Morgunblaðið - 09.10.1966, Side 12

Morgunblaðið - 09.10.1966, Side 12
12 MORGUNBLADID Sunnudagur 9. okt. 1966 Sjötugur á mánudag: Helgi Ingvarsson yfirlæknir YFIRLÆKNIRINN okkar, Helgi Ingvarsson, er sjötugur 10. októ- ber. Ég hef bæSi verið samstarfs- maður hans og sjúklingur og tel mig því geta dæmt um kosti hans, bæ'ði sem læknis og sam- starfsmanns, og því meir sem ég hef kynnzt honum því meir hef ég dáðst að honum, og því lang- ar mig til að senda afmælis- kveðju á þessum merku tíma- mótum. Ósjálfrátt leitar hugurinn aft- iur í tímann, allt til þess er ég hóf hjúkrunarstörf við Vífils- staðahæli fyrir nær 25 árum. >á roru engin lyf við berklum, og margir áttu um sárt að binda. Minningarnar koma hver af ann- arri í huga mér, margar ljúfar, en aðrar sárar eins og gengur, en í gegnum þykkt og þunnt sé ég fyrir mér yfirlækninn okkar veita sjúkum traust og miðla af mannkærleika sínum. Um það leyti sem ég hóf störf hér, var meginþorri sjúklinganna ungt fólk, sem hafði í för með sér gáska og gleði á stundum, en gat einnig verið óstýrilátt, en það var eins konar svar við vonleysi þeirra. Yfirlæknirinn kaus að mæta því með mildi og einstakri þolinmæði. Honum var ekki að skapi að beita þvingunum né valdi, en vildi gera gott úr öllum hlutum á svo viturlegan hátt, að allir stæðu jafnréttir eftir, bæði sjúkliiigar og hjúkrunarlið. Frá hæturvaktarárum mínum minnist ég hversu gott og öruggt var að leita til yfirlæknisins. Alla tíð var hann boðinn og búinn að Jeiðbeina og koma, þegar þess var óskað. Hagsmunir hans sjálfs skiptu engu máli, og þegar á þurfti að halda munaði hann ekki um eftir langan vinnudag að leggja nótt með degi. Ég man' eftir sjúklingum, sem í æsku sinni áttu skammt eftir ólifað. Ailt amaði að, enda var ævihlut- verki þeirra ekki lokið, en ekki var óalgengt að heyra þá segja: „Ætli hann Helgi sé farinn heim?“ En stundum var sagt: *Viltu ekki biðja hann Helga að koma?“ Þegar yfirlæknirinn hafði sinnt sjúklingum sínum, hlustað á þá og talað við þá, brást það aldrei, að þeir hefðu fengið hjálp og hughreystingu. Sambandið milli þeirra var inni- legt og óþvingað, og náði frá hjarta til hjarta. Föðurlegri ástúð yfirlæknisins við sjúkra- og dánarbeðina fæ ég ekki með orðum lýst. Ég vaið sjálf reynslunni rík- ari, þegar ég veiktist af berklum og var um skeið ein af sjúkling- «m Helga læknis. Það finnst bezt, þegar á bjátar, hvers virði það er, að hafa slíkan bakhjarl. Systir mín, Laufey, sem lá á minni deild, þurfti einnig á hjálp hans að halda. Hún háði sitt dauðastríð og vissi, hvað fram undan var, en hann veitti henni Ifkn og huggun, svo að hugur hennar dreifðist, og í betri hönd- um gat hún hvergi verið. Allir vita, hvað drjúgan þátt Helgi Ingvarsson á í baráttunni gegn berklum. Hann hlaut í vega nesti ágæta kosti, andlega sem líkamlega. Honum hefur auðn- azt að fara vel með þær góðu gjafir til farsældar fyrir Vífils- staðahæli. Yfirlæknirinn hefur ©rti fyrir að vera fljótur að til- einka sér nýjungar í grein sinni ®g fylgjast vel með. Hann býr yfir ótæmandi þekkingu og reynslu. Á Vífilsstaðahæli dveljast nú «uk berklaveikra sundurleitur hópur sjúklinga, ungir og aldr- «ðir, andlega eða líkamlega van- heilir. Sumir þeirra eiga von um •kjótan bata, en aðrir eiga langt ( land, og enn þá aðrir þreyja •íðasta áfangann, en allir eiga það sameiginlegt að vera hjálpar þurfi og leita til yfirlæknisins. Hann telur ekki eftir sér að hlýða á þá og ræða við sjúklingana og gefa gaum að því, sem þeim ligg- ur á hjarta. Það er engu líkara en þessi störfum hlaðni maður hafi óþrjótandi tíma og óþrjót- andi vilja til að hjálpa og líkna og verða ö’ðrum að liði og kalla fram það bezta í hverjum ein- stakling. Ég flyt yfirlækni mínum, sam- starfsmanni og velgjörðarmanni hjartans þakkir fyrir liðnu árin og árna afmælisbarninu allra heilla um ókomin ár. Svana Gunnarsdóttir. HELGI Ingvarsson, yfirlæknir á Vífilsstöðum, er sjötugur 10. október. Hann er fæddur 10. okt. 1806 að Gaulverjabæ í Flóa, en fluttist ungur norður að Skeggja- stöðum með foreldrum sínum, séra Ingvari Nikulássyni og konu hans, Júlíu Guðmundsdóttur,. Brynjólfssonar frá Keldum. Helgi varð stúdent 1916, cand. med. 1922. Framhaldsnám stund- aði hann erlendis. Aðstoðar- læknir varð hann við berkla- hælið á Vífilsstö’ðum árið 1922, og átti þá glæsilegan námsferil að baki. Því starfi gegndi hann til ársins 1939, er Sigurður Magn ússon, prófessor, lét af störfum. Á Vífilsstöðum ávann hann sér brátt virðingu og traust sjúklinga og starfsfólks. Hann var því sjálf kjörinn eftirmaður Sigurðar Magnússonar. Má segja að þessi stofnun hafi verið óvenjulega heppin með val yfirlækna sinna, en þeir hafa aðeins verið tveir frá yrstu tíð. Á þessum árum, en þá einkum hin síðari ár, hefur óvanalega mikið áunnizt, því að svo má segja að tekizt hafi að mestu áð útrýma berklunum úr landinu. Má vel telja það Grettistak á svo fám árum. Árið 1925 vissi ég til þess að sjúklingar urðu tímum saman að bíða eftir plássi því að hvert rúm var skipað. Nú má segja, að hælið sé svo að segja autt af berklasjúklingum. Það er mikil blessun fyrir land og þjóð ef takast má að útrýma þeim vá- gesti að fullu, hvítadauðanum, sem á tímabili gekk yfir sveitir landsins líkt og farsótt og hjó vfða stórt skarð í þjóðarstofninn með því að leggja að velli heilar fjölskyldur, en þó einkum æsku- lýðinn. Þrotlaust fórnarstarf ligg ur að baki þessa glæsilega og heillaríka árangurs. í einu orði sagt hefur yfirlæknir verið á verði nótt og dag, starfandi að því að frelsa mannslíf og veita hjálp og huggun. Það er engin tilviljun að sjúklingar hans elska hann og virða og bera ótakmark- að traust til hans. Háttprúð fram koma hans á sennilega sinn þátt í því, en þó einkum hans innri maður. Hann er ekki aðeins læknir þeirra heldur og vinur og ráðgjafi. Til hans geta þeir leitað með allt, sem þeim liggur á hjarta. Er þeir útskrifast sleppir hann ekki hendi af þeim, en fylg- ist með líðan þeirra og greiðir götu þeirra á ýmsan hátt. Þetta hygg ég að muni vera dálítið óvenjulegt. En yfirlæknirinn er ekki einungis ágætur læknir heldur og óvenjulegur maður. í mörg ár tók hann á móti sjúklingum hér í Reykjavík viss- an dag vikunnar. Þau voru ærið mörg heimilin, sem til hans leit- uðu og hann veitti hjálpv þar á meðal var heimili mitt. Ég veit að fjöldi manna telja að þeir eigi honum líf sitt eða sinna að launa og meðal þeirra erum vi'ð hjónin. Þegar hann kom birti yfir. Það var eitthvað óendanlega gott í fylgd með honum. Sjúklingnum leið betur abra við að sjá hann, og við hjónin öðluðumst nýtt þrek og nýja von. Á þessum merkisdegi munu þúsundir manna um land allt senda honum kveðjur og þökk fyrir veitta hjálp og þjóðin öll stendur í þakkarskuld við hann fyrir unnin afrek. Kvæntur er hann Guðrúnu Lárusdóttur, Pálssonar læknis frá Sjónarhóli á Vatnsleysu- strönd, ágætri konu, sem búið hefur manni sínum friðsælt ,og fagurt heimili. Á hún sinn þátt í því að hann hefur getað ein- beitt sér við starfi'ð. Við hjónin og synir okkar send um honum hugheilar árnaðar- óskir á þessum merkisdegi, og biðjum honum, konu hans, börn- um og barnabörnum allrar bless- unar. Elinborg Lárusdóttir. Við eld og hjarn alin. Örlögum falin, hörðum á heims kvarða, hamingju skarða. Oft með ófeiti á næta leiti. Sár serkur nauða og Svartadauða, Þjóð var þröngur skorinn. Þögull er harðsporinn. Það var lán lýðum, á liðnum tíðum. Vegnestfð valið vorri tíð falið. Að veginn vísa vitar sem lýsa: Hrafnseyri og Hraun, Hallgríms þrek í raun, eldsprestsins ægi þor, aldan þunga við Skor. Líkt og bálstorka bergkviku ummyndar í eðla steina. Þannig vaxa af þjóðasál einstakir afreksmenn. Aðeins örfáa öldin hver kjörviði á, sem kveður að. Þar er markið, sem mætti hvert ungmenni eftir leita. Ungur réðst þú til atlögu við Ógnavald, sem eyddi byggð. Æsku blómann, erfingja lands, kvistaði Hvítidauðinn. Af innri þörfum allt þitt starf bar hinn góði bróðurhugur. Yfir sært hold og sálarmein, lagðirðu líknarhendur. Aldrei matst þú erfiði dags til fjár eða frama. Svo mun enn á sigurstund. Þú lagðir líf að veði. Bezt þeir vita sem bágt áttu, hver þú í raun reyndist. Ævistarf sem allt var fórn metur þjóðin og þakkar. Þórarinn frá Steintúni. — Daubinn Framhald af bls. 10 — sem hafði það í för með sér að einungis forystuliðið gat haldið áfram til Schweitz erlandssvæðisins. 28. júlí hafði hópnum verið skipt í þrjá hluta. Dilly lét sér þetta í léttu rúmi liggja. „Allt um kring voru fjöll, sem aldrei höfðu verið klifin, fjöllin fyrir hand an voru e. t. v. hærri, — en hvað um þa’ð, þessi voru ágæt og svo var það svo sem fjand ans sama, hvar maður klifr- aði“. Landslagið var ólíkt hrika legra en í Ölpunum, en e. t. v. ekki eins miklar andstæður. Hvergi var grænan blett að sjá svo langt sem augað eygði. XXX 1. ágúst komu Stocken og menn hans aftur til þeirra Dillys. Svo mjög var gengið á matarbirgðir þeirra að þeir gátu ekki haldið áfram — og nú héldu báðir flokkarnir aft ur til Conniats-stöðvanna. Hvað þeirra beið þar, má sjá af dagbók Dillys 5. ágúst: „Pete Garden er dáinn. Roger sagði okkur í gær, að hann hefði verið að hjálpa Roy Rearman, sem hafði dottið og meitt sig og þá gengið yfir sakleysislega snjóbrú og horf- ið í sprungu'*. Roy Dearman hafði verið að feta sig eftir bröttu kletta einstigi og misst fótanna. Hann hrapaði niður um það bil fimmtán mtra, áður en honum tókst að stöðva sig — og klifraði síðan niður allur skrámaður og skelfdur. Hinir ákváðu að fara með hann nið ur að bækistöðinni og Garden fór á undan. „Láttu mig fara á undan“, hafði hann sagt vin gjarnlega við Dearman, „við kærum okkur ekki um að fleira komi fyrir þig“. Þeir voru ekki bundnir saman, er þeir héldu af stað. Dearmann var enn of spenntur á taugum til að veita því eftirtekt og lík lega hefur Garden talið að þess væri ekki þörf — ekki gert sér grein fyrir því hve svæðið var sprungið. „Hann hafði aðeins gengið fáein skref, þegar annar fótur hans hvarf í snjóinn og hinn strax á eftir, sagði Dearman — hann hvarf sjónum okkar sviplega og hljóðalaust". Wallis var látinn siga niður í sprunguna og fann lík Gardens á rúmlega 25 mtra dýpi. Hann hafði greinilega látizt samstundis. „Ég grét yfir líki hans og bað fyrir honum í hljóði". óhugsandi var að ná líkinu upp — það var nógu erfitt fyrir Wallis að komast upp úr sprungunni, yfir slúttu blákaldir jökulvegg ir og þessi klukkustundarferð í reipinu varð martröð, sem Wallis aldrei gleymir. Þegar upp var komið héldu þeir félagarnir óformlega minningarathöfn. Þessir menn höfðu verið því sem næst ókunnugir, þgar þeir lögðu upp í leiðangur sinn. Erfið- leikar undangenginna daga höfðu tengt þá vináttuböndum og Garden hafði orðið þeirra vinsælastur. Þremur dögum síðar lagði Stocken upp í aðra för til Schweizrlandssvæðisins — nú við fimmta mann. Eftir urðu þeir Corner og Twigg. Að þessu sinni komust þeir 140 kílómetra vegalengd á 27 klukkustundum. 12. ágúst komust þeir á leiðarenda og tóku að klifa fjöllin. Þeir klifu alls 16 tinda, sá hæsti var 3000 metrar. Stocken kannaði gróðurinn ýtarlega skrifaði gaumgæfilega hjá sér hverja tegund, er hann rakst á. Síðasta blómið sá hann í tæplega tvö þúsund metra hæð, lítið fíngert blóm með hvítum blöðum. Fleiri fann hann ekki — hann fór3t 23. ágúst. Hann hafði haldið upp í fjallgöngu um morguninn ásamt þeim Dilly, Keelan og Kirktpatrik. Er á leið hvessti með. skafrenningi og Dilly hafði orð á því við Keelau, að það væri „tóm vitleysa'* að halda áfram í þessu veðri. Nokkru síðar komst Stocken að sömu niðurstöðu, því að hann ákvað að snúa við. A leiðinni niður urðu þeir iyr- ir grjóthruni úr fjallinu, einn steinninn skall á hðfði Stcck ens, hlífðarhjálmur hans brotnaði og hann féll til jarð ar meðvitundarlaus. „Hann hafði höfuðkúpubrotnað og komst ekki til meðvitundar sagði Dilly — við Tom út- bjuggum börur lögðum hann þar og bundum um höfuð hans eins vel og við gátum m.a. með hlífðarfötum okkar, ég reif m.a. upp stormbux- urnar mínar". Ferðin niður fjallið var hátt í 400 metra og óskaplega erfið, einkum var torsótt leiðin niður 70 metra nær lóðrétlan han'ra- vegg. Reipi var bundið utan um Keelan og hann nélt af stað aftur á bak, skref ívrir skref og varð að halia sér aftur á bak til þess að geta haldið börunum í réttri stöðu. „Þetta var óskaplega erfitt og krafðist ótrúlegs styrks'* segir Dilly. Þegar þeir loksins komust niður fjallið eftir klukku- stunda baráttu við sleitulausa snjóstorma var Stocken dá- inn. „Við höfðum siutta at- höfn, grófum hann og hlóð- um vörðu yfir legstaðinn — Chris var mikið fyrir vörð- ur og hlóð þær hvar sem við komum. Síðan settu þeir niður lítinn trékross með spjaldi, þar sem nafn hans var letrað. Þar með var þessi leiðang- ur í rauninni á enda. Þeir, sem eftir voru héldu aftur til Tasisarsikfjarðar, þar sem þeir heyrðu fréttirnar af morði lögreglumannanna þriggja í London og sigri Breta í heimsmeistarakeppn- inni í knattspyrnu. Þeir höfðu farið samtals 480 kílómetra vegnalengd og klifið 38 fjöll. Og þessir menn voru of ungir og áhugasamir til að láta fráfall tveggja vina draga úr sér kjark. Áður en langt um leið voru þeir farn- ir að ráðgera nýjar ferðir —■ til Alpafjalla og til Græn- lands. Stocken og Garden voru báðir kvæntir menn og létu hvor eftir sig þrjú börn. Dilly sem einnig er giftur og á ung an son sagði: „Satt er, að við vanmátum aðstæðurnar — en ég held ég mundi íara aftur og með nákvæmliga sama hugarfari." Og Wallis, sem tekið hafði við forystunni sagði: Þegar við sigldum út Tassisarsik fjörð hafði dregið úr mér allan kjark. Við höfðum haft svo mikinn stuðning af Chris Nú gekk allt á afturfórun- t*m, — við þurftum sannar- lega á uppörvun að hatda. Sem betur fer mundu menn skilja þetta.“ Dómus IUedica Nokkrar stúlkur óskast til símavörzlu og móttöku sjúklinga í læknahúsinu við Egilsgötu. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu læknafélaganna í Domus Medica, Egilsgötu 3, fyrir 20. okt. nk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.