli á þeirri miklu breytingu, er átt hefur sér stað í list Hjör- leifs Sigurðssonar og sé ég ekki betur en að hann hafi náð miklu af því í verk sín nú, er gerðu verk hans sérstæð fyrir mörgum árum. Jóhannes Geir vekur einn ig athygli mína með safamiklum litum, sem settir eru á léreftið með skapmiklum tilþrifum. Sverrir Haraldsson á þarna ljóm- andi vel málaða vetrarmynd úr Sogamýri, og svona mætti raun- verulega lengi telja, en, eins og áður segir, ekki meira að slíku. Hin erlendi gestur Ingalvur af Reyni sýnir okkur Færeyjar á sérstæðan hátt. Hann notar fyrir myndir sínar eingöngu til að byggja upp verk sitt á léreftinu, og litir hans eru nokkuð þungir og herkjulegir á köflum, en mig grunar, að þar megi um kenna hinni dönsku skólun, er hann hefur fengið. Hann stendur sig ágætlega á þessari sýningu og er heimalandi sínu til sóma. Það er dálítið erfitt að gera sér grein fyrir, hvar þungamiðja Haustsýningarinnar liggur, en ég held, að óhætt sé að fullyrða, að það séu verk þeirra Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara og Framhald á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.