Morgunblaðið - 09.10.1966, Side 15

Morgunblaðið - 09.10.1966, Side 15
Sunnudagiir 9 okt. 19^8 MORGUNBLAÐIÐ 15 REYKJAVÍKURBRÉF Á sjóvinnunámskeigi Eggert Kristjáns- son látinn Eggert Kristjánsson var einn af mestu athafnamönnum sinnar samtíðar. Hann kom ótrúlega víða við sögu og sýndi hvar- vetna áræði en kunni einnig að rasa aldrei um rá'ð fram. Stund- um var um hann deilt eins og flesta þá, sem verulega tilþrifa- miklir eru. En öll trúnaðarstörf- in, sem honum voru falin, flest um langt árabil, sýna, að hann naut óvenjulegs trausts sam- Starfsmanna sinna. Þeim þótti fáum ráðum rétt ráðið nema hann væri kvaddur til. Að Eggerti Kristjánssyni er því mikill mannskaði. Fyrir tæpu ári var vígður glæsilegur heimarvistarbarnaskóli í hinni fornu heimabyggð Eggerts á Snæfellsnesi. >á bar það með eðlilegum hætti í tal manna á meðal hvílíku tjóni byggðarlag- ið hefði orðið fyrir, þegar menn eins og Eggert Kristjánsson og aðrir honum ámóta, fluttu það- an á sínum æskuárum. Þessi hugsanarháttur er eðlilegur en fær þó ekki staðist, þegar bet- ur er skoðað. Og auðgar hann, - þau hafa sama mið f þúsund ár bjuggu svo að »egja allir íslendingar í sveitum. Þéttbýli, þorp og borgir voru ekki til. Því skyldi aldrei gleymt, að íslenzk menning er sveita- menning. Sveitunum eigum við mikla skuld að gjalda. En á með an engin önnur byggð fannst í landinu stóð allt við hið sama. Þeir, sem hér ólust upp á sein- asta fjórðungi nítjándu aldar, lifðu við sömu búskaparhætti og þó sennilega krapþari kjör en menn höfðu odðið við að búa þúsund árum fyrr. Þegar allt var með felldu gáfu sveitirnar af sér hinar frumstæðustu lífs- nauðsynjar en heldur ekki meira. Kyrrstaða hélst bæði um fólksfjölda og lífskjör. Breyt- ingarnar, sem síðan eru orðnar, blasa nú við öllum. Þær eru ekki sízt því að þakka, að ungir rösk- leikamenn hleyptu heimadrag- anum, reyndu eitthvað nýtt sjálf- um sér og þjóðinni til fram- fara. Nú hefur reynslan sann- að, að íslenzkur landbúnaður á farsæld sína undir góðum inn- lendum marka'ði. Án þess mark- aðar verður starf bóndans að vonlausu striti. Einar Benedikts- son sá og sagði rétt, þegar hann í upphafi þessarar aldar kvað um Reykjavík: Af bóndans auð hún auðgast, verður stærri og auðgar hann, — þau hafa sama mið. Gamalþekkt ill- kvittni Menn höfðu haldið, að ill- kvittnin í garð Reykjavíkur væri smám saman að deyja út, en hennar þarf ekki lengi að leita. Enn brýst hún út jafn- skjótt og illkvittnismennirnir þora að láta á sér kræla. Auð- skilið ætti að vera, að þegar verðlag fer hækkandi, fram- kvæmdir vaxandi og hækkandi tekjur fást ekki fyrr en undir árslok, þá kunni um sinn að verða þröngt um greiðslur hjá þeim, sem við þvílík kjör eiga að búa. Svo hefur farfð hjá Reykjavíkurborg nú, ekki sízt vegna þess, að Landsbankinn hefur ekki treyst sér til sökum annarra skuldbindinga að auka rekstrarlán til borgarinnar. Hina síðustu mánuði hafa birgðir af Laugaxd. 8. október - útflutningsvöru hlaðist upp hér í landinu, því framleiðendur hafa viljað doka við og sjá hvort verðlag hækkaði ekki aft- ur í áttina til þess, sem var fyrri hluta árs. Meðal annars af þess um sökum verður mun þrengra um lánsfé en ella, enda þess einnig að gæta, að í gildi eru nokkrar lánsfjárhömlur til að verka á móti verðbólgunni. Þa'ð er raunar eftir öðru hjá ill- kvittnismönnunum, að þeir þykj ast vera manna eindregnastir í baráttu gegn verðbólgunni, en þeir sýna eindregni sína helzt í því að hamast á móti öllum ráðstöfunum, sem gerðar eru henni til takmörkunar. Þrátt fyrir þessar sérstöku ástæður mundi borgin þó hafa komizt erfiðleikalaust frá þessum vanda, ef innheimta hefði ekki gengið nokkru ver nú en t. d. á s. 1. ári. Á þeim eina lið munar um 20-30 millj. Er þá ekki reiknað með vanskilum t. d. frá ná- grannasveitarfélagi, Kópavogi, þar sem stjórnarandstæðingar hafa meirihluta. í stað þess að útskýra hið sanna samhengi fyr- ir almenningi og birta rang- færslulausar, hreinskilnar skýr- ingar borgarstjóra er tækifæri'ð notað til þess að róðast gegn honum og Sjálfstæðisflokknum í heild. Þar sem framþróun er jafn ör og umbætur jafn mikl- ar og hér, verður aldrei kom- izt hjá nokkrum vaxtarverkj- um. Spurningin er, hvort menn vilja magna þá eða að reyna að leysa vandamálin með góðvild og skilningi eftir því, sem þau ber að höndum. Skuggahlið tækniframfaranna í orði kveðnu a. m. k. fagna allir hinum miklu síldveiðum. Jafnframt segja menn með réttu, að úr þessum veiðum hefði orð- ið lítið sem ekki, ef ekki hefði notið við vísinda og tæknifram- fara. Vísindamennirnir hafa leið beint um hvar helzt væri afla von. Stærri veiðiskip og ný veiðitækni gera mögulegt að ná í aflann langt undan ströndum landsins. En sömu skipin verða ekki notuð samtímis til síldveiða og til að afla þorsks handa hrað- frysithúsunum. Síldveiðileysi við Suðvesturland ásamt upp- gjöf togaraútgerðarinnar magn- ar erfiðleika hraðfrystihúsanna. Síðustu mánuði bætist við verð- fall, sem menn hafa raunar í lengstu lög vonað, að ekki yrði varanlegt. En það er ekki nóg með, að stærstu og bezt búnu bátarnir leggi nú höfuðstund á síldveiðar, vegna aflamagnsins verður minni bátum óhjákvæmi lega erfiðara að keppa við þá, þ. e. bjóða sambærileg kjör. Ofan á þetta bætist verðbólgan. Hér eru margar samverkandi á- stæður og vandinn verður ekki leystur nema að öllu sé gætt. Vissulega þarf að draga úr vexti verðbólgunnar. Það þarf einnig að búa minni bátum og togurunum möguleika til að geta aflað. Eins og nú er komið er slíkt vonlaust nema því aðeins, að togararnir fái endurheimt verulegan hluta af sínum gömlu fiskimiðum. Fjöldi þeirra er nú miklu minni en áður og fróðir menn telja, a’ð það muni ekki spilla fiskistofni, þó að togveið- ar bæði fyrir hina eiginlegu togara og minni báta væru leyfð ar á tilteknum stöðum. Fyrir þessu hefur enn ekki náðst nægilegt fylgi. Héraðasjónar- mið hafa ráðið þar úrslitum. Þeir sem láta slík sjónarmið ráða, verða þá að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Lygin löngum þeirra aðalvopn Menn eru svo lengi vanir rangfærslum, útúrsnúningum og raunar beinni lygi í málflutningi Tímans óg Þjóðviljans, að þeir láta sér ekki bregða vi'ð smá- muni í þeim efnum. Það hlýtur þó að vekja nokkra athygli, þeg I ar Tíminn tekur sig til og snýr I við ummælum, sem höfð voru í j sjónvarpi fyrir augum og eyr- um tugþúsunda. Ætla mætti, að blaðinu sjálfu þættu slík vinnu- brögð ekki hyggileg. Alltof marg ir gætu af eigin sjón og heyrn dæmt um rangfærslurnar og fyllst tortryggni gegn þeim, sem leyfir sér að fara ranglega með ummælj, sem svo auðveldlega má staðreyna. En Tíminn þekk- ir af áratuga reynslu, að ótrú- lega langt má komast með lyg- inni. Fólk festir sér ekki svo mjög í minni það, sem í skynd- ingu ber fyrir augu þess og eyru. Þess vegna telur Tíminn að hægt sé a'ð telja mönnum trú um, að allt annað hafi verið sagt en raunverulega fór fram Endurtekning ósannindanna á þarna að bera eigin skilningar- vit tugþúsundanna ofurliði. Til viðbótar bætist, að Tíminn er liðsterkastur í þeim landshlut- um, sem enn njóta ekki sjón- varps svo að þar truflar eigin skynjun trúgirnina ekki með sama hætti og hér. Á þetta er minnst vegna endurtekinna rangfærslna Tímans á því sem Bjarni Benediktsson sagði um hugsanlega samvinnu við Al- þýðubandalagsmenn og hug- myndina um þjóðstjórn. Kjósendur ákveða stefnuna Orðrétt hljóðaði það, sem um þessi mál var sagt á blaðamanna fundi sjónvarpsins svo: Stjórnandi fundarins Eiður sagði: „Sjálfsagt er nú ekki fótur fyrir því, en gaman væri að fá svar yðar við því, að það ætti að fjölga stjórnarflokkunum og bjóða Alþýðubandalaginu aðild að ríkisstjórn". Bjarni Benediktsson: „Það er kveðið á um það í alþingiskosn- ingum, hvaða stjórnarstefnu eigi að fylgja, og síðustu alþingis- kosningar sögðu til um það, hvaða flokkar skyldu fara með völd í landinu á næstu árum. Mér mundi auðvitað verða það mikil ánægja, að Alþýðubanda- lagið vildi slást í fylgd með okk ur — aúðvitað að því áskildu, að þeir féllust á þá stefnu, sem kjósendur ákváðu 1963 að fylgt skyldi“. Eiður: „Teljið þér nokkrar horfur á því?“ Bjarni Benediktsson: „Um það geta aðrir betur sagt en ég“. Andrés Kristjánsson: „En ef við horfuih nú svolítið lengur fram í tímann, forsætisráðherra, t. d. til kosninganna. Teljið þér, að eftir kosningar kæmi til greina fjögurra flokka stjórn eða þjóðstjórn um stöðvun verð bólgunnar t. d.?“ Bjarni Benediktsson: „Kosn- ingarnar verða að segja til um það, hvernig stjórnarmyndun verði hátta'ð að þeim loknum, og flokkarnir auðvitað ganga með sína stefnuskrá til kosn- inga, og það er síðan mat á kosn ingaúrslitum, sem segir til um það, hvaða úrræði eigi að hafa. Ég hef takmarkaða trú á þjóð- stjórn nema alveg sérstaklega standi á og ég hygg, að sú sé nú reynzlan víðast. Það getur vel orðið þannig, að eðlilegt sé að koma á þjóðstjórn á íslandi, en ég endurtek það, sem ég sagði áðan, að þegar menn eru að tala um stöðvun verðbóig- unnar og lausn hennar í eitt skipti fyrir öll, þá er þar um draumsýn að ræða vegna þess, að vandamálin eru svo flókin, og verða svo viðvarandi, að ef á að hindra það, að þau komi upp aftur, ja þá yrði þjóðstjórn að vera að eilífu. Og þó að ég haldi mikið upp á stjórnarand- stæðinga, þá efast ég nú um samlyndið hjá okkur til lengd- ar, þó að okkur gæti vafalaust komið saman um að leysa til- tekin vandamál ef þjóðarþörf krefur". Andrés Kristjánsson: „En yrði það ekki nú alltaf megin verk- efni og sígilt verkefni að hafa hemil á verðbólgunni?" Bjarni Benediktsson: „Jú, jú“. Sama svarið Athugun á þessum ummælum sýnir, að svar Bjarna Benedikts sonar við spurningum beggja, Eiðs og Andrésar, er hið sama. Spurningarnar voru bornar fram á ólíkan veg og þess vegna varð svarið ólíkt að orðalagi þótt efni sé hið sama. Það eru kjósendur, sem skera úr því við almennar kosningar hverju sinni hverjir með völdin skuli fara. Tímann hefur löngum skort skilning á þessu úrskurðarvaldi kjósend- anna. Hið mikla vald Framsókn armanna i íslenzkum stjórnmál- um hefur að mestu byggst á ranglátri kjördæmaskipan, ó- jafnrétti á milli kjósenda um frumstæðustu mannréttindi. Framsóknarmenn vita það nú m. a. vegna þess, að um það var vitnisburður sveitarstjórnar kosninganna í vor ótvíræður, að núverandi stjórnarflokkar eru enn í ríflegum meirihluta á með al kjósenda. Engu að síður skrif ar Tíminn, t. d. 25. ágúst s. 1. eins og þa'ð sé fjarstæða, að þeirri stjórnarstefnu, sem kjós- endur ákváðu að fylgt skyldi, eigi að framfylgja. Tíminn vill láta allt aðra a'ðila í landiriu, sem sé menn, sem sannanlega skortir mikið á að hafa meiri- hlutafylgi, segja fyrir um hvaða stefnu fylgt skuli. Þjóðstjórnar- talið byggist á því, að þeir eru vonlausir um að fá einir eða með Alþýðubandalaginu nógan styrk til að geta stjómað. Á vinstri stjórnarárunum var helzta sjálfs hólið það, að búi'ð væri að setja Sjálfstæðismenn til hliðar þ.e. að þeir hefðu engin áhrif lengur i landinu. Nú á það að vera lífs- skilyrði fyrir þjóðina hvað sem líður hennar eigin vilja, er birt- með Sjálfstæðisflokknum I stjórn! Strákurinn með rottubúrið Auðvitað er hugsanlegt, að svo standi á, að þjóðstjórn allra flokka sé æskileg. Enn hefur aldrei tekizt að mynda þvílíka stjórn á íslandi. Samlyndið í þriggja flokka stjórnum hefur reynzt mun verra en í tveggja flokka. Því ólíklegra er, að það yrði betra, ef flokkarnir væru fjórir. Um þetta verður ekkert fullyrt fyrirfram, þó r líkurnar bendi allar á einn v:_,. En til- gangslaust er að mynda nokkra stjórn nema þeir, sem að henni standa, séu sammála um lausn helztu vandamála. Þess vegna tjáir ekki fyrir minnihlutaflokka að segja: „Okkur kemur ekki til hugar að fylgja stefnu meiri- hlutans og við skulum sjá til þess, að í þjó'ðfélaginu verði svo miklar truflanir, að hún verði óframkvæmanleg, í því skyni að meirihlutinn neyðist til að hverfa frá sinni stefnu og taka upp okkar!“ Þetta er sama að- ferðin og áður hefur verið lýst um strákinn, sem vildi selja rottugildru en fékk það svar, að þar væru engar rottur, og sagði þá: Svo skal ekki lengi verða, og hleypti rottunum lausum inn í húsið. Slíkir starfshættir gefa ekki mikla von um jákvæðan á- rangur og jafnvel þeir, sem helzt sýna þó einhvern þroska um þessar mundir innan Fram sóknar, halda fram vinnubrögð- um, sem lítils góðs er af a'ð vænta. Steingrímur Hermanns- son skrifaði nýlega grein fulla af rangfærzlum, þar sem hann vék að því, að verkalýðsfélög- in hefðu lítt fylgt eftir kröfum um grunnlauna hækkanir á s. 1. vori. Þarna er sama ögrunin og menn eru orðnir vanir frá Tím anum til þeirra verkalýðsfor- ingja sem vilja hafa hemil á kröfugerð. Ekki vegna þess að þeim sé út af fyrir sig annt um stefnu stjórnarinnar, heldur af þvi að þeir hafa sannfærzt um, að einmitt hófleg kröfugerð er forsenda þess að hagfelldir samn ingar náist. Út í bláinn er. þeg- ar Tíminn talar um það, að verkalýðurinn hafi í síðustu samningager'ðum, þ. e. bæði sum arið 1964 og 1965 „fært fórnir“. Sannleikurinn er þvert á móti sá, að þessir samningar reynd- ust verkalýðnum hagkvæmari heldur en nokkrir aðrir samn- ist í ákvörðun meirihluta kjós- ingar af því að hóflega var í enda, að bæði Framsókn og Al- sakirnar farið einkum í júni- þýðufoandalagsmenn fái að vera tsamkomulaginu 1964.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.