Morgunblaðið - 09.10.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.10.1966, Blaðsíða 28
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 231. tbl. — Sunnudagur 9. október 1966 Langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins 58 skip með 6.175 tonn HAGSTÆTT veður var á síldar- miðunum undangenginn sólar- hring, og voru skipin að veiðum 1 Reyðarfjarðardýpi, 40—60 mil ur undan landi. Alls tilkynntu 58 skip um afla, samtals 6.175 tonn. Dalatangi: tonn Ögri RE 120 Helga RE 130 Árni Magnússon GK 175 Lómur KE 200 Guðbjörg GK 150 Sveinbj. Jakobsson SH 100 Jón Þórðarson BA 60 Höfrungur III AK 200 8tal tveimur Loftur Baldvinsson EA 170 Guðbjartur Kristján IS 120 Eldborg GK 140 Guðrún Jónsdóttir IS 85 Halldór Jónsson SH 65 Steinunn SH 60 Guðmundur Péturs IS 90 Helga Guðmundsdóttir AB 100 Fagriklettur GK 80 Ófeigur III VE 55 Ingvar Guðjónsson SK 55 Reykjanes GK 80 Víðir II GK 85 Hoffell SU 40 Héðinn I>H 50 Snæfugl SU 130 Kópur VE 45 Skarðsvík SH 120 Sigurbjörg OF 170 Arnkell SH 75 Framhald á bls. 27 bílum AÐFARANÓTT föstudags var stolið bifreið hér vestur í bæ, og auglýsti lögreglan eftir henni í útvarpi. Síðari hluta dags í fyrradag var vinkona eigenda bifreiðarinnar vör við bifreið- ina niður við Sætún, og var þá maður í henni. Konan hafði snör handtök og hugðist handtaka manninn, en hann lagði þá á flótta. Maðurinn þekktist og var gerð umfangs- mikil leit að honum í gærkveldi. 1 fyrrinótt fannst svo maðurinn og var hann þá í annarri bifreið sem hann hafði stolið um nótt- ina. Reyndist maðurinn drukk- inn, þegar farið var að huga að honum. Hluti af afla togara BÚR seldur fisksölum til þess að tryggja neyzlufisk í borginni A FUNDI útgerðarráðs Reykja vikur sl. miðviRUdag var ákveð- ið að fisksalar í borginni skyldu eiga þess kost að kaupa nokk- urn hluta aflar togara B.U.R., sem landað er í borginni. eftir því sem við verður komið án fjárhagslegs tjóns fyrir útgerð- ina. Sé miðað við að sá fiskur verði notaður til neyzlu en ekki fryst- ur. Þá var einnig ákveðið að gefa fisksölum borgarinnar kost á að kaupa heilfrysta ýsu, sem B.Ú.R. frysti í sumar. Er hér um að ræða viðleitni Bæj- arútgerðar Reykjavíkur til þess að bæta úr skorti neyzlufisks í borginni í vetur. Mál þessi voru til umræðu á borgarstjórnarfundi sl. fimmtu dag og var þar samþykkt að I fela framkvæmdastjórum B.Ú.R. I að kanna í samráði við fisksala í borginni hvaða ráðstafanir i væru nauðsynlegar til þess að tryggja sem bezt, að neyzlu- fiskur verði fáanlegur í borginni í vetur. I Fréttamenn íslenzka sjon- ■ varpsins úti á landi hafa að ! undanförnu dvalizt í Reykja- ■ vík á námskeiði sjónvarpsins ; í myndatöku o.fl. Hér sést hóp I urinn í Öskjuhliðinni ásamt ; nokkrum startsmönnum sjón- : varpsins, sem kenna á nám- | skeiðinu. : (Ljósm. Jóhannes Long). Alþingi kemur saman á morgun Blés lífi í son sinn Hér birtist mynd af Hólm- fríði Steinþórsdóttur (Jasonar sonar) og syni hennar Stein- þóri sem hún bjargaði úr lóni rétt við heimili þeirra að Stokkseyri, og getið var um hér í blaðinu síðastl. fimmtu- dag. Steinþor litli var orðinn meðvitundarlaus, er móðirin kom að honum. Svo vel vildi til, að Hólmfríður hafði í fyrrasumar lært lífgunartii- raunir með blástursaðferðinni á námskeiðum SAMBANDS SUNNLENZKRA KVENNA að Selíossi, enþar kenndi Unn ur Bjarnadóttir, kennari hjálp í viðlögum. Hólmfríður dró drenginn úr sjónum og hóf samstundis lífgunartilraunir. Hún hafði ekki blásið lengi, er hún varð lífsvottar vör hjá drengnum, sem haldið er að hafi legið u.þ.b. 5 mín. í lóninu. Bar þá að Sigurð Petersen, sem hélt tilraununum áfram, en Hólm fríður hljóp til að síma í læxni á Eyrarbakka, sem kom fljótlega og taldi þá dreng- inn úr hættu. Hafði verið vel hlúð að honum, eftir voikið, á heimili Frímanns oddvita. Úðinn kom með Herðu breið í fyrrinótt VARÐSKIPIÐ Öðinn kom í fyrrinótt með m.s. Herðubreið til Reykjavíkur austan frá Djúpa vogi eftir tæplega 30 klukku- stunda siglingu. Hefur Herðu- breið að öllum líkindum aldrei fengið eins skjóta ferð á þessari leið, en Óðinn dró skipið alla leið. Mbl. áði í gær tali af yfirstýri manni á Herðubreið Bernódusi uga vakt við þær. Sjór fór í vélarúm skipsins og stöðvuðust þær, er óhappið henti skipið sl. sunnudagsmorgun. Austur á Djúpavogi vann varðskipið Al- bert að þéttíngu Herðubreiðar og reyndist þéttingin vel alla leið til Reykjavíkur Herðubreið mun fara í slipp eftir helgi. AI.ÞINGI kemur saman á morg un, mánudaginn 10. okt. Þing- menn munu fyrst hlýða á messu í Dómkirkjunni, en þar prédikar séra Ólafur Skúlason. Að lokirn. messu ganga þing- menn í sat neðri deiJdar. Forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, setur þingið, en kveður að því búnu aldursforseta, Karl Krist- jánsson, ti! að taka við fundar stjórn unz forseti Sameinaðs þings hefur verið kjörinn. Vitað er um tvo' þingmennn, sem verða forfatiaðir í þingbyrj un, Lúðvík Jósefsson og Bene- díkt Gröndal. Sæti Lúðvíks mun skipa Ásmundui Sigurðsson, en Pétur Petursson að líkindum sæti Benedikts. Stefnt að stóru bif- reiðastæði í Vatnsmýri Austurstrætí gert að göngubraut Benediktssyni og spurðist fyrir um hvernig ferðin hefði geng- ið. Bernódus sagði að ferðin hefði gengið ágætlega og ekkert ó- happ hefði hent, gott veður hefði verið alla leið og hefði skipið komið til Reykjavíkur um eittleytið í fyrrinótt. í skipinu voru í gær, þar sem það lá í höfninni dælur, sem dældu sjó úr skipinu og að sögn Bernódusar þurfti að hafa stöð- Lézt e’tár bí’slys Á SUNNUDAG sl. lézt af slys förum hér í bæum, Guðbjörg Hallvarðsdóttir til heimilis að Akuigerði 15, 66 ára að aldri. Guðbjörg heitin varð fyrir bif- reið á Suðurlandsbraut 23. sept- ember sl. Hún slasaðist mjög mikið. og komst aldrei til með- vitundar. í UMRÆÐUM á fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur s.I. fimmtu dag sagði Gísli Halldórsson, að ekki væri enn talin þörf á að koma upp stóru bifreiðastæði í Vatnsmýrinni og Iitlar líkur á, að slíkt bifreiðastæði yrði nýtt að ráði af þeim sem erindi eiga í miðbæinn. Þá sagði Gísli Hall- dórsson einnig að ekki væri talið rétt að gera Austurstræti að göngubraut í einum áfanga, held ur stig af stigi. Borgarfulltrúinn sagði að um 3000 bifreiðastæði þyrftu að vera í miðbænum til þess að fullnægja þörfinni þegar hann verður full- byggður en ennþá mundi vanta um 50.000 ferm. gólfflöt til þess að svo væri. Stefnt er að stóru bifreiðastæði í Vatnsmýrinni, í námunda við Umferðarmiðstöð- ina og tengt miðbænum með strætisvagnaferðum. Þessar upplýsingar komu fram í sambandi við tillögu er Guð- mundur Vigfússon (K) flutti, þess efnis, að gert yrði hið allra fyrsta bifreiðastæði í Vatnsmýr- inni og jafnframt að bönnuð yrði bifreiðaumferð um Austurstræti. Kvaðst borgarfulltrúinn telja að til þssara aðgerða yrði a* grípa mjög bráðlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.