Morgunblaðið - 15.11.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.11.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. des. 1966 Erie Ambler: Kvíðvæniegt ferða'ag Hann gat v&rla búizt við, að þér færuð að standa kyrr meðan hann miðaði betur. Og það sagði ég honum. En hann var yður enn þá reiður, svo að þegar hann kom um borð, heimtaði ég að geyma skammbyssuna hans fyr- ir hann. Hann er ungur og þessir Rúmenar eru svoddan æðíkoll- ar. Ég vildi ekki láta neití gerast ofsnemma. — Mér þætti gaman að vita, sagði Graham, — hvort þér heit ið ekki réttu nafni Möller. — Guð minn góður! Ekki datt mér i hug, að þér væruð svona fróður. Haki ofursti hlýtur að hafa verið í skrafhorninu. Vissi hann, að ég var í Istambul? Graham roðnaði: — Því býst ég ekki við. Möller skríkti. — Nei, ég bjóst ekki við því. Haki er sniðugur maður, sem ég ber mikla vírð- ingu fyrir. En hann er nú bara maður og þessvegna getur hon- um skjátlazt. Já, eftir ófarimar í Gallipoli, fannst mér ráðlegra að taka málið í eigin hendur. Og þá, þegar allt var til reiðu, voruð þér svo ónærgætin að hreyfa yður, svo að Mavrodopoulos hitti ekki. En ég erfi það ekkert við yður, hr. Graham. Ég varð vitanlega dálítið vondur fyrst. Hann Mavrodopoulos .... — Það er hægara að segja Ban at. — í>akka yður fyrir. Eins og ég var að segja, ollu þessi mistök Banats mér auka fyrirhöfn. En nú er ég ekkert vondur lengur. Meira að segja hef ég bara gam- an af þessu ferðalagi. Ég kann vel við mig sem fornfræðing. Ég var dálítið órólegur fyrst, en undir eins og ég sá, að mér tókst að gera yður leiðan, vissi ég að allt var í lagi. Ef þér viljið fá ræðurnar mínar á prenti. get ég mælt með þessari bók. Hún er eftir Fritz Haller og verðleik- arnir hans standa hér fremst í bókinni tíu ár við Þýzku Stofn- unina í Aþenu, tíminn í Oxford, og svo allir lærdómstitlarnir — það er alltsaman upptalið hérna. Hann virðist vera eindreginn lærisveinn Spenglers, enda vitn ar hann mikið í meistarann. Það er skemmtilegur formáli, sem ég hafði mikið gagn af og þér munuð finna kaflann um eilífðar sannindin á bls. 341. Vitanlega lagaði ég efnið dálítið til, eftir eigin þörfum. Og svo hafði ég líka talsvert gagn af lengstu neð anmálsgreinunum. Þér skiljið, að það sem ég vildi virðast vera, var lærður en elskulegur gam- all leiðindaskrjóður. Og ég held, að þér játið, að mér hafi tekizt það sæmilega. — Svo að Haller er þá til? Möller setti á sig stút. — Já. já. Mér þótti nú leiðinlegt að gera honum og konunni hans ómak, en það varð ekki hjá þvi komizt. Þegar ég heyrði, að þér ætluðuð með þessu skipi, sá ég, að það gæti verið gagnlegt, ef ég yrði yður samferða. Auðvitað hefði ég ekki keypt mér far á síð ustu stundu, án þess að það vekti athygli Haki — þessvegna yfir- tók ég far og vegabréf Hallers. Hann og konan hans urðu nú ekkert hrifin af því. En þau eru góðir Þjóðverjar og þegar þeim var bent á að hagsmunir lands- ins þeirra yrðu að sitja í fyrir- rúmi fyrir þeirra eigin þægind- um, létu þau undan. Eftir fáa daga verða vegabréfin endur- send þeim, með réttu myndun- um á. Einu óþægindin, sem ég hef haft eru af Armeníukonunni, sem leikur prófessorsfrú Haller. Hún talar mjög lítið þýzku og er í raun og veru hálfviti. Ég hef orðið neyddur til að láta sem minnst á henni bera. Ég hafði ekkert svigrúm til þess að ganga betur frá þessu, skiljið þér. Sannast að segja átti mað- urinn, sem útvegaði mér hana, fullt í fangi með að sannfæra hana um, að ekki ætti að flytja hana í eitthvert hóruhús á Ítalíu. Já, hégómaskapurinn í þessu kvenfólki er stundum yfirgengi- legur. Hann dró upp vindlinga- veski. — Ég vona, að yður þyki ekki fyrir því, að ég skuli vera að segja yður þetta allt, nr. Graham. En ég vil bara vera hreinskilinn við yður. Ég held nefnilega, að hreinskilnin sé frumskilyrði fyrir árangursrík- um viðræðum um viðskiptamál. — Viðskiptamál? — Einmitt. Setjizt þér nú nið ur og fáið yður reyk. Þér haf- ið gott af því. Hann rétti fram vindlingaveskið. — Þér hafið verið dálítið óstyrkur á taugun um undanfarið, er það ekki? — Segið þér það, sem þér ætl ið að segja og hafið yður síðan út. Möller skríkti. — Já, sannar- lega eruð þér taugaóstyrkur. Hann setti allt í einu upp alvöru svip. — Ég er hræddur um, að það sé mér að kenna. Þér skilj- ið hr. Graham, að ég hefði nú viljað eiga þetta viðtal við yð- ur fyrr, en vildi samt bíða þang að til þér væruð móttækilegri í huganum. Graham hallaðist upp að hurð inni. — Ég held að huga mínum sé bezt lýst með því að segja, að mér er skapi næst að sparka beint upp í kjaftinn á yður. Ég hefði getað gert það, áður en þér kæmuð byssunni við. Möiler lyfti brúnum. — Og þér gerðuð það ekki samt? Var það hugsunin um hærurnar mínar, sem hélt aftur af yður, eða var það hræðsla við afleið- ingarnar? Hann þagði. — Nú, ekkert svar? Þér afsakið ef ég dreg bínar ályktanir af því? Hann kom sér betur fyrir í sæt- inu. — Þessi sjálfsvarnarkennd er dásamlegur hlutur. Það er hægast fyrir menn að vera hetj ur með því að fórna lífinu fyrir einhverja hugsjón meðan þeir búast ekki við, að þess verði krafizt. En þegar þeir hafa þef- inn af hættunni í nösunum, fara þeir að verða dálítið raunsærri. Þá sjá þeir kostina ekki í ljósi skammar eða heiðurs, heldur sem skárri eða lakari kostinn. Ég vildi gjarna láta yður takast að líta á mitt sjónarmið. Graham þagði. Hann var að reyna að stilla hræðsluna, sem hafði gripið hann. Hann að ef hann opnaði munninn, mundi hann skamma hinn, þang að til honum væri orðið illt í hálsinum. Möller var að setja vindling- inn í rafmunnstykki, rétt eins og hann hefði nógan tíma til alls. Sýnilega hafði hann ekki búizt við neinu svari við spurn- ingu sinni. Hann var með þenn- an rósemssvip manns, sem hef- ur komið of snemma á áríðandi stefnumót. Þegar hann hafði lokið við munnstykkið, leit hann upp. — Mér fellur vel við yður, hr. Graham, sagði hann. — Ég skal játa, að ég varð dá- lítið svekktur, þegar Banat tókst . 1 29 svona klaufalega í Istambul. En nú, þegar ég þekki yður, er ég feginn, að svona fór. Þér komuð vel fram í sambandi við þetta, sem gerðist við borðið fyrsta kvöldið okkar hérna um borð. Þér hlustuðuð með þolinmæði á alla velluna, sem ég var búinn að læra utanbókar, Þér eruð dug legur verkfræðingur, en samt ekki ágengur. Mér félli það illa, ef einhver þjónn minn dræpi — myrti — yður. Hann kveikti í vindlingnum. — En samt eru þessar kröfur, sem lífið gerir til okkar svo vægðarlausar. Ég er Svona neitaði prinsinn að eiga prinsessuna og hann liíði ham- ingjusömu lífi til dauðadags. neyddur til að vera ágengur. En ég verð að segja yður, að að öllu óbreyttu frá því, sem nú er, verðið þér orðinn dauður maður innan fárra mínútna frá því þei gangið á land í Genúa. Nú var Graham búinn að fá fullt vald á sér. — Það þykir mér leiðinlegt að heyra, sagði hann. Möller kinkaði kolli til sam- þykkis. — Það gleður mig, að þér skulið taka þessu svona ró- lega. í yðar sporum yrði ég dauðhræddur. — En vitanlega mundi ég þá — hann kipraði saman ljósbláu augun — þá mundi ég vita, að ég hefði ekki neinn möguleika á að sleppa. Þrátt fyrir klaufaskapinn í Ist- ambul, er Banat ægilegur mað- ur. Og þegar ég hugsaði um þá staðreynd, að í Genúa biðu eftir mér margir menn, hinum fær- ari, þá mundi ég gera mér ljóst, að mér væri algjörlega ómögu- legt að komast á neinn griða- stað, áður en ég væri allur. Þá væri ekki eftir nema ein von — að þeir gengju svo kunnáttu- lega að verki, að ég mundi alls ekkert af því vita. — En hvað áttuð þér áðan Mest selda gólfteppiö i Scandinavíu - selt í öllum helztu ,verzlunur,v eppiö í Scandinavíu , hftztil *•«w.ssstíssS* "„'.í'ÍAríyn-tt1'---------- 1 relief VELOUR STRUKTI TWEED avanti 80 %> hrein, ný ull 20 % nylon _ VFLOUK 100 %> hrein, ny u otrukTUR 100 %> hrein, ny u SAtLÍv, U 100 %> hrein, ný ull 100 % acryl það á að véra sniðið eftir stofu ýðar þessvegna kjósa allir GÓLFTEPPIÐ á ölu gólf oar. ----- Umboð og 'aðal útsala Álafoss h.f., þingholfssfræti 2, Reýkjavlk þessu „að öllu við með óbreyttu?“ Möller brosti sigri hrósandi. — Æ, hvað ég er feginni Þér hafið hitt beint á kjarna máls- ins. Ég átti við það, hr. Gra- ham, að þér þurfið ekki endi- lega að deyja. Yður býðst annar kostur. — Ég skil. Skárra böl? En hjartað í honum hoppaði samt, þrátt fyrir allt. — Varla er nú hægt að kalla það böl, sagði Möller í mót- mælatón. — Annar kostur þarf ekki endilega að vera slæmur. Hann kom sér betur fyrir í sæt- inu. — Ég hef þegar sagt, að ég kann vel við yður, hr. Graham. Lofið mér að bæta því við, að mér er alveg eins meinilla við öll ofbeldisverk og yður er. Ég er mesta raggeit. Það játa ég fúslega. Ég er til í að taka á mig krók til þess að þurfa ekki að horfa á afleiðingarnar af bíl- slysi. Svo að þér skiljið, að ef einhver leið er að því að gera út um málið án allra blóðsút- hellinga, þá mundi ég gjarnan vera tilleiðanlegur til þess. Og ef þér eruð enn í óvissu um vei- vild mína til yðar, þá leyfið mér að setja það í annað og skarp- ara ljós. Morðið yrði að fremja í hasti og það mundi leggja fremjendurna í hættu og því verða miklu dýrara en ella. Mis skiljið mig ekki. Ég er reiðu- búinn að leggja í hvaða kostnað sem er, ef það gerist nauðsyn- legt. Ég get fullvissað yður um, að enginn, að sjálfum yður óund anteknum, verður fegnari en ég, ef hægt er að gera út um mál- ið í allri vinsemd. Ég vona, að þér trúið nú loksins, að ég sé hreinskilinn um það atriði. Graham tók að reiðast. — Mér er alveg fjandans sama, hvort þér eruð hreinskilinn eða ekki. Það var eins og Möller yrði vonsvikinn. — Já, það er yður sennilega. Ég var búinn að gleyma því, að þér hafið orðið fyrir svo mikilli taugaáreynslu. Þér hafið vitanlega ekki áhuga á neinu öðru en komast heill á húfi til Englands. Það getur orð ið mögulegt. Það er bara undir því komið, hversu rólega og rök rétt þér takið málinu. Það er nauðsynlegt, eins og þér vitið bpzt sjálfur, að verkið verði tafið. Nú, ef þér deyið, verður einhver annar sendur til Tyrk- lands til að ljúka verkinu og þarf að gera það allt upp aftur. Mér skilst að á þennan hátt mundi verkið tefjast um sex

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.