Morgunblaðið - 07.10.1966, Blaðsíða 17
Föstudagur 7. október 1966
17
MORGUNBLADID
— Vietnam
Framhald af bls. 14
orðið þeim til vegsauka.
Hvorki Rússar né Kínverj-
ar eru líklegir til að veita
Vietnambúum svo mikla að-
stoð, að komi hart niður á
þeim sjálfum, — þannig að
valdi efnahagsvandræðum
heima fyrir. Aðstoðin má
hins vegar vera mjög lítil,
til þess, að hún ekki hafi
einhver áhrif. Kínverjar
verða án efa að draga að
einhverju leyti úr þenslu í
efnahagslífi — einhvers stað-
ar — og þó útgjöld Rússa
hafi aðeins verið smámunir
miðað við útgjöld Bandaríkj
anna í Vietnam, fer ekki hiá
því, að þau , hafi cinhver
áhrif. Ef til vill hafa þau
m.a. orðið til þess að Sovét-
stjórnin hefur orðið að draga
úr aðstoð við önnur eriend
ríki, t.d. Indland og Afríku-
ríki.
Það er á hinn bóginn á
sviði stjórnmálanna, sem
Vietnamstyrjöldin • veldur
kommúnistaríkjunum mest-
um skaða.
Arið 1954, þegar Norður-
Vietnam varð sjálfstætt
kommúnískt ríki varð stjórn
þess að reiða sig fyrst og
fremst á tvær hjálparhellur
— Sovétríkin og Kína. Styrj
öldin í Vietnam hefur í sjálfu
sér ekki valdið ágreiningi
milli Sovétmanna og Kín-
verja — en því verður vart
móti mælt, að ástandið hefur
átt stóran þátt í að ágrein-
ingurinn út til annarra ríkja.
Pekingstjórnin lítur á ástand
ið í Vietnam eins og kylfn,
sem hún geti notað til að
berja í hausinn á Moskvíi-
stjórninni, Kínverjar saka
hana um að vera í leynimakki
við Bandaríkjastjórn og segir
hana eingöngu veita N-Viet-
nam málamyndaaðstoð.
Rússar aftur á móti nota
áskorunina um „samræmda
og sameinaða afstöðu í Viet-
namdeilunni" sem svipu á
Pekingstjórnina — til þess
að sýna, að hún komi í veg
fyrir að heimskommúnisminn
geti nóð markmiði sínu.
Frá upphafi þessa árs hef-
ur styrjöldin í Vietnam átt
verulegan þátt í að dýpka
ágreining Rússa og Kínverja.
Kínverjar litu sendiför nátt-
ettra sovétleiðtoga til Hanoi
augum tortryggni og mikilla
grunsemda. Staðhæfði Pek-
ingstjórnin að Sovétstjórnin
hefði með leynd látið Banda-
ríkjastjórn vita um ferð sína
— og hvað hún hyggðist fyr-
ir. Og því aðeins hefði Banda
ríkjastjórn gert hlé á loft-
árásum á N-Vietnam, að hún
hefði vonast til að Rússarnir
gætu beitt áhrifum sínum til
þess að fá Hanoi-stjórnina til
að setjast að samningaborði.
Rússar voru, að sögn Peking-
stjórnarinnar, í „heilögu
bandalagi“ við Bandaríkja-
stjórn og markmið þeirra að
umkringja, einangra og sigra
Kína.
A hinn bóginn sakaði
Moskvustjórnin Kínverja um
að hindra herflutninga Sovét
mana til Norður-Vietnam og
á annan hátt að veikja vonir
um að einipg og samheldni
gæti ríkt í röðum kommún-
ista.
Vietnamstyrjöldin hafði
einnig önnur áhrif. Hún opn-
aði augu Sovétstjórnarinnar
fyrir ástandinu í Evrópu —
þjóðir Evrópu voru í óða önn
að losa sig úr böndum til
þess að forða sér frá því að
flækjast inn í valdabaráttuna
í Suð-Austur Asíu. Evrópu-
ríkin virtust vera að losna
undan sínum gamla ótta við
Sovétríkin. Vietnam styrjöld-
in hafði beint ljósi, að Sov-
étríkjunum sem hugsanleg-
um sáttasemjara — hvort
sem Sovétstjórnin kærði sig
um eða ekki — og hver Ev-
rópuleiðtoginn af öðrum
fyrst og fremst Harold Wil-
son, forsætisráðherra Bret-
lands og Charles de Gaulle,
forseti Frakklands, fyrir ut-
an Asíuleiðtctfa eins og Ind-
iru Gandhi, forsætisráðherra
Indlands og U Thant, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna — fór til Moskvu
til þess að ræða Vietnam
málið við Kremlverja. Allt
átti þetta sinn þátt í að ala
með Evrópuríkjunum þá von
að Kalda stríðinu væri lokið
í Evrópu. Evrópuríkin virt-
ust lítt uppveðruð af þeirri
yfirlýsingu Bandaríkjastjórn
ar, að hún væri að berjast
í Vietnam fyrir þau — fyrir
hinn frjálsa heim. Margir —
kannski flestir — kærðu sig
ekkert um styrjöldina í Viet-
nam — vildu lifa áfram í
draumi sínum um eðilegt líf
og velmegun og gleyma Viet-
nam.
Og Bandaríkjastjórn lagði
svo mikla áherzlu, orku og
fjármuni í starfsemi sína í
Asíu vegna Vietnamdeilunn-
ar, að það hlaut að bitna á
stefnu hennar í Evrópu.
Mao Tse Tung
Vietnam deilan átti sinn
þátt í að auka ágreininginn
milli Bandaríkjanna og Frakk
lands — en sá ágreiningur
hafði síðan víðtæk áhrif á
skipan og starfsemi Atlants-
hafsbandalagsins.
Snemma á þessu ári kvart-
aði de Gaulle Frakkandsfor-
seti yfir því, að endurteknar
loftárásir Bandaríkjamanna
á Norður Vietnam gerðu að
engu friðarvonir í deilunni.
Og í júní lýsti de Gaulle því
yfir í Moskvu að leggja yrði
Genfarsamkomulagið frá 1954
til grundvalar lausn Vietnam
deilunnar. Það vill aðeins
svo til, að Kínverjar hafa
lýst samkomulag þetta dautt
og ómerkt og engan veginn
grundvöll samkomulags.
Vietnamdeilan hefur enn-
fremur orðið til þess, að
Badaríkjastjórn brást illa við
þeirri ákvörðun Vestur-Þjóð-
verja að selja Kínverjum stál
— sökum þess, að hún taldi,
að það yrði til þess að auð-
velda Kínverjum hernaðar-
reksturinn. Vietnam hefur
einnig skaðað samband Banda
ríkjanna við annan gamlan
og mikilsverðan bandamann
og vin — Bretland, — þegar
Harold Wilson lýsti því yfir,
að stuðningur Breta við
stefnu Bandaríkjanna í Viet-
nam næði ekki til loftárása
þeirra á svæði í nágrenni
Hanoi og Haipong. Brezka
stjórnin hefur átt við vax-
andi erfiðleika að stríða
vegna stuðnings við stefnu
Bandaríkjastjórnar í Viet-
nem.
Jafnvel Japanir eiga i vand
ræðum vegna Vietnam deil
unnar. Stjórnin þar hefur, til
og stuðnings við Bandaríkja-
stjórn — en nú er svo komið,
að henni veitist erfitt að
halda fast við þá afstöðu.
Annars vegar óttast Japanir,
að styrjöldin breiðist út.
Hins vegar óttast þeir afleið-
ingarnar af hugsanlegri
skyndilegri brottför banda-
ríska liðsins frá Suð-Austur
Asíu. Þetta tvíræða ástand
— og óvinsældir Vietnam-
styrjaldarainnar meðal jap-
anskrar alþýðu gera stjórn-
inni erfitt fyrir. Það er hæg-
ar sagt en gert fyrir hana að
marka sér ákveðna stefnu í
þessu máli.
Þar við bætist, að Sovét-
stjórnin hefur að undanförnu
gert tilraunir í þá átt að bæta
samskipti og auka viðskipti
við Japani. Að nokkru leyti
má skýra þettá svo, að Sov-
étstjórninni sé í mun að halda
Kínverjum umkringdum og
einangruðum. Sý skýring
kann einnig að liggja til
grundvallar stefnu Sovét-
stjórnarinnar í Ytri Mongólíu
á sínum tíma og því frum-
kvæði, er hún tók um friðar-
viðræður stjórna Pakistans og
Indlands, er þau ríki áttust
við í fyrra.
Að því er Indverja varðar
veldur Vietnam styrjöldin
þeim einnig vandræðum —
og á þann hátt að stefna
þeirra verður tvíræð. Annars
vegar er sú staðreynd, að Kin
verjar eru Indverjum ógn.
Indverjar, sem styðja stefnu
Bandaríkjanna í Vietnam,
segja hreint og beint, að
Bandaríkjamenn séu að
heyja stríð fyrir Indverja í
Vietnam, því væru þeir ekki
þar, væru Kínverjar Indverj-
um miklu hættulegri. En Ind
verjar eru Asíubúar og styrj-
öld milli Asíubúa og hvítra
manna er alltaf óvinsæl hvað
svo sem líður öllum ótta við
Kínverja.
Þá er röðin komin að Indó-
nesíu. Margir halda því hik-
laust fram, að Vietnam styrj-
öldin hafi að verulegu leyti
orðið til þess að koma í veg
fyrir að kommúnistar næðu
þar völdum. Þessir sömu aðil
ar láta í ljós þá skoðun, að
hefðu Bandaríkjamenn ekki
verið í Suð-Austur Asíu,
hefðu kommúnistar verið var
kárari og undirbúið betur
valdatöku í Indónesíu. Hugs-
anlegt er, að Pekingstjórnin
hafi fallið þá í freistni að
reyna að ná tökum á Indó-
nesíu svona fljótt til þess að
ná tangarhaldi á Suð-Austur-
Asíu — í von um að eiga þá
skjótari sigur í Vietnam.
Vietnammálið er yfirleitt
hið mesta vandamál og
áhyggjuefni allra Asíubúa.
Ljóst er, að kommúnískir
skæruliðar eru nú að byrja
að endurtaka leik sinn í Thai
landi og Malaysia er alltaf í
hættu. Suður Kóreumenn,
sem þegar hafa fengið sig
fullsadda á átökum við komm
únista, berjast við hlið Banda
ríkjamanna í S-Vietnam —
en kommúnistastjórnin í
Norður Kóreu gerir allt. sem
hún getur, til að forðast að
flækjast í málið og hefur m.a.
í því skyni haldið stefnu hlut
leysis í ágreiningi Rússa og
Kínverja.
Styrjöldin í Vietnam hefur
haft áhrif um gervallan heim,
skapað ótta við hugsanlega
styrjöld og haft þau átvrif,
sem margir telja hvað al/ar-
legust, að stórveldin hafa orð
•ið að draga úr aðstoð sinni
við vanþróuðu ríkin. — Einn
ig hefur stríð þetta víða oið-
ið til þess að skerða þá hug-
mynd, sem menn höfðu um
Bandaríkin — stórveldið —
eitt hið mesta í heimi — sem
her skæruliða og sméþjoð
getur varizt. Þetta eitt út af
fyrir sig gerir Bandarikja-
mönnum erfitt fyrir — hvað
verður sagt um þá, ef þeir
farar frá Vietnam í því
ástandi, að túlka megi sem
sigur kommúnista? Það yrði
án efa kommúnistum hvatn-
ing til þess að fara á stúf-
ana annars staðar — hefja
ný „þjóðfrelsisstríð“. Vafa-
laust mundi það einnig neyða
Sovétstjórnina til þess að
styðja öflugar en áður slík
þjóðfrelsisstríð — þó ekki
væri nema til þess að koma
í veg fyrir, að kínverskir
kommúnistar taki algerlega
forystu í hinum kommúníska
heimi. Allt mundi þetta hafa
hin alvarlegustu áhrif á sam
skipti Bandaríkjanna og Sov-
étríkjanna — og án efa auka
margfaldlega hættuna á
heimsslyrjöld.
— Bókmenntir
Framhala af bls. 12.
setja þennan sundurleita hóp
undir einn hatt með vörumerk-
inu „iðkendur nýrra skáldskapar
forma“. Ég treysti mér ekki til
þess. Geti Jón Björnsson ekki
fært rök að því, að þessir þrett
án höfundar séu af sama sauða-
Ihúsi, lýsi ég skrif hans ómerk,
en læt öðrum eftir að dæma
um heiðarleik hans. Mér er líka
hugleikið að fregna, hvaða höf-
wnaa af eldri kynslóð, sem gáfu
út bækur á árunum 1962-64, ég
hafi leitt „sem lamto til slátrunar
á erlendum vettvangi" e’ða „sví
virt í riti, sem áreiðanlega er
ætlað að flytja óhlutdræga
træð.slu um þá hluti, sem hér
hafa gerzt“.
Um ljóðskáldin gegnir svip-
uðu máli og um lausamálshöf-
unda. Ég fjallaði um Jóhannes
úr Kötlum, Guðmund Böðvars-
son, Þorstein Valdimarsson,
Hannes Pétursson, Matthías
Johannessen og Þorstein frá
Hamri, en drap í Dag Sigurðar-
son og Kristján Árnason. Ætli
þessi skáld verði dregin í einn
dilk af Jóni Björnssyni? Það
skyldi þó aldrei vera!
Þegar kemur að íslenzkri leik
ritun þykist Jón heldur en ekki
hafa komizt í feitt þegar hann
uppgötvar, að ég hafði talið
mitt eigið verk me'ðal þeirra tíu
innlendu leikrita sem sett voru
á svið á árunum 1962-64. Þykir
honum það að vonum bera vitni
lítilli hlédrægni. Hins vegar
gengur honum sem fyrr erfið-
lega að þræða einstigi sannleik-
ans. Hann segir orðrétt: „Það
kemur skýrt fram í greininni í
Nordisk Tidskrift að sýning
þessi sé einn merkasti leiklistar-
viðburður síðari ára. „Den nye
bölge“ í íslenzka leiklistarheim-
inum hafi hafizt í marz 1962,
er nefnt leikrit opinberaðist
frumsýningargestum. Samkvæmt
því er hvorki meira né minna en
um tímamótaverk að ræða“. í
kaflanum um íslenzka leikritun
benti ég á þá athyglisverðu stað
reynd, áð syiðsett hefðu verið
tíu ný leikrit, öll eftir áður ó-
þekkt leikskáld, á tímatoilinu
1962-64, og gat þess að „Gesta-
gangur“ hefði verið fyrst þeirra,
án þess að ég legði nokkurt mat
á leikritið, hvað þá að ég teldi
það tímamótaverk. Á 'árunum
1959-61 höfðu einungis komið
fram tvö ný innlend leikrit,
„Delerium butoonis" og „Stromp
leikurinn“, þannig að mér fannst
ekki úr vegi að tala um „ny
bölge“ á tímabilinu 1962-64, að
sjálfsögðu innan gæsalappa, enda
tók ég fram að leikritin tiu væru
engan veginn öll jafn athyglis-
verð. Þáð þarf meira en litla
glámskyggni til að fá það út
úr ummælum mínum, að ég telji
„Gestagang“ upphaf nýrrar
stefnu í leikritagerð, því ég tek
skýrt fram „at de unge forfatt-
ere, der er blevet præsenteret,
er lovende, ikke mindst fordi de
er sá forskellige i stil og frem-
gangsmáde".
Það er mitt persónulega mat
að ljóðlist og leikritun séu fjöl-
'breytilegastar og lífvænlegastar
toókmenntagreinar á íslandi nú
um stundir, og því mati kom
ég á framfæri í „Nordisk Tid-
skrift“ og ber engan kinnróða
fyrir. Allt tal um tízkustefnur
‘í því sambandi er út í hött, þvi
íslenzk Ijóðskáld og leikskáld
verða ekki með neinu móti dreg
in í einn dilk.
5 Vel má vera að dómaraskikkj-
an fari okkur Ólafi Jónssyni ílla,
eins og Jón Björnsson heldur
fram, en þá er þess að gæta,
að skikkjan er föl hæfari mönn-
um, ef þeir bara nenna að fara í
hana. Jón Björnsson bar hana
sjálfur á síðum Morgunblaðsins
um eitt skefð og er því manna
bezt fallinn til að dæma um,
hvernig hún fer öðrum.
| Sigurður A. Magnússon.