Morgunblaðið - 09.10.1966, Síða 10
10
MORCUNBLADIÐ
Sunnudagu: 9 okt. 1966
f hlýjum skála á Keflavíkur-
flugvelli sátu tólf ungir Bret
ar og ræddust við um ferða-
lagið, sem þeir áttu fyrir hönd
um. Hér var á ferðinni hóp-
ur fjallgöngunianna í ferð á
vegum brezka flotans — og
var förinni heitið á Græn-
landsjökul.
I>að varð þögn andartak —
svo leit einn þeirra upp allt
í einu — Noel Dilly, þrítug-
ur kennari í líffærafræði við
University College í Lund-
únaháskóla, maður eir'ðar-
laus og félagslyndur. „Hvað
mig varðar sagði hann snöggt,
fari svo, að ég hrökkvi upp
af, þá fleygið mér í sprungu
og haldið svo áfram“.
Þessir ungu og hraustu
menn, sem þarna eru saman
komnir, tóku ferðalag sitt
ekki sérstaklega alvarlega —
hugsuðu sem minnst um þær
hættur, sem framundan vóru,
sumir gerðu sér raunar enga
Buuðinn í ífðUimu
Frá GrænlandsSeiðangti
brezkra f^all-
göngumanna
grein fyrir þeim, — en þarna
gerðu þeir með sér þegjandi
samkomulag um, að förinni
skyldi haldið áfram þó svo
eitthvað kæmi fyrir einhvern
þeirra.
Ein af meginástæðunum
fyrir því, að fólk klífur fjöll
er sú. að bví finnst hættan,
sem dreifðir eru í smáhópa
hér og hvar um landið, eru
ekki fleiri en í venjulegum
smákaupstað á Englandi.
Áhugi þessara ungu Breta
beindist nú fyrst og fremst
að smásvæði í einu horni
þessa mikla landflæmis —
fjallahéráði, sem um seitluðu
nokkrar jökulár, einn af ör-
fáu stöðum í heiminum, þar
sem óhætt væri að strá far-
angri sínum í slóð sína og
geta verið viss um að rekja
sig aftur eftir honum til
baka.
Af leiðangursmönnunum
tólf voru tíu úr hernum, þar
af tveir liðsforingjar, annar
úr landhernum, hinn úr flug-
hernum. Leiðangursmenn
höfðu sett sér nægilega mörg
Roger Wallis, stjórnaði heim-
förinni
sem sífellt vofir yfir, auka
ánægjuna og hina iíkamlegu
áreynslu. Þar með er ekki
sagt, áð fjallgöngumenn láti
stjórnast af ómeðvitaðri ósk
um að binda enda á líf sitt,
eins og sumir halda fram —
því trúir a. m. k. enginn, sem
séð hefur hætt kominn fjall-
göngumann.
Hinsvegar eru ekki allir
gæddir því sálarjafnvægi,
sem til þarf að takast á hend
ur slíkar ferðir — eða á ann-
an hátt ekki undir það búir
að mæta þeim hættum, sem
þær geta haft í för með sér.
Það gerði Dilly sér ljóst.
XXX
Grænland er næstum eins
stórt og Evrópa. Af 2,177,600
ferkílómetrum eru hátt í
1900,000 ferkílómetrar ein ó-
slitin í&breiða — og íbúarnir,
Chris Stocken, fyrirliðinn
sem fórst
og virðuleg markmið meó för
inni til þess að fá styrk til
hennar, grasafræði- og landa
fræðirannsóknir, samstarfs-
þjálfun hermanna úr hinum
ýmsu greinum hersins, þjálf
un ungra foringjaefna og þar
fram eftir götunum — en hið
raunverulega takmark var að
komast inn á hið ógenga
mMMrc
Schweitzerlandssvæði, sem
fjallgöngusveitir frá Sviss,
Skotlandi og Norðurlöndum,
höfðu áður gefizt upp við.
Ennfremur ætluðu þeir að
reyna að vera sem fyrstir
á sem flesta tinda. Tii far-
arinnar höfðu þeir félagar
þrjú þúsund sterlingspund,
sem að nokkru voru fengin
frá landvarnarráðuneytinu og
Everest-stofnuninni, auk þess,
sem hver þeirra hafði lagt
tveggja mánaða laun sín í
sjóðinn.
Þeir fóru fljúgandi frá Eng
landi til íslands 12. júlí með
flugvél frá brezka flughern-
um en tóku þaðan ieiguvél
til Grænlands og síðan bát
upp Tassisarsik fjörð.
14. júlí skrifaði Dilly í dag-
bók sína:
— Þá erum við komnir
hingað og orðnir einir. Bát-
urinn, sigldi með okkur u.
þ. b. hálfa leiðina inn fjöfð-
inn. Þar fórum við í land.
Heldur vorum við þegjanda-
legir, er við drukkum te sam
an, áður en báturinn sneri
við. En þetta vildum við“.
Leiðangursstjórinn Chris
Stocken Lt. Crd. hélt einnig
dagbók, en einungis yfir aðal
atriði ferðarinnar. Gaf hún því
jafn naumar upplýsingar um
ferðalagið og við var að bú-
ast af Stocken. Hann sjálfur
og stjórn hans báru öll merki
þjálfunar hans. Hann stjórn-
aði mönnum sínum méð því
að vera þeim fyrirmynd í
öliu — en tók allar ákvarð-
anir sjálfur og án þess að
ráðgast um þær við nokkurn
þeirra. Hann var jafnframt
aðal-grasafræðingur leiðang-
ursins og voru latnesku orð-
in í dagbók hans eins og
ljóð:
„Epilobium Arctium
Papaver radicatum
Oxalis digna
Taraxacum arcticum?"
X X x
Leið þeirra lá yfir nærri
250 kílómetra vegalengd, sem
þeir urðu að ganga á móti
vindi, ýmist í tveggja stiga
hita eða 30 stiga frosti. Var
yfir skriðjökla og jökulruðn-
inga að fara, með tugi kíló-
gramma farangurs á bökun-
um auk þess, að þeir urðu
að draga hlaðinn sleðann yfir
allskonar torfærur. Ógnvekj-
andi sprungur voru svo að
segja við hvert fótmái — jök
ulpyttir allt að 50 metra djúp-
ir.
Þeir voru átta daga að ná
fyrsta áfanga — komust þá
til aðalbækistöðvarinnar við
Conniats fjall — og höfðu þá
lagt að baki þriðjung vega-
lengdarinnar. „Við héldum,
að við værum hraustir menn,
þar til við hófum þetta ferða
lag. Allir höfðum við lifað
íþrótta- og útilifi, en við
komumst brátt að raun um,
að við vorum engir hörkukarl
ar“.
Þegar þeir komu til Conni
ats stöðvarinnar hittu þeir
fyrir þrjá menn úr öðrum
leiðangri frá Imperial Coll-
ege í London. Einn þeirrá var
fótbrotinn.
Þegar hér var komið ákvað
Stocken, að óhugsandi væri,
að allir leiðangursmenn héldu
áfram alla leið til Schweitzer
landssvæðisins. Ferðin var
miklu erfiðari en þeir höfðu
vænzt — og augljóst var jafn
framt, að þeir urðu að létta
byrðar sínar.
Fjórir urðu eftir í Conni-
ats til þess að klífa fjöll þar
í grenndinni. Roger Wallis
aðstoðarmaður við 'vísinda-
rannsóknir landfræðideildar
Cambridge háskóla, Roy Dear
man úr flughernum, Peter
Garden, skapmikill maður og
glaðlyndur, sem uppnefndur
hafði verið „Fixit“ vegna
þess, að hann hafði alltaf í
fórum sínum þá hluti sem
þurfti á að halda, einmitt þeg
ar þeirra var brýnust þörf, —
og Kenneth Rowe. Wallis var
þeirra reyndastur fjallgöngu-
maður en Garden sérfræðing
ur í björgun fjallamanna.
Þeir sem áfram héldu und-
ir forustu Stóckens voru
Douglas Keelan úr fótgöngu-
liði flotans, óvenju duglegur
maður og harður af sér, John
Corner og Ronald Twigg, báð
ir kunnir fjallagarpar og þaul
vanir að klífa hina bröttu
kletta í Wales, — þessir þrír
menn mynduðu eins konar
forystulið — og síðan komu
þeir Dilly, Tom Kirkpatric,
Collins og Crispin Agnew.
25. júlí skildu hóparnir.
Þeir sem erftir urðu, sáu allt
um kring næg verkefni, hvar
vetna blöstu við tindar, sem
gaman yrði að klífa. Hinir
héldu áfram förinni, sem varð
æ erfiðari. Þeir voru rúma
þrjá klukkutíma að ganga
hvern kílómetra, sprungur
voru við hvert fótmál og hvað
eftir annað fór einhver þeirra
niður. En þeir voru allir
bundnir saman og engum
varð meint af. Þá var ekki
síður erfitt að eiga við sleð-
ann, þar sem krækia þurfti
fyrir sprungur og pytti.
Þeir gengu 20 mín. í einu og
tóku sér síðan fimm mínútna
hlé. Stundum gengu samræð
ur stirðlega, stundum þögðu
allir, — þess á milli reyndu
þeir að bregða á glens þrátt
fyrir þreytuna.
í nesti höfðu þeir meðal
annars haframiöl, — bræddu
snjó og suðu sér af því graut.
Ennfremur höfðu þeir kjöt-
stengur, sem sumir voru ekki
beint hrifnir af — og mjólk-
urduft — mjólkurskammtur-
inn var hálfur lítri á dag. á
mann. Þeir komust brátt að
raun um, að of langa stund
tók að bræða snjóinn í graut
inn og komust upp á lag með
að búa sér til holu í snjóinn,
þar sem þeir helltu hafra-
mjölinu og salti og létu
standa yfir nótt. A'ð morgni
var þar kominn einskonar
grautur.
Eftir tveggja daga ferðaiag
sáu þeir, að óhugsandi var
að halda áfram með sleðann
Framhald á bls. 12
Varðan á leiði Stockens
Skíðaganga milli íjallstinda á
Grænlandsjökli.