Morgunblaðið - 15.11.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.11.1966, Blaðsíða 1
53. 262. tbl. — Þriðjudagur 15. nóvember 1966 PrentsmiSja Morgunblaðsins Gemini 12. lendir í dag Lengsta geimgánga til þessa — Velheppnuð ferð Kennedyhöfða, 14. nóvem- ber, NTB, AP. Bandaríska geimfarið Gem ini 12 mun lenda á Atlants- hafinu vestanverðu á morgun þriðjudag, eftir 59 ferðir um- hverfis jörðu beri ekkert útaf. Þetta er síðasta ráðgerð geimferð Bandaríkjamanna til ársins 1968 og hefur gengið í alla staði mjög vel það sem af er. Geimfarin Buzz Aldrin brá sér út fyrir geimfarið á sunnu- dag og dvaldist þar í nákvæm- lega tvær klukkustundir, níu mínútur og 25 sekúndur. Hann var hinn hressasti er inn kom og kenndi ekki þreytu þeirrar sem hrjáð hefur fyrri göngu- menn Bandaríkjamanna í geimn um til þessa. A laugardag hafði Aldrin opnað hlera á geimfarinu 1 þessa, sem gengið hefur í alla og stungið út höfði og herðum gert ýmsar tilraunir og tekið myndir. í dag, mánudag endurtók hann þetta og tók myndir af ýmsum stjörnum, sumum áður óþekktum að því er hann sagðist halda. Þegar Aldrin kom inn- fyrir aflur í dag og lokoði á eftir sér hleranum var Gemini 12 nærri búið að fara 47 hringi umhverfis jörðu. Meðal mynda þeirra er teknar hafa verið í ferðinni eru myndir af sólarupprás, af Vetrarbraut- inni og ýmsum stjörnum öðrum eins og áður sagði og einnig tóku geimfararnir að fyrirsögn j stöðvarinnar á Kennedyhöfða og ] fleiri stöðva myndir af eldflauga tilraunum Frakka yfir Sahara- auðninni en sögðu sjálfir að þeir grilltu ekki í neitt sem gæti verið strókurinn af eldflaugum ■ Frakka. A Kennedyhöfða eru menn staði hið bezta eins og áður segir þótt sitthvað smávægilegt hafi Framhald á bls. 23 Podgorny í Vín Vín, 14. nóv. — AP: NIKOLAI Podgorny, forseti Sov étríkjanna, kom í dag flugleiðis til Vínarborgar að sækja heim Austurríkisforseta Þetta er fyrsta utanlandsreisa Podgornys á vit vestrænna manna síðan hann tók við forsetaembættinu af Anastas Mikoyan í desember sl. Franz Jonas, forseti Austurrik is og ríkisstjórn hans tóku á móti Podgorny á Schwechat- flugvellinum með mikilli við- höfn. Fylgdarlið forseta Sovét- ríkjanna taldi 25 manns og var þar í hópi dóttir hans, aðstoðar- forsætisráðherra Sovétríkjanna mjög ánægðir með geimferð I og aðstoðarutanríkisráðherra. Stórátök á landamærum ísraels og Jórdaníu •r Steingrímur Steinþórsson fyrrum róðherru látinn Stelngrímur Steinþórsson fyrr um búnaðarmálastjór.i og for- sætisráðherra lézt í gærmorgun á sjúkrahúsi. Er þingfundur var settur á Alþingi í gær minntist Sigurður i Agústsson, 1. varaforseti, sem var , í sæti forseta, hins látna með eftirfarandi orðum, og sleit síð- an fundi. Sú harmafregn hefur borizt að Steingrímur Steinþórsson, I fyrrverandi búnaðarmálastjóri og forsætisráðherra hafi andast í sjúkrahúsi hér í bæ. Hann var á sjötugasta og fjórða aldursári, hafði fyrir nokkrum árum dregið sig í hlé frá opinberum störfum eftir athafnasama og gagnmerka starfsævi. Vil ég leyfa mér að rekja hér nokkur helztu atriði úr æviferli hans. Steingrímur Steinþórsson fædd ist 12. febrúar 1893 í Álftagerði Framhald á bls. 31. Spánverjar breyra stjórnarskránni Forsætisráðherra í fyrsta sizin síðan 1936 Madrid, 14. nóvember, NTB. í NÆSTU VIKU mun Francisco Franco, þjóðarleiðtogi Spánar, kunngera þjóð sinni breytingar 30 ára verk að bæta tjónið Róm, 14. nóv. — AP, NTB. HAFT er eftir bandarískum listfræðingi, Frederick Hartt, frá Pennsylvaníu-háskóla, að Framhald á bls. 23 á stjórnarskránni sem sagðar eru boða tímamót í sögu lands- ins. Það er eitt með öðru að gert er ráð fyrir skipun forsætisráð- herra í landinu og er það í fyrsta sinni síðan í borgarastyrjöldinni sem áformuð er skipun í það embætti, því til þessa hefur Franco sjálfur veitt forstöðu ríkisstjórn sinni. í stuttri opinberri tilkynningu sem gefin var út um þetta í Madrid í dag segir, að Franco, sem verður 74 ára gamall í næsta mánuði, muni ávarpa Spánar- þing, Cortes, þriðjudaginn 22. Framhald á bls. 23 ísraelsk herdeild gerir árás á jórdanskt þorp á sunnudag. Barizt var á jörðu og í lofti Tel Aviv, 13. nóv. — AP ÍSRAELSKIR hermenn studd ir skriðdrekum gerðu árás inn í Jórdaníu í dögun á sunnudag. Hertóku þeir þar lítið þorp, Samoa, og sprengdu þar síðan í loft upp 40 hús áður en þeir drógu sig til baka. Áður höfðu þeir mætt harðri andspyrnu jórd- ansks herliðs, sem flýtt hafði sér til þorpsins. Samtímis þessu áttu sér stað átök í lofti á milli flugvéla frá Jórdaníu og ísrael. Var því hald- ið fram af hálfu ísraelsmanna, að þeir hefðu skotið niður orr- ustyflugvél af gerðinni Hunter. Var það síðan staðfest af flugher Jórdaniu, en það fullyrt jafn- framt, að tvær flugvélao- frá ísrael hefðu verið skotnar niður. Þvi var hins vegar haldið fram af hálfu ísraelska flughersins, að allar flugvélar hans hefðu snúið til flugvalla sinna heilar á húfi. Framhald á bls. 31. Kurt Georg Kiesinger (til vinstri) og Ludwig Erhard, kanzlari V-Þýzkalands, áttu sinn fyrsta íund með sér sl. laugardag, frá því að kristilegir demókratar ku >u Kiesinger sem kanzlaraefni til þess að taka við af Erhard. Myndin sýnir, er Erhard bauð Kicsinger vindil í upphafi fund- arins, sem fram fór í skrifstofu kanzlarans í Bonn. Sjá frétt á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.