Morgunblaðið - 15.11.1966, Blaðsíða 17
Þriðjuðagur 15. des. 1966
MORCUNBLADID
17
NOKKIIR ORÐ UM TOGARAUTGERÐ
Vandamál togaraútgerðarinnar verður að íeysa strax
Eflir Þorstein Arnalds
f ramkvæmda rstjóri
EINS og flestum mun kunnugt,
stendur hagur togaraútgerðar
á íslandi um þessar mundir með
mjög litlum blóma. 1 rauninni
svo litlum, að allir þeir, sem
við togaarútgerð fást, hljóta að
hafa lagt fyrir sjálfan sig þessa
spurningu: Á togaraútgerð_ á ís-
landi rétt á sér eða ekki? Ég hef
líka spurt sjálfan mig þessarar
spurningar og leitazt við að
svara henni í fuliri hreinskilni,
en láta ekki óskhyggju eða
þrjózku hafa áhrif á niðurstöð-
ur mínar.
Ef finna á svar við ofan-
greindri spurningu, er ekki úr
vegi að athuga sögu togaraút-
gerðarinmar nokkru nánar. Öll-
um mun Ijóst, að hlutur hennar
hefur oft verið betri en nú. En
skyldu menn yfirleitt gera sér
grein fyrir því, að togaraútgerð
er sú atvinnugrein, sem öllum
öðrum fremur hefur haft áhrif
til aukinnar velmegunar ís-
lenzku þjóðarinnar? Ég vil
meira að segja taka svo djúpt
í árínni að segja, að hún sé
sá grundvöllur, sem velmegun
þjóðarinnar hefur fyrst og
fremst byggzt á á undanförnum
áratugum.
Á árunum fyrir síðustu heims
styrjöld var afkoma togaraút-
gerðarinnar slæm. Skipin voru
gömul og úr sér gengin, en fjár
magn lítið til úrbóta. Samt sem
áður voru það togararnir, sem
björguðu hag fslendinga á stríðs
árunum. í>á, eins og nú, voru
aðal-útflutningsvörur okkar fisk
afurðir, en vegna ófrðarástands
ins kom það í hlut togaranna að
flytja allan sinn afla á erlend-
an markað, en af eðlilegum
ástæðum var hlutur minni fiski
skipa lítill í þeim efnum, enda
þótt nokkuð væri flutt út af
kassafiski, sem bátar öfluðu,
með flutningaskipum. Á þennan
hátt lögðu togararnir grundvöll
inn að núverandi velmegun á
íslandi, enda var það fyrsta
verk ríkisst j órnar innar eftir
stríðið að semja um kaup á nýj-
um togurum. Árin 1945 og 1946
samdi hún um smíði 32 togara
í Bretlandi, og síðar, árið 1948,
var svo samið um byggingu 10
togara til viðbótar. Vegna þess
að hinir 10 síðasttöldu voru
nokkru stærri en hinir fyrr-
nefndu, svo og vegna hækkunar
á byggingarkostnaði í Bretlandi
og gengisbreytingar hér heima,
urðu þessir togarar nær þrefalt.
dýrari en hinir 32 fyrstu. Af
þessum sökum treysti aðeins
einn einstaklingur sér til þess
að festa kaup á einum þessara
togara, og urðu því bæjarfélög
víðsvegar um landið að taka að
sér rekstur þeirra níu, sem eftir
voru. Til tryggingar því, að
hæfilegur hluti hinna nýju tog-
ara yrði gerður út frá Reykja-
vík, festi Reykjavíkurborg kaup
á 4 af þessum 10 togurum. Rekst
ur þessara síðari togara hlaut
þó að verða dýrari en hinna
fyrri, vegna miklu hærra kaup-
verðs, óhagkvæmari vaxtakjara
°g loks þess, að mikill hluti
lánsfjárins, sem íslenzka ríkis-
stjórnin útvegaði, var fengið er-
lendis. Varð því að greiða þann
hluta í erlendum gjaldeyri, en
með tilliti til gengisbreytinga
síðar liggur í augum uppi,
hversu miklu óhagstæðari þessi
lánskjör voru en lánskjör þau,
sem fyrri togararnir nutu. Tog-
arar þessir komu til landsins ár
ið 1951.
Fyrstu árin eftir styrjöldina
gekk togaraútgerð sæmilega. En
er frá leið, jukust erfiðleikar út-
gerðarinnar, bæði hvað snerti
togara og báta, vegna síhækk-
andi tilkostnaðar.
Árið 1951 var gripið til þeirra
ráðstafana að veita bátaútveg-
inum sérstaka aðstoð með hin-
um svonefnda „bátagjaldeyri",
og voru þessar ráðstafanir í
gildi til ársins 1958. Nutu bát-
arnir mun hærra verðs en tog-
arar fyrir sams konar fisk, og
samkvæmt upplýsingum Lofts
Bjarnasonar, formanns Félags
íslenzkra botnvörpuskipaeigenda
í grein, er hann ritaði í Ægi, rit
Fiskifélags íslands, í febrúar
1963, er talið, að hverjum tog-
ara hafi á ofangreindu tímabili
verið mismunað um 5.6 milljón
ir króna, samanborið við báta-
flotann.
Til þess að menn geti áttað
sig á, um hversu miklar upphæð
ir hér var að ræða, skal á það
bent, að fyrir Bæjarútgerð
Reykjavíkur, sem á þessu tíma-
bili rak 8 togara, nam upphæð
þessi samkvæmt framangreindu
um 45 milljónum króna. f raun-
inni er upphæð þessi allmiklu
hærri, þar sem við hana bæt-
ast vextir af því fjármagni, sem
tekið hefur verið að láni, en þsð
hefði ekki verið nauðsynlegt, ef
togararnir almennt, og þá auðvit
að einnig togarar Bæjarútgerðar
Reykjavíkur, hefðu búið við
sömu skráningu gjaldeyris og
bátaflotinn.
Þegar hér var komið, var far
ið að halla undan fæti fyrir
togaraútgerðinni. Enn er þó eft
ir að geta þess áfalls, sem
þyngst hefur orðið íslenzkri tog
araútgerð.
Eins og öllum er kunnugt,
hafa erlendir togarar sótt mjög á
íslenzk fiskimið. Skiptu þeir oft
mörgum hundruðum, sem voru
að veiðum á sama tíma við
strendur landsins. Af eðlilegum
ástæðum töldu íslenzk stjórnar-
völd sér skylt að gera ráðstaf-
anir til verndunar íslenzkum
fiskimiðum, svo að íslendingar
gætu .búið að þessum miðum
einir og til þess að fyrirbyggja
ofveiði. Til þess að styrkja að-
stöðu íslendinga í þessu máli
var talið skynsamlegt, að ís-
lenzki togaraflotinn yrði einnig
látinn víkja, er landhelgin yrði
stækkuð. Hófst útfærsla fisk-
veiðilandhelginnar með lokun
Húnaflóa, og í kjölfar þeirrar
ráðstöfunnar var landhelgin
færð út í 4 mílur hinn
19. marz 1952. Voru þá grunn-
línupunktar staðsettir á yztu
annes og þar með lokað fjörð-
um og flóum. Á það skal bent,
að eftir lokun Húnaflóa hefur
þar ekki fengizt fiskur, hvorki
á línu, net né í nót. Er ástæðan
af ýmsum talin sú, að úrgangur-
inn frá aðgerðinni að fiskinum
hafi leitt fiskgönguna inn í fló-
ann og þar með hafi íslenzk
fiskiskip notið aflans, en ekki
erlend skip sem stunduðu
veiðar utar. Hinn 1. septem-
ber 1958 var landhelgin færð út
í 12 mílur og loks 11. marz 1961
var grunnlínupunktum breytt,
og urðu þá innan landhelgislínu
allstór og mikilvæg svæði út af
Faxaflóa, Húnafióa, Héraðsflóa
og á Selvogsbanka, sem til þess
tíma höfðu verið heimili togur-
um til veiða. Þess skal þó getið,
að landhelgisútfærslan náði
ekki að fullu til íslenzkra tog-
ara, en talið er af sérfróðum
mönnum, að veiðisvæði togar-
anna hafi verið rýrð um 60—
80% með öllum þessum aðgerð
um. íslenzkir togara-útgerðar-
menn og togarasjómenn skildu
nauðsynina á verndun fiskmið-
anna fyrir þjóðina og fluttu sig
allir sem einn af frjálsum vilja
og möglunarlaust út fyrir 12 mil
urnar. Þeir trúðu því, að með
þessu væru þeir að búa íslenzku
þjóðinni betri framtíð, og vafa
laust hafa þeir líka trúað því,
að þessar fórnir væru aðeins
tímabundnar. Þegar sigur væri
unninn í landhelgismálinu óg
búið væri að fá viðurkenningu
annarra þjóða á 12 mílna fisk-
veiðilandhelgi, íslenzku þjóð-
inni — ekki bara bátaflotanum
— til handa, mundi þeim verða
skilað aftur því, sem þeir létu
af hendi án mótmæla um stund-
arsakir.
Á það skal bent, að aðeins var
liðið um eitt ár frá því hinir 10
síðustu nýsköpunartogarar, sem
ég hef áður minnzt á, komu til
landsins, þegar þessar aðgerðir
voru hafnar. Er óvíst, að fengizt
hefðu kaupendur að þessum
skipum, ef mönnum hefði verið
ljóst, að rekstursmöguleikar tog
aranna yrðu svo gróflega skert-
ir í náinni framtíð, nema hér
Þorsteinn Arnalds
væri aðeins um millibilsástand
að ræða.
í kjölfar þessara breytinga á ís
lenzkri iandhelgi fóru margvís-
legir árekstrar við Breta, sem
bökuðu togaraútgerðinni stór-
fellt tjón. En Bretar mótmæltu
aðgerðum þessum með því að
loka fyrir íslenzkum togurum
mörkuðum fyrir ísaðan fisk, sem
þeir höfðu búið að í um það bil
hálfa öld.
En nú bregður svo kynlega
við, að þegar viðurkenningin er
fengin fyrir 12 mílna landhetg-
inni, þá eru launin fyrir þennan
þegnskap, sem þó er vægast sagt
mjög óvenjulegur með íslenzku
þjóðinni, ekki þau, að togurun-
um sé veitt hlutdeild í landhelg-
inni, heldur óskiljanlegt tómlæti
um þeirra hag. Er nú svo kom-
ið, að öll togaraútgerð er á helj-
arþröm, þ.e.a.s. sá hluti hennar,
sem ekki hefur þegar verið lagð
ur niður. Ég ætla ekki að halda
því fram, að útfærsla landhelg-
innar sé eina orsökin að vanda-
málum togaranna í dag, enda
þyrftu fleiri breytingar að koma
til, ef rétta á við hag togaranna.
En hún er ein af mikilvægustu
orsökunum, og það sem er meira
um vert, hún er orsök, sem
vandalaust er að ráða bót á.
Nú mun e.t.v. margur segja,
að ekki sé rétti tíminn til að
heimila togurum fiskveiði innan
landhelgi, þegar fskifræðingar
hafa lýst yfir, að þorskstofninn
sé fullnýttur. Er þá átt við
ásókn bæði erlendra og ís-
lenzkra fiskiskipa. Því er til að
svara, að fiskifræðingar hafa
einnig bent á, að auka beri
möskvastærðina til þess að
forðast veiði ungviðsins. Tog-
araútgerðarmenn mundu vafa-
laust styðja þessa tillögu, sem
og aðrar ráðstafanir, sem teld-
ust nauðsynlegar til verndunar
fiskstofninum. En þeir telja
sangjarnt, að allar slíkar ráðstaf
anir séu látnar ganga jafnt yf
ir báta og togara. Þeir telja
einnig sanngjarnt, að orðið v<l''ði
við kröfu Félags íslenzkra botn-
vörpuskipaeigenda, sem nýlega
hefur verið sett fram, um. að
veiðar með botnvörpu verði
heimilaðar inn að 4ra mílna
landhelginni, eins og hún var
ákveðin 19. marz 1952, sérstak-
lega þegar þess er gætt, að báta
flotanum er heimilt að veiða
með netum, nót og humarbotn-
vörpu upp í landsteina, og minni
bátum jafnvel með dragnót á
ákveðnum svæðum nokkurn
hluta ársins. Einnig hafa togbát
ar tekið sér rétt til veiða með
botnvörpu innan landhelgi. Full
trúar allra flokka í borgarstjórn
Reykjavíkur, að undanskildum
fulltrúum Framsóknarflokksins,
hafa og lýst sig fylgjandi því,
að togurum verði skilað aftur
nokkrum hluta af veiðisvæðum
þeim, sem af þeim voru tekin
með útfærslu landhelginnar.
Fulltrúar allra flokka, einnig
Framsóknarflokksins, í útgerð-
arráði Reykjavíkurborgar hafa
lýst sig *samþykka því, að ís-
lenzkir togarar fái aukna veiði-
heimild innan landhelgi.
Á ýmsum tímum hafa komið
fram sérsjónarmið hinna
ýmsu landshluta í landhelg-
ismálinu. Hafa komið fram
mótmæli gegn veiðum íslenzkra
togara á veiðisvæðum út af á-
kveðnum landssvæðum. Hefir
hér gætt sérsjónarmiða þe;'Ta,
sem þessi landssvæði byggja. og
oft er hér um að ræða héruð,
sem byggja afkomu sína að
mjög litlu leyti á sjávarútvegi.
Á þessum stöðum eru jafnvel
gerðir út aðeins fáeinir mótor-
bátar eða trillubátar, og hafa
þá viðkomandi hreppsnefndir
eða önnur samtök, svo sem félög
barnakennara, samþykkt álykt-
anir og harðorð mótmæli gegn
því að veita íslenzkum togurum
aukna veiðiheimild innan ís-
lenzkrar landhelgi. Þessar álykt
anir eru vitaskuld ekki gerðar
með þjóðhagsleg sjónarmið fyr-
ir augum, það er aðeins verið
að afla sér vinsælda tiltölulega
fárra manna, með væntanlegar
Alþingis- eða hreppsnefndar-
kosningar í huga. Því miður er
mér kunnugt um, að afstaða
sumra þingmanna til þessa máls
mótast á þennan hátt, og virðist
sannfæring þingmannanna
sjálfra engu máli skipta.
Ein'slík ályktun birtist í dag
blöðum Reykjavíkur fimmtu-
daginn 10. nóv. sl., og er svo-
hljóðandi:
„Hreppsnefnd Flateyrarhrepps
telur fráleitt, að nokkur íviln-
un til veiði verði veitt togurum
innan núverandi fiskveiðiland-
helgi, einkum frá Snæfellsnesi
að Horni.
Jafnframt telur hreppsnefnd-
in, að vinna beri að því, að ís-
lenzk fiskveiðilögsaga út af Vest
fjörðum verði stækkuð sVo sem
kostur er á.“
Sennilega telur hreppsnefndin
að hún hafi með þessu tryggt
sér nokkurt fylgi væntanlegra
kjósenda við næstu hreppsnefnd
arkosningar. íslenzkir stjorn-
málamenn geta ekki byggt rétt
mæti skoðana sinna á þvílíkri
sýndarmennsku og gervi-yfir-
lýsingum, sem eingöngu miða að
því að afla sér vinsælda hjá
kjósendum.
Eins og í ályktuninni segir,
er sérstaklega motmælt veiði ís-
lenzkra togara undan Vestfjöið
um, frá Snæfellsnesi að Horni,
m.ö.o. hreppsnefndin lítur svo
á, að litlu máli skipti hvort tog
urum sé heimilt að veiða innan
núverandi landhlegi fyrir ís-
lenzk skip fyrir Suðurlandi eða
Norðurlandi Búast má við
sams konar ályktunum frá
einhverri hreppsnefnd á
Austurlandi eða Norður-
landi, og þá mun litlu máli
skipta í þeim ályktunum, hvort
veitt sé út af Vestfjörðum. Aug
ljóst er af þessu, að hér er ekki
höfð í huga heill þess atvinnu-
vegs, sem þjóðin í heild á að
þakka að mestu tilveru sína.
Hvað skyldu menn í öðrum
landsfjórðungum segja, ef fjöl-
mennur fundur íbúa á Suðvest-
urlandi samþykkti eftirfarandi
ályktun:
„Fjölmennur fundur íbúa á
Suðvesturlandi krefst þess af
ríkisstjórninni, að öllum opin-
berum gjöldum, sem þeir inna
af hendi til ríkissjóðs, verði ein
göngu varið til hagsbóta fynr
íbúa Suðvesturlands, en ekki
varið til byggingar brúa, vega
eða jarðganga, né til menning-
armála eða hagsmunamála ann-
arra landshluta.“
Auðvitað er þetta fjarstæða,
og jafnmikil fjarstæða er álykt-
un Flateyrarhrepps.
í þessu sambandi er vert að
minnast hinna fjölmörgu ákvarð
ana Alþingis, þar sem veitt er
fjármagni frá þéttbýlinu við Suð
vesturland til dreifbýlisins með
þeim einum röksemdum, að það
sé gert „til þess að stuðla að
jafnvægi í byggð landsins". Er
nú svo komið, að enginn fer með
þessi orð án þess að brosa.
Skylt er að geta þess, að
Bjarni Benediktsson, forsæt.is-
ráðherra, hefur tekið landhelgis
málið föstum og raunhæfum
tökum og lýst yfir fylgi sínu
við kröfur togaraútgerðarinnar
um aukin veiðiréttindi. Þessi ein
arða afstaða forsætisráðherrans
gefur fyrirheit um, að málið
verði þrátt fyrir allt tekið til
meðferðar á þjóðhagslegum
grundvelli og farsællega til
lykta leitt. Einnig hefur sjávar-
útvegsmálaráðherra, Eggert Þor
steinsson, sýnt vandamálum tog
araútgerðarinnar hinn mesta vel
vilja, og væntanlega mun af-
staða hans til málsins verða
þung á metunum.
■ Síðastliðinn föstudag fóru
fram umræður í íslenzka sjón-
varpinu um það, hvort leyfa
skuli fiskveiðar íslenzkra tog-
ara innan núverandi landhelgi
eða ekki. Talsmaður bátaútvegs
manna, Andrés Finnbogason,
hélt því fram, að landhelgin
væri fullnýtt af bátaflotanum.
Þetta er ekki rétt. Eins og öllum
landslýð er kunnugt, stundar
meginhluti bátaflotans síldveið-
ar í allt að 10 mánuði ársins.
Þarf ekki að rökræða það frek-
ar, að þessi meginhluti bátaflot
ans er ekki að þorskveiðum á
sama tíma. Það er og álit fiski-
fræðinga, að heimila skuli ís-
lenzku togurunum veiði í land-
helgi, enda verði hún þá bezt
nýtt, sé möskvastærð aukin.
Þegar fiskifræðingar ræða um,
að fiskstofninn sé að fullu nýtt-
ur, er auðvitað tekið tillit til
veiða erlendra fiskiskipa við ís-
land. Veiði þeirra 22ja togara,
sem nú stunda veiðar við ís-
land, skipta litlu máli. Það, sem
nú skiptir mestu máli fyrir við-
hald fiskstofnsins við ísland,
eru hinar miklu veiðar hundr-
uða erlendra togara á ungfiski
fyrir Norður- og Norðvestur-
landi, utan landhelgi. Fiskifræð-
ingar hafa bent á hættuna, sem
stafar af veiði þessa fisks.
Annað ekki síður mikilsvert
atriði í þessu sambandi, er
að fiskveiðar bátaflotans
byggjast að mestu leyti á
hrygningarfiski, veiddum í
net. Hundruð íslenzkra
báta leggja net sín þar sem fisk
Framhald á bls. 19