Morgunblaðið - 17.11.1966, Page 10

Morgunblaðið - 17.11.1966, Page 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. nðv. 1966 „Kæri lygari" Höfundur: Jerome Kilty Þjóðleikhúsið: Leikstióri: Gerda Ring SÍÐASTLIÐINN sunnudag frúm sýndi ÞjóðleLkhúsið verk að nafni „Kæri lygari" eftir banda- ríska leikarann Jerome Kilty, sem fjallar um bréfaskipti George Bernhard Shaws við leik- konuna Patrick Campell. Var sýningin snoturlega uppfærð og leikin, sæmilegasta dægrastytt- ing, en engin leið er að koma auga á neina kosti þessa leik- rits, sem rjéttlætt geti, að það er tekið hér til sýningar. Ef til- gangur leikhússins er sá að kynna Shaw, liggur ólíkt beinna við að sýna eitthvert verka hans. Um síðustu aldamót bar tvær kvenstjörnur einna hæst í ensku leikhúslífi, Ellen Terry og Patrick Campell. Sú síðar- nefnda var m. a. fyrsta Elísa í' Pygmalion. Bréfaskipti Shaws "og frú Campell virðast hafa haf- izt um aldamótin og haldizt næstum fjóra áratugi. Frú Campell var í fjárkröggum síð- ustu ár æfi sinnar og sendi Shaw henni öll bréfin, sem hún hafði skrifað honum, ef til þess kæmi, að hún vildi gefa þau út ásamt bréfunum frá honum. Úr þessari útgáfu varð þó ekki þá og fundust öll bréfin undir rúmi frú Campells, eftir dauða henn- ar í Frakklandi árið 1940. Eftir heimsstyrjöldina voru þau gef- in út í bókarformi, sem vafa- laust hæfir þeim bezt. Leikritið „Kæri Iygari“ var fyrst sýnt í Chicago árið 1956 og léku höfundurinn, Jerome Kilty, og kona hans hlutverkin tvö. Höfundurinn virðist hafa lagt höfuðáherzlu á að tína upp beztu brandarana úr þeim bréf- um, sem vörðuðu helztu við- burði lífs frú Campells, eftir að bún kynntist Shaw. Ein undan- . tekning er þó, — bréfið, þar sem Shaw skýrir frá jarðar- för móður sinnar. Er það bezta atriði verksins, einn af fáum köflum þess, sem hefur nægi- legt samstætt efni og tíma- lengd til þess að framkalla veru- leg leikræn áhrif og gefa ráð- rúm til áhrifamikillar túlkunar. Hversvegna erlendur leik- stjóri er fenginn til að stjórna sýningu á leikritinu „Kæri lyg- ari“, sem nær eingöngu byggist á framsögn íslenzks texta, er mér jafnóskiljanlegt og hvers vegna leikrit þetta er valið til sýningar í „repertoir" leikhúsi, sem á 16 ára starfsferli sínum hefur aðeins sýnt eitt af verk- um Shaws. Hefði ekki verið betur til fundið að fá brezkan leikstjóri til að setja upp leikrit eftir Shaw, á sama hátt og frú Gerda Ring var fengin til að stjórna ,Pétri Gaut“ og „Aftur- göngum“ eftir landa sinn, Hen- rik Ibsen? Engri rýrð skal þó kastað á vinriubrögð frú Ring. Sýningin og umgjörð hennar virðast unn- ar af fullri smekkvísi og hafa tekizt eins og efni standa til. En efni standa ekki til neinna stór- ræða. í fyrsta lagi er leikritið aðeins miðlungsgott skemmti- efni, sem hvergi væri sýnt, ef það hefði ekki nafn Shaws að skrautfjöður. í öðru lagi passar annar leikendanna tveggja ekki 1 hlutverk sitt. Og í þriðja lagi er þýðing Bjarna Benediktsson- ar ekki hnökralaus. Honum hef- ur þó verið mikill vandi á hönd- um, þar sem hætt er við, að orðalag bréfanna sé að ýmsu leyti óhentugt til lifandi flutn- ings, enda hefur Shaw tæpast haft í huga, að hann væri að semja leiktexta, er hann hripaði frú Campell ástleitnar kerknis- línur, eða jós yfir hana brenn- heitri skammasúpu úr skálum reiði sinnar, þegar hún hafði sært hégómagirnd hans. Þýðand- anum hefði samt verið vorkunn- arlaust að draga skýr mörk, hvenær bréfritararnir taka að þúast. Það skeður yfirleitt ekki smátt og smátt, heldur í einu vetfangi. Ef þéringar tíðkuðust á enska tungu, væri þá ekki sennilegt, að Shaw og frú Campell hafi orðið dús á títt- nefndu kvöldi er þau voru ein í húsinu við Kensington Square? Einföld sviðsmynd Lárusar Ingólfssonar var í senn látlaus og fáguð. Sérstaka athygli mína vöktu þó kjólar frú Campell, sem voru hreint afbragð á sinn hátt. Þeir kaflar úr bréfum frú Champells, sem Kilty hefur tekið upp í leikriti sínu, nægja auð- vitað ekki til að lýsa að nokkru gagni bréfritaranum. í þeim er fátt sem bent geti til þess,-að frú Campell hafi ekki aðeins verið skapmikil og duttlunga- full leikkona, heldur yfirþyrm- andi persónuleiki og frægur háðfugl, sem t. d. setti á sínum tíma alla Hollywood á annan endann með hrokafullri fram- komu og lítilsvirðandi tilsvör- um við höfuðspámenn kvik- myndaiðnaðarins þar. Þessvegna þarf sú leikkona, sem valin er í hlutverk frú Campells, fyrst og fremst, að gera með persónu sinni og fasi trúlegt, að hún Herdís þorvaldsdóttir og Rúrik Haraldsson í hlutverkum frú Campells og Shaws góðar, vel unnar, en það nægir ekki. Það skortir eitthvað per- sónlegt, einhverja útgeislun, sem ekki er hægt að lýsa, — aðeins finna. Þá er ekki auðvelt að fara í föt þess manns, sem kannski hefur haft mest áhrif í menn- ingarlífi Vesturálfu á fyrri helmingi þessarar aldar, George Bernhard Shaws. Rúrik Haralds- syni verður hins vegar talsvert mikið úr þessu hlutverki. Setn- ingarnar eru margar ágætar, eins og vænta má, og Rúrik nýtir þær afbragðsvel. Atriðið, þar sem Rúrik segir fram bréf Shaws um útför móður sinnar, Herdís Þorvaldsdóttir gæti hugsanlega verið slík kona. Það hefur ekki tekizt hér. Það er, að mínum dómi, mis- ráðið að fela frú Herdísi Þor- valdsdóttur þetta hlutverk, en ég verð að játa, að ég get ekki bent á aðra leikkonu í hennar stað. Útlit Herdísar er prýðilegt, en það er ekki útlit frú Campells. Framsögn hennar er tæknilega lýtalaus, en það þarf meira en gáskafullan stríðnis- tón til að krydda setningar þess- arar konu. Leiktækni og sviðs- hreyfingar Herdísar eru afburða er mjög áhrifamikið og hið eina í verki þessu, sem hefur nokkra dýpt. Frásögn og túlkun voru aðdáanlega laus við væmni og með þeim sjaldgæfa tóni, sem fæst við það að slá margar nótur samtímis, — að gráta með bros á vör. Þess má geta, að þrír ágæt- lega skemmtilegir kaflar leik- ritsins sýna æfingar eða sam- lestur Shaws með frú Campell. Mæðir þar meira á Herdísi, sem gerir þessum atriðum prýðileg skiL Frumsýning Þjóðleikhússins á leikritinu „Kæri lygari“ var hin þriðja á þessu leikári (önnur á stóra sviðinu). Mun óhætt að segja, að ekki hafi um margra ára skeið verið farið eins dauf- lega af stað. Hvorugt hinna leik- ritanna hefur hlotið teljandi að- sókn. Einkennilegt er, að stjórn leikhússins skuli ekki hafa frumsýningu á a.m.k. einu af hinum athyglisverðari verkefn- um sínum fyrr á starfsárinu, Örnólfur Árnason. Einstakt verð Gæruskinn í gjafapakkningu. Verð aðeins kr. 395.— Hljóðfærahúsið Hafnarstræti 1 — Sími 13656. IMýkominn jólaumbúðapappír 40 og 57 cm. rúllur. Eggert Kristjánsson & Co. Sími 1 1400. 250 ferm. lagerhúsnæði óskast. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: .Lagerhús- næði — 8275“ fyrir föstudagskvöld. TeryEenebuxur á drengi og karlmenn í úrvali. Verð og gæði við allra hæfi. * Verzlun O. L. Traðarkotssundi 3 (á móti Þjóðleikhúsinu). 3 herb. íbúð til leigu 3 herb. íbúð til leigu. Fyrirframgreiðsla. Tilboð sendist blaðinu merkt: „Vogar — 8427“. IJng barnlaus hjón óska eftir 1—2 herbergja íbúð sem næst Miðbænum. Upplýsingar i síma 40645 milli kl. 3—6.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.