Morgunblaðið - 16.10.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.1966, Blaðsíða 1
Sunnudagur 16. október II ÞRIÐJUDAGINN 25. október verður sett í Havanna á Kúbu Olympíumót í skák. Munu þar leiða saman hesta sína 43 þjóð- ir, og þar verða saman komnir flestallir sterkustu skákmenn heims. íslendingar munu senda til leiks sex manna sveit, 'skip- aða öllum sterkustu skákmönn- um íslands, og segja fróðir menn, að hér sé um sterkustu sveit að ræða, sem teflt hefur fyrir Islendinga á alþjóðlegu skákmíti erlendis. Alls munu nær 300 skákmenn tefla á Kúbu þessa daga, sem mótið sí >ndur yfir og mun mótinu 1 ika um 20. nóvember með r saf jöltefli. þar sem allir þátt- tekendur mótsins skipta á milli s n 5400 manns. Teflt verður í r'%m, og fer mótið fram í st ru hóteli í Havanna, sem he'tir „Hotel Havanna Libra“. Þátttakendur fyrir hönd Is- lands verða: Á fyrsta borði tefl ir Friðrik Ólafsson, stórmeist- ari, á öðru borði Ingi R. Jó- hannsson, alþjóðlegur meistari, á þriðja borði Guðmundur Pálmason, á fjórða borði Frey- sieynn Þorbergsson, og vara- menn verða tveir, Gunnar Gunn arsson og Guðmundur Sigur- jónsson. Fyrirliði sveitarinnar er Friðrik Ólafsson og farar- st'ri Guðbjartur Guðmunds- son, gjaldkeri Skáksambands íslands. Samkvæmt upplýsingum Guð mundar Arasonar, formanns S’áksambandsins hefur fjár- söfnun til fararinnar gengið all- sæmilega, en skáksambandið hefur notið styrks frá borgar- yfirvöldunum og fleiri aðilum til fararinnar. Má því vænta góðs árangurs af þessari för þsirra félaga til Kúbu. Blaðamaður Mbl. hitti þá fé- laga nú á dögunum, þar sem þeir sátu og spjölluðu yfir kaffiboilum á einu kaffihúsa borgarinnar. Þeir höfðu þá ver- ið að ganga frá gjaldeyriskaup- um og öðrum ferðaundirbún- ingi, sem fylgir ferðum sem þe ;um. Á fyrsta borði teflir Frið- rik Ólafsson fyrirliði sveitar- innar. Við spyrjum Friðrik, hvort þeir hafi æft mikið und- ir keppnina, og hann svarar: — Já, ég mundi segja, að aldrei hafi verið æft eins vel og nú. — Veiztu um nokkra and- stæðinga? — Nei, ég veit ekki enn hvernig einstaka sveitir verða skipaðar, nema talið er víst að heimsmeistarinn Petrosjan verði á fyrsta borði Rússanna. Þar sem þetta er riðlakeppni er heldur ekki víst að við teflum nokkurn tíma við þá. — Hvernig er annars hlut- fallið milli þín og Petrósjans í þeim skákum, sem þið haíið telft saman? — Ef ég man rétt höfum við telft saman 10 skákir og hef ég tvo vinninga undir. Síðast þegar við tefldum skildum við jafnir í Los Angeles. — Hvað viltu svo segja um útlitið? — Ég tel þetta vera sterk- ustu sveit, sem teflt hafi á er- lendym vettvangi og með tals- verðri heppni kemst hún kannski upp í A-flokk. Á öðru borði teflir Ingi R. Jóhannsson. Við spyrjum Inga að því, hvernig æfingum hafi verið háttað, og hann svarar: — Við byrjuðum að æfa 6. júní og héldum áfram allt til 3. október. Tefldar voru skák- ir í tvær klukkustundir á dag, tvisvar í viku, en þess á núlJi var að sjálfsögðu mikill lestur. Við tókum fyrir skákir og viss- ar byrjanir, tefldum og . ædd- um svo hinar ýmsu skákstöðiir sem upp komu. Hvernig leggst mótið ! þig? — Ég held að það leggist einna verst í mig af öllum, seg- ir hann og brosir. — Og það þrátt fyrir, að hann sé sá eini, sem befur konu sína með, skýtur Friðrik inn í — það hlýtur að vera dásamlegt að hafa hana með til að hugga sig. — Teflir frúnir?, spyrjum við Inga. — Nei, ég efast um, að hun kunni mannganginn. Á þriðja borði verður Guð- mundur Pálmason. Við spyrj- um Guðmund, hvort hann hati einhverja hugmynd um nverjir andstæðingar hans veröi, og hann svarar: — Hið eina sem ég veit er að Tal verður á 3. borði í sveit Rússanna, en þar eð hér er um riðlakeppni að ræða kemur elcki í Ijós fyrr en dregið verður í riðla, hverjir mótherjar okkar verða. — Og þú ert bj artsýnn? — Að því er ég held lendum við aldrei í A.-flokki. Ég vil vara við allt of mikilli bjart- sýni. Þjóðum, sem taka þátt í þessum mótum fjölgar stööugt og róðurinn þyngist. — Það er að sjálfsögðu bezt að gera sér ekki of miklar von- ir, og koma svo á óvart? — Já, ef við komum jákvætt á óvart. — Hefur æfingatíminn ekki verið strangur? — Jú, hann hefur verið það, sérstaklega, þegar maður þarf að vera með hugann á fleiri stöðum. Skákin grípur mann sterkt, þegar maður gefur sig henni á vald. Á fjórða borði teflir Frey- steinn Þorbergsson. Við höfum orð á því í fyrstu, að hann sé eini utanbæjarmaðunnn í sveit inni, og hann segir: — Já, ég er eini utanbæjar- maðurinn og mér þykir slæml að hafa ekki getað tekið þátt í þessum samæfingum, sem Friðrik hefur stjórnað. Æfing- arnar hafa verið mjög goðar. — Þú ferð ekki eingöngu lil Kúbu til að tefla? — Nei, Auk þess, sem ég tefli verð ég fulltrúi íslands á þingi Alþjóðaskáksambandsins, sem einnig verður haldið á Kóibu í sambandi við rnolið. Þing F.I.D.E. (Fédération Int- e.n„úonale des Echecs) akveð ur ,hvar halda skal alþjóöleg skákmót, olympíuskákmót og heimsmeistarakeppni. Forseti þess nú er Svíinn Folke Ro- gard, en hann er lögfræðingur að mennt. — Mótið verður haldið á stóru hóteli í Havanna? — Já, hótelið er stórt og glæsilegt, að minnsta kosti eft- ir myndum að dæma. Það heit- ir „Hotel Havanna Libra“ og tekur á sjötta hundrað gesti, enda veitir ekki af, þvi að þátt- takendur munu vera nær 300 auk fararstjóra og annarra gesta. Þátttökuþjóðirnar eru rúmlega 40. Bandaríkjamenn og V.-Þjóðverjar taka ekki þátt í mótinu eftir því sem ég hef heyrt. — Þú ert bjartsýnn, er akki svo? — Jú, Við munum vissulega keppa að því að komast upp í A ,en þó má ekki gera sér of miklar vonir. Allt getur olt- ið á riðlaskiptingu. Annar tveggja varammanna er Gunnar Gunnarsson, íslands meistari í skák í ár. Við spyrj- um Gunnar hvernig hlutverk- um sé skipt innan sveitarinnar og hann svarar: — Það er auðvitað fyrirúð- inn, Friðrik Ólafsson, sem ræð ur því, hvenær við varamenn- irnir teflum. Það mun t’ara eftir því, hvort einhver aðal- manna á biðskák, sem þarf mik- illar íhugunar við. Þá er gott að geta létt á viðkomandi. Ann- ars vildi ég segja, segir Gunn- ar og brosir — eins og Guð- björn Jónsson í KR sagði einu sinni: „Þið skuluð ekkert vera að hlífa okkur strákar. Við varamennirnir erum alveg til- búnir“. — Hvernig verður keppni hagað á mótinu? — Teflt verður daglega frá. kl. 16—21, þ.e.a.s. fimm Jclukku ' stunda skákir, hálfur þrjðji tími á mann. Þessi skipan mun almennt höfð á mótum Alþjoða skáksambandsins. Biðskélcir verða síðan tefldar á morgn- anna frá því kl. 9 til kl. 13 dag hvern. Getur það oröið erf- itt þeim, sem eiga biðskakir. Yngsti maður sveitarinnar 19 ára gamall menntaskólane>ni Guðmundur Sigurjonsson, skákmeistari íslands 1965 er annar varamaður. Við spyrjum hann, hvort hann haii áður telft á mótum erlendis og harin svarar: — Jú, ég tefldi á unglinga- meistaramoti í Svíþjóð i lyrru. — Og þar lagði nann af verli, bætir Ingi við — efnilegasta ungling Sovétríkjanna í skak, skákmeistara Sovetrikjanna í unglingaflokki. — Hefur þú teltt rnikið I menntaskólanum? spyrjum við? — Ekki svo mjög, það hefur verið frekar dauft yfir skak- lífi í menntaskólanum að und- anförnu að minnsta kosti. — Og mótið á Kúbu leggst vel í þig? — Já, já. Að minnsta kosti vonar maður hið bezta. í lokin ræðum við við Guð- a mund Arason, formann Skák- sambands íslands, og spyrjum hann um undirbúning að þátt- töku slands í Olympíuskákmót inu á Kúbu. Guðmundur segjr: — Við höfum kappkostað að undirbúa þátttöku okkar sem bezt, enda höfum við baft góðan tíma. Við höfum einnig fengið góða aðstöðu, en okkur er ekki unnt að gefa nein loí- orð. Til fararinnar höfum við fengið alla sterkustu skákmetin íslands. Borið saman við sveitina, sem fór á síðasta Olympiuskák mót, sem haldið var í Tel Avív og varð þar efst í C-flokki, var meðalaldur hennar 21 ar, en meðalaldur sveitarinnar, sem nú fer til Kúbu er rúmlega 30 ár. Að okkar áliti er meiri og betri árangurs að vænta þeim mun eldri og þroskaðri skákmenn sem við senduin. Mið að við árangur Guðmunclar Sig urjónssonar á móti unglinga- ^ meistara í Reykjavík held ég, að allt lofi góðu um stvrkleika sveitarinnar. Eins og ág sagði, við lofum engu, en vonum að allir geri sitt bezta. Eftir að blaðamaður Mbl. hafði átt viðtal við þá félaga upphófust fjörugar am.atður um skák og ýmislegt, sem ýmist fór fyrir ofan garð tða neðan hjá blaðamanninum, vegna ónógrar kunnáttu í skák- list. I miðjum umræðum segir svo Ingi allt í einu: — Ég var að lesa Vísi hér rétt áðan og blaðaði þá í stjörnuspá blaðsins. Við sljörnu merk mitt stóð að nú hæfisl sá tími, er ég gæti svalað met.n- aðarþrá minni. Vonast eg til að * Vísir reynist sannspár, annars veit ég ekki hversu goður spámaður hann er. Þeir félagar fara af iandi brott hinn 18. þessa mánaðar. Þeim fylgja vafalaust beztu óskir allra landsmanna, og von- um við, að þeir verði sigur- sælir í Havanna, þótt það se að vísu ekki aðalatriðið að sigra, heldur að taka þátt í kejijm- inni, að minnsta kosti liafa íþróttafréttaritarar einnvern tíma sagt svo. Skáksveitin, sem fer til Kúba. Fremri röð frá vinstri: Gunnar Gunnarsson, Friðrik Ólafs- son og Freysteinn Þorbergsson. Aftari röð frá vinstri: Guðbjartur Guðmundsson, fararstjóri, Guðmundur Pálmason, Ingi K. Jóhannsson og Guðmundur S igurjónsson. (Ljósm. Sv. Þovm). #íí olympíaskókmemi föram tU Rúbn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.