Morgunblaðið - 09.10.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.1966, Blaðsíða 2
2 MORGU NBLAÐIÐ Sunnudagur 9 okt. 1966 Úhróðri hnekkt ÞJÓÐVILJINN heldur því fram á 'orsíðu í gær að Bygg- ingarfélagið Brú hafi lent í vanskitum við starfsmenn sína vegna greiðsluerfiðleika borgarsióðs, en byggingarfé- lagið hefur haft með höndum nokkur verkefni fyrir Reykja víkurbovg. Hér er nm hreinan upp- spuna að ræða og lið í óhróð ursherferð kommúnistablaðs- ins á nendur Reykjavíkur- borg. t borgarráði hefur ver ið gerð grein fyrir viðskipt- um borgarinnar við Bygginga félagið Brú og í þeirri grein argerð hefur komið skýrt fram að ekki er um nein van skil af hálfu borgarinnar að ræða gagnvart Byggingafélag inu Brú. Hefðu verið hæg heimtök hjá kommúnistablað inu að afla sér réttra upp- lýsinga um mál þetta. Spónoplötur brjóta Ijósostaui Akureyri, 8. október: — í GÆR var verið að flytja spóna plötur frá geymsluhúsi Eimskips áleiðis að verziun Jóns Loftsson ar h.f. við Glerárgötu. Á móts við húsið nr. 3 í götunni vildi svo óheppilega til, að 13 búnt af spónaplötum runnu til hliðar út af pallinum, lentu á Ijósastaur úr járni og mölbrutu hann. Þyngd ækisins, sem þarna rann af bílnum, mun hafa verið ná lægt þremur tonnum. Svo lán- lega tókst til, að einginn var staddur á gangstéttinni þessa stundina, en eila hefði getað orðið stórslys af óhappi þessu. Engin viðhiytandi skýring hef ur fengizt á þessu atviki, bíllinn ók hægt ng gatan er rennslétt, enda malbíkuð, Þess má þó geta, að spónaplóturnar voru óbundn ar, enda mun það vera venja í flutningum milli húsa. Leiðrétting í FREGN í Mbl. í gær, þar sem skýrt var frá verðlagi á frystri þorskblökk í Bandaríkj- unum, slæddist inn villa um söuverð á blokkinni fyrr á ár- Leifs Eiríkssonar minnst í Reykjavík Utiathöfn við Leifsstyttuna 1 DAG verður dags Leifs Ei- ríkssonar minnst í Reykjavík b t! f þ . ' 5 S C N’ c V' — :- ■v"'"r K •: . o.' sinn sem at.höfn sem þessi fer fram á þessum stað, og hefur ávallt verið þar fjölmenni. f kvöld verður árshátið ts- lenzk-amerískafélagsins haldin að Hótel Borg, hefst hún með kvöldverð kl. 7. Gestur kvölds- ins er Hjörvarður H. Árnason, listfræðingur, sem flytja mun ræðu kvöldsins. Fjailar hún um þýðingu lista til þess að efla menningartengsl og bæta sam- búð milli þjóða. Ennfremur mun koma fram á árshátíðinni Magnús Jónsson, óperusöngvari, og syngja nokkur lög, en síðan verður dans stiginn fram eftir nóttu. Meðal gesta í hófinu verð ur forseti íslands, herra Asgeir Ásgeirsson. Óseldir aðgöngumið ar að árshátíðinni verða seldir að Hótel Borg í dag. Leifsstyttan 1 Reykjavík ÞESSI mynd var tekin af hafði verið tilkynnt í ríkis- Margrétu Danaprinsessu og ráði. Mikill mannfjöldi fagn- Henri greifa, unnusta hennar aði hinum konunglegu hjóna- er þau óku frá Kristjánsborg- efnum er þau óku um götur arhöll til Amalíuborgar s.l. Kaupmannahafnar. Eins og miðvikudag, er trúlofun þeirra kunnugt er fer brúðkaup þeirra fram hinn 27. maí n.k. Gífurleg sala á sjónvarpstækjum Tæki, sem eingöngu eru fyrir Reykjavíkur- sjónvarpið ódýrari en hin Líðan eftir atvik- um góð MBL. hafði í gær samband við handlækningadeild Landakots spítala og spurðist fyrir um líð- an Þórunnar Jónsdóttur, sem varð fyrir bifreið á Austurbrún í fyrradag. Samkvæmt upplýs- ingum er blaðið fékk var líðan hennar eftir atvikum góð. SALA á sjónvarpstækjum hefur aukizt gífurlega síðan íslenzka sjónvarpið hóf regluundnar út- sendingar, og er svo komið, að sjónvarpsverzlanir í borginni selja tækin í kössum af götunni, þar eð tími vinnst ekki til, að taka utan af þeim. Meðfylgjandi mynd er tekin fyrir utan Radíó- búðina að Klapparstíg 26 og sýn- ir nokkur sjónvarpstækjanna, sem seld voru samdægurs og þau komu til landsins. Erfiðleikum var bundið að ná sambandi við hina önnum köfnu sjónvarpstækjakaupmenn, en Halldór Laxdal eigandi Radíó- búðarinnar tjáði blaðinu fyrir skömmu, að viðskiptavinirnir biðu í stórhópum eftir tækjum sínum. Þakkaði hann þessi öru viðskipti tilkomu íslenzka sjón- varpsins. Hann sagði að stórar sjónvarpssendingar væru á leið- inni til landsins eða þegar komn- ar. Þess má geta, að sjónvarpstæki, sem eingöngu eru gerð fyrir Reykjavíkurstöðina eru nokkuð ódýrari en þau, sem bæði eru gerð fyrir Keflavíkur- og Reykja- víkursjónvarpið. Samt er það svo, að 90% kaupenda kaupir tæki, sem gerð eru fyrir báðar stöðv- arnar, eflaust með þá von í huga, að Keflav.sjónvarpið hætti við að takmarka útsendingar sínar við næsta nágrénni Keflavíkur- flugvallar. Þá hefur mikið borið á því, að fólk, sem átt hefur sjónvörp, er eingöngu eru gerð fyrir Kefla- víkursjónvarpið, hefur frestað því fram á síðustu stundu að láta breyta rásunum, þannig að ís- lenzka sjónvarpið náist einnig i tækin. Eru því geysimiklar annir hjá fyrirtækjum þeim, sem slík- ar breytingar annast, og hafa fyrirtækin því hvergi nærri und- an. Það mun láta nærri, að sjón- varpstæki seljist fyrir um milljón kr. á dag undanfarið, enda þéttist nú sjónvarpsnetaskógurinn með degi hverjum með athöfn við styttn Leifs á iu. Orðrétt átti málsgreinxn að | Skólavörðuholti, og með hóti að hljóða sem hér segir: „Samkvæmt nýjustu fregnum mun sem stendur ekki vera unnt að fá í Bandaríkjunum yfir 24-25 cent fyrir pundið (lb) af þorskblokkinni. Til samanburð- ar má geta þess, að fyrr á ár- inu var söluverð á þessari teg- Hótel Borg í kvöld. Athöfnin að SkótavórðuhoJti hefst kl. 1.50 með því að lúðra- sveit leikur nokkur lög. Siðan flytja þeir stutt ávórp Fmil Jónsson, utanríkisráðherra >‘g sendiherra Bandaríkjanna á ís- ladi, James Penfield. Að því und blokk 29.5 -30 cent per j loknu mun Lögreglukórinn pund.______________I syngja tvo lög. Þetta er í þriðja Ók á hús og kyrr- stœða bifreið Harður árekstur á Akranesi MJÖG harður árekstur varð á in áfram og lenti á húsi sunnan Akranesi í fyrakvöld, er öku- maður missti stjórn af bifreið sinni, og lenti á húsi og kyrr- stæðri bifreið. Slysið var, er ökumaður Volvo bifreiðar beygði inn á Suður- götu af Skagabraut. Bifreiðin mun hafa verið á talsverðri ferð, því ökumaðurinn missti stjórn á henni með þeim afleið- ingum að hún lenti á umferð- areyju. Þaðan kastaðist bifreið- við Suðurgötu, en hélt síðan áfram og lenti á húsi sunnan við Suðurgötu, en hélt síðan áfram eftir gangstéttinni' og fór aftur þvert yfir Suðurgötu, og lenti á fkyrrstæðri bifreið. Þar stað næmdist hún loks. f bifreiðinni voru þrír ungl- ir piltar, og sluppu þeir allir ómeiddir Bifreiðin er á hinn bóg inn mjög mikið skemmd Aukin fjölbreyttni í ieik völlum borgarinnar Starfsleikvellir og umferðarleikvellir til umræðu i borgarstjórn Á FUNDI borgarstjórnar Reykja- víkur sl. fimmtudag var sam- þykkt tillaga frá borgarfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins, þess efnis, að barnaheimila- og leik- vallanefnd athugaði möguleika á að auka fjölbreyttni í leiktækj- um og aðstöðu til leikja á leik- völlum borgarinnar, skapa að- stöðu til aukinnar starfsemi á íþróttavöllum borgarinnar og koma upp starfsleikvöllum og umferðarleikvöllum. Styrmir Gunnarsson (S) sagði að nauðsynlegt væri að fylgjast með nýjungum leikvallagerðar og skapa fjölbreyttni í leiktækj- um á leikvöllunum. Þá væri ennfremur ástæða til að efla þá starfsemi, sem nú fer fram á íþróttaleikvöllum borgarinnar, svo sem sparkvöllum og körfu- boltavöllum en þeir njóta nú mikilla vinsælda. Erlendis ryðja sér nú til rúms svonefndir starfsleikvellir, þar sem börnum er veitt aðstaða til þess að byggja hús og rækta blóm og garðávexti. í Aðalskipu- lagi Reykjavíkur væri gert ráð fyrir að komið yrði upp slíkum leikvöllum. Þá eru ennfremur komnir fram erlendis svonefndir umferðaleikvellir, þar sem kom- ið er fyrir götum, húsum, ljós- um og ökutækjum og börn fá mikilvæga leiðbeiningu í um- ferðarreglum. Þessi fjögur atriði í leikvallamálum Reykjavíkur er nauðsynlegt að taka til rækilegr- ar athugunar, sagði borgarfull- trúinn. Umræður þessar spunnust út af tillögu Sigurjóns Björnssonar (K) þar sem hann leggur áherzlu á nauðsyn þess að auka fjöl- breyttni í leikvöllum Reykja- víkurborgar, þannig að þeir hæfi fleiri aldursflokkum en nú. Slæm prentvil’a í iorystugreín SLÆM prentvilla varð í upp- hafi fyrstu forystugreinar Morg unblaðsins í gær. Fyrsta máls- grein forystugreinarinnar átti að vera á þessa leið: „Fyrir nokkrum dögum birti Tíminn samtal við Gísla R. Pétursson, sem er ungur kaup- félagsstjóri á Þórshöfn í Norð- ur-Þingeyjarsýslu.“ í blaðinu stóð hins vegar „Fyrir nokkrum árum —“ Leið réttist þetta hér með. í SÍÐARI forustugrein Mbl. félu niður nokkur orð, svo að misskilningi getur valdið. Þar átti að standa: í ræðu borgar- stjóra kom fram, að borgarsjóð- ur hefur nú yfir 40 milljór.um króna minna fé til ráðstöfun- ar vegna lakari innheimtu út- svara og aðstöðugjalda og ann- arra tekna en búast mátti við, en þessi upphæð er mun hærri en sem skilur á milli þess hvort um greiðsluerfiðleika hefði verið að ræða eða ekki. Þetta leið- réttist hér með. Volur vann 3-1 VALUR og Akureyringar léku 1 Bikarkeppninni í gær. Valur vann 3-1. í hálfleik var staðan 2-0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.