Morgunblaðið - 29.09.1966, Page 32
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
0t0«ntÞIilíkUkr
222. tbl — FiitimtndaKur 29. september 1966
Langstærsta og
fjölbreyttasta
blað landsins
íslenzka sjónvarpið næst illa
í Garði, Keflavík og Sandgerði
Loftnetin ekki nógti sterk
SJÓNVARPSÁHORFENDUR í
Sandgerði munu ekki fyrst um
sinn geta náð íslenzka sjónvarp-
inu á skerma sína, að því er
Sigurður Jónsson, yfirmaður
tæknideildar Keflavíkursjón-
varpsins tjáði blaðamanni Mbl.
í gær. Einnig munu Keflvíking
ar og Garðsbúar fá mjög slæma
mynd frá Reykjavíkursjónvarp
Eggert Kristjánsson
stórkaupmaður látinn
SÍÐDEGIS í gær lézt í Reykja-
vík Eggert Kristjánsson, stór-
kaupmaður, á 69. aldursári. Bana
mein hans var hjartabilun.
Eggert heitinn Kristjánsson
fæddist hinn 6. febrúar 1897 að
Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi. —
Foreldrar hans voru Kristján
Eggertsson, bóndi í Dalsmynni í
Eyjahreppi, og kona hans, Guðný
Guðnadóttir.
Eggert Kristjánsson útskrifaðist
frá Gagnfræðaskólanum í Flens-
'borg í Hafnarfirði árið 1918 og
hóf síðan verzlunarstörf í Reykja
vík árj síðar. Árið 1922 stofnaði
hann fyrirtækið Eggert Krist-
jánsson & Co hf. og var forstjóri
þess frá upphafi, auk þess, sem
hann var stjórnarformaður í
fjölda fyrirtækja.
Eggert átti sæti í stjórn Félags
íslenzkra stórkaupmanna 1931—
’49, þar af formaður félagsins í
17 ár. Hann átti sæti í stjórn
Verzlunarráðs íslands árin 1934—
’56, þar af varaformaður ráðsins
í 22 ár og formaður þess frá
1949—’56. í stjórn Félags ís-
lenzkra iðnrekenda frá stofnun
þess 1933 til 1939. Hann átti sæti
í stjórn Vinnuveitendasambands
íslands frá stofnun sambandsins.
Aðalræ'ðismaður Finna var Egg-
ert frá árinu 1954 til ársins 1965.
Eggert Kristjánsson tók mik-
inn þátt í milliríkjasamninga-
gerð fyrir hönd ríkisstjórnarinn-
ar og einnig í mörgum Norður-
landafundum um verzlunarmál,
auk þess, sem hann var einn af
fulltrúum íslands á alþjóðlegri
verzlunarráðstefnu í Bandaríkj-
unum 1944. Á yngri árum starf-
aði Eggert mikið að íþróttamál-
um og var hann í eina tíð lands-
þekktur glímumaður. Egge^t var
heiðursfélagi Félags íslenzkra
stórkaupmanna. — Kvæntur var
Eggert Guðrúnu Þórðardóttur og
lifir hún mann sinn.
Haust- og vetrar-
síld seld Pólverjum
108 kr. hærra verð pr. tunnu en í fyrra
GUNNAR Flóventz, framkvæmda
stjóri Suðvesturlandsdeildar Síld
arútvegsnefndar, hefur verið í
Varsjá að undanförnu að leita
samninga við Pólverja um kaup
á saltsíld. í gær tókust samning-
ar um sölu á 20 þúsund tunnum
af haust og vetrarsíld til Pól-
lands. Má fitumagn síldarinnar
vera allt niður í 17% og eru
seldir tveir stærðarflokkar, 400
—700 stykki í tunnu og 700—900
stykki í tunnu.
Síldin á að afhendast í janúar-
mánuði n.k. og er heimild til að
Auglýsendur
athugið!
AUGLÝSINGAR í sunnudags-
blað Morgunblaðsins verðaj
að berast sem fyrst, helzt
fyrir kuikkan fimm í dag.
Auglýsinguro í laugardags-
blað se skilað fyrir hádegi
á morgun.
Auglysingum í föstudags-,
blað sé skilað fyrir hádegi ’
í dag. )
salta upp í samninginn hvort
heldur er Suðurlandssíld eða
síld veiddri fyrir Austurlandi.
Pólverjar hafa samkvæmt samn-
ingnum heimild til þess að auka
kaupin um 15 þús. tunnur.
Verð þetta fyrir síld er 18
shillingum hærra pr. tunnu en
var á síðasta ári á samskonar
síld seldri til Póllands
Uppskera ■
minna lagi
KARTÖFI.UUPPSKERAN í ár
er heldur roinni en í meðalári.
í Þykkvabænum og í Flóanum
er nú búið að taka upp kartöfl-
ur að mestu Uppskeran í ár í
Þykkvabær.um er um 6—7 föld,
og fengu Þykkvbæingar um 25
þúsund tunnur upp úr görðum
sínum í ár, mest megnis rauðar
kartöflur íslenzkar. Veðrið var
sæmilegt um uppskerutimann,
heldur þó votviðrasamt.
Nú er sláturtíðin hafin í
Þykkvabæ, og mun verða slátrað
8—9 þúsund fjár í haust hjá
verzlun Friðriks Friðrikssonar.
inu_ Stafar þetta af því, að loft-
net þau, er menn hafa keypt fyrir
tæki sín, reynast ekki nægilega
sterk fyrir sendingar Reykjavík-
ursjónvarpsins.
Sigurður sagði, að fólk á þess-
um stöðum hefði keypt fjögurra
greina loftnet (af sömu stærð og
Reykvíkingar nota) í þeirri trú
að þau reyndust nógu sterk. Nú
þegar komið hefur á daginn, að
þau duga ekki til, þykjast menn
illa leiknir og vilja skila netum
sínum aftur og fá önnur sterk-
ari.
Sigurður, sem selur loftnet og
viðtæki í Keflavík, sagðist hafa
tekið fyrir sölu fjögurra greina
loftneta þegar hann hafði veður
af hversu veik þau væru.
Hefur hann gert ráðstafanir til
að fá innflyíjendur til að festa
kaup á 14 greina loftnetum, þeim
sterkustu sem til eru. Er gert
ráð fyrir að þau séu nógu sterk
til að ná góðri mynd frá íslenzka
sjónvarpinu á tæki Suðurnesja-
manna.
Nú eiga margir í Garði og í
Keflavík 6—10 greina loftnet,
og segist Sigurður búast við því
að menn gætu notað þau þar til
hin sterkari verða fáanleg, þó
með frekar lélegum árangri.
Þess má að lokum geta, að ís-
lenzka sjónvarpið sendir út á rás
10, en 6—10 greina loftnetin eru
sniðin fyrir rásir 5—7.
Smábarn nærri drukkn-
að á Stokkseyri
Stokkseyri, 28. sept.
Á FJÓRÐA tímanum í dag vlldi
það óhapp til, að drengur á öðru
ári var nærri drukknaður í
fjörunni framan við Stokkseyri.
Fjögur börn, sem voru að leik
saman fyrir framan sjóvarnar-
garðinn — þau elztu fjÖgurra
ára — voru komin út í fjöruna
áður en móðir litla drengsins
vissi af. Innan lítillar stundar
kölluðu elztu börnin á móðurina
og sögðu henni að drengurinn
væri á kafi í lóninu. Brá hún
skjótt við og náði honum.
Var drengurinn þá orðinn
meðvitundarlaus og helblár. Hóf
hún þegar lífgunartilraunir á
honum með blástursaðferðinni
og í sömu mund bar þar að Sig-
urð Petersen, sem var að vinna
nærri, og tók hann við með
sömu aðferð, og tókst honum
að koma drengnum til meðvit-
undar á skömmum tíma. For-
eldrar drengsins eru Hólmfríð-
ur Steinþórsdóttir og Páll
Bjarnason að Jaðri á Stokks-
eyri. Steinþór heitir litli dreng-
urinn. — Fréttaritari.
Reyndu
að smygla
gulli
U P P hefur komið all-
óvenjulegt smyglmál hér-
lendis. Er hér um að ræða
smygl á nokkru magni af
gulli. Morgunblaðið fékk
staðfest í gærkvöldi, að
gerð hefði verið tilraun til
að smygla inn gulli hér í
Reykjavík. Er málið í rann
sókn hjá rannsóknarlög-
reglunni, en ekki var unnt
að fá nánari upplýsingar
um það á þessu stigi. Þó er
blaðinu kunnugt um, að
viðkomandi aðilar hafa ját
að á sig tilraun til að
smygla þessari vöru til
landsins.
Þess má geta, að 40% toll-
ur er á gulli fluttu inn til
landsins. Kemur það einkum
frá Englandi, Þýzkalandi,
Belgíu og Hollandi. Þar sem
viðkomandi aðilar hafa orðið
að kaupa gullið í bönkum er-
lendis, er vafasamt að þeir
hefðu grætt verulega á því að
smygla því til landsins, þar
eð innkaupsverð löggiltra
kaupenda á gulli er talsvert
lægra en útsöluverð banka
erlendis.
Haförninn með fullfermi
til Siglufjarðar
Tók 3330 tonn á tveim sólarhringum
Síldarflutningaskipin þrjú,
Haförninn, Sirion og Askita
eru nú á leið til hafna með
fullfermi síldar. Blaðareæ'ur
Mbl. hafði í gær tal af Eiriki
Kristóferssyni, skipstjóra Haí
arnarins og Guðmundi Ara-
syni, stýrimanni sama skips.
Haförninn var þá á leið tii
Siglufjarðar að landa 3330
tonnum af síld, sem skipió
liaiði hlaðið undanfarna tvo
s .u-.i.iiiga á miðunum um 80
i*i*i.*r út af Reyðarfjarðardýpi
«... Norðfjarðardýpi.
.... .iiur sagði að gott veður
verið á miðunum að
.-..emu, og afli bátanna
g öur a miðunum. Tutt
u vg tvö skip skipuðu afla
-.um um borð í Haförninn,
,*r á meðal eitt skip, Reykja
borgin, tvisvar samtals 500
tonnum.
Guðmundur sagði að Haf-
örninn myndi landa þegar við
komuna til Siglufjarðar og
myndi löndunin ekki taka
nema um einn og hálfan sólar
hring. Kvað Guðmundur svo
fljóta afgreiðslu að þakka hin
um nýju löndunarlyftum, sem
hingað til lands hafa verið
keyptar í sumar frá Dan-
mörku og eru mjög afkasta-
miklar. Þessar lyftur eru nú
i notkun á mörgum höfnum
við Austfirði, þar sem lönd-
unarstöðvarnar hafa ekki und
an að taka við því sildar-
Framhald á bls. 31