Morgunblaðið - 09.10.1966, Qupperneq 24
24
MORCUNBIAÐIÐ
Sunnudagur 9 okt. 1966
heyrður svona. Eigum við ekki
aiveg að sieppa þvi?
Hun stikaoi til hans. — Hvað
gerðiröu við þetta arseník? Nú
var röddin orðin argandi.
— Eg sagöi þér, aö eg eyði ill-
gresi með pví.
Rétt sem snöggvast mátti
greina ótta í augnaraöi hans, en
svo naði hann axtur íyrra kæru-
leysi sxnu.
— Manstu það ekki, Maggie?
Við drapum hann FranK þinn.
Hún þaut til hans með hend-
urnar reiddar eins og KÍær, rétt
eins og hún ætlaði að klóra úr
honum augun. En hann réð fljott
við hana og tók um baöa úlmiði
og sneri uppá þá þangað til hún
æpti af sarsauka. Svo íleygði
hann henni á legubekkmn og þar
féll hún aiveg saman og grét
beizklega.
— Þetta skaltu ekki gera aft-
ur, Edie, sagöi hann meö ógnandi
röddu. — Þú mundir ekki vilja
skemma þetta andlit — þetta
sem þú kemur til að horfa á svo
lengi. Því að við eigum eftir að
vera lengi saman, skilurðu. í
blíðu og stríðu, í láni og ólani,
hvað sem fyrir okkur kemur.
Við verðum að halda saman, þó
ekkí væri nema í sjálfsvörn. Þú
skilur, að við erum bæði jafn-
sek. Við Maggie myrtum hann
Frank og þú ert Maggie.
Hún grét án afláts, en hann
kveikti sér í vindlingi og beið
þess, að hún jafnaði sig.
— Ég skal borga þig út, sagði
hún. — Ég skal gefa þér, hversu
mikið sem þú vilt. En ég vil losna
við þig úr lífi mínu.
— Nei, elskan, sagði hann. —
Ég er sjúklega hræddur við alla
samninga og lögfræðinga. Nei,
við skulum heldur sitja að kjöt-
kötlunum saman. Þú átt að vera
varasjóður minn, nú og framveg
is. En vertu bara ekki svona
döpur, Edie — eða Maggie, eða
hver fjandinn sem þú ert. Þú
gætir fengið miklu verri dóm
fyrir að drepa hana systur þína
eða manninn þinn, eða hvern þú
nú hefur drepið. Og hvað mig
snertir, þá er ég fullánægður.
Ég hef Maseratibílinn á daginn
og hana Maggie mína á nótt-
unni. Og hvorttveggja er ágætt.
23.
Paul Harrison hafði alla ævi
sína verið önnum kafinn að sitja
á tilfinningum sínum og hann
fann að þetta tilfinningalausa
ytra borð hans vakti traust hjá
skjólstæðingum hans. En þegar
hann talaði nú í bókastofunni
við ekkju áldavinar síns, var
kuldinn næstum horfinn af yfir-
borðinu.
— Ég verð að vara þið alvar-
lega við þessu ,. .. ævintýri,
sagði hann með óvenjulegum
ákafa.
— Ég héf ákveðið mig, sagði
hún og horfði út um gluggann.
— Þá verðurðu að sjá þig um
hönd.
— Ég verð að komast burt,
sagði hún í örvæntingu sinni. —
Ég þoli ekki við hérna lengur.
í þessu stóra húsi og með allar
endurminningarnar .... um
j Frank ....
| — Endurminningarnar um
j Frank? spurði Harrison ísmeygi-
lega.
Hún leit á hann hissa. Það var
ekki Paul líkt að fara kring um
hlutina eða vera ísmeygilegur.
Hve mikið vissi hann? Hún
beið þess, að hann útskýrði
þetta nánar.
— Við höfum þekkzt svo lengi,
Margaret, að ég get verið alveg
hreinskilinn við þig, sagði
hann, — og ég vænti þess sama
af þér. Sem fjölskyldu-lögfræð-
ingur ykkar og góður vinur
Franks, vissi ég fullvel, að hjóna
bandið ykkar var ekki velheppn
að. Ég veit, að þið genguð í það
af lítilli forsjálni, meira af róm-
antískum ástæðum. Frank var
nýkominn heim úr ófriðnum —
hann þráði öryggi hjónabands-
ins, og hann fann, að það mátti
ekki dragast að eignast erfingja
að de Lorca-auðnum. Það varð
nú aldrei — ykkur báðum til
mikillar sorgar — og ástin, sem
einu sinni hafði verið af beggja
hálfu, varð að látalátum í öllu
samkvæmislífinu. Ég held, að ef
Frank hefði ekki verið sú mátt-
arstoð kirkjunnar, sem hann
var, hefði hjónabandinu verið
slitið fyrir löngu. En þar eð ég
þekkti trúfesti Franks, held
ég, að honum hafi aldrei dottið
hjónaskilnaður í hug. í sta'5
þess gaf hann sig allan að stjórn
Lorca-eignanna, svo að golf og
góðgjörðarstarfsemi. Og þú hafð
ir karlmenn þér til dægrastytt-
ingar.
Edith sneri sér undan, hissa á
þessari hreinskilni hans og vissi
ekki, hvernig hún skyldi snúast
við henni.
— Mig langar ekkert til að
móðga þig, Margaret, flýtti
Harrison sér að segja. — En eins
og ég sagði, er tími til kominn,
að við séum hreinskilinn hvort
við annað. Ég er ekkert að álasa
þér fyrir hegðun þína — ég er
búinn að vera lögfræðingur of-
lengi til þess að fara að lá nein-
um það, sem kalla mætti mann-
legan veikleika.
— Ég kæri mig ekki um að láta
lesa yfir mér neinar siðareglur,
Paul, sagði hún.
— Þá skal ég verða stuttorður.
Þú ætlar til Evrópu, er ekki svo?
— Jú.
— Og þú ætlar með manni,
sem heitir Anthony Collins?
— Já.
— Það er skylda mín sem
ráðunauts að benda þér á, að
slíkt getur verið hættulegt. í
fyrsta lagi er búið manns þíns
svo stórt, að það getur dregizt
von úr viti að gera það upp
Og hvaða hegðun þín sem telja
mætti ósiðlega, gæti haft ill áhrif
á erfðirnar. Svona stórt bú hef-
ur næstum alltaf í för með sér
kröfur frá hinum og þessum
fjarskyldum ættingjum, fólki,
sem þykist vera óskilgetin börn
hins látna, eða gjafaþegar, sem
fara fram á meira en þeir hafa
þegar fengið. Ef svona kröfuhöf-
um tækist að sanna á þig ósiðlegt
líferni, væri það málstað þeirra
til styrktar.
— Ég veit vel, á hvað ég hætti,
sagði Edith.
— Það er ennfremur skylda
mín að benda þér á hættuna á
fjárkúgun af hendi Anthonv
Collins. Hann hefur ekki sem
bezt orð á sér.
— Hefurðu þá njósnað um
hann?
— Ég fann, að það var nauð-
synlegt. Hann heitir réttu nafni
Antonio Cilichek. Fæddur í San
Pedro. Faðirins hafnarverka-
maður. Menntun: ellefti bekkur
í gagnfræðaskólanum í San
Pedro. Fór úr skóla til þess að
gerast golfsendill í ríkum klúbb
um í Los Angels. Lærði íþrótt-
ina og var styrktur af ríkum
mönnum til að taka þátt í ýms-
um kappleikum. Vann engan
þeirra, en tókst að komast að
sem golfkennari í Canyonklúbbn
um. Aðaltekjulind: Konur ríkra
félagsmanna.
— Ég geri mér engar háar hug
myndir um Tony.
— Líttu þá á hann eins og
Q'l'mpía skó’arltvélai
fyrirliggjandi í miklu úrvali. —
Sterkbyggoar, lettar og vaudaðar.
Afborgunarskilmálar.
Hinar viðurkenndu OLYMI’IA skrifstofu-
ritvélar hafa áunnið sér orð um allan
heim fyrir léttan áslátt og góða endingu.
Fáanlegar með desimal-dálkastilli við
fimm leturgerðum — vaísiengdir við
allra hæfi.
Sölustaðir:
Viðgerða- og varahlutaþjónusta.
ADDÓ - verkstæðið
Hafnarstræti 5 — Sími 13730.
og hjá aðalumboðinu:
Ólafur Gislason &. Co. hf.
Ingóltsstræti la — Sími 18370.
hann er: Maður, sem lifir á sér
eldri konum.
Edith starði á hann. Þarna
hafði hann komið við viðkvæm-
an blett, ekki einasta á henni
sjálfri heldur Margaret líka.
— Þetta kom illa við þig, og
mér þykir það frámunalega leit.t
sagði Harrison. — En ég vil bara
gera allt, sem í mínu valdi stend
ur til að forða þér frá að fremja
hroðalegt glapræði. Hlustaðu nú
á mig, Margaret.
Hann tók í hönd hennar og
Edith varð hverft við, er hún
skynjaði hversu mjög honum var
alvara með þessari bæn sinni.
Hún fann, að hann var að koma
fyrir hana vitinu og það ekki
eingöngu sem fjölskyldu-ráða-
nautur.
— Ég skal athuga þetta, sem
þú hefir verið að segja, sagði
hún.
Hann losaði takið á hendi
hennar og bjóst til að fara.
— En viltu sjá um þessa fjár-
veitingu handa mér, svo að >'-g
komizt í ferðalagið? sagði hún.
— Ég skal leggja umsókn um
það fyrir skiptaréttinn, svaraði
hann. Síðan tók hann skjalatösk
una sína og frakkann og gekk :xl
dyra.
— Paul! sagði hún.
— Já?
— Vissi Frank nokkurntíma af
þessu?
Hann hristi höfuðið. — Ég
held, að hann hafi aldrei haft
neina hugmynd um það.
24.
Edith lá á rúminu sínu i an^ist
og kvíða. Hún var flækt í snöru,
sem Margaret hafði búið henni
— þetta óumflýjanlega samband
við Tony. Áður hafði hún látið
hrífast af líkamlegum eiginleik-
um hans og töfrum. sem hann
beitti óspart. En 'nú, eftir að
hafa uppgötvað samsæri þeirra
Margaret, var hún dauðhrædd
við hann. Þegar hann hafði
stungið upp á Evrópuferð. gat
hún ekkert viðnám veitt. Aðeins
áskorun Paul Harrisons hafði
komið ofurlítið fyrir hana vit-
inu og fengið hana til að horfast
í augu við staðreyndirnar.
Síminn hringdi og Henry,
sem var niðri, tilkynnti: — Hr.
Collins að spyrja um yðar!
Aftur greip hræðslan hana og
hún svaraði: — Segðu honum. xð
| ég sé lasin. Segðu honum, að ég
geti ekki talað við hann núna.
— Sjálfsagt frú.
Edith lagði frá sér símann og
nú var ótti hennar hatri bland-
inn. Hvernig hefði hún líka nokk
urntíma getað annað en hatað
manninn, sem með hjálp tvíbura
systur sinnar, hafði orðið Frank
að bana?
Dyrnar út í ganginn opnuðust
og Tony stóð þarna og glápti á
hana. Henry stóð að baki honum
með skjálfandi hendur.
— Rektu þennan brytaskratta
þinn út! sagði Tony.
— Þú mátt fara, sagði Edith
og sveipaði um sig sloppnum, og
stóð upp af rúminu.
Henry kinkaði kolli og Tony
skellti aftur hurðinni. — Þetta
skaltu ekki leika aftur, sagði
hann ógnandi. Það þýðir ekkert
að vera að láta þennan þræl
þinn ségja, að frúin sé lasin, e >a
geti ekki talað við þið í dag. Ég
er ekkert hrifinn af að láta þræxa
liðið vísa mér á bug. Skilurðu
það?
— Já, Tony, sagði hún.
— Gott og vel. Hann skellti
sér niður í hægindastól og horfði
brosandi á taugaóstyrkinn í
henni.
— Jæja, elskan, vertu nú dá-
lítið glaðlegri, sagði hann. Þetta
verður hvort sem er dásamlegt
ferðalag hjá okkur. Yfir pólinn
og langt burt! Dásamleg tilhugs-
un! Heimsækja kjötkatlana i
Evrópu. kvöldverð í Maxim,
Lido og Folies Bergéres — og
allar þessar skrítnu þvergötur í
París. Auðvitað máttu ef þú vilt,
fá svolítinn höfuðverk og vera i
hótelherberginu, meðan ég fer
út og kanna dálítið landið.
— Ég fer ekki til Evrópu með
þér, Tony.
— Þá er það bara Róm og all-
ar fallegu stelpurnar á Via
Veneto. La dolce vita!