Morgunblaðið - 09.11.1966, Blaðsíða 27
Miðvikudagur 9. nðv. 19W
MOP^UNBLADIÐ
27
Heldur Erhard
! Hvaða breyfiaigar eru líklegar,
verði hann að láta af embætti
1 SÓSÍALDEMÓKRATAR
og Frjálsir demókratar í V-
1 Þýzkalandi kröfðust í gær
/ atkvæðagreiðslu um það á
7 þinginu í Bonn, hvort á
J dagskrá þingsins skyldi
4 tekin tillaga, sem felur í
4 sér tilmæli til Ludwig Er-
4 hards, kanzlara, um, að
4 hann fari fram á trausts-
i yfirlýsingu þingsins.
I í fyrrakvöld, þ.e. kvöld-
i ið áður, hafði Erhard lýst
í því yfir, með tilvísun til
7 stjórnarskrárinnar, að
7 hann hefði ekki í hyggju
7 að fara fram á traustsyfir-
7 lýsingu. Sagðist kanzlarinn
I ekki vilja gera neitt það,
I sem ekki væri í samræmi
við stjórnarskrána, eða
anda hennar. í 68. grein
stjórnarskrárinnar segir,
1 að það sé ekki þingsins,
! eins og á stendur, að sam-
1 þykkja vantraust. Þá ber
l Erhard heldur ekki skylda
i til að fara fram á trausts-
I yfirlýsingu.
Hins vegar dylst fáum,
j að traustsyfirlýsing á
i minnihlutastjórn Erhards
myndi ekki ná fram að
ganga nú.
Þótt Konrad Adenauer, fyrr
verandi kanzlara, hafi aldrei
fundizt mikið til Erhards
koma, eftir að hann tók við
kanzlaraembættinu, þá er
það þó almennt álit stjórn-
málamanna, að stjórnartíð
Erhards, síðustu þrjú ár, hafi
mjög einkennzt af þeirri
stefnu, sem Adenauer fylgdi.
Þrátt fyrir ummæli Aden-
auers þá er yfirleitt ekki um
það deilt, að Erhard hefur í
helztu aðalatriðum fylgt
þeirri stefnu, sem fyrirrenn-
ari hans mótaði á síðasta ára-
tug í málefnum Atlantshafs-
ríkjanna, samstarfi Evrópu-
ríkja og Þýzkalandsmálinu.
Þá er á að líta, að það var
Dr. Erhard, sem lagði á sín-
um tíma grundvöllinn að
efnahagsmálaráðstefnu stjórn
ar Adenauers.
Adenauer og Erhard voru
báðir fulltíða menn, áður en
Adolf Hitler komst til valda.
Báðir hafa stjórnað V-Þýzka
landi í föðurlegum anda.
Adenauer var að vísu nokk-
uð harður faðir, en Erhard
sýnt meira umburðarlyndi.
Hins vegar hafa V-Þjóðverj-
ar aldrei verið í neinum vafa
um, hvert báðir þessir kanzl-
arar hafa stefnt í stjórnartíð
sinni.
Dagar Erhards virðast nú
senn taldir. Hann situr nú í
forsæti minnihlutastjórnar,
eftir að Frjálsir Demokratar
slitu stjórnarsamvinnunni, og
velli?
hefur hann orðið fyrir mikilli
gagnrýni frá sínum eigin
flokksmönnum, Kristilegum
Demokrötum. Margt er talið
benda til þess, að Erhard
verði að láta undan síga, og
segja af sér embætti. Á mið-
vikudag í fyrri viku bauðst
hann til þess, væri það nauð-
synlegt til þess að koma á að
nýju meirihlutastjórn í land-
inu.
Þó getur enginn sagt fyrir
um það með neinni vissu
hvað framundan er í v-þýzk-
um stjórnmálum. Allir stjórn
málaflokkarnir hafa barizt
ákaft um völdin síðustu daga.
Þó hafa Kristilegir Demo-
kratar ekki getað orðið sam-
mála um eftirmann Erhards.
Hann situr því enn og
Erhard — hve lengi
kanzlari?
hefur lýst því yfir, að hann
muni reyna að mynda nýja
meirihlutastjórn, og vera
kann, að það takist, þótt lík-
urnar séu litlar. Fari hins veg
ar svo, að hann láti, af em-
bætti, þá er liðin að fullu
stjórnartíð þeirra Adenauers
og Erhards.
Sú breyting þyrfti ekki að
valda skyndilegu umróti, og
myndi sennilega ekki leiða
til þess. Sá embættismanna-
andi, sem löngum hefur ríkt
í röðum þýzkra stjórnmála-
manna, er að mestu óbreytt-
ur. Væri aldur látinn ráða
því, hver taka skyldi við að
Erhard, yrði það Eugen
Gerstenmaier, þingforseti, 60
ára, eða Kurt-Georg-Kiesing-
er frá Baden Wúrtemberg,
62 ára.
Hins vegar má ekki líta
fram hjá þeirri staðreynd, að
með raunverulegt vald innan
Kristilega Demokrataflokks-
ins fara nú yngri menn:
Rainer Barzel, 42 ára leið-
togi þingflokksins; Gerhard
Schröder, utanríkisráðherra,
56 ára; Paul Lúcke, innan-
ríkisráðherra, 52 ára, og
Franz-Josef-Strauss, umdeild
ur leiðtogi flokksins í Bav-
aríu. Þetta eru mennirnir,
sem mestu ráða nú um fram-
tíð flokksins.
Það er því fátt, sem bendir
til þess að stökkbreyting eigi
eftir að eiga sér stað, hver
svo sem taka kynni við em-
bætti kanzlara.
Kosninganna til fylkisþings
ins í Hessen var beðið með
nokkurri eftirvæntingu, en
úrslitin nú um helgina geta
ekki talizt öruggur leiðarvís-
ir um, hvernig skoðanir kjós-
enda í V-Þýzkalandi eru nú,
eftir atburði á stjórnmála-
sviðinu undanfarið. Bæði
Frjálsir og Kiistilegir Demo-
kratar töpuðu nokkru fylgi,
en Sósíaldemokratar, stærsti
st j órnar andstöðuf lokkurinn,
sem nokkrir hafa spáð al-
gerum meirihluta, færu nýj-
ar þingkosningar fram, juku
fylgi sitt aðeins um 0,3%.
Þeir hafa haft meirihluta á
fylkisþinginu í Hessen frá
1962.
Margir velta þeirri spurn-
ingu fyrir sér, hvaða breyt-
ingar verði á v-þýzkum
stjórnmálum, láti Erhard af
embætti. Flestir eru þeirrar
skoðunar, að meginbreyting-
in verði sú, að stjórnsamari
og ákveðnari stjórn taki við
völdum — hverjir sem með
völdin kunni að fara. V-Þjóð
verjar verða hins vegar fyrst
að ná samkomulagi finna
grundvöll nýrrar stjórnar.
Stjórnmálafréttaritarar hafa
bent á það síðustu daga, að
fyrsta skref v-þýzkra stjórn-
málamanna verði að stefna
í átt til minni flokksþjónkun-
ar og eiginhagsmunastefnu.
Þjóðarhagsmunir verði að
sitja fyrir. Það er fyrir löngu
ljóst orðið, hvernig farið
hefur fyrir þýzkum stjórn-
málamönnum áður fyrr, sem
látið hafa þjóðarhagsmuni
sitja á hakanum. Sú reynsla
er of aýr til þess, að feta
megi í sömu fótspor.
1
— Flórens
Framhald af bls. 1.
Flírens og Feneyjar.
Lífið gekk sinn vanagang að
kalla mátti í Flórens í dag, en
borgaryfirvöld báðu um þurr-
mjólk og mat handa börnum.
Talið er að borgin hafi orðið
mun harðar úti í flóðunum en
Feneyjar og efnahagstjón þar
meira, þótt Feneyjum sé ef til
vill meiri hætta búin síðar meir
af sjávargangi vegna flóðanna nú
og talið að nauðsyn beri til að
Styrkja mjög varnargarða henn-
ar við hafið.
Þúsundir heimila í Feneyjum
eru gjörónýt og sömuleiðis fjöldi
verzlana og á Markúsartorginu
verður ekki þverfótað fyrir
braki, brotnum rúðum, auglýs-
ingaspjöldum, borðum og stól-
um kaffihúsanna, að ógleymdum
hræjum dúfna, hunda og katta,
sem liggja eins og hráviði út
um allt. Síkjabátarnir glæsilegu
eru margir farnir veg allrar ver-
aldar, en þeir sem eftir eru flytja
steinsteypu og grjót til varnar-
garðanna og unna bátsmenn sér
hvorki hvíldar á nóttu né degi.
í Flórens er nú unnið að því
að hreinsa aur og leðju af götum
borgarinnar og hjálpar sólskilið
þar dyggilega til, en biðraðir eru
við flestar verzlanir og vatn og
aðrar lífsnauðsynjar af skornum
skammti. Óstaðfestar fregnir
herma að um 30.000 bifreiðar
sem næst þriðjungur þeirra er
skráðir^ séu í borginni, hafi
ónýtzt í flóðunum.
Listfræðingar leggja saman.
Eins og áður sagði drífur nú <il
Flórens listfræðinga frá Ítalíu
allri að leggja fram aðstoð sína
við björgun listaverkanna í borg
inni, og eru þar í hópi munkar
úr Gottaferrataklaustri, „sérfræð
ingar í meðferð gamalla hand-
rita“, sem fengu til ferðarinnar
sérlegt leyfi Páls páfa. Talið er
að um 600 málverk í söfnum
í borginni hafi eyðilagzt og þús-
und verðmætra bóka og handrita
og er tjónið lauslega áætlað eitt
hvað á áttunda milljarð ísl. kr.
Sjúkraliðar á gallabuxum.
í Flórens unnu listnemar að
því í allan gærdag og áfram í
dag að reyna að bjarga því sem
bjargað verður af málverkum og
öðrum ómetanlegum listaverk-
um sem flóðið hefur leikið grátt.
„Tjónið er óútreiknanlegt, við
getum ekki gert okkur fulla
grein fyrir því hversu mikið það
er fyrr en kannski eftir nokkra
mánuði“, sagði forstöðumaður
eins listasafnsins.
í Uffizi-safninu mátti hvar-
vetna sjá pilta og stúlkur í óhrein
um gallabuxum eða ámóta bún-
aði rogast með leirug og renn-
blaut málverk milli álmanna í
safninu frá þeirri sem enn var
undir vatni, og yfir í aðra, sem
gerð hafði verið að bráðabirgða
viðgerðastofu eða sjúkrahúsi
listaverkanna, þar sem um þau
var farið mjúkum höndum, þau
þvegin og hreinsuð eftir því sem
kostur var.
Alls uröu um 200 málverk í
kjallara Uffizi-safnsins fyrir
skemmdum af flóðunum. Sumum
þeirra verður tæpast bjargað en
flest voru málverkin sem þar
voru geymd þó í tölu hinna verð-
minni í eigu safsins. Einna verð-
mætust voru tvö málverk, 400 og
500 ára gömul, annað, „Kross-
festing" Cimabues, hitt „Síðasta
kvöldmáltíðin“ eftir Taddeo
Gaddi. Sjálft safnhúsið varð einn
ig fyrir töluverðum skemmdum
af völdum flóðanna, ekki sizt
vegna olíubrákar sem flaut ofan
á leirmenguðum vatnselgnum og
hefur sennilega verið mesti skað-
valdur málverkanna.
Skemmdirnar vart til
fjár metnar
Fræ’ðimenn og safnverðir bæði
í Flórens og Feneyjum vinna nú
að því að kanna hversu miklar
skemmdir hafi orðið á listaverk-
um borganna. Flórens varð miklu
verr úti, eins og áður sagði, enda
listaverk þar á hverju strái, mál-
verk, höggmyndir, minnismerki,
og byggingar. Mestar munu
skemmdirnar hafa orðið í minn-
ingarkirkjunni Santa Croce, í
Skírnarkirkjunni við Santa
Maria dei Fiori dómkirkjuna
(næst stærstu kirkju Ítalíu), í
Ríkisbókasafninu, Þjóðskjalasafn
inu og svo í Uffizisafninu, sem
áður sagði. í Feneyjum, sem
byggð er í haf út að kalla má,
urðu ekki eins miklar skemmd-
ir, enda viðbúnáður gegn flóð-
um allur annar, þótt einnig þar
færi margt forgörðum og þar á
meðal fjöldi hinna glæstu gond-
óla, farkosta borgarbúa og gest-
komandi um síkin þver og endi-
löng.
í Flórens komst vatn inn í
kjallara Ríkisbókasafnsins þar
sem geymdar voru margar fá-
gætar bækur og forn handrit og
eru skemmdir þar taldar miklar.
f Þjóðskjalasafninu er svipaða
sögu að segja, þar flæddi inn á
aldagömul skjöl og skýrslur og
verður ekki sagt í bráð hvert
tjón þar kann að hafa orðið.
í Santa Croce minningarkirkj
unni skaddaðist fimm metra hár
róðukross sem Cimabue gerði
á 13. öld og flagnaði allúr og í
Peruzzi- og Bardi-kapellum
Santa Croce skemmdust vegg-
myndir eftir Giotto og sömu-
leiðis sködduðust veggmyndir
eftir Orcagna, Taddeo og Angelo
Gaddi og Giovanni da Milano,
14. aldar málara og lærisveina
Giottos.
HurSir Ghibertis og Pisanos
í skírnarkirkj unni, einni elztu
byggingunni í Flórens, tók flóð-
ið með sér fimm af tíu mynd-
flötum lágmyndanna í brons-
I hurðum byggingarinnar, sem
gerði Lorenzo Chiberti á 15. öld
og sýna ýmis atvik úr Gamla
testamentinu. Þessar hurðir eru
taldar með mestu listaverkum
endurreisnartímans og hafa
skaddazt töluvert í meðförum
flóðsins, þótt allt kæmi til skila
er flóðið sjatnaði. Einnig týnd-
ist hluti skreytinga Andrea
Pisanos á öðrum hurðum í bygg-
ingum (gerðum úr bronsi og
gulli á 14. öld) en fannst síðar
aftur allmikið skemmdur. Báðar
voru hurðir þeirra Chibertis og
Pisanos nær slitnar af hjörum
vegna ágangs flóðsins sem bar
með sér bifreiðar og aðra þunga
vöru og barði þær með utan.
Innandyra náði náði vatnselg-
urinn þriggja metra hæð og þar
losnuðu fjórar gólfflísar sem
gerðar voru í vinnustofu Lucca
della Robbia á 15. öld og hafa
ekki fundizt enn svo vitað sé.
í safni dómkirkjunnar sem er
þar rétt hjá eyðilagði flóðið
líkan það af kirkjunni sem forð-
um daga gerði Brunelleschi, ein-
hver annálaðasti arkitekt Fen-
eyja að fornu og nýju. Þar
eyðilögðust einnig fornar sálma-
bækur með myndskreytingum,
bæði frá miðöldum og frá end-
urreisnartímanum.
f Uffizi-safninu eyðilögðust að
talið er, auk málverka þeirra
sem áður gat, verk Lorenzo
Lottos og flórentínsku meistar-
anna Bicci di Lorenzo og Mic
helino da Besozzos.
Michelangelo hólpinn
Þúsundir bóka, handrita,
skjala og skýrslna og ýmiskon-
ar smærri listaverka í Uffizi-
safninu, Ríkisbókasafninu og
Þj óðskj alasafninu sködduðust af
vatninu eins og áður sagði og er
ekki vitað enn hversu miklar
skemmdirnar eru.
í Pazzi-kapellunni, sem Brun-
elleschi byggði og er skammt
■ frá Santa Croce dómkirkjunni,
fundust málverk frá endur-
reisnartímanum eftir Neri,
Bicchi Domenico Michelin á leir-
ugu gólfinu er flóðinu linnti.
Horne-safnið, sem svo heitir
eftir brezkum listunnenda, og
Santa Croce-safnið stóðu enn
undir vatni er síðast fréttist, og
er tjón þar áætlað mikið.
Forn vöpnabúnaður ýmisskon-
ar, hringabrynjur og hjálmar og
annað slíkt grófst í leir í Ba-
gello-rsafninu og í Bandini-
safninu eyðilagðist fjöldi fornra
hljóðfæra, veggmyndir og mál-
verk í kirkjum og klaustrum i
Flórens hafa einnig mörg orðið
fyrir skemmdum en ekki verður
enn til getið hversu miklar þær
eru. í Medici-kapellunni þar sem
eru höggmyndir eftir Michelang
elo fylltist allt af olíubornum
leir en myndirnar eru óskemmd-
ar að því er bezt verður séð.
Strozzi-höllin, sem mjög er
höfð til sýnis erlendum ferða-
löngum og Benedetto da Maiano
gerði á 15. öld, var illa leikin
í flóðunum, sem komust inn í
bókasafn hallarinnar og
skemmdu húsgögn frá endur-
reisnartímanum. í mörgum höll-
um öðrum í Flórens urðu útskor-
in þung húsgögn fyrri alda fyrir
talsverðum skemmdum af vatns
elgnum og öðrum áföllum hon-
um samfara og gífurlegar
skemmdir urðu í hinum frægu
forngripaverzlunum Bruschis,
Bruzzichelliis, Bellinis,' Romano
Mellis og Orsellis. Höggmyndir
utandyra og minnismerki og
byggingar létu sum á sjá en fá
svo að gagnger hreinsun og
nokkrar viðgerðir bæti þar ekki
fyllilega um.
íbúar Flórens hafa nú tekið
aftur gleði sína að mestu og
eftirlitsmaður listaverka borg-
arinnar, Procacci prófessor, sagði
að þrátt fyrir mikið tjón sem
orðið hefði í flóðunum myndi
Flórens þessi sögufræga borg og
ástsæla af ítölum og öllum
hciini, na sér að fullu.