Morgunblaðið - 07.10.1966, Blaðsíða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
FSofiM'jírur 7 nVtóber 1966
Guðmundur Daníelsson:
STUNDUM TEKST DKKUR
AD GERA GAGN
Viðtal við frú Inger Larsen
sjónvarpskonu í Kaupmannahöfn
M A R G I R fslendingar munu
kannast við frú Inger Larsen.
Hún var eiginkona Martin Lar-
sens sendikennara við Háskóla
íslands, og voru þau búsett all-
mörg ár hér á landi og eignuðust
fjölda kunningja og vina vfðs-
vegar um landið, enda lögðu þau
mikla áherzlu á að kynnast landi
og þjóð og lögðu stundum á sig
mikið erfiði í því skyni. Martin
Larsen varð hér þjóðkunnur
maðar og vinsæll fyrir margra
ihluta sakir, meðal annars fyrir
það að hann þýddi á danska
tungu íslenzkar bókmenntir, bet-
ur en aðrir höfðu áður gert, bæði
fornar og nýjar bækur, auk þess
skrifaði hann sjálfur á íslenzku
bókina „Heilsaðu einkum“, sem
er framúrskarandi skemmtilegt
safn ritger’ða um persónulegt við
horf hans til landsins og þjóðar-
innar og bókmenntanna.
Á þeim árum, sem þessi ágætu
hjón bjuggu á íslandi, hafði ég
▼ið þau mikil samskipti, og hélzt
með okkur góður kunningsskap-
ur svo lengi sem við vorum öll
Ofar moldu, en nú er Martin
Larsen látinn fyrir skömmu, að-
eins 58 ára gamall, óg var að
honum hinn mesti mannskaði.
Áftur á móti lifir frú Inger enn
▼ið beztu heilsu, enda aðeins
rúmlega fertug að aldri, og gæti
þó verið miklu yngri eftir útlit-
inu að dæma.
Veturinn 1948—49 bjó ég ásamt
konu minni og tveim börnum í
íbúð Larsenshjónanna í Holbæk-
götu 2 við Austurbrú í Kaup-
mannahöfn, en þau bjuggu þá í
Reykjavík. Eftir íslandsdvölina
settust þau aftur að í íbúð sinni,
og fru Inger býr þar enn í dag.
í septembermánuði sfðastliðnum,
þegar við hjón vorum á ferð í
Danmörku, notuðum við gott
tækifæri til að heimsækja frú
Inger og rifja upp gamlar minn-
ingar. Ég hafði auk þess með mér
blað og blýant, ef ske kynai að
frú Inger vildi leyfa mér að hafa
eitthvað eftir sér. Hún er nú hátt
settur starfskraftur við danska
sjónvarpið og hefur unnið við þá
stofnun síðan sjónvarpið tók
fyrst til starfa. Hún semur, undir
býr og stjórnar upptöku marg-
víslegra dagskrárliða og nýtur
mjög mikilla vinsæida danskra
sjónvarpsnotenda. Mér virtist
því að fróðlegt kynni að reynast
að fá hana til viðtals um þessa
sérgrein sína, ekki sizt með til-
liti til þess, að einmitt þessa dag-
ana er íslenzkt sjónvarp að stiga
sín fyrstu spor.
Frú Inger verður Ijúflega við
tiimælum mínum um viðtal, en
ekkf byrjum við á að tala um
sjónvarpið, heldur um gamla,
góða gengna tíð á íslandi.
Við komum til íslands í febrú-
armánuði 1946, segir hún, — þeg-
ar stríðinu var lokið og það var
aftur hægt að ferðast. Það var
erfitt hjá okkur fyrst í stað, sér-
staklega vegna þess að við feng-
um enga íbúð, en að öðru leyti
var okkúr mjög vel tekið. Pró-
fessor Sigurður Nordal útvegaði
okkur íbúð í Háskólanum í tvo
eða þrjá mánuði. Við fengum
tvö rúm lánuð hjá Rauða kross-
inum til þess að sofa í. Sem hús-
móður fannst mér nauð ynjavör-
ur ægilega dýrar, en ég bjó til
matinn í háskólaherberginu okk-
ar og allt var mjög skemmtilegt.
Um vorfð fórum við hjónin upp
að Hvanneyri. Martin vann þar
útivinnu, en ég hjálpaði til innan
húss, líka var ég Imra ís-
lenzku.
Hafðir þú ekki, fr. ^r. lært
neitt í íslenzku áður en þú
komst?
Nei. Ekki nema það litla, sem
maður lærir sem nemandi í
dönsku við háskólann í Kaup-
mannahöfn, þar fær maður dá-
litla kennslu í norrænu. En
Martin var búinn að þýða Eddu-
kvæðin, og það hafði tekið hann
fimm ár, og hann var anzi vel að
sér i íslenzku. Á stríðsárunum
hafði hann lært íslenzku hjá
Árna Hafstað, sem var hér í
Kaupmannahöfn áð stúdera.
Árni kom hingað heim til okkar
tvisvar í viku að kenna, en ég
hafði svo mikið að gera og var
heldur ekki mjög áhugafull, svo
ég nennti ekki að fylgjast með,
enda bjóst ég ekki við að ég
kæmi nokkru sinni til íslands.
En sumarið á Hvanneyri las
Martin.með mér og lét mig skrifa
stíla og brjótast í gegnum mál-
fræðina, og mér fannst þetta af-
ar erfitt nám. Þegar leið að
slætti, þá sendi hann mig austur
í Höfn í Hornafirði, þar sem ég
vann sem kaupakona hjá kaup-
félagsstjóranum.
Að raka og slá eða hvað?
Já, já. Fyrst þegar ég kom, ég
var þá lítil og mjög grönn, þá
sagði konan vi’ð mig: Kannt þú
að mjólka? — Nei, ég þekkti nú
varla hund frá kind, svo að frá-
leitt var að ég kynni að mjólka.
Konan var náttúrlega ekki of
hrifin áf því að fá vinnukonu af
þessu tagi, en svo komst hún að
því að ég var vön að sauma og
var dugleg við það, og dóttir
hennar var einmitt -að gifta sig
og þurfti á mörgu að halda, svo
að ég var sett til þess að sauma
allan heimanbúnað hennar, nema
bara brúðarkjólinn, hann saum-
áði ég ekki. Á morgnana bónaði
ég gólf, þvöði upp og bjó til mat.
Það voru 12 manns í heimili, og
nóg að gera. Á kvöldin fórum við
út í smáeyjar til að heyja, það
reyndist talsvert erfitt fyrir mig,
og ég virtist hafa hálfgert of-
næmi fyrir heylyktinni, eða
kannski rykinu úr því, ég fékk
höfuðverk. En mér fannst afskap
lega gaman að vera með fólkinu,
það var kátt og fjöurgt og söng
mikið, og ég lærði af því málið
og vísurnar.
Meðan ég var í Hornafirði, var
Martin austur í Lóni. Og einn
dag man ég mig langaði til að
heimsækja hann, og bóndinn
sem hann var hjá, hann kom
einu sinni til Hafnar. Ég spurði
hann hvort ekki væri hægt að
fara með honum. Jú, það var í
lagi. Við vorum á hestum, og nú
seinkaði okkur dálítið, við kom-
um svona um tólf leytið um nótt-
ina að Jökulsá í Lóni. Áin var
mjög ströng og nú treysti bónd-
inn mér ekki til að ríða yfir ána
í myrkrinu, þetta var seinnipart-
inn í ágúst, og satt að segja var
ég dálítið hrædd við ána. Hann
stakk svo upp á því að hann færi
heim á bóndabæ i námunda við
okkur og athugaði hvort ég gæti
ekki fengið að gista þar, en á
meðan skyldi ég bíða hérna við
ána og ekki hreyfa mig úr sta'ð.
Ég samþykkti þetta. Og þegar ég
var orðin þarna alein á árbakk-
anum í myrkrinu, þá fannst mér
þessi dula og ógnvekjandi nátt-
úra landsins alveg ætla að yfir-
buga mig. Svo kom bóndinn til
baka og sagði að ég gæti fengið
að gista í bænum og svo riðum
við þangað heim. Ég kom inn í
eldhúsið. Þar var húsfreyjan.
Hún var búin að hella upp á
könnuna og bollarnir stóðu á
borðinu, en hún sagði ekkert ein-
asta orð við mig, nema gott kvöld
og gerðu svo vel. Síðan fór bónd-
inn frá Lóni burt og skildi mig
eftir. Konan bjó nú um mig, og
enn sagði hún ekkert, nema gó'ða
nótt þegar hún fór. Ég notaði
alla þá íslenzku sem ég hafði
lært, en samt hélt ég að hún
skildi ekkert af því sem ég sagði,
og líklega mundi hún vera svona
þegjandaleg vegna þess. Síðan
fór ég að sofa.
Um morguninn kom ég aftur
niður í eldhúsið til konunnar og
fékk morgunkaffi, og þá talaði
konan við mig, og hún talaði all-
an tímann, spurði mig hvernig
það væri í Danmörku, hvaðan ég
kæmi og hvað maðurinn minn
væri að gera, allt mögulegt, og
var voðalega sæt og gó’ð.
Hvers vegna talaði hún ekki
við þig kvöldið áður?
Það skal ég segja þér. Þegar
ég kom þangað austur sem
Martin var, þá spurði ég: Hvers
vegna talaði þessi kona ekki við
mig um nóttina? Þá sagði bónd-
inn: Það var af því. að þá var
hún feimin við þig. Þá varst þú í
hennar augum mjög fín kona frá
Kaupmannahöfn, og hún þorði
ekki að tala við þig. Þá spurði ég
hvernig á því stæði, a’ð næsta
dag hefði hún talað svo mikið við
mig. Þá sagði hánn: Þá varst þú
búinn að gera gestur hjá henni.
Þá var hún búin að gefa þér
gjöf, hún var með því búin að
gera sig jafná þér og þurfti ekki
lengur að líta á þig sem sér blá-
ókunnuga og æðri veru. Með
næturgreiðanum — þessari gjöf
sinni — hóf hún sjálfa sig í sama
sess og gestur hennar sat.
Mér fannst þessi skilgreining
bóndans á háttvísi og siðalögmál-
um þessarar íslenzku alþýðu-
konu svo fögur og göfug, að ég
hef aldrei getað gleymt því. Og
þegar ég er að skýra útlending-
um frá íslenzkri bændamenn-
ingu þá segi ég þeim alltaf þessa
sögu, og þeir verða undantekn-
ingarlaust mjög hrifnir af henni.
Feng^ð þið íbúð í Reykjavík,
þegar embættisstörf mannsins
þíns hófust næsta vetur?
Nei. Þó fór ég að vinna hjá
Kristjáni Siggeirssyni húsgagna-
meistara og var heilt ár hjá hon-
um, en ég og maðurinn minn
höfðum fallegt og gott herbergi
rétt hjá danska sendiráðinu.
Hvar var dóttir ykkar, Anna
María, meðan þið áttuð ekkert
fast heimili?
Hún var hjá mömmu minni í
Kaupmannahöfn hálft annað ár
fyrst eftir að við fluttum hingað,
síðan tókum við hana til okkar.
Á þessum vinnukonuárum mín-
um á íslandi fékk ég gott tæki-
færi til að læra íslenzku og kynn
ast íslenzkum venjum og semja
mig að þjóðarsi’ðum. Ég hafði
afar mikið gagn af þessu öllu,
enda hafði ég engu vanizt heima
hjá mér í Danmörku, nema skóla
lífi og bóknámi. Vegna þess að
ég vann svo mikið á einkaheim-
ilum í Reykjavík, komst ég ekki
hjá því að læra málið og tileinka
mér íslenzka menningu.
Hvenær fenguð þið svo ykkar
eigin íbúð?
Eftir hálft annað ár. Þá skipt-
um við á íbúð okkar hér og íbúð
í Reykjavík. Hjón í Reykjavík
tóku okkar íbúð og við tókum
þeirra í staðinn. Á eftir þeim,
komuð þi'ð Sigríður í íbúðina
okkar hérna, en við fengum leigt
í Reykjavík. Þangað komu marg-
ir íslendingar í heimsókn til
okkar, meira að segja forseti ís-
lands, sem þá var Sveinn Björns-
son. Margir Danir komu til okk-
ar líka, og við höfðum það fyrir
fasta reglu að gefa þeim hangi-
kjöt og skyr að borða. Þeim féll
sá matur ágætlega.
Inger Larsen
Hvað bjugguð þið lengi á fs-
landi?
í sex ár. Og á hverju sumri
fórum við upp í sveit til að
vinna. Við vorum norður í Skaga
firði, í Vík í Skagafirði, eitt s-um-
ar vorum vfð í Borgarfirði eystra,
hjá presti þar, og þar var yndis-
legt að vera. Á leiðinni þangað
fórum við með strandferðaskipi
inn á hvern fjörð á Austurlandi,
og mér fannst víða svo ægilega
fallegt.
Loks var tími sendikennarans
útrunninn á íslandi. Hvenær
fluttuð þið aftur til Danmerkur?
Við fórum 1951. En áður var
ég farin að búa til dagskrárliði
fýrir útvarpið, danska útvarpið,
og það var var einmitt vegna
^ess að ég var búsett á íslandi.
Ég sendi heim til Danmerkur út-
varpsþátt um ísland handa
skólaútvarpinu. Eftir það byrj-
a'ði ég líka að búa til útvarps-
þætti fyrir íslenzka útvarpið. Ég
fór til Kaupmannahafnar og tók
viðtöl við ýmsa íslendinga, sem
þar voru búsettir. Hér í borg
voru þá margir íslenzkir lista-
menn: Anna Borg, Stefán íslandi
og fleiri. Lika fór ég út á Jót-
land og tók viðtöl við marga
gamla íslendinga. fslenzkum
hlustendum þótti mjög skemmti-
legt að heyra þetta gamla fólk
segja frá reynslu sinni erlendis.
Þannig byi;jaði starf mitt við út-
varp og sjónvarp.
Hefurðu oft komið til íslands
síðan þú fluttir þaðan?
Já. Sjónvarpið hefur sent mig
þrisvar til þess að búa til dag-
skrá. Fyrsta sinn sem ég kom til
íslands eftir að við fórum þaðan
alfarin, var 1961. Þá bjó ég til
fimm prógröm, og það var mjög
auðvelt fyrir mig, því a'ð ég hitti
svo margt fólk. Náttúrlega var
ég svolítið farin að ryðga í ís-
lenzkunni, en þegar ég var búin
að vera nokkra daga, þó fór ég
að liðkast.
Hvert var aðalefnið í fyrstp
sjónvarpsdagskránni, sem þú
gerðir á fslandi?
Prógrömin voru fimm, og þau
voru send út á öllum Norðurlönd
um. Fyrst var eitt i*m náttúruna,
annað um atvinnulífið, þriðja um
menningarlífið — Háskólann og
skólamálin, þá skírði ég frá því
hvernig landinu væri stjórnað og
þess háttar. Ég var einn mánuð
að vinna a'ð þessu hérna.
í annað skiptið kom ég til fs-
lands til þess að búa til sjónvarps
dagskrá um handritamálið. Þá
var alltaf verið að skrifa um
handritamálið hér í Danmörku
og því var haldið fram að ekki
væri farið vel með handritin a
íslandi, og ég var orðin svo ergi-
leg út af þessu, af því ég vissi að
þetta var ekki satt, svo rrér
fannst nauðsynlegt að fara til is-
lands til þess að geta sýnt í sjón-
varpinu hér, að það væri fari'ð
vel með handritin.
Og þetta tókst þér mjög vel,
eftir blaðaskrifum að dæma, frú
Inger. fslendingar og íslenzku
blöðin voru þér afar þakklát fyr-
ir þessa dagskrá.
Það væri hins vegar of mikið
sagt, að allir Danir hafi verið
það. Ég reyndi auðvitað að
blanda ekki milliríkjapólitík í
þetta verk. Fyrir mér vakti það
eitt að sýna með sannindum
hvernig unnið væri við handritin
á íslandi og hvernig þa'ð væri
gert í Danmörku. Ég tók heldur
enga afstöðu til þess, hvar hand-
ritin ættu að geymast í framtíð-
inni. Þetta átti að vera hlutlaus
fræðsla, en ekki áróður. Gamli
maðurinn Bröndum Nielsen taldi
mig hafa farið óþurftarferð til
fslands, honum fannst ég ekki
hafa verið hlutlaus. Aftur á móti
hrósaði útvarpið þessari sjón-
varpsdagskrá minni og taldi mig
alveg hlutlausa.
Þú hefur sem sagt staðið með
pálmann í höndunum, þó að ein-
staka rödd teldi að þú hefðir ver-
ið fslendingum hli'ðholl. — Nú,
þetta var önnur ferðin til ís-
lands. í þriðja sinn?
Það var í marzmánuði 1966. Þá
kom ég til þess að búa til dag-
skrá um Halldór Laxness. Við
höfum hér við sjónvarpið fastan
bókmenntaþátt, sem kallast
„Tanker i Europa" — kannski
mætti nefna hann „Hugsað í Evr
ópu“. Til þessa starfs tók ég með
mér Ole Storm ritstjóra í Poli-
tiken, sem hafði viðtal við Lax-
ness, en ég gerði ekki annað en
stjórna samsetningu þáttarins og
upptöku. Það var mjög gaman að
koma til íslands þá aftur, mér
finnst alltaf svo gaman að koma
til íslands.
Hva'ð varstu lengi á íslandi síð-
ast?
Bara tólf daga. En ég þarf
bráðum að koma aftur. Ég hef
verið óheppin með íslandsferðir
mínar að því leyti, að tvisvar
voru þær í marz, en einu sinni
í nóvember, svo að ég hef aldrei
fengið sólskin og sumar, en það
langar mig til að sýna hér, ég
vona að »ú von rætist fyrr en
seinna.
Þú hefur verið starfskraftur