Morgunblaðið - 17.11.1966, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.11.1966, Qupperneq 8
8 MORCUNBLADIÐ Fimmtudagur 17. nóv. 1966 ALÞINGI Endurkaupin koma ekki að nægjanlegu gagni — frekari úrræða leitað Á FUNDI sameinaðs þings í gær var enn framhaldið 1 umræðu iim endurkaup Seðlabankans á víxlum iðnaðarins, og var um- ræðu ekki lokið, auk heldur tveir á mælendaskrá, þegar fundi var slitið. Þórarinn Þórarinsson (F): Iðn- aðarmálaráðherra sagði, að erfi-tt væri í framkvaemd að endur- kaupa víx.la iðnaðarins. En hvað segja staðreyndirnar. Hv. 10. þm: Reykjavíkur sagði, er hann bar fram þessa tillögu fyrir 9 árum, að gild regla væri að kaupa víxla af útvegi og landbúnaði, sem svaraði % af átæluðu söluverði til sex mána’ða. Og væri það eins hægt að gera það með víxla iðn- aðarins, þótt auðvitað verði í sumum tilfellum að víkja frá því. Ráðherra fullyrti einnig að íhér væri um sýndartillögu að ræða. Hvað segir 10. þm. Reykja- víkur um það? Hann segir að þessi ráðstöfun muni tvímæla- laust efla íðnaðinn og gera fjöldaframleiðslu mögulega. Það sama segir í málgagni iðnrek- enda, en það harmar tregðu Seðlabankans til að kaupa víxla iðnaðarins. Það segir ennfremur, að ef endurkaupin séu of flókin verði að finna nýjar leiðir. Forsætisráðherra talaði manna lega um ve r ð b ól gu ráösta fa nir ríikisstjórnarinnar, og sagði, að ég og stjórnarandstaðan hefðu gert allt trl að auka verðbólg- una. Jóhannes Nordal segir 1 ræðu, sem birt var í Morgun- þlaðinu, að ekki hafi verið beitt nógu öflugum hagstjórnartækj- um, t.d. með því að hækka skatta, frysta fé fyrirtækja meira en gert sé, og teppa fram- kvæmdir sveitarfélaga. Bjarni eegir, að stjórnin hafi beitt öllum ráðum gegn verðbólgunni, sem tæk eru. Hann segir einnig, að ég berj- fet fyrir eflingu ver’ðbólgunnar, er ég vil bæta kjör verkamanna og bænda. Skýrslur ,sanna, að verkamanni er ómögulegt að lifa af dagvinnu einni saman, alllir vita líka, að kjör bænda eru algjörlega óviðunandi. Er það að efla verðbólguna, er ég æski þess, að þessar stéttir fái ’hlut sinn bættan. Forsætisráðherra minntist einnig á sparifjárbindinguna, og spurði mig, hvort ég vissi um nokkurt land, sem ekki beitti þessu ráði til að hafa hemii á verðbólgunni. Vissulega nota önnur lönd þessar ráðstafanir, en þau eru líka miklu þróaðri og ráða yfir mun meira sparifé en við. Bjarni Benediktsson (S): Hv. þm. var að halda því fram að það væri síður en svo, að þessi tillaga væri nokkur sýndar- tillaga og vitn- aði þar í 9 ára gömul ummæli 10. þm. Rvk. Það er aúðvitað töluvert annað ______ ____ hvort tillaga er ýndartillaga fyrir 9 árum, þegar lún er fyrst borin fram eða nú. Það hefur komið á daginn, því niður, að hún verður ekki að >ví gagni, sem gert var ráð fyrir. Hvað segir málgagn iðnrekenda im tillöguna" segir þm. Við vit- im það að það á jafn við um nálgagn iðnrekenda eins og ann ara að slík einhliða málflutninga gögn eru til að skýra málin frá sjónarhóli málflytjanda, en ekki að segja endanlega hvað rétt er En málgagn íðnrekenda ber ein- ungis fram veik mótmæli og biður um að leitað sé annara úrræða, ef þetta dugi ekki. Og það er einmitt það sem verið er að gera. Að leita nýrra úrræða í þessu máli. Ég skil ekki hví þm. vill ekki viðurkenna þetta, því það er margbúið að skýra frá því. Jóhannes Nordal segir í ræðu, ég hygg sömu ræðu og þm. vitnaði í áðan, að nú sé verið að leita nýrra úrræða sem komi iðnaðinum að meira gagni en framkvæmd þeirrar till., sem borin var fram í góðum tilgangi en reynslan sýndi hins vegar að leysti ekki allt þetta vandamál. Háttvirtur þingmaður tekur Jóhannes Nordal til vitnis um, að ríkisstjórnin hafi ekki gert allt sem hægt var til að stöðva verð bólguna. Nú er það þannig, að ég tek ekki Jóhannes Nordal sem einhvern guð, og ég vil spyrja hv. þm. hvort hann álíti þessar ráðstafanir sem Jóhannes nefndi í ræðu sinni skynsamlegar (þingmaður svarar alveg hik- laust nei). Er það þá ekki rétt, að við höfum gripið til allra skynsamlegra ráð til að stöðva verðbólguna, en ég sagði aldrei að við höfðum beitt öllum líka þeim óskynsamlegu. Ég læt 5. þm. Rvk. það eftir að beita þeim Svona lenda menn í rökþrotum Framhald á bls. 31. 2 nýjar þyrlur verii keyptar Á FUNDI sameinaðs þings í gær, bar Sigurður Bjarnason fram þingsályktunartillögu ásamt Sigurði Ágústssyni, Jón- asi Péturssyni, Þorvaldi K. Kristjánssyni, Matthíasi Bjarna- syni og Jónasi G. Rafnar, öllum úr Sjálfstæðisflokknum, um að Alþingi skori á ríkisstjórnina, að beita sér fyrir því, að landhelg- isgæzlan fái hið fyrsta tvær nýj ar þyrlur og verði önnur þeirra notuð í þágu strandgæzlu, björg- unar- og heilbrigðisþjónustu við Breiðafjörð, á Vestfjörðum og við Húnaflóa, en hin á Norð- austurlandi og Austfjörðum. Skal stefnt að því, að þessi tæki verði að jafnaði staðsett í þeim landshlutum, sem þau eiga að þjóna. Sigurður Bjamason (S.): Al- kunna er, að flugtækni fleygir fram, einkum hvað varðar þyrlur, sem verða æ stærri, öruggari og lang fleygari. Land- helgisgæzlan á nú þyrlu, sem reynzt hefur mjög vel. Er hún staðsett í Reykjavík, en getur lent á þil- fari tveggja varðskipanna. Enn fremur er auðsætt, að slík tæki að hið nýja varðskip, sem hafizt verður handa um að byggja í byrjun næsta árs, verði einnig þannig útbúið. Forstjóri Landhelgisgæzlunnar er á þeirri skoðun, að þyrlur muni í framtíðinni gegna þýð- ingarmiklu hlutverki við strand- gæzlu og björgunarstörf. Enn- fremur er auðsætt, að slíkt tæki geta bætt verulega úr þeim vanda og erfiðleikum, sem lækna skorturinn hefur haft í för með sér víðs vegar um land og þó sérstaklega í strjálbýlustu héruð- unum. Það gefur og auga leið, að það væri ómetanlegt hagræði að þyrlunum til sjúkra- og lækna- þjónustu, ekki sízt eftir að fyrir- hugaðar læknamiðstöðvar hafa verið settar upp á hinum ýmsu landshlutum. Úr hinu hörmulega öryggisleysi fólksins í þeim hér- uðum, sem skortir lækna, verður að bæla og má einskis láta ó- freistað í því máli. Þá ber einnig áð getja þéss, að iþyrlur geta einnig komið að gagni á annan hátt. Hafa þær þegar komið að notum hér á landi við flutning milli byggðar- laga, sem áttu sér stað á Aust- fjörðum í fyrravetur, þegar þyrla var notuð til samgap.gna milli Fjarða og Héraðs, ef-tir að vegir höfðu teppzt. Hér er um merka nýjung að ræða, sem ég tel óhjákvæmilegt að taka í þjónus-tu okkar. Reynsla annarra þjóða sýnir að hafa má mikil not af þyrlum, og það kom fram í ræðu dómsmála- ráðherra fyrir skömmu, er hann talaði fyrir frumvarpi um heUd- arlöggjöf fyrir landhelgisgæzl- una, að landhelgisgæzlan hefur í undirbúningi að auka þyrLuflota sinn, en hún á nú eina litla þyrlu. Það er því skoðun flm. þessar- ar til’lögu, að brýna nauðsyn beri tU þess að afla slíkra tækja og hafa þau að jafnaði staðsett í þeim landshlutum, sem þau eiga að þjóna. Hugsanlegt væri að hætta rekstri minnstu varðbát- anna, sem eru mjög dýrir í rekstri, en ná þó ekki tilgangi sínum, hvorki sem varðskip né björgunarskip. Er því óvíst, að rekstur þyrlanna og kaup hefði tilfinnanlegan aukakostnað í för með sér. Jóhann Hafstein (S): Ég tel næsta eð'lilegt, að fram komi til- laga um þetta mál, og vil ég segja örfá orð um hana. í frv. til laga um landhelgisgæzluna er mótað nokkru nánar verkefni landhelgisgæzlunnar, sbr. 1. gr. frv., en þar segir hvað starf gæzlunnar sé. Það er nú til at- hugunar, að hætta jafnvel rekstri minnstu varðbátanna og er Pét- ur Sigurðsson, forstjóri gæzlunn- ar, utan, til að kanna reynslu Dana og Norðmanna af stærri þyrlum, og bera saman getu þeirra og minni varðbátanna. Vona ég, að skýrsla um þetta verði komin það fljótt, að nefnd- ir þær, sem hafa með þessi mál að gera, geti notfært sér hana. Umræðu var frestað og mál- inu visað til allsherjarnefndar. Skíðasle5ar 09 snjóþotur í fjölbreyftu úrvali nýkomin Ceysir hf. Vesiurgötu 1 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Kvennadeildin Bazar verður haldinn í Skátafélaginu við Snorra- braut sunnudaginn 20. nóvember kl. 14. Konur skilið munum að Sjafnargötu 14. STJÓRNIN. Tilboð óskast í Commer sendiferðabifreið árgerð 1963 í því ástandi sem bifreiðin nú er í, nokkuð skemmd eftir árekstur. Bifreiðin verður til sýnis í Bílaskálan- um, Suðurlandsbraut 6, í dag (fimmtudag) og á morg- im. Tilboð sé skilað í skrifstofu Samvinnutrygginga, tjónadeild, fyrir hádegi á laugardag n.k. RAÐHÚS Á SELTJARNARNESI Höfum til sölu glæsilegt raðhús á einum bezta stað á Seltjarnarnesi. Húsið er endahús 140— 150 ferm. að stærð, auk innbyggðs bílskúrs. í húsinu eru fjögur svefnherbergi, samliggjandi stofur, eldhús, bað, W.C., þvottahús og geymsla. Selst uppsteypt. Góðir greiðsluskilmálar. RAÐHÚS Á SELTJARNARNESI Höfum til sölu nokkur raðhús í smíðum á Sel- tjarnarnesi. Húsin, sem seljast fokheld og múruð auk innbyggðs bílskúrs. Á hæðinni eru 3 stór og máluð að utan, eru alls ca. 170 ferm. að stærð svefnherbergi, tvær stofur, eldhús með góðum borðkrók og bað. Á jarðhæð er auk bílskúrs, 1—2 sérherbergi með baði, þvottaherbergi og skáli Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar. RAÐHUS VIÐ KAPLASKJOLSVEG Til sölu er ca. 150 ferm. raðhús við Kaplaskjóls- veg. í húsinu eru þrjú svefnherbergi, húsbónda- herbergi, stór stofa, eldhús, bað, gestasalerni, stórt þvottahús og tvær geymslur. Húsið selst fokhelt, en einangrað að innan. Verð: kr. 950.000. FASTEIGNA SKRIFSTOFAN BJARNI BEINTEINSSON HDL JÓNATAN SVEINSSON LÖGFR. FTR. AUSTURSTRÆTI 17 (HÚS SILLA OG VALDA) SÍMI 17466

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.