Morgunblaðið - 09.11.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.11.1966, Blaðsíða 28
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað \ LAMPA URVAL Ljós & Hiti Sími 15184 Banaslys í Eyjum 16 ára piltur lézt eftir slys á vélhjóli í FYRRADAG varð hörmu- legt slys í Vestmannaeyjum, er 16 ára piltur beið bana, eftir að hafa misst stjórn á vélhjóli og fallið af því. Blaðið hafði tal af Guðmundi Guðmundssyni, yfirlögregluþjóni í Vestmannaeyjum, út af slysi þessu. Hann sagði að laust fyrir kl. 2 á mánudag hefði verið til- kynnt til lögreglunnar að slas- aður maður lægi við fjölbýlishús við Hásteinsveg. Fóru lögreglu- menn á staðinn, svo og læknir. Hinn 16 ára piltur lá þá í öng- viti og var sýnilegt mikið sár á mjöðm hans. Var pilturinn flutt- ur í sjúkrahús þegar í stað. Við athugun málsins kom x ljós, ic pilturinn hafði verið á vélhjóli og virtist svo sem hann hafi misst vald á hjólinu vestast á Hásteinsvegi. Ók hann síðan yfir gangstétt, en lenti sí'ðan í laus- um sandi á ófullgerðri lóð og þar hefur hann kastazt af hjól- inu. Ekki verður með fullu sagt hvernig hann hlaut áverkann. en talið sennilegt að hann hafi festst á hjólinu og ekki losnað við það og þannig hlotið hið mikla sár á mjöðmina svo og beinbrot þar. Við athugun kom í ljós að hann hafði einnig hlotið höfuðhögg. Gerð var rá'ðstöfun til að flytja sjúklinginn til Reykjavíkur, en hann lézt áður en til þess kæmi. Tryggvi Steingrímsson. bryti á Skógafossi, og Gunnar Jóns son, matsveinn, með einn mjólkurkassanna frá Akureyri. Búríellsmenn vinno nú út vikunn BOÐAÐUR hefur verið sátta- fundur vegna kjaradeilu Búr- fellsmanna kl. 2 í dag. Verkfall- inu við Búrfell átti að ljúka í gærkvöldi. En verkamenn hafa aftur boðað vinnustöðvun á mánudag og þriðjudag í næstu viku. Verður því aðeins unnið þar nú út vikuna. Sóknarkonur ræða verkfallið 1 GÆR hafði ekki verið boðað ur sáttafundur vegna kjaradeilu starfsstúlkna á barnaheimilum og verkfallið þar stendur enn. En í gærkvöldi boðaði verka- kvennafélagið Sókn fund í Lind arbæ vegna verkfalls starfs- stúlkna á barnaheimilum. i®--------------------- Ms. Hekla seld til Grikklands Eimskipafélagsskipin taka eins mikla mjólk og hægt er á Akureyri — til siglinga milli eyjanna Kassamjólkin er það sem koma skal M.S. Hekla hefur nú verið selð til Grikklands, þar sem mnn eiga að nota skipið í sigl- ingar milli Italíu, Grikklands og Damaskus og milli grísku eyj- anna. Kaupandi Heklu er Dodek ariisi í Piræus og söluverð 137 þús. pund eða tæplega 16,5 millj. kr. Vegna sölu Heklu hefur verið ákveðið að undirbúa M.s. Esju til strandferða, og var hún tek- in í slipp í gær, en Hekla getur enn farið tvær ferðir. Verður Esja væntanlega tilbúin um 20. þ.m. Svo sem frá var skýrt í blaðinu í gær, hefur ríkisstjórn- in heimilað Skipaútgerð ríkisins að kaupa tvö strandferðaskip 700-1000 lestir að stærð og hent- ug vöruflutningaskip með far- þegarými fyrir 12 farþega hvort. Að undanförnu hafa verið hér tveir Grikkir til að semja um kaup á Heklu, forstjóri fyrr nefnds skipafélags og skipaverk fræðingur og í fyrradag voru samningar um kaupin undirrit- aðir. Gert er ráð fyrir að afhend ing skipsins fari fram fyrir lok þessa mánaðar. Kemur grísk skipshöfn til að sækja Heklu. AÐ undanförnu hafa skip Eimskipafélags íslands verið að gera tilraunir með það hvort ekki væri hægt að nota einvörðungu íslenzka mjólk um borð í skipum félagsins. Einustu mjólkurumbúðirnar hér á landi, sem til greina koma í þessu sambandi, eru 10 lítra mjólkurkassarnir frá Akureyri. Það getur skipt ís- lenzkan þjóðarbúskap all- miklu ef fært reynist að nota algerlega íslenzka mjólk um borð í skipaflota landsmanna. Eimskipafélagið eitt notaði á síðasta ári samtals 85 þús- und lítra mjólkur, þar af not aði Gullfoss einn 25 þúsund lítra. Af þessari mjólk kaup- ir félagið rúmlega helming- inn erlendis og meðalverð þeirrar mjólkur, sem þar er ®--r Ben. G. Waage látinn Orðsending frá Landshapp- drætti Sjálf- stæðisflokksins ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta drætti í happdrætti Sjálfstæðis- flokksins til 22. þ.m. Eandshappdrætti Sjálfstæðisflokksins. Banasiys BANASLYS varð í Kópavogi sl. laugardagskvöld, er kona féll út úr bifreið. Slysið var með þeim hætti að bifreið var ekið vestur Hliðar- veg í Kópavogi. Er hún var kom- in á móts við hús nr. 23 féll kon- an út úr bifreiðinni. Fékk hún mikið höfuðhögg, og var flutt í Landakotsspítala, þar sem hún lézt í gærmorgun. BENEDIKT G. Waage heið- ursforseti íþróttasambands ís- slands lézt að heimili sonar síns í Reykjavík í fyrrinótt. Benedikt var 77 ára að aldri, hafði fóta- vist og kenndi sér ekki meins, en lézt í svefni aðfaranótt þriðju dags. Með honum er fallinn í valinn einn bezti frömuður ísl. íþróttahreyfinga. Benedikt Waage var fæddur í Reykjavík 14. júní 1889. Hann stundaði nám í Verzlunarskóla fslands og stofnaði verzl. Áfram 1919 í Rvík ásamt bróður sín- um og rak hana í rúm 30 ár. En kunnastur er Benedikt og raunar landskunnur fyrir störf sín að íþróttamálum. Hann var íþróttaráðunautur Reykjavíkur 1951-61. Kjörinn var hann í stjórn íþróttasambandsins 1915, var í fyrstu gjaldkeri síðan vara forseti og forseti ÍSÍ var hann óslitið frá 1926 til 1962 og þá kjörinn heiðursforseti sambands ins. í Alþjóða-Olympiunefnd- inni var hann frá 1946 og síðan. Á yngri árum tók Benedikt þátt í ótal íþróttasýningum og kappleikjum í fjölmörgum íþróttagreinum. Hann var for- maður KR í 3 ár, formaður ÍR í 5 ár, form. íþróttasambands Reykjavíkur í 5 ár. Átti hann og hlutdeild í stofnun nokkura íþróttafélaga. Segja má að allt ævistarf Benedikts hafi verið helgað íþróttum og útilífi og var hann óþreytandi að kynna þjóðinni íþróttir og hvetja hana til ástund unar íþrótta og að skapa hrausta sál í heilbrigðum líkama. Hef- ur Benedikt mikið ritað um íþróttamál í ýmis blöð og tíma- rit og annaðist útgáfu íþrótta- blaðs og gaf að auki út lög og reglur í ýmsum greinum og , Heilsufræði íþróttamanna. Benedikt var sæmdur fjölda heiðursmerkja, innlendra og er- lendra fyrir störf sín, Olympíu- orðum, æðstu heiðursmerkjum ÍSÍ og margra erlendra iþrótta- sambanda, sérsambands ÍSÍ og ýmissa íþróttafélaga. | keypt, er um 9 kr. á líter, eða / frá 7 til 11 krónum. Dýrust er mjólkin í Ameríku. Gjald- eyrisnotkun fyrir mjólk einni saman handa skipaflota Eim- skipafélagsins nemur þvi um 450 þúsundum, eða allt að hálfri milljón króna. Skiptir því ekki litlu máli, ef hægt er að auka íslenzka mjólk- ursölu til þessara skipa sem nemur allt að 50 þúsund lítr- um og er þá að gæta þess að hér er um aðeins eitt skipa- félaganna að ræða. Upplýsingar þessar fékk Áreksiur ú Keilovíkurvegi SÍÐDEGIS á mánudag varð allharður árekstur á Keflavíkur veginum suður undir Hvassa- hrauni. Var mikil hálka á veg- inum og var það orsök áreksturs ursins. Þarna rákust saman vöru- flutningabíll frá varnarliðinu og 5 manna bíll úr Keflavík. Var þrennt í hvorum bíl, en eng- inn mun hafa meiðzt. Við áreksturinn kom gat á benzíntank fólksbílsins og log- aði tankurinn að utan, svo og í benzínið á veginum. blaðið í gær hjá Gunnlaugi Ól- afssyni, innkaupastjóra Eimskips, en blaðamaður Mbl. brá sér um borð í Skógafoss með Gunnlaugi í gær til þess að kynna sér Framhald á bls. 2 Háskóia- fyrirlestur um rannsóknir á Norðurlandsmálum í Sovét-ríkjunum VALERÍJ Pavlovitsj Bérkov, dósent í Norðurlandamálum við Leningradháskóla, aðalhöfundur Islenzk-rússnesku orðabókarinn- ar, dvelst nú hér um stundar sakir. Hann mun flytja fyrirlestur í boði Háskóla íslands miðviku- dag 9. nóv. kl. 5.30 í I. kennslu stofu Háskólans. Efni fyrirlestr- arins verður: Yfirlit um rann- sóknir á Norðurlandamálum í Sovjet-ríkjunum. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum, sem verður flutt ur á íslenzku. I (Frá Háskóla íslands). * Togarinn Bjarni Olafsson seldur til í NTB fréttaskeyti frá Noregi, er frá því skýrt, að tveir menn í Harstad hafi keypt íslenzka togarann Bjarna Ólafsson. Séu það skipstjórinn Tormod Han- sen og Baard Benediksen vél- stjóri. Er það haft eftir blaðinu Har stad tidende, að togarinn sé smíðaður í Englandi, sé í góðu lagi, en þurfi að fara í klössun, áður en hann verði sendur á veiðar. Bjarni Ólafsson liggur í Reykjavíkurhöfn. Eigandi hans IMoregs ? er Blakkur h.f. Mbl. hafði sam- band við Sæmund Auðunsson, sem er einn eigenda. Hann sagði að þessi kaup væru alls ekki ákveðin Norðmennirnir tveir hefðu verið að hugsa um að kaupa togarann, en ekki verið gengið frá þeim kaupum enn. Meira vildi hann ekki um mál- ið segja. Togarinn Bjarni Ólafsson er um 660 lesta stálskip, byggður í Aberdeen 197. Hann var á sín 1 um tíma eign Bæjarútgerðar 1 Akraness, en seldur þaðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.