Morgunblaðið - 16.10.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.10.1966, Blaðsíða 15
Sunnudagur 16 okt. 1966 MORCUNBI\ÐID 15 Helgi Ingvorsson yfir- iæknir - nimæliskveðja „HÖFUM vér gengið til góðs, | götuna fram eftir leið“. Allir ættu að staldra við og athuga þá þýðingarmiklu spurn- ingu, svarið sem öll okkar sam- býlisheill gæti byggzt á. Að hverjum einum manni tækist að stjórna sjálfum sér þann veg að hann yrði öðrum til góðs og vildi gæta bróður síns. Nú stöndum við íslendingar á alvarlegum tímamótum þess vinar okkar, sem hefur mettað sína þjóð því undri að einn maður getur ork- að nýung framfara og hlýhugs. Eru það svo örlög okkar allra vesalinganna að sá blessaði læknir sé orðinn sjötugur og um það leyti að hætta starfi sínu og miskunnarverkum? Nei, þeim hættir hann aldrei. Það eru orðin mörg, mörg ár síðan ég kom fyrst að Vífils- stöðum, þá var Sigurður Magn- ússon þar ýfirlæknir, tveir aðrir læknar, kandídatar og annað — Nemendaskipti Framhald af bls. 6 gráta. Hún hafði verið að kveðja foreldra sína í gegn urn sím- ann. Það voru prestshjón úr ba v i stakirkj unni. . Hvað get ég gert?“ sagði h n. þegar ég heyri í símanum 1 að þau gráta.“ — Hinu sama tók ég eftir í fleiri tilfellum. — i Bönd vináttu og kærleika höfðu i orðið sterk á þessu eina ári, ; og engu náli skipti þar hörunds , liturinn eða annað sem oft er | þrándur í götu v>múðar og , skilnings. — Leiðin til farsæld- j ar er hinn kristilegi andi. — í | mennastir voru Þjóðverjar. Við því sambandi minnist ég ræðu textans, sem Hans Lilje biskup í Hannover í Þj'Vtalandi hafði við upphaf kirkjuþings 1952 „^kki með valdi né krafti, held- ur fyrir anda minn“ segir D,'"'ttinn! Frá Georgs Williams-búðun- um í Wisconsin var ekið til Kól- umbíu-háskólans í New York, og gist þar eina nótt áður en lagt var af stað flugleiðis til íslands. Þá fóru skiptinemar annarra landa einnig til sinna he'mkynna. Morguninn 2. ágúst, áður en lagc var af stað sátu fararstjór- ar hinna ýmsu landa hádegis- verðarboð í tilefni af því, að þýzka stjórnin var að sæma stofnanda þessarra samtaka. John Eberly, heiðursmerki i þakkrarskyni fyrir það, sem þau hafa gert fyrir þýzku þjóðina. Fluttar þakkir. Við það tækifæri talaði John Eberly eftir að hafa verið kynnt ur af framkvæmdastjóranum William Perkins. í ræðunni lýsti hann því, hvernig hug- myndin varð að veruleika. Og hann þakkaði hinum þýzku for eldrum fyrir það traust, sem þeir í upphafi sýndu með því að fela „Kirku Bræðranna" vernd barnanna og varðveizlu hið fyrsta ár. Hann sagði frá sinni reynslu árin sem liðin eru og sýndi fram á dæmi þess hve nemendaskiptin höfðu skap að vinsemd og bróðurhug milli þjóðanna. Og hann sagði: „Ég er glaður yfir því, að við sett- um orðið kristinn I heitið á samtökunum." Það var gott að koma á flug- völlinn í New York til Loftleiða þennan þriðjudag, 2. ágúst Kl. 6 síðdegis, ákvæmlega á tilsett- um tíma, vorum við komin í flugvélina, reiðubúin til flugs. Er hreyflar vélarinnar reyndu þol sitt og hinn sterki hvinur lék um loftið, sagði einn skipti- neminn: „Heyrið þið krakkar,“ Vélin er með heimþrá.“ Það var orð að sönnu um hópinn, sem sat spenntur við beltin, en floginn í huganum heim. Pétur Sigurgeirsso.n hjúkrunarlið og ekki veitt af, því þá var berklaveikin alveg voðaleg. Nýir hópar bættust dag- lega við. Einu sinni mætti ég fimm ára telp.u við dyrnar í barnadeild. Hún var þá furðu hress og glað- leg, þurfti ekki að strjúka augu sín með sveittum höndum. Ég spurði: „Er þér að batna Dóra mín?“ „Já, ég finn ekkert til, það er svo gaman, þú veist að pabbi er uppi og bróðir minn hér í deildinni, svo kemur mamma í dag. Ó, hvað ég hlakka til“. „Kemur hún í heimsókn?" spurði ég. „Nei, hún er líka veik og verður hér, þá leiðist mér aldrei oftar. Ég er viss um að Helgi læknir hjálpar okkur öll- um, hann er svo góður“. Einu sinni kom ég að Vífils- stöðum á aðfangadagskvöld, þá var þar stór salui fullur af fólki, helgisamkoma sem prestsonur- inn Helgi Ingvarsson læknir stjórnaði. Þar talaði hann auð- vitað um aðalpersónu jólanna. vorn yfirlækni og athvarf bág- staddra manna. „Þeirri" messu gleymi ég aldrei, né heldur þeirri minningu frá Vífilsstöð- um hvað allir tóku mest eftir ungu læknishjónunum Helga Ingvarssyni og Guðrúnu Lárus dóttur og góðu börnunum þeirra. Enginn veit hvað margir ís lendingar þakka og óska þeirri fjölskyldu allar heilla um tíma og eilífð. Kristín Sigfúsdóttir. frá Syðri-Vöiium. ☆ HBLGI Ingvarsson, yfirlæknir i Vífilsstöðum varð 70 ára 10. þ.m. Þá heimsótti hann mikill fjöldi manna og var honum sýndu margskonar virðingarvottur í orðum og verki, enda maðurinn einstaklega vinsæll og vinmarg- ur. Einn afmælisgesta las honum þessar línur af afmæliskorti. Einn er það fremur íslandssona sem ætti að minnast þennan dag, og fagna nú sigri sjötíu ára vona sá sem gat bætt og mildað sjúkrahag. Þjóðin þá átti í þungum raunum en þér tókst að bæta þeirra líf, og framtíðar þökk að þiggja að launum, þín verður minnst hér ár og síð. Hylla þig sjötugan hundruð manna, höfðingja góðviljans verkin það , sanna. Óskum, að gæfur.nar sól megi skuggalaust skína yfir skyldfólkið allt, og æfina þína. Enok. — Rjúpan UIUUiK lt)L UOiMl>'AItSSUl' .VláU'lutiiingsskiifstofa Læk.iargötu 6 B. — II hæð fiuijín Styrkársson næstaréttarlögmaður Austurstræti 6. — Simi 18354. Framhald af bls. 8 fundum við 90 hreiður af 250. Það nægir fyrir tölulega öruggan samanburð frá ári til árs. Meðal eggjafjöldi hefur verið 11 egg í hreiðri. Við merkjum hreiðrin og þegar líður að útungun, tök- um við kvenfuglinn á hreiðrinu, viktum hann og merkjum .Einn- ig auðkennum við hann með málningu á flugfjöðrum, svo við þekkjum hann aftur seinna. — Merktu kvenfuglarnir fá mismun andi mynstur á vængina. Þá mælum við öll eggin og fylgj- umst með klakinu, athugum hvort ungar koma úr þeim öll- um. Yfirleitt hefur meðalfjöldi unga, sem fer úr hreiðri, verið 10,4 úr 11 eggjum. í venjulegu árferði — þó ekki nú í ár — hefur ungafjöldi á kvenfugl eftir 3—4 vikur verið 9. Og þegar kemur fram á veiðitíma, hafa ungarnir verið komnir niður í 7 á kvenfugl. í Hrísey er engin rjúpa veidd, en gagna frá veiði- tímanum öflum við með athug- un á rjúpnabingnum í frystihús- um. Á veturna er erfitt að fylgj- ast með rjúpunni, en það er hlut verk Arnþórs Garðarssonar að rannsaka lífshætti hennar á þeim tíma árs. Annars er Hrísey aðalathugunarsvæði okkar, eins og áður er sagt, og þar aðstoðar okkur ungur maður, Þorsteinn Þorsteinsson, því það er mikið verk að finna hreiðrin, ná fugl- um til merkingar o.s.frv. Svo höfum við 3 athugunarsvæði, önnur til samanburðar, á Birn- ingsstöðum í Laxárdal, Kvískerj- um í Öræfum og í Heiðmörk. Þar fara þó ekki fram nálægt þvi eins veigamiklar rannsóknir. Þetta er samanburðarsvæði til öryggis, þar sem fylgzt er með hinum staðbundnu stofnum frá ári til árs, — Eru þetta einu rannsóknirn- ar, sem fara fram á rjúpunni? — Nei, nei, unnið er að hlið- stæðum rannsóknum allt í kring um hnöttinn, á Norðurlöndum, í Rússlandi, Kanada, Nýfundna- landi og Skotlandi. Ástæðan til þess að svo mikil áherzla er lögð á þetta núna, er ekki bara sú að rjúpnastofninn er sveiflóttur. Það er verið að reyna að finna hvað það er, sem takmarkar fjölda villtra dýra, hvort sem um er að ræða sveiflótta stofna eða ekki. Hjá mörgum dýrateg undum helzt stofninn nokkurn veginn í jafnvægi. Einhver öfl koma í veg fyrir að dýrategund- inni fjölgi á kostnað lífsskilyrð- anna. Um þetta eru ýmsar kenn- ingar á lofti. En áhuginn á þess- um rannsóknum hefur vaxið mjög síðan menn fóru að gera sér grein fyrir hinni hættulegu offjölgun mannkynsins. Mönn- um leikur hugur á að vita hvern ig náttúran fer að því að koma í veg fyrir offjölgun villtra dýra, því að sannleikurinn er sá, að flestum dýrategundum hættir að fjölga löngu áður- en fæðuupp- sprettan er gengin til þurrðar. Annars mundu dýrin gereyða fæðunni og drepast svo. Ef rjúp- unni, með þessa geysilegu við- komu, 50—70% aukningu á ári, héldi alltaf áfram að fjölga, þá mundi hún gereyða öllum gróðri og falla svo. En í náttúrunni eru einhver öfl, sem koma í veg fyrir að svo fari. Það eru þessi öfl. sem menn eru að leitast við að finna. Og meðal annars vegna of fjölgunar mannsins, er nú miklu fé og fyrirhöfn eytt í að komast að þessu. — E. Pá. HHINGVER NÝK0MIÐ Mjög mikið úrval af allskonar ungbarnafatnaði HRINGVER Búðagerði v/Breiðagerði Sími 30933. Gullbrúðkaup MERKISÁR, er í lífi þeirra hjón- anna Guðnýjar Helgu Guðmunds- dóttur og Emils Theódórs Guð- jónssonar, sem áttu 50 ára hjú- skaparafmæli 30. sept sl. og urðu bæði 70 ára á árinu. Elzta barn þeirra, Valgerður, varð 50 ára 8. júní og yngsta barna þeirra, Ásgeir, verður 35 ára í október. Elzta barnabarnið, Hreinn sonur Valgerðar, verður 30 ára á árinu. Guðný er fædd 6. ágúst 1896 á Skálanesgrund við Seyðisfjörð, dóttir hjónanna Valgerðar Hann- esdóttur, ættaðri úr Skagafirði og Guðmundar Jónassonar, sem ætt- aður var úr Húnavatnssýslu. Þau bjuggu fyrst á Brimneshjáleigu við Seyðisfjörð, þar sem Guð- mundur gerði út árabáta og síðar mótorbáta. Upp úr aldamótunum fluttust þau til Reykjavíkur og þar fermdist Guðný 1910. Síðan fluttúst foreldrar hennar til Vest- mannaeyja og síðan aftur austur til Ásgeirs sonar síns, sem þá bjó á Brimbergi við Seyðisfjörð. Árið 1916 giftist Guðný Emil Th. Guðjónssyni. Hann er fæddur 10. maí 1896 á Árnastöðum í Loð- mundarfirði, sonur hjónanna Jór- unnar Björnsdóttur ættaðri frá Jórvík í Breiðdal og Guðjóns Gíslasonar, ættuðum af Fljót- dalshéraði. Þau hjón bjuggu allt- af á Austurlandi, aðallega í Loðmundarfirði og Borgarfirði eystra. Þau Guðný og Emil bjuggu lengst í Hátúni á Þórarinsstaðaeyrum við Seyðis- fjörð eða 25 ár og síðan 9 ár í Brekku í sömu sveit. 1960 fluttust þau svo inn í Seyðis- fjarðarkaupstað, þar sem þau búa nú. Þau eignuðust 12 börn, sem öll eru á lífi, 47 barnabörn og 11 barnabarnabörn, svo að á þessum 50 árum hafa þau eign- ast 70 afkomendur og aðeins einn þeirra dáinn, og er það líklega eindæmi af svo stórum hóp. Auk þessa ólu þau upp 3 fósturbörn. En þess má geta að 2 af börnum þeirra eru alin upp annars staðar, Jórunn, sem tekin var í fóstur ársgömul af Jóni Jónssyni og Guðrún á Þórarinsstöðum, og Vilhjálmur, sem er tvíhuri og var tekinn nýfæddur af hjónunum Vilhjálmi Árnasyni og Björgu Sigurðardóttur á Hrefnustöðum. Það má nærri geta að oft hef- ur verið erfitt hjá þeim Guðnýju og Emil með þennan stóra barna- hóp, en fyrir frábæran dugnað þeirra, guðshjálp og góðra manna blessaðist allt. Þau ráku alltaf bú og svo vann Emil við ýmis önn- ur störf til að afla heimilinu tekna. Guðný var sérstaklega dugleg og myndarlég í höndun- um, hún saumaði og prjónaði allt á börn sín og einnig mikið fyrir nágrannana og aðra og gerir enn. Ekki var alltaf hægt að fara út í búð og kaupa efni í föt, hún tók því gömul og spretti sundur og saumaði upp úr þeim og gerði sem ný. Það var mikið verk og vandasamt. Vinnudagur þeirra var því oft langur og strangur. En aldrei heyrðust æðruorð og voru þau hjón samhent og sam- taka með að gefast ekki upp. Þau eru mjög félagslynd og tóku þátt í skemmtanalífi sveitarinn- ar. Emil hafði og hefur yndi af músik og spilaði oft á dansleikj- um á tvöföldu harmónikkuna sína og tekur oft í hana ennþá. Ættingjar og vinir þeirra óska þeim innilega til hamingju með þetta merka afmælisár, og óska þeim alls góðs og guðsblessuneir á komandi árum. Vinur. 70 LTR. KR. 895.— 100 LTR. KR. 1751.— Lægsta veið á ís'andi V.-þýzku hjólbörurnar komnar altur, kúlulegur, loftfylltur hjólbarði, þýzk úrvalframleiðsla. Póstsendum. INGÞÓR HARALDSSON HF. Snorrabraut 22, sími 14245.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.