Morgunblaðið - 29.09.1966, Side 12

Morgunblaðið - 29.09.1966, Side 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Fímmtuda<íur 29 sept. 1966 Erlendur Jónsson: Rætt og ritað GIRNIR ; VEGUR er gamalt tákn í skáld- skap og daglegu tali t. d. er algengt, að ævi mannsins sé líkt við ferð á vegi. Sú líking er bæði ljós og rökrétt, því ævi manns byrjar og endar eins og vegferð. Sama máli gegnir um flestar aðrar líkingar skáldskapar og daglegs máls, að þær eru gaml- ar. Ófáar munu þær rekja rót sína aftur í dimma forsögu. I>ó gamlar séu og úreltar me'ð hliðsjón af eiginlegri eða upp- runalegri merking, kunna þær að vera svo rótgrónar í málinu, að við bregðum þeim fyrir okk- ur ósjálfrátt, hugsunarlaust. Sumum höfundum er hugleik- ið að styðjast við gamla hefð og nota því rótgróin tákn og lík- ingar af frjálsum vilja. Aðrir höfundar, sem hafa þó ímugust á hefð, nota einnig gömul tákn og líkingar af þeirri einföldu ástæðu, að hjá þeim verður ekki sneitt, ef tjá skal hvers konar venjulega hugsun, sem tjáð verð ur í mæltu og rituðu máli. Að vísu er alltaf verið að búa til ný tákn og líkingar. Nýjunga- gjarnir og frumlegir höfund- ar, sem ná miklu áhrifavaldi yfir talsverðum fjölda lesenda, víkka Ihinn almenna sjóndeildarhring með nýjum táknum. Sömu höf- undar kunna einnig að ryðja úr vegi jafnmörgum gömlum tákn- um. En sú þróun gerist vissu.ega mjög hægt. Nýjungar daglegs lífs verða að festa rætur, áður en þær teljast hlutgengar í list- inni. y Við getum sagt, ef við viljum tala dálítið skáldlega í hefð- bundnum stíl, að hlutirnir verði að öðlast nokkra fjarvídd í tím- anum, áður en skáldgyðjunni þóknast að stilla þeim upp á háborði sínu. En hafi hún einu sinni stillt þeim upp á háborði sínu, kunna þeir að þruma þar nokkúð lengi, jafnvel þó þeir hverfi úr veruleik daglegs lífs og steingleymist í eiginlegri mynd sinni. Ég nefndi skáldgyðju. Og ég hyllist til að reiða mig á, að hugtakið komist til skila eins og ég læt það frá mér fara — að enginn skilji orðið bókstaflega, heldur aðeins óeiginlega. Liðin eru hundruð, sums stað- ar þúsundir ára, síðan menn ?hættu að trúa á goð og gyðjur. Þess konar verur eru löngu horfn ar úr trúarheimi okkar. En langt er frá, áð þær séu horfnar úr ræðu og riti. Við áköllum enn goð og gyðjur — sem tákn. Þó þau séu fyrir lifandi löngu hætt að vera átrúnaðargoð í eiginlegri merking. Á sama hátt og fornmenn áttu sér átrúnaðargoð, þannig á nú- tíminn einnig sín átrúnaðargoð, þar sem eru kvikmyndastjörnur, dægurlagasöngvarar, hnefaleika- menn og fífldjarfir stjornmála- menn. Þau eru sem sagt átrún- aðargoð fjöldans í daglegu lífi. Samt dettur engum í hug að nefna neinn þessara goðumlíku aðila í stáðinn fyrir skáldgyðj- una, ekki einu sinni sem tákn. Skáldgyðjan nýtur síns háa ald- urs, þar sem átrúnáðargoð nú- tímans gjalda nálægðar sinnar í tíma og rúmi. Vegur er gamalt hugtak. Af þeim sökum, meðal annars, er hann rótgróinn sem skáldlegt tákn, en — vel að merkja sem vegur aðeins, leið almennt; síður sem tiltekin eða sérstök gerð vegar. Þannig er algeng- ast, að sá, sem notar orðið veg- ur eins og tákn, yrki um ótil- greindan veg, en hafi ekki í huga sérstakan veg. Undantekn- ingar eru þó frá þeirri reglu. „Vegurinn austur, ó þú lífs míns saga“, orti Laxness og hefur vafa laust þótt komast skáldlega að orðj. Öðru máli gegnir um áminn- ing Laxness í ljóðabálknum Al- þingishátíðin, en þar talar hann til þjóðskáldanna og segir: „þér nennið ekki að kvéða um vegi landsins“. Sú ádrepa hefur áreið anlega ekki þótt viðlíka skáld- leg sem fyrrgreinda dæmið. En áminningar þeirrar væri enn þörf, því að ekkert skáld hefur, svo ég viti til, ort um nýja Keflavíkurveginn, svo dæmi sé tekið. Enginn hefur held ur treystst til að binda í rím og Ijóðstafi hina miklu gatna- gérðaráætlun Reykjavíkur. Sama máli gegnir um Borgfirðinga, sem æskja brúar yfir Hvalfjörð; enginn þeirra hefur tekið sér fyrir hendur að setja fram í kveðskap þá frómu og sann- gjörnu ósk. Vantar þó ekki, að nútímaskáld hafi ort um vegi almennt. Steinn orti t. d. kvæði, sem heitir Veg- urinn og tíminn, og annað, sem heitir Frumvarp til laga um ak- vegi meðfram reiðvegum (háð- kvæði). Og Jón Óskar orti kvæði, sem heitir Nóttin og veg- urinn. Það þótti svo frumlegt, þegar það birtist fyrst á prenti, að það var — ef mig rangminn- ir ekki, skopstælt í revíu. Og fleiri skáld hafa um veginn kveð &_______________________________ Langt er síðan maðurinn tamdi hestinn til að flytja sjálfan sig og varning sinn um veginn. Ekki er því að undra, að hest- urinn sé einnig rótgróið skáld- skapartákn. „Stríðsguðinn býst í för. Folar hans prjóna fyrir vagn inum“. kveður Hannes Péturs- son og er þá ekki að kveða um guði, hesta eða vagna í eigin- legri merking, en notast við þau hugtök sem tákn einungis. í daglegu lífi skiptir tækni nútímans meira máli en gamlir hlutir. Farartæki eins og bílar og flugvélar varða okkur meira en hestar og hestvagnar. Að sjálf sögðu koma hin fyrrnefndu tæki víða fyrir í bókmenntum nútím- ans. Samt eru þau óvíða not- uð sem tákn, þó benda megi á dæmi, sem teljast til undantekn- inga. Hannes Pétursson orti t. d. kvæði, sem hann nefndi Flug- vélar. Helgi Sæm. segir það vera ástarkvæði. Ekki er ástæða að véfenga þá skýring. En sé svo, að kvæðið Flugvélar sé ást- arkvæði, má segja, að það fjalli ekki um flugvélar í eiginlegri merking, heldur sé það orð við- haft sem tákn. Þrátt fyrir það held ég, að engum blöðum sé um það að fletta — þó að ég hafi alls ekki gluggað eftir því sérstaklega — að Hannes Pétursson noti oftar hefðbundin tákn en heimasmíð- uð. Flugvélar hans teljast þá til undantekninga fremur en reglu. En ég var að tala um veginn. Og sá var raunar tilgangur þessa greinarkorns að gera því efni örlítil skil. Vegur er tákn á fleiri sviðum en skáldskap. Hann er einnig félagslegt tákn. Hann er eins konar leiðarvísir að landi og þjóð. Ef máttur þjóðar er nokkurs staðar sýnilegur, þá er það á vegum hennar. Rómverjar gerðu mikla vegi. Frægastur þeirra var Via Appia. Hitler lagði ofurkapp á vega- gerð, sem stóð með glæsibrag í landi hans. Og velferðarþjóð- félög nútímans leggja metnað sinn og — fjármagn í vegalagn- ing, til að sivaxandi fjöldi bif- reiða komist leiðar sinnar um lönd og álfur. Þjoðverjar eru stoltir af sínum autobahnen. Bretar leggja nýja og nýja mot- orways. Bandaríkjamenn eru frægir fyrir sína highways. Og við íslendingar höfum nýverið sett saman orðið hraðbraut. Von- andi á íslenzk hraðbraut eftir að verða meira en nafnið tómt. Við, vegfarendur, ökum eftir veginum, hvort sem hann telst til hraðbrauta, þjóðbrauta, sýslu vega eða hreppavega. „Lei'ðir liggja til allra átta“, eins og sungið var í Sjötíu og niu af stöðinni. Frá veginum skoðum við helftina af því, sem fyrir augu ber um ævina. Þaðan virð um við fyrir okkur land, himin og jafnvel haf. Hitt er svo komið undir áhuga og eftirtekt hvers vegfaranda, hvað hann sér af veginum. Sum- ir horfa einkum á fjöll, dali og firði, sem fyrir augu ber. Aðrir skyggnast eftir sögustöðum og öðrum merkisstöðum. Enn aðrir horfa eftir búskaparháttum og híbýlamenningu landsbúa. Ótalinn er þá hópurinn, sem svipast eftir öllu þessu, og hann mundi kannski vera fjölmenn- astur. Ef til vill er þetta þrennt líka samofnara en margur hygg- ur. Þjóðin hefur átt heima í land inu í næstum ellefu aldir. Og hún hefur lifað af landinu. Hún hefur markað spor sín í svip- mót þess. Að vísu eru þau spor bæði færri og smærri en flest- ar þjóðir aðrar hafa markað í svipmót sinna búsetulanda. En spor hefur hún markað, engu síður. Merkilegust er auðvitað hin hlutlæga leifð. Á fæstum sögu- stöðum á landi okkar ber fyrir augu neins konar sýnilegar mynj ar. Þær eru huglægar, mestan part. Sums staðar er jafnvel alls ekkert að sjá utan ósnortna nátt úru. Staðurinn er þá sögustaður einungis vegna vitundarinnar um, að atburður hafi þar gerzt. Saga sumra annarra þjóða er að nokkru leyti greypt í forna kastalamúra og varnargirðingar, gamlar kirkjur, klaustur og menntasetur. Hér er slíku ekki að heilsa. Saga okkar er næst- um hvergi „sýnileg“ á þann hátt. Hún verður þv íað ímynd- ast. Ef íslendingar hefðu horfið úr landi sínu fyrir heilli öld og landið haldizt óbyggt síðan, væri hér næsta fátt, sem gæfi til kynna, að hér hefði nokkru sinni verið byggt ból. Sá sem t. d. flygi yfir landið, mundi líklega ekki koma auga á neinar mann- vistarleifar — torfbæir eru fljót ir að falla. Og gamlar torfbæjar rústir hverfa undrafljótt inn í landslagið. Og ekki væri vegum og brúm fyrir að fara. Kannski gefur tíu alda vegaleysi betri hugmynd en nokkúð annað um langvarandi eymdarástand ís- lenzku þjóðarinnar. íslendingar voru enn að pauf- ast gangandi eða ríðandi yfir fúafen, brunahraun, eyðisanda og háskaleg vatnsföll. isjal.lan sundríðandi stórár. löngu eftlr að menningarþjóðir Evrópu og Ameríku höfðu tekið í notkun þau samgöngutæki, sem enn eru mest notuð í þeim löndum. Hérlendis tíðkaðist löngum sú ein vegalagning að hlaðnar væru vörður á fjölförnustu óbyggða- leiðum — og kallað vegir. Árið 1837, þegar Fjölnir var tveggja ára, var í Bristol á Englandi lagður hornsteinn að brú einni mikilli, sem er enn í dag eitt- hvert glæstasta mannvirki sinn- ar tegundar í því landi. Frá því ári leið hálf öld, þar til íslend- ingar tóku að hugsa svo hátt að brúa geigvænlegustu vatnsföll í landinu. Það er ekki að furða, þó enn leifi eftir af því verk- efni. Þær fornmynjar, sem mest ber á í öðrum löndum, minna marg- ar á ofstjórn og ófrið. Hér á landi var að vísu ófriðsamt fyrir eina tíð. En minjar ófriðarald- anna eru næsta fáar. Og þar sem nú saga okkar er huglæg frem- ur en hlutlæg, teljum við ekki til sögustaða þá sta'ði eina, þar sem barizt hefur verið eða úr- slitaákvarðanir hafa verið tekn- ar varðandi stjórn landsins. Við teljum einnig til sögustáða þá staði, þar sem merkilegar hugs- anir hafa verið hugsaðar. kvæði ort, sögur samdar eði skriteðar og önnur huglæg afrek urr... n. Stephani G. og Bólu-Hjál.nan hafa verið reistxr minnisvarðar í Skagafirði. Þannig hefur xf- reka þeirra veri'ð minnzt með sýnilegum táknum. Á hinn bóg- inn munu engir minnisvarðar hafa verið reistir vegna Flusu- mýrarbrennu eða Örlygsstaða- bardaga, enda ólíktlegt, að upp- byggilegar hugsanir hafi verið hugsaðar við þau tækifæri. í Fljótshlíð hefur varði verið reistur í minningu Þorsteins Er- lingssonar. Þegar við ökum fram hjá þeim varða, fer ekki hjá. að við minnumst kvæða Þorsteins, ósjálfrátt. Hins vegar gefur ekkert að sjá í Hlfðinni, sem minnir á ná- granna Þorsteins, Gunnar á Hlíð arenda, og gerði hann þó garð- inn frægan ekki síður en Þor- steinn. Ef Gunnar hefði skilið eftir sig rammgervan kastala, eins og sumir miðaldastríðsmenn í Evrópu létu eftir sig, fer ekki hjá, að kastali sá væri fyrirferð- armeiri en minnismerki Þor- steins. En kastalinn er eng n. Minning skáldsins hjaðnar ekki þeirra hluta vegna. Ef íslendingar væru gömul ng ný hernaðarþjóð, mætti hu.” a sér, að herskóli hefði verið re «t ur á Örlygsstö'ðum, þv. oar munu íslendingar hafa náð h i herstjórnarlist. ef trúa r>a fornum bókum. En herio°nr .a er hér löngu úr sögurm og h=r- skóli hefur aldrei verið haUIinn á íslandi. Hins vegar hefur verið re'-t ný kirkja í Skálholti, af bvi ki t in trú er hér bæði gömul og n/. Framhald á r tekur til starfa í Góðtemplarahúsinu við Vonarstræti m4’','- daginn 3. október. Balletkennsla í byrjenda- og tramnaius- flokkum. Innritun daglega milli kl. 10 — 12 og 6 — 8 í sima 33160, og í Góðtemplarahúsinu milli kl. 5 —- 7 á manudag. Tónfræoikennsxa er inniíaxin i baiietKeiuisiunni. Frá Dansskóla Hermanns Ragnars, Reykjavík Innritun daglega í síma 33222 frá kl. 9 — 12 f:h. og 1 — 6 e.h.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.