Morgunblaðið - 09.11.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.11.1966, Blaðsíða 17
IflOvfkuíJagur f. nðv. 1988 MORGUNBLAÐIÐ 17 — Ol'iufélögin Framhald af bls. 12 hafa í huga að hagsmunum neyt endanna verður því aðeins full nægt, að þeim fyrirtækjum, sem falið er að sjá neytendum fyrir vöruþörfum sínum, sé ekki íþyngt á þann hátt að þau verði óhæf til að gegna hlutverki sínu. Verðlagsyfirvöldum ber því, með þessi sjónarmið í huga, að ákveða verðlag sitt þannig að eðlileg fjármagnsmyndun eigi sér stað hjá fyrirtækjunum til að mæta aukinni vörusöiu og eðlilegum framkvæmdum. A þetta hefur mikið brostið að því er varðar starfsemi olíufé- laganna á undanförnum árum. Framkvæmd verðlagseftirlits: Gott dæmi um erfiðleika á framkvæmd verðlagseftirlits er eftirfarandi dæmi: Strax eftir að verðlagseftirliti á olíu var komið á 1938 hófst hið venjulega stríð milli verð- lagsyfirvalda og olíufélaganna þar sem verðlagseftirlitið tók upp þann hátt fyrstu árin að lækka tillögur olíufélaganna um verð um 3—4 aura pr. lítra. í byrjun ársins 1942 var skipt um verðlagsstjóra og hinn nýi verðlagsstjóri samþykkti tillög- ur olíufélaganna um verð, með þeim afleiðingum að á því ári varð útsöluverð ákveðið þeim xnun hærra heldur en áður hafði tíðkast. Þessi verðákvörðun leiddi til þess að á því ári skil- uðu olíufélögin allmiklum hagn aði, að mig minnir kom Olíu- verzlun íslands h.f. út með um eina og hálfa milljón króna nettóhagnað, og eftir að félögin höfðu talið fram til skatts risu upp umræður á Alþingi um hinn gengdarlausa hagnað, sem olíu- félögin hefðu. Leiddu þessar um ræður til þess að Alþingi fyrir- skipaði rannsókn á starfsemi olíufélaganna, sem þó höfðu selt á þeim verðum, sem ákveðin höfðu verið af verðlagsyfirvöld- um. Oll sanngirni sýndist hins vegar hafa mælt með því, að rannsókn þessi beindist fyrst og fremst að ákvörðun verðiagsyf- irvaldanna sjálfra. Mál þetta var fellt niður að ransókn lokmni. Álagningarreglur á olíur nú: Þótt starfsaðferðir verðlags- eftirlitsins væru á fyrstu árum nokkuð handahófskenndar, svo sem rakið er hér að ofan, hafa fullkomnari vinnubrögð verið tekin upp á síðari árum. Fyrir frumkvæði olíufélag- anna var löggiltri endurskoðun- arskrifstofu á árinu 1958 fengið það hlutverk að taka upp dreif- ingarkostnað allra olíufélaganna á árinu 1957 og finna raunveru legan dreifingarkostnað pr. tonn af benzíni, gasolíu og brennslu- olíu. Miðað við þennan grunn- kostnað var síðan byggð upp vísitala fyrir dreifingarkostnað olíufélaganna. Hefur þessi vísi- tala fyrir dreifingarkostnað olíu félagnna síðan verið til viðmið- unar við ákvörðun útsöluverðs þótt nokkrar breytixxgar og minniháttar lagfæringar hafi átt sér stað síðan. Reynsla af vísitölu þessari hef ur reynst góð og hefur sýnt raunverulega rétta mynd af hækkun dreifingarkostnaðar eft ir því sem verðlagsþróunin hef- ur verið í landinu. Vísitala þessi hefur verið látin verka á á’agn- ingu olíufélaganna fyrir dreifing arkostnaði, en þessi álagning er ákveðinn krónufjöldi pr. tor.n eftir tegundum af olíu, þ.e. magnálagning. Vísitalan verkar þannig til hækkunar dreifingar kostnaðarins eftir því sem kostn aðaraukning fellur til, en jafn- framt er aukning vörusölunnar í tonnum látin verka til lækk- unar á dreifingarkostnaðxnn þannig, að eftir því sem tonna- fjöldi eykst, lækkar dreifingar- kostnaðurinn á tonn. Svo sem fyrr segir hefur þessi fram- kvæmd gefið góða raun og gef- ur rétta mynd af raunveruieg- um dreifingarkostnaði olíuféiag- anna á þeim þrem olíutegund- um, sem þessi vísitala er látir. verka á. Hins vegar nemur nettóálagn- ing olíufélaganna í útsöluverði aðeins 3% á kostnaðarverð félag anna, að vfðbættum dreifingar- kostnaði, en frá þessari álagn- ingu ber hins vegar að draga landsútsvar, sem nemur 1.33% af útsöluverði vörunnar eða sem svarar því að um það bil helm- ingur álagningarinnar fyrir nettóhagnaði gengur til greiðslu landsútsvars. Raunveruleg nettóálagning olíufélaganna nemur því 1.5%, sem er augljóslega alltof lítið til að standa undir þörfum félag- anna hér. Almennt er erlendis miðað við að nauðsynlegt sé að hafa í nettóhagnað við hliðstæð an rekstur 6% af vörusölu, en 4% er talið algjört lágmark slíkrar starfsemi. Er því fyrir- fram vitað að olíufélögin hér búa við miklu þrengri kost en nokkurs staðar annars staðar þekkist í þessúm efnum. Verðlag á olíum hérlendis: Því er gjarnan haldið á lofti af mönnum, sem hafa uppi áróð ur gegn starfsemi olíufélaganna bæði manna á meðal og á opin- berum vettvangi, að verðlag hér á lándi á olíum sé hærra en nauðsyn ber til og eðlilegt væri. Það er að vísu rétt að vegr.a stærðar landsins, víðáttu byggð arlaganna og erfiðra samgangna væri eðlilegt að olíur hér á landi væru dýrari en annars staðar þar sem um einfaldari dreifingar hætti er að ræða og betri sam marííaðurinn hér á landi er til- tölulega mjög lítill. Samanburður á söiuverðum hér að frádregnum opinberum gjöldum, sem innheimt eru af olíufélögunum til sameiginlegra þarfa þjóðfélagsins, við sambæri leg verð í nágrannalöniunum sýnir hins vegar að verðlag hér á landi er siður en svo nærra en þar gildir, ef borin eru sam- | an hliðstæð verð. Til fróðleiks um þessi atriði eru birtar hér að neðan upplýs- ingar um núgildandi verð í ná- grannalöndunum bæði á benzíni og gasolíu. Samanburður á verði á gasolíu hér vfð verð í nágrannalöndun- um sýnir því augljóslega að verð á gasolíu hér er mjög sanngjarnt. Benzínverð: Verð þau, sem birt eru í neð- angreindri töflu, eru miðuð við afgreiðslu frá dælu á b'íveið við skiptamanns. Taflan sýnir lægstu oktantölu, sem seld er í hverju landi fyrir sig, og verð á þeirri tegund benzíns. Þá' sýnir taflan ennfremur núverandi út- söluverð og hversu miklir skatt ar og önnur opinber gjöld eru innifalin í verðinu. Mismunur- inn á þessu tvennu er það verð, sem olíufélagið fær í söluverði sínu fyrir hið selda benzín. Þetta söluverð viðkomandi olíu félags stendur hins vegar undir innkaupi benzínsins, flutningi til landsins, öllum dreifingarkostn- aði og sölukostnaði. Samanburð- ur við helztu nágrannalönd eru svo sem hér segir, og er hæsta og lægsta verð sýnt eftir þvi göngumöguleika, auk þess sem sem við a: nzinverð (aurar pr. litra): Skattar Oktan Útsölu- oe opinb. Nettó- tala verð gjöld söluverð fsland 87 7,05 4,67 2,38 Holland 87 5,54 3,68 1,86 87 6,22 3,68 2,54 Skotland 91 7,03 4,73 2,46 91 7,19 4,73 2,30 Noregur 90 7,11 4,68 2,43 90 7,35 4,71 2,64 Danmörk 90 6,68 4,49 2,19 Svíþjóð 94 7,08 4,75 2,33 94 7,49 4,75 2,74 N-Þýzfcaland 91 5,76 3,52 2,24 Shetlands- og 90 7,03 4,73 2,30 Orkneyjar, 90 7,19 4,73 2,46 Hebrideseyjar 90 7,05 4,73 2,32 90 7,22 4,73 2,49 Meðaltal 6,86 4,48 2,38 Skipaolíur: Það hefur validð nokkrum ruglingi í sambandi við umræð- ur manna á meðal um verðlag á , olíum hérlendis að samanburður I er iðulega gerður á svonefndum skipSolíum (bunker oils) við hið almenna útslöuverð, sem hér er ákveðið í smásölu. Skipaolíur eru erlendis seldar eingöngu til stórra viðskiptamanna, sem hafa me’ð höndum rekstur kaupskipa eða annarra stórra skipa. Hér á landi hafa skipafélög, sem hafa kaupskip í millilandasiglingum, og togarar, sem hafa siglt með afla, sérstaka samninga um kaup á skipaolíum (bunkers-samn- inga), sem gefur þessum aðilum heimild til þess að kaupa þessar olíur á hinum sérstöku verðum, sem ákveðin eru fyrir þær. Skipa olíur á hinum sérstöku verðum, sem ákveðin eru fyrir þær. Skipaolíur eru í öllum löndum undanþegnar hverskonar tollum eða sköttum og eru þær afgreidd ar frá sérstökum tollgeymslum (bonded stocks). Þessar olíur eru ennfremur seldar á sérlega lágu verði af hendi hinna stóru olíu- félaga, enda er hér um mjög stóran markað að ræða, sem skipt ir milljónum tonna árlega. A undanförnum árum hefur verið mjög hörð samkeppni í verði í skipaolíum, einkum á Niðurlönd- um og Þýzkalandi, og er verð á þessum olíum nú mjög lágt. Hér á landi hefur aldrei veri’ð heimilað að selja sérstakar skipa olíur á lægra verði, heldur hefur verðjöfnunin og ákvarðanir verð lagsyfirvalda og Alþingis um eitt útsöluverð fyrir allt landið kom- ið í veg fyrir það að hægt væri að taka upp slíkt kerfi, sem ann- ars tíðkast í öllum öðrum vest- rænum löndum. Svo sem sést af töflu þessari, er söluverð hér á landi mjög á- þekkt við það, sem er í öðrum löndum, sem tilgreind eru á töfl- unni. Aðeirxs Holland og N- Þýzkaland eru me’ð verulega lægra verð, sem stafar fyrst og fremst af lægri opinberum gjöld- um, sem innifalin eru í verðinu. Það liggur að sjálfsögðu í augum uppi að mikill munur er á því hversu miklu meiri dreifingar- kostnaður er hér á landi í sam- bandi við benzínsölu en í öðrum löndum, bæði vegna dreifbýlis, samgönguerfiðleika og fólks- fæðar og þar af leiðandi smæðar markaðsins hér. Ég tel því að tafla þessi beri augljóslega með sér að söluverð olíufélaganna hér á landi, þ.e. þess hluta út- söluverðsins, sem fellur í hlut olíufélaganna, sem nú nemur kr. 2.38 pr. lítra, er mjög lágt í sam- anburði við nágrannalönd, en innifalið er í verðinu hér verð- jöfnunargjald 16.5 aurar á lítra og er því nettóverð kr. 221,5 aur- ar á lítra. Gasolíuverð: Upplýsingar þær, sem gefnar eru í neðangreindri tÖflu yfir söluverð á gasolíu hér á landi og í nágrannalöndunum, er miðuð skattar í hverju landi fyrir sig innifaldir en sýndir sérstaklega í sérstökum dálki. í flestum löndunum er um mismunandi verð að ræða eftir fjarlægðum frá innflutnings- eða hreinsunarstöðvum (zone pric- ing system), en í sumum löndum er aðeins tilgreint eitt verð og er þá miðað við verð með tank- bíl á lægsta verðsvæði, þ.e. beint frá innflutnings- eða hreinsunar- stöð. Innifalið í gasolíuverði hér- lendis eru nú 12 aurar pr. lítra fyrir sköttum og opinberum gjöldum, sem innheimt eru beint í verðinu, og ennfremur verð- jöfnunargjald 16 aurar pr. lítra, eða samtals 28 aura pr. lítra, og nemur því nettóverð hér kr. 1.39 pr. lítra, sem er sambærilegt vi'ð þau verð, sem upp eru gefin frá tankbíl í neðangreindri töflu í öðrum löndum. Ef gasolía er tekin frá leiðslu hér er hún hins vegar seld á 5 aurum lægra verði en það sem tilgreint er í töfl- unni. Þá er rétt að láta þess getið að hitunarolía er önnur tegund olíu og ódýrari í innkaupi en gas- olía. Samanburður við nágranna- lönd um söluverð á gasolíu er þá Marolía: í þessu sambandi er þó rétt að láta þess getið, að árið 1965 gerði Olíuverzlun ísland hf. tilraun til að taka upp sölu á einni tegund slíkrar skipaolíu. Er hér um að ræða sérstaka tegund af þungri dieselolíu (Marine Diesel), sem nefnd hefur verið marolía, og notuð er aðallega af stórum kaupskipum og skipum með þung byggðar dieselvélar. Haustið 1964 gaf viðskiptamála ráðuneytið heimild til þess að selja slíka olíu til kaupskipa í millilandasiglingum. Þar sem markaðurinn var takmarkaður eingöngu vfð slík skip, var aug- ljóslega um beina samkeppni að ræða milli verðs hér í Reykjavik og kaupverðs skipalána í ná grannalöndum. Það var því frá upphafi forsenda fyrir sölu mar- olíu að hægt væri að taka upp samkeppnisfært verð hérlendis við verð í öðrum löndum. Þróun- in hefur hins vegar orðið sú, að fjármálaráðuneytið hefur krafizt þess að greiddur sé söluskattur og önnur gjöld af marolíu, á sama hátt og gildir um gasolíu eða áðr- ar olíutegundir, og hefur þetta leitt til þess að verð á marolíu hefur ekki orðið samkeppnisfært við verð í nágrannalöndunum og því sala á þessari olíutegund fallið niður svo til algjörlega. Er óneitanlega leitt til þess að vita að þröngsýni íslenzkra yfir- valda skuli vera slík að þau vilji heldur láta erlend olíufélög sitja að þessum viðskiptum en að gefa söluskattsundanþágu fyr- ir þessari vörutegund og þannig greiða fyrir því að íslenzk kaup- skip gætu keypt eldsneytisþarfir sínar á samkeppnisfæru verði hér í Reykjavík. Ég hef hér áð ofan gert I stuttu máli grein fyrir helztu atriðum, er varðar verðlagningu á olíum hérlendis, og má af því vera Ijóst að olíufélögin sem slík hafa mjög takmarkað frjálsræði við ákvörðun á verði söluvara sinna, en af því leiðir að um mjög takmarkaða samkeppnisað- stöðu er að ræða milli olíufélag- anna innbyrðis við núverandi áð- stæður. Virðist vafasamt að rétt- látt sé að ásafca forráðamenn olíufélaganna í þessu efni þegar vitað er að allt fyrirókomulag þessar mála er ákveðið af öðrum aðilum, þ.e. af ríkisvaldinu sjálfu. SAMKEPPNI l)M GÆÐI Svo sem að ofan hefur verið rakið hafa benzín, gasolía og brennsluolía verið keypt með milliríkjasamningi milli rikis- stjórnar íslands og útflutnings- olíufélags Rússa frá því ári'ð 1953. Samningur þessi kveður svo á um að keyptar séu þessar vöru- tegundir samkvæmt ákveðnum gæðaflokkum svo sem tilgreint er í samningunum. Olíur þær, sem afgreiddar hafa verið af Rússum samkvæmt samningum þessum, hafa í aðal- atriðum verið í fullu samræmi við þann samning sem gerður hefur verið á hverjum tíma. Nokkuð bar þó á því fyrst í stað að gasolía yrði þungtfljótandi eða jafnvel storknaði alveg við lágt hitastig, en samkvæmt samn ingum þeim, sem gre’ðir hafa verið allt tímabilið, átti storkn- unarmark olíunnar að vera fyrir neðan -=-10°. Stafaði þetta eink- anlega af því að olía þessi inni- hélt mikið magn af mikrokrist- ölluðu vaxi, sem við lágt hita- stig sezt í síur og stöðvar rennsli olíunnar. Kom jafnvel fyrir að dieselbílar stöðvuðust uppi á fjöllum vegna þessara truflana. Á síðari árum hafa þessir erfið leifcar að mestu leyti horfið. Þó kemur það fðulega fyrir í kulda- köflum að viðskiptamenn eru i erfiðleikum með rennsli olíunn- ar, sem í mörgum tilfellum staf- Framhald á bls. 21 við afgreiðslu frá tankbíl og eru sem hér segir: Gasolíuverð (aurar pr. lítra): ísland 1.67 0.12 — verðjöfnunargjald 0.16 ; Holland 1.98 — 2.00 0.32 Skotland (til fiskiskipa) 2.07 — 2.28 0.24 Noregur (til fiskiskipa) 1.46 0.16 — (til bíla) 2.15 — 2.38 —• (hitunarolía) 1.41 — 1.94 Danmörk (til fiskiskipa) 1.46 0.06 — (hitunarolía) 1.35 Svíþjóð (til fiskiskipa) .'... 1.79 — 1.87 0.21 — (hitunarolía) 1.34 — 1.81 N-Þýzkaland (til fiskiskipa) 1.76 Shetland og Orkneyjar (til fiskiskipa) 2.19 — 2.41 0.24 Hebrideseyjar (til fiskiskipa) 2.21 — 2.43 0.24 Ódýrar kápur Mikið úrval er nú aftur til af ódýrum kvenkápum úr góðum efnum frá kr. 1000,00, og prjónakáp- ur með skinnkraga, kr. 1500,00. — Ennfremur fallegir kulda- jakkar, samanber mynd, kuldahettuúlpur og pels- ar. Stór númer eru nú aftur tii. Kápusalan (á 1. hæð). Sjóklæðagerð ís'.ands hf. Skúlagötu 51.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.