Morgunblaðið - 29.09.1966, Síða 14
14
MORCU N BLAÐID
Flmmtudagur 29. sept. 1968
Á slóðum Ferðafélags Akureyrar
FERÐIR, blað Ferðafélags Akur-
eyrar, 25. árg., 1966.
Má ég vekja athygli ferða-
manna á þessu litla riti, sem
Ferðafélag Akureyrar (FFA)
hefur gefið út árlega í aldar-
fjórðung. Fyrstu árin var það
aðeins 16 bls., en síðustu heft-
in eru 32 bls. Þ.ess má geta, að
færri eiga það en vilja í heild,
og virðist erfitt að ná saman
fyrstu 10 árgöngunum nú orð-
ið.
Ferðafélag Akureyrar var
stofnað árið 1936 og á því 30
ára afmæli um þessar mundir.
Félagsmenn voru 542 á síðasta
aðalfundi. Félag'ið er talin deild
í Ferðafélagi íslands, en starf-
ar algerlega á eigin spýtur. Þó
mega félagsgjöld ekki vera
lægri en í Ferðafélaginu, og
FFA fær Árbók F.í. með sér-
stökum kjörum, sem eru því til
nokkurra hagsbóta.
Til forustu í FFA hafa jafnan
valizt bjartsýnir og stórhuga
menn. Þegar í upphafi settu þeir
sér það markmið að gera bíl-
færan veg úr Eyjafirði og suð-
Ur á Sprengisand, en þegar þang
að er komið má með sanni segja
að „vegur er undir og vegur yfir
og vegur á alla vegu“. — Þessi
vegagerð Akureyringa hófst 7.
okt. 1939 frá Hólsgerði í Eyja-
firði undir stjórn hins ötula og
ótrauða Þorsteins Þorsteinsson-
ar, sjúkrasamlagsgjaldkera, en
hann var einhver helzta drif-
fjöður FFA allt frá stoinun þess
og til þess er hann féll snögg-
lega frá aðeins 64 ára gamall.
Vegurinn liggur um Hafrárdal
sunnan Torfufells upp á Vatna-
hjalla. En það .hin forna leið
Eyfirðinga suður á land. Vegar-
stæðið er bratt og stórgrýtt, en
áhöld engin á þeim árum utan
skófla og járkarl. Var verkið
unnið í sjálfboðavinnu og sótt-
ist svo vel, að sumarið 1944
brutust fyrstu bifreiðarnar suð-
ur á Vatnahjalla, en þegar þar
er komið, má heita allri fyrir-
stöðu lokið suður um Sprengi-
sand og vestan með Hofsjökli á
Kjalveg þar, sem nú er Geirs-
alda kölluð. — Nú hefur vega-
í Hvalvatnsfirði. Sveigsfjall til vinstri — Ljósm. Páll Jónsson.
málastjórn látið ryðja veg upp
á Hólafjall austan Eyjafjarð-
ardals, og mun sá vegur stór-
um greiðfærari en Vatnahjalli.
Sumarið 1947 óku sex Akur-
eyringar í fyrsta skipti um Vatna
hjalla suður að Laugafelli norð-
an undir Hofsjökli. Mældist þeim
leiðin þangað 94 km. frá Akur-
eyri. Þá óku þeir suður um
Sprengisand í Nýjadal, en það-
an norður Bárðardal og heim.
Var þetta mikil nýlunda og
mikill sigur fyrir Ferðafélag
Akureyrar.
Sumarið eftir var hafin bygg-
ing sæluhúss við Laugafell, og
tókst að gera það fokhelt fyrir
veturinn. Síðan hefur verið
þiljað innan og margur ferða-
maður þegið þar góða gistingu.
Stærðin er 24x14 fet (um 7,5x
4,5 m.) þar geta 30—40 manns
gist, ef öll legurúm eru notuð.
Annað stórvirki vann FFA,
er það reisti skála í Herðubreið
arlindum sumarið 1960. Hlaut
Á Leirdalsheiði. Lambárskál ar. Leirdalur til hægri. Leiðin
til Hvalvatnsfjarðar.
hann nafnið Þorsteinsskáli til
heiðurs Þorsteini Þorsteinssyni
gjaldkera, sem þá var látinn. —
Þorsteinsskáli er 8x6 fermetrar
og hinn vistlegasti. Kom hann
3ér næsta vel í Öskjugosinu, sem
hófst haustið 1961.
Því nær allar þessar fram-
kvæmdir FFA hafa verið unn-
ár í sjálfboðavinnu. Við Þor-
steinsskála unnu 133 menn sam
tals 1445 klst. — Sýnir þetta
áhuga og góðan félagsanda, sem
mætti verða öðrum til eftir-
breytni.
f þeim 25 árgöngum Ferða,
sem út eru komnir eru margar
vel gerðar lýsingar af fáförn-
um eða hálfgleymdum ferða-
leiðum, eyðibýlum og eyðibyggð
um norðanlands. (Innan sviga
óska ég, að næsta hefti birti
efnisyfirlit yfir 25 fyrstu heft-
in!) Þar er t.d. lýsing á Hóla-
mannaleið (1948) eftir Björn
Bessason; ennfremur er lýst
Sprengisandsleið frá Laugafelli
suður í Nýjadal. Þá er ekið fram
hjá hinum sögufræga Tómasar-
haga: „Haginn er í skjóli við
melöldur, iðgrænn, sléttur og
mjúkur. Yndislegur dvalarstaður
sumargesta", stendur þar.
Sumarið 1951 fór 60 manna
leiðangur frá Akureyri aústur
í Hvannalindir. Var ekið upp
með Jökulsá að austan upp í
Grágæsadal. Svo var sett göngu
brú á Kreppu og allur hópur-
inn, gat gengið þurrum fótum
í Hvammalindir og m.a. skoðað
rústirnar af hraunbýli Eyvindar
gamla.
í 13. árg. Ferða ritar Þormóð-
ur Sveinsson fróðlega grein um
„Þingmannaveg og grjóthleðslur
á Vaðlaheiði". Vegabót þessi var
unnin uin 1870 og vissulega all-
mikið mannvirki í sinni tíð. Þá
vil ég einnig benda á greinar
eftir sama höfund um Nýjabæj-
arfjall (1957 og 1959) Öræfa-
ferðir eftir Sigurjón Rist (1958),
Herðubreiðarlindir eftir Ólaf
Jónsson (1960) og þannig mætti
lengi telja.
Austan Eyjafjarðar, milli
hans og Skjálfandaflóa, er eyði-
byggð, sem kallast „í Fjörðum“.
Þar er sumarfagurt, en vetur
þungir, hlunnindi mörg og sums
staðar gott engjatak. Um þessi
byggðarlög kvað Látra-Björg
hina alkunnu sveitarlýsingu:
Fagurt er í Fjörðum,
þá frelsarinn gefur veðrið blítt
heyið grænt í görðum
grös og heilagfiski nnýtt.
En þegar vetur að oss fer að
sveigja,
veit ég enga verri sveit
um veraldar reit.
Menn og dýr þá deyja.
f þessum sveitum var búið
fram yfir 1940, en f stríðslok
munu allir bæir þar yfirgefnnir
og fallnir í eyði. Sums staðar
höfðu þá verið reist góð stein-
hús, sem enn standa.
Úr Fnjóskadal liggja tvær bil-
færar leiðir í Fjörður norður,
um Leirdalsheiði og Flateyjar-
dalsheiði. Þangað fer FFA í
skemmti- og kynnisferðir flest
sumur, að ég ætla. Fer því vel
á því. Ferðir hafa flutt ýtar-
legar lýsingar af eyðisveitum
þessum, þar sem talin eru helztu
örnefni, en þau gleymast vitan-
lega fljótlega og raskast, þegar
fólkið er farið. Þessar lýsingar
á byggð og heimalöndum í Fjörð
um eru ritaðar af Grími Sigurðs
syni, sem bjó að Jökulsá á Flat-
eyjardal frá 1921-1946. Þá flutt-
ist Grímur til Akureyrar, en
Jökulsá fór að fullu og öllu í
eyði. Þessar greinar Gríms eru
vel gerðar og merkar heimildir
um eyddar sveitir. Skortir það
eitt, í uppdrættir fylgi, er sýni
afstöðu kennileita, en flest munu
þó auðfundin eftir lýsingunni
Af þessu yfirliti, þótt slitrótt
sé, sýnist mér auðsætt, að Ferða
félag Akureyrar hafi starfað
svo ötullega að áhugamálum sín
um á litnum 30 árum, að það
eigi skilið þökk og heiður allra
þeirra, sem unna óbyggðum og
öræfaferðum. — Félagið hefur
líka gert mikið til þess að kynna
almenningi í verki hinar stór-
brotnu fjallafegurð umhverfis
Eyjafjörð og ekki hvað sízt í
grennd Akureyrar. Ég mun
aldrei gleyma útsýninu af skarð
inu úr botni Bægisárdals eða
öllu heldur af Steinsfelli vestan
skarðsins (1420 m.). Þaðan blas-
ir við Kerling, Stóristallur,
Glerárdalshnjúkur og blýgrýtis
hlöðin í Skjóldalshlíðum. Ætla
ég fáa „ferðamannabæi" geta
státað af slíkri háfjallanáttúru
rétt við borgarhlið sín.
Að endingu leyfi ég mér fvrir
mína hönd og Ferðafélags ís-
lands að flytja Ferðafélagi Ak-
ureyrar þakkir fyrir unnin af-
rek á liðnum 30 árum og óska
því gæfu og gengis á komandi
árum.
Jón Eyþórsson.
Á Flateyjardal.
Bryndís Ú. Guðmunds-
dóttir - Minningurorð
Fædd 20. júní 1900
Dáin 23. sept. 1966
ÞAÐ eru margar svipmyndir,
hreinar og tærar, sem kom fram
í huga mínum, þegar teknar eru
saman minningar um tengda-
móður mína, Bryndísi Guð-
mundsdóttur, sem nú er horfin
okkar jarðneska heimi. Þessar
myndir dragast saman í minn-
ingu um mikla og mikilhæfa
konu, sem með mikilli hjarta-
hlýju, ótakmarkaðri löngun til
að hjálpa þeim, sem bágt áttu,
ásamt því að vera ævinlega vak-
andi yfir velferð þeirra, sem
henni fannst sér bera skyldu
til að annst eða hjálpa. Minning
um konu, sem gott er að hafa átt
kost á að þekkja.
Bryndís Ólafía Guðmundsdótt-
ir var fædd að Nýjabæ, Seltjarn-
arnesi 20. júní árið 1900, einka-
dóttir hjónanna Ragnhildar
Brynjólfsdóttur frá Meðalfells-
koti í Kjós og Guðmundar Ólafs,
útvegsbónda frá Mýrarhúsum á
Seltjarnarnesi.
Bryndís hlaut góða menntun.
Lauk námi frá Kvennaskólanum
í Reykjavík. Lagði stund í píanó-
leik í Edinborg í Skotlandi. Var
þeim skóla, var hún fengin til
í Húsmæðraskólanum í Sorö í
Danmörku. Eftir heimkomu frá
að stjórna húsmæðranámskeið-
um, þ.á.m. á Akranesi og í Vest-
mannaeyjum.
Árið 1928 hinn 9. júní giftist
hún Jóni Guðmundssyni iög-
giltum endurskoðanda, frá
Stóra-Hofi á Rangárvöllum.
Bjuggu þau hjón í sambýli við
foreldra Bryndísar, að Nýjabæ,
sem þá ráku þar nokkurn bú-
skap, er þau hjón tóku síðan
við og höfðu allt til ársins 1953.
Eiguðust þau 5 dætur og eru 4
á lífi, en eina misstu þau unga.
Oft var langur vinnudagur hjá
þeim hjónum, enda stundaði Jón
með búskapnum, aðra umfangs-
mikla vinnu í Reykjavík. Aldrei
var þó vinnudagurinn orðinn
það langur, að ekki væri tími
aflögu til umhugsunar um dæt-
urnar, sem allar hlutu góða
framhaldsmenntun, enda gott
fyrir þær að hafa möguleika á
aðstoð og tilsögn foreldra sinna
við námið.
Mann sinn missti Bryndís
árið 1964, sem þá hafði átt við
langvarandi sjúkdóm að stríða.
Það var erfiður tími fyrir eig-
inkonuna að horfa á hjartfólginn
eiginmann líða þær langvarandi
kvalir af þeim sjúkdómi, sem
mannlegur máttur er enn ekki
megnugur að lækna.
Um leið og ég þakka þér,
Bryndís, fyrir alla þá ást og um-
hyggju, sem þú hefur veitt mer
og heimili mínu, færi ég þér ser-
stakar þakkir frá börnum okk-
ar hjóna, sem alltaf voru í huga
þínum og ekkert, að þínum dómi,
var nógu gott fyrir. Vona ég að
börnin megi geyma myndina a£
ömmu sinni á þann hátt ið
hugarfar þeirra mótist se.n
skírast í eftirbreytni.
Gott er fyrir dætur þínar, í
söknuði sínum, að hafa þá sömu
trú og þú, að ósk þín um endur-
fundi rætist.
Blessuð sé minnig þín. Hafðu
hjartans þökk fyrir allt.
Snæbjörn Ásgeirsson.