Morgunblaðið - 16.10.1966, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.10.1966, Blaðsíða 6
6 MORGU N BLAÐ1Ð Sunnudagur 16. okt. 1966 Séra Pétur Sigurgeirsson: Kristileg nemendaskipti til aö auka samúð og skilning milli þjööa Á MEÐAN þjóðirnar voru í sár- um eftir seinustu heimsstyrjöld var prestur einn úr „Kirkju Bræðranna“ í Bandaríkjunum að nafni John Eberly sem fékk mikinn áhuga á kristilegum nem endaskiptum til að auka samúð og skilning milli þjóða. — Þessi kirkja hans hafði þá beitt sér fyrir því að pólskir verkamenn kæmu til ársdvalar í Bandaríkjunum til að kynna sér landbúnað, og sú kynning gaf góðan árangur. — Við það vaknaði hugmynd hjá prestin- um, að skólafólk kæmi frá Þýzkalandi til að vera við nám í eitt ár í bandarískum skól- um og dvelja á heimilum, sem kirkjan útvegaði þeim, Fimm- tíu heimili buðust til þess að taka á móti skiptinemum og þá fór John Eberly til Þýzkalands í maí 1949 hélt hann fund i Frankfurt, þar sem málin voru rædd. — Þegar búið var að velja 50 nemendur frá þýzkum heimilum til að fara vestur til Ameríku var kominn fyrsti vís ir að hinum alþjóðlegu kristi- legu nemendaskiptum, sem eru nú í örum vexti. — Samstarf kirkjudeilda Á enskú heitir hreifingin International Christian Youth Exchange (skammstafað ICYE) og eru skiptinemar á aldrinum 16 til 18 ára. — Til samstarfs við „Kirkju Bræðranna“ hafa komið ellefu kirkjudeildir í Bandaríkjunum og nefndir starfa í mjög mörgum lönrtum, tíl þess að annast nauðsynlegan tindirbúning. — Á þ' ssu ári fóru 272 skiptinemar til þess- ara 12 kirkjudeilda í Amer'ka og komu þeir frá 25 þjóðum, þar á meðal íslandi. En 111 bandarískir unglingar frá bess- um sömu kirkjudeildum dvelja hjá þeim þjóðum, svo að skiptin eru gagnkvæm. Til viðbótar skal þess getið að þau eiga sér einn- ig stað innan Evrópula^danna, alls eru skiptinemarnir 406. Frá fslandi fóru að þessu sinni 20 en okkar kirkja hefir tekið þátt í hreyfingunni allt frá því að embætti æskulýðs- fulltrúa var stofnað fyrir- at- beina biskupsins og séra Ólafur Skúlason hóf það starf. Hér á landi dvelja nú þrír erlendir skiptinemar tveir frá Ameríku og einn frá Þýzkalandi. Mættu þeir vera fleiri. Heimili taka þá algerlega að sér í heilt ár. — Húsbændur ganga þeim í for- eldra stað og börnin þar eru systkini. — Heimilin greiða all- an dvalarkostnað og sjá þeim meira að segja fyrir vasapening- um. — Þrettán þúsund krónur greiða skiptinemarnir í ferða- kostnað til og frá Ameríku og fata sig sjálfir. — Augljóst er, að hér er um mikla fórn að ræða hjá þessum heimilum, en gleði þeirra að eignast „son“ eða „dóttur“ Þennan tíma er líka mikil. — Þeir, sem hug hafa á því að taka skiptinema, ættu að snúa sér til Jóns Bjarm an æskulýðsfulltrúa. Kynningarmótið. Mér gafst í sumar tækifæri til að kynnast nokkuð þessari kristi legu starfsemi, er ég fór utan með þeim hópi, sem nú dvelur vestra og kom heim með 17 skiptinemum, sem þar dvöldu sl. ár. Leiguflugvél Loftleiða flutti skiptinemana frá öllum Norð- urlöndunum og var hvert sæti í vélinni skipað, en hún tekur 82 farþega. Kynningarmótið, þegar vestur kom, var haldið í gagnfræðaskóla nálægt Phila- Pennsylvaníuríki og , frá öllum þjóðununm komu ! hver Ameríkani sagði við gröf- delphiu í stóð það yfir dagana 20.-23. júlí. — Þar voru saman komnir unglingar frá 24 þjóðum. — Vantaði aðeins skiptinema frá Costa Rica, en þeir voru síð- búnir vegna samgönguerfiðleika og komu þegar mótið var að enda. Það var undarleg tilfinning að vera kominn til móts við svo mörg þjóðarbrot. Fjöl- mennastir voru Þjóðvei’jar. Við máltíðir var matast í stórum sal, og eitt skiptið sat við hlið mína hraustlegur og hnellinn Japani. — Þegar ég gaf mig á tal við hann og spurði, hvaðan úr Japan hann væri, snéri hann sér snöggt við og sagði: „Hiros- ima“. — Það lá við að mér brygði, og ég minntist þéirra skelfinga, sem þar höfðu yfir dunið fyrir 21 ári. — En mér fannst hinn ungi sonur Hiros- ima boða nýjan dag friðar og sátta í heimi blóðs og tára. Merkileg hreyfing, Á mótinu fann ég, að I.C.Y.E. gerir það sem í þess valdi stend ur til að gera ársdvöl ungling- anna sem bezta. Þeir komast í snertingu við kirkjulegt starf, þar sem sterkt samband e_r á milli heimilanna og kirkjunnar. Seinasta samverudaginn fóru þeir, sem lengra áttu að fara, í hópferðabílum, en aðra sóttu hinir verðandi „foreldrar“. Fagnandi tóku feður og mæð- ur á móti þessum unglingum, og leiddu þá á milli sin, sem þeir væru þeirra eigin börn. Meðal skiptinemanna voru marg ir negrar, og ég spurði, hvert þeir færu, hvort þeir myndu fara til negraheimila. Ég fékk það svar, að svo væri ekki, heldur færu þeir til hvítra for- eldra. Mér þótti merkilegt að heyra þetta, því að kynþátta- vandamálið er ofarlega á dag- skrá í Bandaríkjunum og marg ir árekstrar eiga sér stað. Og mér var ljóst hvernig þessi hreyf ing tekur þátt í að leysa það mál. — ein hjón sá ég leiða negra á milli sín frá þessum stað. Var það stúlka frá Ethi- ópíu. Þarna ríkti andi bræðra- lags og kærleika milli ólíkra kynþátta, og þegar beðist var fyrir, fóru allir með bænina Faðir vor á sinni eigin feðra- tungu. — Allir gátu verið eitt, þrátt fyrir ólík tungumál og menningu. Fljótir voru hinir íslenzku skiptinemar að samlaga sig jafn öldrum sínum og staðháttum. Hitinn var mikill og þó ekki óþolandi. Vorum við svo hepp- in að hitabylgja var nýliðin hjá. Seinasta kvöldið var hátíð- legt mjög, þar sem skiptinemar fram, sungu léku á hljóðfæri eða dönsuðu í þjóðbúningum. Hinir ólíku búningar voru eins og mislitu blómin í varpanum. Þar kenndi margra grasa. ís- lenzki þjóðbúningurinn vakti mikla athygli. Okkar stúlkur voru á upph’lut og báru hann vel. íslenzki hópurinn söng við gítarúndirleik. Hver þjóð hafði ekki nema 5 mínútur til um- ráða, og samt varð dagskráin nokkuð á þriðja tíma. Fram- Séra Pétur Sigurgeirsson. ,0, how beautiful“ hvað þetta er fallegt) — fannst mér sú hugsun djúpt. Sanni nær var það, sem negramóðirin sagði við barnið sitt, er kista Abrahams Lincolns forseta fór eftir veginum á lík- vagninum: „Take a long look at him, for he. died for you“. (Taktu vel eftir honum. Hann dó fyrir þig). Frá Washington var haldið með langferðabílum norður til Genfarsvatns í Wisconsin, sem er rétt fyrir norðan Chicago. Þar eru sumarbúðir kenndar við George Williams, stofnanda K.F.U.M., — og eru þær byggð- ar af skólanum í Chicago, sem einnig ber nafn hans, og er skóli þess félags í Ameríku. Er það mikil stofnun og í þessum sumarbúðum var annað mót, sem ég sótti, t ar sem voru sam an komnir 500 manns. Stóð það yfir dagana 26.-31. júlí og var eins konar kveðjumót fyrir þá skiptinema, sem voru að kveðja eftir ársdvölina í Bandaríkjun- um. Þar mættu skiptinemar 17 unglingar, en einn hafði áður orðið að fara heim vegna veikinda. töluðu enskuna reiprennandi, og það tók jafnvel umhugsun og tíma að byrja aftur að ta!a sitt eigið móðurmál. Það var skiptinemum frá öðrum þjóð- um sameiginlegt. Þeim þótti gott að geta valið námsgreinar. Fyrst hafði skólanámið verið mjög erfitt og mikil vinna var í það lögð. Kirkjan var þeim mikils virði. Heimilin lögðu alúð í það að vaka yfir heill unglinganna, fylgjast með þeim í námi og leik. Fram kom sú skoðun, að betra væri að vera á þehn henn (Ett ilum, þar sem efnin væri ekki Ekki um Qf Sjónvarpið átti sína rista kosti og galla eins og ýmislegt annað, og fram kom hin heil- brigða dómgreind, hvað væri ákjósanlegt og hvað ekki. í með ferð fjármála Höfðu þeir lært varúð og sparsemi. Trúmálin. Þegar talið barst að trúarlíf- inu, þá kom í ljós að það hafði aukizt. Mörg minntust á það, að eitt hefðu þau ávallt farið með á íslenzku, og það var bænin Faðir vor. Þó að allt annað væri sagt og hugsað á hinni framandi tungu, var þeirra drott inlega bæn á því máli, sem þeirra hjarta var næst. Og það fannst mér ekki aðeins bera vott um tryggð við heimalandið, heldur þann helga dóm, sem þeim í fyrstu bernsku var gef- in; — og var þeirra vegarnesti út í lífið. íslendinganna fékk hið orð, og var það gleði- koma bezta efni. Þegar kynningarmótinu lauk fór ég til Washington, þar sem 1 góðum höndum. Umræðuefnið þessa 'daga var hvernig menntunin á að vera alþjóðleg og uppoyggileg til Lokamáltíðin á mótinu var nefnd „agape“ — máltíð, sem hinir íslenzku i þýðir kærleiksmáltíð. — Voru þá ávextir og brauð á borðum með ávaxtadrykk. Gestirnir gengu sjálfir um beina og hver þjónaði öðrum. Sálmar voru sungnir, bænir fluttar og lesið úr heilagri Ritningu, þar á með al kaflinn, er Jesús braut brauð ið og gaf lærisveinum sínum. skilnings og samstarfs meðal Hér voru katólskir með i sam- hinna ólíku þjóða, svo að þær starfi, og katólskur prestur tók þátt í messugjörðum með hin- um tólf mótmælendadeildum. Það má meðal annars þakka áhrifum frá kirkjuþinginu í Róm, eftir því sem mér var tjáð. Söknuður þeirra, sem nú geti lifað í friði. Málin voru rædd í litlum hópum og var nokkrir þeirra skiptinema, sem leitast við að skiptinemar lrá voru að búa sig af stað til heim- j sem flestum þjóðum gær.u ver- ferðar, voru mættir. Við Hom- ið í hverjum flokki. Þarna voru una í höfuðborgina var ég undr j bandarískir unglingar, sem andi að sjá svo mikið af negr- höfðu farið sem skiptinemar til voru að skilja, var töluverður. um. Var mér tjáð, að þeir eru Evrópu þar á meðal +il íslands. I Kom það mest í ljós, þar sem þar komnir í meirihluta. í borg | Og þegar sérhver þjóð var mætt „foreldrar“ komu til þess að inni eru margar merkar bygg- til að ræða sín sérmál, komu kveðja „börn“ sín. ingar. Að gröf Kennedys kom þeir ýfir í okkar hóp í stað þess | að vera í þeim bandaríska, svo „Hvað get ég gert?“ miklir íslendingar böfðu þeir j Við símaklefana var negra- orðið á þessu eina ári. j stúlka frá Ethiopíu. Hún hallaði Þetta var nokkuð gagnkvæmt. sér upp að veggnum og var a.3 Unglingarnir héðan að heiman | Framhald á bls. 15 ég. Var áhrifamikið að standa við leiði hans. Þar logaði eld- ur og vörður gætti staðarins. Stóð hann þögull og alvarlegur meðan fólk kom og fór. En- Finnar eru í fararbroddi í gerð listmuna úr gleri. IMýkomið í fjölbreyttu úrviili: Glös — Ávaxtasett — Könnur o. m. fl. Húsgagnaverzlun Kristjáns Siggeirssonar h.f. Laugavegi 13 — Símar 13879 og 17172. Ný þjónusta við bifreiöaeigendur Við höfum opnað söludeild fjrir notaðar bifreiðir í húsakynnum okkar að Lauga- vegi 105, (inngangur frá Hverfisgötu). Við munum taka í umboðssölu nýlegar og vel með farnar bifreiðir. Bifreiðarnar verða geymdar innanhúss og verður þeim haldið hreinum að innan sem utan. — Þér eigið kost á markskonar bílaskiptum. Þér getið skipt um tegund, árgerð eða lit, allt eftir yðar óskum. FORD - UMBOÐIÐ SVEINN EGILSSON HF. Laugavegi 105 Símar 22466 — 22470.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.