Morgunblaðið - 16.10.1966, Side 4

Morgunblaðið - 16.10.1966, Side 4
4 MORGUNBl\Ð IÐ Sunnudagur 16. okt. 1963 verð, sem skapast af fjöldafram- leiðslunni. Annar stór kostur er sá, að í stað þess að bíða í tvo til sex mánuði eftir eldhúsinn- réttingu, þá getur húsbyggjand- inn nú fengið hana tilbúna og setta inn í húsið á nokkrum dög- um. Þetta hefur í för með sér styttingu byggingartímans, og þar af leiðandi lægri byggingar- kostnað. — Hafið þið þegar hafið fram- leiðslu þessara eldhúsinnrétt- inga? — Nei, það stendur á líming- arpressu. Slík verkfæri kosta um 200 þúsund krónur og við höfum ekki enn haft efni á að tryggja okkur hana. — Hvað vinna margir hjá ykk- ur núna? — Við erum fimm eins og er, en það stendur til að fjölga starfs liði upp í 10 á næstunni. Húsið er það stórt, að við getum fært út kvíarnar. — Og það er alltaf nóg að gera í byggingariðnaðinum? — Já, við höfum alltaf haft yfirdrifið af verkefnum aðallega frá Reykjavík. — Er ekki erfitt fyrir ykkur að keppa við smíðaverkstæði i Reykjavík vegna staðsetningar verkstæðisins? — Nei, við getum fyllilega keppt við þau. Við bætum upp flutningskostnaðinn með þægi- legri aðstöðu til vinnu en margir hafa í Reykjavík. Það er rýmra um okkur hér. Núna erum Við t. d. að vinna fyrir marga hús- byggjendur í Reykjavík og ná- grenni og eftirspurnin fer alltaf vaxandi. torsteinn Sigurðsson (t.v.) og Arni Erlingsson fyrir utan hið nýja trésmíðaverkstæði. NÝ TRÉSMIÐJA A SELFOSSI TRÉSMIÐ JA Þorsteins og Árna hf á Selfossi er ný bygging og stendur fyrir utan á, Ölfusá, við hliðina á Sláturhúsi Sláturfélags Suðurl., þar sem að undanförnu lambfé hefur verið lógað í þúsundatali, og strákar og stelpur og menn og konur unnið mikið frá morgni til kvölds. Það var einnig mikið að gera hjá Þorsteini Sigurðssyni x>g Árna Erlingssyni þegar við kom- um þar einn morgun fyrir skömmu, þó starfinn sé annar en að myrða kindur. Þorsteinn var að afgreiða ungling löngum spýt- um, en Árni að bauka við vél, sem vér vélfáfróðir menn skildum ekki til hvers starfa er ætluð, en hvað um það, til eru margar vél- ar í heiminum óskiljanlegar mörg um mönnum svo við tefjum Árna frá baukinu og spyrjum um hús- ið: Hvað er það gamalt? — Við byrjuðum að reisa þessa byggingu í ágúst í fyrra, en tók- um til starfa hér í maí í sumar. Húsnæðið er 525 fermetrar, það sem komið er af því, en tií stend- ur við fyrsta tækifæri að reisa yfir 200 fermetra fyrir skrif- stofuhúsnæði, kaffistofu fyrir þá sem hér vinna og geymslur. Nú er Þorsteinn búinn að saga spýturnar og því spyrjum við hann hvað þeir félagar framleiði aðallega hér á þessu nýja tré- smíðaverkstæði þeirra. (Þess má geta, að báðir menn eru reyndir smiðir. Árni er búinn að vera trésmiður í 11 ár, en Þorsteinn var um 17 ára skeið verkstjóri á Trésmíðaverkstæði Kaupfélags Ámesinga). — Við höfum mest unnið að smíðum gluggaumgerða og úti- dyrahurða hingað til, en ætlunin er að framleiða „staðlaðar", inn- réttingar framleiddar með hlið- sjón að teikningum Húsnæðis- málastofnunar Ríkisins, þannig að þær geta passað í hvert hús teiknað af þeirri stofnun. Við ætlum að hafa fyrirliggjandi bæði samsettar og ósamsettar eldhúsinnréttingar til að henta þeim skilyrðum sem kaupendur setja upp. — Hver er aðalkostur þessara tilbúnu eldhúsinnréttinga fram yfir þær, sem smíðaðar eru í hvert einstakt hús eftir pöntun? — Einn aðalkosturinn er lægra EIN ELSTA SKOTFÆRAVERKSMIÐJA HEIMSINS VOPN A SMIÐJUR SKOTFÆRAYERKSMIÐJUR QévarM STOFHSETTAR 1820 MODEL E1 MJÖG NAKVÆMUR Njí SJÁLFHLAÐINN RIFFILL CAL. 22 L.R. Byggður eítir nýju fyrirkomulagi Án HVELLHETTUPINNA Án ÚTDRAGARA Kveikjufeiii útiiokaður handhægur nákvæmur IHERKJASALA Blindravinafélags íslands verður sunnudaginn 16. okt. og hefst kl. 10. f. h. Sölubörn komið og seljið merki til bjálpar blind- um. — Góð sölulaun. — Þrjú hæstu börnin í hverjum skóla fá verðlaun. Merkin verða afhent í anddyrum þessara skóla: Austurbæjarskóla, Breiðagerðisskóia, /lftagerðis- skóla, Hlíðaskóla, Langholtsskóla, 7 augalækjar- skóla, Laugarnesskóla, Melaskóla, Vogaskóla, Oldu- götuskóla, Miðbæjarskóla, Mýrarhúsaskóla. Barna- skóla Kópavogs, Kársnesskóla, Digranesskóla, Barna skóla Garðahrepps, Lækjarskóla og Öldutúnsskóla Hafnarfirði. Hjálpið blindum og kaupið merki dagsins. Merkið gildir sem happdrættismiði. BLINDRAVINAFÉLAG ÍSLANDS. Verðlækkun Seljum næstu daga barna og unglinga- bækur á stórlækkuðu verði. Haustið er lestrartími. — Notið því tæki- færið og kaupið gott lesefni á lágu verði. Verðlækkun þessi stendur aðeins í nokkra daga. Bókabúð Æskunnar Kirkjuhvoli. Wikí buxur Ný sending danskar stretchbuxur. — Stærðir: 4—16 — nýjar gerðir. R. Ó. búðin Skaftahlíð 28. — Sími 34925. MIÐSTÖÐVAROFIMAR Við framleiðum og seljum fjórar gerðir miðstöð varof na: HELLU-ofninn EIRAL-ofninn PANEL-ofninn JA-ofninn Hagstætt verð — stuttur afgreiðslutími — SKRIFIÐ — HRINGIÐ — KOMIÐ. H.F. Ofnasmiðjan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.