Morgunblaðið - 09.10.1966, Síða 14
14
MORGUNBLADID
Sunnudagu” 9. okt. 1966
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjón: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
P.itstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Knstinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480.
Askriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
í l&usasölu kr. 7.00 eintakið.
SÍÐASTA ÞING
KJÖR TÍMABILSINS
k Iþingi kemur saman til
fundar á morgun. Er þetta
síðasta þing yfirstandandi
kjörtímabils. Þetta tímabil
hefur verið tími mikilla fram-
kvæmda og uppbyggingar á
íslandi. Er óhætt að fullyrða
að aldrei hafi verið unnið að
jafn alhliða umbótum á öllum
sviðum hins íslenzka þjóðfé-
_ lags. Jafnhliða því, sem hið
opinbera og einstaklingar
hafa haldið uppi stórfelldum
verklegum framkvæmdum
hefur löggjafarvaldið beitt
sér fyrir sköpun félagslegs
öryggis alls almennings í land
inu í ríkari mæli en nokkru
sinni fyrr. Hafa svo stór skref
verið stigin í þessum efnum
að þau hafa reynt til hins
ýtrasta á greiðsluþol ríkis,
bæjarfélaga og atvinnufyrir-
tækja. Engu að síður hefur
þjóðin getað risið undir þessu
og fagnar þess vegna hinum
fjölþættu umbótum. Má gera
ráð fyrir að afkoma ríkis-
sjóðs á þessu ári verði all góð.
Ef að líkum lætur verður
þetta síðasta þing kjörtíma-
bilsins vettvangur verulegra
_ átaka milli stjórnar og stjórn-
arandstöðu. Er svo jafnan
þegar dregur að kosningum.
Skiptir þá meginmáli að þeir
sem bera ábyrgð á stjórn
landsins marki stefnuna af
festu og ábyrgðartilfinningu.
Stjórnarvöld og þjóðin í heild
verða að gera sér ljósa þá
meginstaðreynd að sá er til
lengdar sannastur framfara-
og umbótamaður, sem miðar
eyðslu og utgjöld við raun-
verulega greiðslugetu þjóðar
sinnar. Þótt eðlilegt sé að hátt
aé kallað á lausn margvís-
legra vandamála og fram-
kvæmd óleystra verkefna,
sem víða blasa við í okkar
unga þjóðfélagi verða íslend-
ingar þó eins og aðrar þjóðir
að sníða sér stakk eftir vexti.
Seglin verða alltaf að miðast
við stærð skútunnar.
Framsóknarmenn og komm
únistar hafa allt þetta kjör-
tíma’bil haldið uppi harðri
baráttu gegn jafnvægisstefnu
ríkisstjórnarinnar. Þeir hafa
t.d. talið hvers konar ráð-
stafanir hennar til þess að
jhindra vöxt verðbólgunnar
sýna fjandskap við einstakar
- stéttir. Ráðstafanir sem ná-
grannaþjóðir okkar á Norður-
löndum, í Bretlandi og mörg-
um öðrum Evrópulöndum
hafa talið sjálfsagðar og eðli-
legar, hafa kommúnistar og
Framsóknarmenn talið bera
vott um illvilja ríkisstjórnar-
innar í garð almennings.
Mikill meirihluti íslendinga
hefur haft þá dómgreind til
brunns að bera að sjá í gegn
um þennan málflutning. Þess
vegna unnu flokkar ríkis-
stjórnarinnar mikinn sigur
og hlutu óvítræða traustsyfir-
lýsingu í síðustu Alþingis-
kosningum. Benda allar líkur
til þess að stjórnarandstöðu-
flokkunum hafi ekki síðan
tekizt að rugla dómgreind ís-
lenzks alménnings.
Það er t.d. mjög lærdóms-
ríkt fyrir íslendinga að sjá
hv,aða tökum brezka Verka-
mannaflokksstjórnin tekur
efnahagsvandamál þesaarar
ríku og rótgrónu lýðræðis-
þjóðar. En brezka stjórnin
hefur gengið miklu lengra en
íslenzka stjórnin í róttækum
aðgerðum til þess að tryggja
jafnvægi efnahagslífsins,
hindra verðbólgu og treysta
gengi sterlingspundsins. Setn
ing löggjafar í Bretlandi um
bann við hækkunum kaup-
gjalds og verðlags er miklu
róttækari en nokkur ráðstöf-
un viðreisnarstjórnarinnar í
íslenzkum efnahagsmálum.
Það er áreiðanlega vilji
yfirgnæfandi meirihluta ís-
lenzku þjóðarinnar að það,
Alþingi, sem hefur störf á
morgun megi bera gæfu til
þess að taka með festu og
raunsæi á þeim vandamálum
sem nú steðja að í okkar ís-
lenzka þjóðfélagi. íslendingar
vilja tryggja þá velmegun og
þá öru þróun og uppbygg-
ingu sem undanfarin ár hefur
mótað svip íslenzks þjóðlífs.
RÖKFASTUR
MINNIHLUTI
¥ umræðunum á fundi borg-
arstjórnar Reykjavíkur sl.
fimmtudag benti Geir Hall-
grímsson, borgarstjóri á þá
staðreynd að fulltrúar minni-
hlutaflokkanna hefðu ekki
gert að umtalsefni svör sín
við þeim fyrirspurnum, sem
fram voru bornar um fjárhag
og greiðslustöðu borgarsjóðs.
Hins vegar kvaðst borgar-
stjóri vilja koma borgarfull-
trúum minnihlutaflokkanna
til aðstoðar og benda þeim á,
hvað væri ástæða til að gagn-
rýna ef gagnrýni væri þörf í
þessu sambandi.
Ef svo væri kvaðst borgar-
stjóri telja eðlilegt að gagn-
rýni minnihlutaflokkanna
beindist að því, að hann sem
borgarstjóri hefði átt að sjá
fyrir að innheimta tekna borg
arsjóðs yrði lakari í ár en
áður og að hann hefði a.m.k.
ekki átt að tefla á tæpasta
vað í þeim efnum. Gagnrýni
sú að ég skyldi gera ráð fyrir
Indonesia hefur á ný tekið sæti meðal aðildarríkja Sameinuðu Þjóðanna. Myndin var tekin er fuli-
trúi Hollands, J.G. de Beuas, heilsaði Adam Malik, utanríkisráðherra Indónesíu á Allsherjarþinginu
og bauð hann og sendisveit hans velkominn.
Alþióðlegt litsjónvarp
i Úr fréttabréfi frá
J ÞEGAR birt var sú ákvörð
\ un Sovétstjórnarinnar og
frönsku stjórnarinnar að
hefja litsjónvarp byggt á
SCEAM-kerfinu bað frétta-
maður Nóvostífréttastofunnar
D.M. Gvíibíani, formann
ríkisnefndar vísinda- og
tæknimálaráðuneytisins að
segja frá starfi sovézku og
frönsku sérfræðinganna.
í sambandi víð samninginn
um litsjónvarp, sem gerður
var 1965, unnu sovézkir og
franskir tæknifræðingar mik
l ið undirbúningsstarf —
reyndu og endurbættu beztu
gerðirnar, reyndu hæfni
þeirra við mismunandi skil-
yrði og undirbjuggu þær til
fjöldaframleiðslu. Nú eru til
tvær gerðir af svoét-franska
litsjónvarpskerfinu — SCE-
AM-III og SCEAM IV. Hið
fyrrnefnda er betur fallið til
almennrar notkunar. Bæði
Frakkar og Sovétmenn mið-
uðu starf sitt við það að fá
fram gerð er hentugast væri
fyrir meirihluta Evrópuþjóða.
í mánaðartíma — frá 22.
sendiráði USSR
júní til 22. júlí 196 sat al-
þjóðaráðstefna um útvarps-
mál og fjarskipti að störfum
í Osló, höfuðborg Noregs.
Meðal annarra mála fjallaði
hún um það viðfangsefni að
taka upp eit* kerfi litsjon-
varps.
Rætt var um þrjú kerfi —
sovét-franska kerfið, vestur-
Þýzka PAL-kerfið og banda-
ríska ENTESSY-kerfið. Af
hálfu ríkisstjórna sinna flurtu
sovézku fultrúarnir, undir
forustu A. L. Badalofs, og
frönsku fulltrúarnir þá til-
lögu af hálfu ríkisstjórna
sinna, að SCEAM-kerfið yrði
valið. Fulltrúar -Veslur-
Þýzkalands, Bretlands og
nokkurra annarra ríkja héídu
fast við PAL-kerfið. Til að
komast hjá algeru sundur-
þykki báru sovézku og
frönsku fultrúarnir fram þá
samkomulagstillögu að hin
gerð sovét-franska kerfisins,
SCEAM-IV, yrði valin enda
þótt val þess kerfis myndi
valda nokkurri töf á því að
litsjónvarp yrði hafið.
Eftir að í ljós kom að sam-
komulag náðist heldur ekki |
um SCEAM-IV-kerfið drógu j
sovézku og frönsku fulltrú- |
arnir tillögu sína til baka. ’
Við atkvæðagreiðslu meðal \
fulltrúanna varð niðurstaðan |
þessi: fulltrúar 35 landa voru i
með SCEAM-kerfinu, 16 með /
PAL-kerfinu og 9 með ENT- '
EESSY-kerfinu. Fulltrúar um j
15 landa höfðu enn ekki tek- L
ið ákvörðun. Meirihluti full- |
trúanna var þannig meðmælt )
ur SCEAM-kerfi. »
Það er óhætt að segja að i
sovézk-franska SCEAM-kerf- /
ið er fært um að skila mikl- «
um myndgæðum á löngum
vegalengdum, sem er mjög '
þýðingarmikið fyrir Sovétrík
in þar sem fjarlægðir eru
mjög miklar. Þar að auki ger 1
ir þetta kerfi fært að sjón-
varpsrita (video-tape) send-
ingarnar. I
Að lokum vil ég geta þess
að öðrum Evrópuþjóðum er
heimilt að nota sovézk-
franska litsjónvarpið og
geta tekið það upp hvenær
sem er. (
(Úr Moskovskaja Pravda 3. k
ág. 1966). I
sama greiðsluhlutfalli í ár
eins og var s.l. ár og ég við-
urkenni að mat mitt brást í
þeim efnum“, sagði borgar-
stjóri. „Auðvitað eru það
einnig mikil vonbrigði að
ekki hefur reynst unnt að
afla rekstrarlána til þess að
vega upp í móti lakari inn-
heimtu eins og eðlilegt hefði
mátt teljast“. Það er svo ljóst,
að það tekur ,nokkurn tíma
fyrir ráðstafanir, sem gerðar
eru til þess að hægja á fram-
kvæmdum og drag<_ úr út-
gjöldum að verka. En þær eru
nú þegar farnar að hafa á-
hrif og má því búast við að
greiðsluaðstaða Reykjavíkur-
borgar fari batnandi með
hverri viku og brátt verði úr
sögunni sá smávægilegi
greiðsludráttur, sem orðið hef
ur að undanförnu. Það er
vissulega ekki björgulegt á-
stand hjá fulltrúum minni-
hlutaflokkanna í borgar-
stjcrn, aðhaldsflokkanna, eins
og þeir stundum eru kallaðir,
að borgarstjóri skuli sjálfur
þurfa að leggja þeim rök í
hendur til þess að beita gegn
borgarstjórnarmeirihlutan-
um.
DAGUR
LEIFS HEPPNA
¥ dag er hátíðlegur haldinn
í Bandaríkjunum dagur
Leifs Eiríkssonar skv. sér-
stakri ákvörðun Lyndons
Johnsons, Bandaríkjaforseta.
Með þeirri ákvörðun viður-
kenndu Bandaríkin opinber-
lega að Leifur heppni hefði
fyrstur fundið Ameríku.
Bandaríkin hafa einnig stað-
fest í verki gagnvart íslend-
ingum, að þeir líta á þessa
fræknu sjóhetju sem íslend-
ing þrátt fyrir kátlega til-
burði ymissa aðila til þess að
hafa rétt þjóðerni af Leifi
Eiríkssyni.
íslendingum þykir vænt um
þá viðurkenningu, sem banda
rísk stjórnarvöld hafa sýnt
afrekum Leifs heppna. Þau
afrek ber hátt í sögu lands
okkar og viðkurkenning ríkis
stjórnar Bandaríkjanna á
þeim mun tryggja nafni hans
öruggann sess í sögu hinnar
miklu heimsálfu í vestri.