Morgunblaðið - 09.10.1966, Side 27
Sunnudagur 9. olct. 1966
MORGUNBLADID
27
Afgreiðslutími verzlana
ræddur ■ borgarstjórn
LOKUNARXÍMI verzlana kom
til umræðu í borgarstjórn s. 1.
fimmtudag, vegna tillögu, sem
Óskar Hallgrímsson (A) hefur
flutt um afnám reglugerðar um
lokunartíma verzlana.
Magnús L. Sveinsson (S) sagði
Kaupmannasamtökin og V.R.
gerðu samning sem heimilaði á-
kveðnum fjölda verzlana, að hafa
opið til kl. 9 á kvöldin frá mánu-
degi til föstudags, og gerði sam-
komulagið ráð fyrir að vakta-
skipti skyldu verða í verzlunun-
— Hertækni
Framh. af bls. 1
sjálfvirkum vopnum í stórum
stíl, en svo virðist, að því er
Pelou segir, sem þá hafi til þessa
skort nauðsynlega samræmingu á
hersveitum sínum og vopnabún-
aði til þess að árangur yrði góð-
ur. Talsmenn Bandaríkjahers
segja hinsvegar, að framför i
þessum efnum sé augljós, bar-
dagaaðferðir og skipulag sveita
þeirra verði æ áhrifaríkari með
hverri viku.
Loks segir Pelou, að fótgöngu-
liðssveitir bandarískar sem komn
ar séu um 70 km frá næstu
birgðastöð eigi oft í vandræðum
vegna erfiðra birgðaflutninga.
Skæruliðar geri sér sérstakt far
um að eyðileggia samgönguæðar
þeirra og því aðeins sé hægt að
ná tróðum árangri, að birgðir séu
sendar flugleiðis. Hinsvegar segir
hann slíka samkeppni ríkja milli
fl"<*hers og flota, að ekki sé gott
að beita fótgönguliðum flotans og
fh’f’sveitum á sama stað.
í öðrum fréttum frá Víetnam
segir, að hersveitir Bandaríkj-
anna, Suður-Kóreu og Suður-
Víetnam hafi fellt eða tekið til
fanga um þúsund Víet Cong
skæruliða síðustu fimm daga á
svæðinu Phu Cat, sem er strand-
hérað um miðbik Suður-Víetnam.
Þar hafa verið hörð átök að und-
anförnu.
I oftárásum á Norður-Víetnam
hp’^ur áfram. Voru farnar 99
árásarferðir sl. sólarhring og
ein flugvél skotin niður. Loft-
árásirnar voru gerðar á marga
stoði, meðal annars í nágrenni
Dien Pien Phu, Hanoi og Haip-
hong.
— Surveyor
Frámhald af bls. 1
Vísindamennirnir í Pasadena
höfðu gefið upp alla von um að
ná sambandi við flaugina aftur.
Talsmaður þeirra sagði í dag, að
ekki væri hægt að segja um
hvort takast megi að ná mynd-
um frá flaugina, því af rafhlöður
hennar eru mjög orkulitlar.
Verður tilraunum í þessa átt
haldið áfram næstu daga.
— 58 skip
Framhald af bls. 28
Freyfaxi KE 60
Sigurfari AK 90
Skírnir AK 100
Haraldur AK 145
Bjartur NK 170
Bergur VE 130
Sæúlfur BA 100
Ingiber Ólafsson H. GK 220
Engey RE 160
Faxi GK 175
Gullver NS 100
Sæþór ÓF 115
Ól. Tryggvason SF 110
Sólfari AK 100
Sig. Jónsson SU 100
Arnfirðingur RE 160
Guðbjörg IS 80
Ásbjörn RE 60
Valafell SH 80
Keflvíkingur KE 140
Fákur GK 100
Hólmanes SU 80
Arnar RE 120
Þrymur BA 80
Gullberg NS 50
Halkion VE 140
Árni Geir KE 35
Súlan EA 125
Oddgeir ÞH 60
Skálaberg NS 40
um, og með því átti að tryggja
að vinnutími þessa fólks lengd-
ist ekki.
Þetta kerfi var reynt í 5 mán
uði á síðasta ári og tóku um
120 verzlanir þátt í því. Og hvaða
reynsla fékkst af því?
Sú reynsla fékkst m.a., að
ekki var hægt, í nærri öllum til-
fellum, að koma vaktaskiptum
við í verzlunum, vegna þess að
það var ekki til fólk á vinnu-
markaðinum, enda þótt aðeins 20
verzlanir væru opnar í senn.
Það leiddi því til þess, að
vinnutími stórs hóps verzlunar-
fólks lengdist stórlega og varð
margt fólk að standa í verzlun-
um allt frá kl. 8 á morgnana til
kl. 10 og 11 á kvöldin, án þess
að fá hvíld eða frí á móti.
En fleira kemur til.
Það er óhjákvæmilegt að aukin
þjónusta fram eftir á kvöldin,
hlýtur að hafa í för með sér
verulega aukinn reksturskostnað
verzlananna. Veltuaukning í mat
vöruverzlunum verður ekki þó
við hefðum 14 tíma til að verzla,
dag hvern, í stað 9 eða 10 tíma
nú.
Þannig kom það fram á þeim
5 mánuðum, sem skiptiverzlunin
var reynd í fyrra, að í flestum
tilfellum var um sáralitla verzl-
un að ræða á kvöldin og stóð
hvergi nærri undir kostnaði.
Þannig myndi aukin kvöld-
þjónusta, fyrr en síðar, leiða til
hækkaðs vöruverðs, og vil ég
leyfa mér að efast um að neyt-
endur yrðu mjög hrifnir af því.
Það kom t.d. strax í ijós hjá
lyfjabúðum, að þegar tekið var
sérstakt gjald af kvöldafgreiðslu,
dró stórlega úr henni.
Óskar Hallgrímsson (A) rakti
gang málsins undanfarin ár og
lagði áherzlu á nauðsyn aukinnar
þjónustu af hálfu verzlana við
neytendur. Hann sagði að for-
ustumenn vrzlunarmanna hefðu
jafnan þegar þessi mál hafa verið
til umræðu reynzt ófáanlegir til
þess að gera greinarmun á vinnu
tima verzlunarfólks og starfs-
tíma verzlana.
Böðvar Pétursson (K) varpaði
fram þeirri spurningu hvar hin-
ar háværu kröfur neytenda um
lengri afgreiðslutíma verzlana
hefðu komið fram og taldi að
þær bergmáluðu einungis í höfði
Óskars Hallgrímssonar. Sagði
borgarfulltrúinn að afleiðingin
af samþykkt tillögu óskars yrði
sú, að aukinn kostnaður yrði við
vörudreifingu í landinu og til
þess þyrfti meiri vinnukraft, þar
af leiðandi hærra vöruverð.
Tillögunni var vísað til ann-
arrar umræðu og athuganar borg
arráðs.
ísborg taiðist
ekki
ÚTGERÐ flutningskipsins fs-
borgar hafði samband við Mbl.
í gær og iét þess getið, að skipið
hefði ekkert tafizt i Aberdeen
vegna kvrrsetningarhótunnar
hafnaryfirvalda þar.
ísborg er nú á leið til Noregs
með koks.
OXAN er lágfreyðandi þvottaefni, sérstaklega
framleitt fyrir sjálfvirkar þvottavélar.
Afgreitt í handhægum og sterkum plastumbúðum.
Jafn gott í allan þvott.
TÆKIÐ SKIPTIR MIKLU
EN ÞVOTTAEFNIÐ ÖLLU
H F. H R E I N N
©
Vinnustöðvun
hjá Brú hf,
KOMH> hefur til vinnustöðvun-
ar hjá byggingafélaginu Brú h.f.
vegna vanskila á launum starfs-
manna þess. Byggingafélagið
hefur fengið frest til að greiða
kaup starfsfólks síns og fyrir
næi hálfum mánuði var helm-
ingur skuldanna greiddur. Fékk
félagið þá enn frest til að greiða
afganginn til mánudngs s.l.
Er það tókst ekki, boðuðu þau
þrjú félög, sem hlut átti að máli
vinnustöðvun, en þau eru Dags-
brún, Trésmiðafélagið og Múr-
arafélagið.
Mbl. hafði samband við Eðvarð
Sigurðsson formann Dagsbrúnar,
sm sagði að er verkfallið kom til
framkvæmda hafi Brú h.f. verið
með verk í Borgarsjúkrahúsinu
í Fossvogi, sundlauginni í Laug-
ardal og fyrir ýmsa einstaklinga.
Ekki vildi Eðvarð spá neinu
um hversu lengi vinnustöðvunin
stæði, félagið ætti fastar eignir
en rekstursfjárskortur hamlaði
kaupgreiðslum. Kvaðst hann þess
fullviss ,að fyrirtækið reyndi allt,
sem unnt væri til að vinna gæti
hafizt að nýju.
F.í. bauð Þjóðverfunum
■ útsýnisflug
HÉR Á LANDI dvelst nú hóp-
ur Vestur-Þjóðverja, sem eru
áhugamenn um íslenzk málefni.
f hópnum er 31 maður, en að
boðinu standa Germanía og Loft
leiðir.
Flugfélag íslands bauð Þjóð-
verjunum í gærmorgun í útsýnis
flug yfir ísland. Var farið kl. 10
árdegis frá Reykjavík í Fokker
Friendship vélinni Snarfaxa.
Flagið var yfir Borgarfjörð,
Holtavörðuheiði, Drangey og
I Grímsey, inn Eyjafjörð, suðuv
j Kaldadal, yfir Kerlingafjöll og
| Heklu, en þaðan yfir Gullfoss
og Þingvelli. Komið var til
Reykjavíkur um hádegi.
■ Veður var skínandi fagurt all
an tímann og voru Þjóðverjarn-
ir mjög ánægðir með ferðina.
Með hópnum fóru þeir Birg-
ir Kjaran, stjórnarformaður F.f.
Örn Johnson, forstjóri og Sveinn
Sæmundsson. blaðafulltrúi.
Blaðburðarfólk
vantar í eftirtalin hverfi:
Sörlaskjól
Tjarnargötu
Lynghagi
Lambastaðahverfi
Fálkagata
Lindargata
Túngata
Meistaravelli
Miðbær
Laugaveg — neðri
Hverfísg. frá 4—62
Kjartansgata
Leifsgata
Meðalholt
Fossvogsblettur
Nesvegur
Talið við afgreiðsluna suni 22480.
Jf¥loyjgwwMw$j$
Systir mín ,
KRISTÍN EINARSDÓTTIR
Bragagötu 25B
sem andaðist 5. þ.m. verður jarðsett frá Aðventkirkj-
unni þriðjudaginn 11. okt kl. 1,30 e.h. — Blóm afbeðin
en þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, vinsamlegast
láti það ganga til systrafélagsins Alfa. —
Fyrir hönd systkina.
Gróa Einarsdóttiir.
Móðir okkar,
HALLDÓRA FRIÐBJÖRNSDÓTTIR
frá Sauðárkróki,
andaðist 7. október að heimili sínu, Norðurgötu 36,
Akureyri. — Jarðsett verður frá Sáuðái'krókskirkju.
Jarðarförin ákveðin síðar.
Börn hiunar látnu.
Útför systur okkar og mágkonu,
INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR
frá MófeHsstöðum,
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. okt. kl. 1,30.
Ólína Jónsdóttir,
Sigríður Jónsdóttir,
Guðfinna Sigurðardóttir.