Morgunblaðið - 07.10.1966, Blaðsíða 15
Föstudagur 7. olctÆbw
MORCUNB LADIÐ
15
UPPSTIGNING, sjónleikur í
fjórum þáttum eftir H. H.,
var frumsvnd í Iðnó 8. nóv-
ember 1945. Leikurinn naut
vinsælda og margar ágizkan-
ir komu fram um höfund
hans. Það vitnaðist ekki fyrr
en sýningum var hætt —
vegna utanfarar leikstjórans
Lárusar Pálssonar, að höf-
undur var Sigurður Nordal
prófessor.
Rétt rúmlega 21 ári síðar,
12. november n.k., tekur
Þjóðleikhúsið þennan leik til
sýninga, en hlutverkaskipan
er breytt frá pví sem var hjá
L. R., að öliu öðru leyti en
því, að frú Anna Guðmunds-
dóttir fer nu sem þá með
hlutvetk frú Skagalín.
Tveir síðustu þættir Upp-
stigningar eru í mörgu. frá-
brugðnir hefðbundnu leikrit-
unarformi. Sigurður sagði í
stuttu spjalli við Morgun-
blaðið, að ýmsir hefðu haft
orð á því við sig eftir að sýn-
ingum lauk í Iðnó, að leikur-
inn væri „avant-garde“,
fylgdi framúrstefnu, eins og
fyrirbærið er nefnt á íslenzku.
„Um siíkt var ekki hugsað,
þegar leikritið var samið“,
sagði Sigurður. „Ég hef aldrei
kynnt mér þessa stefnu“.
Árið eftir írumsýninguna í
Iðnó gat Helgafell sjónleikinn
út í bokarformi. Prófessorinn
ritar eftirmála við leikritið,
þar sem hann m a. greinir
frá tilorðningu leiksins. Hann
segir þar á einum stað:
„Þegar vopnahlé var samið
í Norðurálfu á síðastliðnu
vori, með skjótari og vægari
atvikuin en við rnátti búast,
fannst mér slakna ókennilega
á öllum taugum eftir spennu
styrjaldaráranna og niður-
bældan kvíða fyrir miklu
voveiflegri leikslokum. Víst
Frá æfingu á „Uppstigningu“ í Þjóðleikhúsinu. Á myndinni eru talið frá vinstri, Baldvin Hall-
dórsson, leikstjóri, frú Ólöf Nordal, Þorsteinn Gylfason, og dr. Sigurður Nordal prófessor.
Allar persónur í skáldriti
eru höfundurinn sjáifur
Sigurður Norclal prófessor ræð/r um
sjónleikinn, „Uppstigningu", sem
Þjóðleikhúsið frumsýnir 12. nóv. n.k.
er að ég lenti alveg í bobba
með allt það, sem ég vildi
helzt gera, og gekk hvorki né
rak. Ég átt.i ekki heimangengt
og varð þvi að leita tilbreyt-
ingar og viðra mig með öðru
móti. í þessum öngum datt
mér í hug að fitja upp á ein-
hverju, sem ég hefði aldrei
borið við áður. Fyrir mér
varð hugmynd, sem hafði
hvarflað lausiega að fyrir
löngu, jafnvel sem efni í leik-
rit, þótt ekkert væri þá unnið
úr henni, en rifjaðist nú upp
við eftirvæntingu fólks og
skraf um komu Esju frá
Kaupmannahöfn. Ég byrjaði
að hripa upp fyrsta þáttinn
tveim dögum fyrir júnílok og
var þá alveg grandalaus, að
þau drög kæmu nokkurn
tíma fyrir annarra sjónir.
Áður en varði, voru persón-
urnar farnar að spila upp á
eigin spýtur, tala eins og þeim
þóknaðijt og jaínvel verða
óþægar. Það mun vera satt,
að fyrir mér hafi vakað leik-
rit í fimrn þattum, þótt mér
væri endirinn óljósari en upp-
hafið og nu skipti engu eða
sé að mestu gieymt, hvernig
botninn hefði þá orðið. En
uppreisn sú, sem varð efnið
í fyrstu sýningu fjórða þátt-
ar, var ekki fyrirhuguð og
kom flatt upp á mig.“
í framhaldi af þessu leggj-
um við eftirfarandi spurningu
fyrir Sigurð:
„Eíga persónur leiksins sér
fyrirmyr.d. eru þær fólk, sem
þér hafið umgengizt, eða
koma þær alskapaðar á sjón-
arsviðið frá yðar hendi, eins
og Pallas-Aþena úr höfði
Seifs?“
„Það má segja, að allar
persónur í einu skáldriti séu
höfundurinn s.iálfur. Það eru
til tvær tegundir skáldrita:
Önnur er gerð eftir teikningu,
sem er tilbúin fyrirfram. Þá
hefur höfundurinn í öllum
höndur við persónurnar. Sem
dærni má nefna „detektiv“-
sögur, sem ég hef mikla
ánægju af. Hin tegundin vex
upp, eins og af fræi, sem get-
ur verið lítið, minniháttar at-
vik sem hendir mig eða ein-
hvern annan á förnum vegi.
í þessari tegund skáldrita
gæðast persónurnar smán
saman lífi, vaxa eftir eigin
lögum og verða óþægar. Það
er ekkert skáldrit, nema per-
sónurnar eignist sitt sjálf-
stæði og gangurinn í þeim
öðlist siun karakter, fremur
en persónurnar séu eins og
menn á taflborði. í lok þriðja
þáttar Uppstigningar byrjar
séra Helgi að haga sér öðru-
vísi en ég hafði hugsað mér
í upphaíi. Hann kom mér á
óvart. Þarna gerist það ótrú-
lega, sem ég hélt að gæti ekki
átt sér stað: Leikarinn er
orðin pcrsónan, sem hann er
að leika, en lætur höfundinn
ekki bjóða sér neitt.“
Og Sigurður Nordal heldur
áfram:
„Það er óráðin spurning í
sálarfræði hvort hægt er að
fá dáleidda rnenn til að gera
hvað scm er Ég get nefnt
dæmi um frægan dávald, sem
lét aðstoðarmann sinn dáleiða
stúlku. En þegar maðurinn
skipar stúlkunni dáleiddri að
afklæða sig, brá svo við að
hún rak honum á kjaftinn!
Leikarar eru að vissu leyti
dáleitt fólk af leikstjóra og
höfundi. Spurningin er um
takmörkin þai sem dáleiðslan
rofnar."
„Hversvegna vilduð þér
láta nafn hofundar vera trún-
aðarmál, þegar sjónleikurinn
var frumsýndur í Iðnó?“
„Ástæðurnar til þess eru
ósköp hVersdagslegar. Leik-
ritið Vítr samið í miklum
flýti, ég hafði ekki tóm til
að skoða það 1 hæfilegri fjar-
lægð, áður en ég skilaði því
af mér, svo að ég gat eins vel
búizt við, að því yrði hafnað
af Leikfélaginu, — og vildi þá
vitanlega ieyna hryggbrotinu,
eins og mannlegt er. Ef það
yrði leikið, þotti mér brota-
minnst að koma þar hvergi
nærri. Ég samdi leikinn á 6
vikum og afhenti hann dag-
inn áður en ég hélt til Sví-
þjóðar undir dulnefninu H.H.,
sem þýSir Hæstvirtur Höf-
undur.“
Kekkonen Gustaf Adolf Frið.ik IX. Ásgeir Ásgeirsson ólafur Noregskonungur
Þjóöhöfðingjar
á Norrænum degi
Urho Kekkonen,
forseti Finnlands:
Á norræna deginum leiðum vér
hugann að því, sem sameinar
Norðurlandaþjóðirnar, í dag hugs
um við um unga fólkið. Það er
til siðs nú, að segja að vér lifum
á tímum mikilla umbreytinga.
Vorir tímar eru mótaðir af tveim
heimsstyrjöldum og miklum bylt
ingum. í félagsmálum hefur
margt breytzt til hins betra, og
ekki hvað sízt hafa Norðurlöndin
náð langt í félagslegum efnum.
Unga fólkið hefur alltaf átt
ríkan þátt í framtíðinni og rutt
umbótum veg. Mikilvægasta for- 1
senda þess, að áfram miði í fram-
faraátt er að friður haldist. Norð-
urlönd er sá hluti heims er hvað
friðsamastur er og þrátt fyrir
mismunandi afstöðu til ýmissa
mála, ríkir gagnkvæmur skiln-
ingur í samskiptum Norðurlanda-
þjóðanna. Norræna ráðið hefur
átt sinn hlut í að efla friðinn í
Norður-Evrópu. Einn af horn-
steinum í utanríkisstefnu Finna
er þátttaka þeirra í samstarfi
Norðurlandaþjóðanna og aðild
þeirra að Sameinuðu þjóðuhum.
Finnar vilja eftir megni efla
samstarf Norðurlandaþjóða, sagði
Kekkonen Finnlandsforseti að
lokum.
Ólafur V. Noregskonungur:
I tilefni af norræna deginum
sendi ég hlustendum á Norður-
löndum kveðjur og sömuleiðis
norrænu félögunum sex, sem
vinna að því, að færa þjóðir Norð
urlandanna nær hverri annarri.
Norrænt samstarf er eðlilegt, og
hefur borið áþreifanlegan árang
ur. Norðuriandaþjóðirnar búa að
sameiginlegum menningararfi,
tala skyld tungumál og viðhorf
þeirra til manrúegra verðmæta
eru svipuð. Norrænt samstarf er
þeim öllum til gagns, ogstuðlar
að félagsiegum framíörum, jafn
framt þvi að pað styrkir efna-
hagslíf þeirra og menningu. —
Norðurlandapjóðirnar hafa sýnt
umheiminum. að nágrannaþjóðir
geta unnið saman og að gott ná-
grenni er öllum gagnlegt.
Að lokum bar Ólafur konung-
ur kveðju til aiira norrænu fé-
laganna og óskaði þeim allra
heilla
Gústaf VI. Svíakonungur:
Er vér höldum hátíðlegan
Norðurlandadaginn, gleðjumst
vér yfir aukinni samvinnu Norð
urlandaþjóðanna. Hér er um að
ræða samstarf stjórnarvalda og
stofnana, fyriitækja og einstakl-
inga. Norðurlandaþjóðirnar -hafa
að undanförnu kvnnzt betur en
áður og þó ættum vér að þekkja
sæmilega skaplyndi hvers ann-
ars.
Það er mikiivægt, að jafnan sé
saft í huga, að hér er um fimm
ólíkar þjóðir að ræða, sem ekki
hugsa alliaf á sama hátt. Hver
þjóð hefur við sin eigin vanda-
mál að glima, en þær eru reiðu-
búnar til samstarfs að því er við
verður komið Það er margt sem
sameinar Norðurlandaþjóðirnar,
og vér skuium þvi efla samstarf
þeirra. Samstarfið eflir einingu
vora í sundruðum heimi.
Friðrik IX. Oanakonungur:
Þegar við höldum hátiðlegan
norræna daginn á morgun, ger-
um við það vegna þess að tilfinn
ingin fyrir norrænu samstarfi er
lifandi veruieiki Hin norræna
samstarfshugmynd er nú rúm-
lega aldargömul, og er, þrátt fyr-
ir ýmis skakkaföll, einstök í þess
um heimi. Norræna ráðið á stærst
an þátt í, að þetta samstarf nær
yfir svo mörg svið og þess gætir
í efnahagsmálum, félagsmálum,
kennslumá lum, rannsóknarstörf-
um og menningarmálum. Jafn-
framt á sér stað samvinna um
lagasetningu innan Norðurland-
anna. — Norðurlandaþjóðirnar
hafa einnig aukið samstarf sitt á
alþjóðlegum vettvangi, m.a. hafa
þær samræmt aðstoð sína við van
þróuð ríki.
Þá ræddi Friðrik IX. um hinn
mikla þátt, sem Norðurlöndin
eiga í því að haida samstarfshug
myndinni lifandi meðal alls al-
mennings, ineð upplýsingastarf-
semi og skipulagningu vinabæjar
hreyfingarinnar. Möguleikarnir
á auknu samstarfi eru miklir og
því ber að horfa fram á við, en
ekki til baka, sagði Friðrik IX.
að lokum.
Forseti ísiands sagði m.a.:
I dag liöldum við norrænan
dag hátiðlep.an. Vér minnumst
frændsemi hinna norrænu þjóða,
sögunnar, málsins. menningar-
arfsins og ekki sízt bræðralags
og samvie.nú i nútíð og framtíð.
Rík nauðsyn hvetur nú til auk
ins skilnings og vaxandi sam-
starfs meðal smáþjóða og skil-
yrðin eru hvergi betri en meðal
hinna fimm noriænu þjóða, sem
hafa alið sér hiff fagra merki
fimm svanir. sem fljúga með
Framnald á bls, 27