Morgunblaðið - 17.11.1966, Qupperneq 17
Fimmtudagur 17. nóv. 1966
MORGUNBLAÐIÐ
17
Handritamálið:
Allt í óvissu um dóm Hæstaréttar,
sem kunngerður verður í dag
S V O sem I^sendum er kunnugt sendi Morgunblaðið einn
blaðamanna sinna, Björn Jóhannsson, til Kaupmannahafn-
ar til að fylgjast með málaferlum í handritamálinu svo og
dómsuppkvaðningu, sem fram fer í dag. — í eftirfarandi
grein lýsir Björn því, hvernig honum sem íslendingi litust
málaferlin þá fjóra daga, sem þau stóðu yfir.
Handritamálið var tekið
fyrir í Hæstarétti Darvmei*kur
mánudaginn 7. nóvember sL
í>á hófst munnlegur málflutn-
ingur, sem stóð yfir á fjórða
dag. Þann tima voru færð rök
með því og móti, að handritin
í Árnasafni færu til íslands.
Árla morguns þennan mánu-
dag var stór hópur manna sam
an kominn á göngunum í salar-
kynnura Hæstaréttar Dan-
merkur, sem eru í Kristjáns-
borgarhöll, skammt frá Thor-
valdsenssafninu. Þetta var
sundurleitur hópur manna og
kvenna, en allir áttu það sam-
merkt að hafa áhuga á úrslit
unum í þessari deilu.
Þarna voru þeir, sem hat-
ramlegast hafa barizt gegn því,
að gömlu íslenzku handritin
hverfi úr kóngsins Kaup-
mannahöfn. Þarna voru þeir
Bröndum-Nielsen, fyrrum
stj jrnarformaður Árnasafns,
og Westergaard-Nielsen, núver-
andi formaður. Umhverfis þá
var hópur skoðanabræðra
þeirra. Ef til vill er þessum
mönnum annt um handritin i
raun og veru, — ef til vill
byggist andstaða þehra á með-
fæddri íhaldssemi.
Þarna var líka stór hópur
danskra lögmanna, en þó eink-
um laganema, sem þykir mal-
ið fyrst og fremst forvitnilegt
vegna þeirrar lagalegu spurn-
ingar, sem Hæstiréttur verður
að svara. Þeir áttu það sam-
merkt að heillast af leyndar-
málum lögspekinnar.
Þá voru þarna líka allmarg-
lr blaðamenn. Þeir áttu það
sammerkt að hafa áhuga á
handritunum vegna fréttagildis
þeirra í nútímanum, og af því
að þeir vilja veita almenningi
sannar upplýsingar um það,
sem gerðist í hinum háa rétti
án tillits tii eigin skoðana á
málinu.
Á göngum Kristjáns'borgar-
hallar var einnig þennan morg-
un allstór hópur íslendinga.
Þeir voru ekki beinlínis aðilar
að þessu danska réttarmáli, en
þeir áttu það sammerkt að
telja íslenzka þjóðarsál og
handritin óaðskiljanleg í
eilífðinni. Þess vegna var svo
mikið í húfi í þessum dönsku
réttarsölum.
Þarna var Gunnar Gunnars-
son, rithöfundur, aldraður
heiðursmaður, sem sjálfur er
lifandi tákn þess menningar-
arfs, er fslendingar eiga vegna
handritanna. Einhvern veginn
var sem þeir Bröndum-Nielsen
og Westergaard-Nielsen hyrfa
í skuggann vegna nærveru
Gunnars.
Á slaginu klukkan níu vís-
uðu réttarþjónarnir mönnuni
inn í dómssalinn. Þar sátu
hæstaréttardómararnir klædd-
ir purpurarauðum skikkjum
með gullleggingum. Þeir voru
13 talsins, og einhvern veginn
reyndi maður að hugga sig við,
að það væri einskær ímyndun,
að óhappaeiginleikar fylgdu
þeirri tölu.
í þessum hvítgráa og gyllta
dómssal tóku réttarritararnir
að lesa upp dóm Eystri-Lands-
réttar í máli Árnasafnsnefndar
gegn menntamálaráðuneytinu.
Það var langur lestur, tók 50
mínútur. Fyrir Eystri-Lands-
rétti hafði lögmaður Árna-
safnsnefndar, Gunnar L.
Christrup, byggt mál sitt á því,
að handritalögin væru stjórn-
arskrárbrot, þar sem Árna-
safn væri sjálfseiginarstofnun,
og handritin tekin eignar-
námi án þess að bætur kæmu
fyrir. Að auki krefðist al-
mannaheill ekki þessara laga.
Lögmaður menntamálaráðu-
neytisins, Poul Schmith,
kammeradvokat eða ríkislög-
maður, byggði vörn sina á þvi,
að Árnasafn væri hrein ríkis-
eign eða þá eign Kaupmanna-
hafnarháskóla, sem væri eign
ríkisins. Þess vegna hefði
Þjóðþingið ótvíræðan rétt til
þess að ráðstafa eignum sínum.
Eystri-Landsréttur sýknaði
menntamálaráðuneytið, en
dómurinn gekk í tveimur
mikilvægum atriðum á móti
ráðuneytinu. Rétturinn komst
að þeirri niðurstöðu, að Árna-
safn væri sjálfseignarstofnun
og að um lögþvingun væri að
ræða, þótt lögin gerðu ráð fyrir
skiptingu safnsins.
Eystri-Landsréttur tók mjög
varfærnislega á málinu og
ætlaði greinilega Hæstarétti að
fella hinn endanlega dóm, og
nú var komið að því, að málið
yrði reifað fyrir hinum háa
dómi.
Gunnar L. Christrup stóð á
fætur og hóf sókn sína. Hér var
maður, sem vissi hvað hann
söng. Christrup er einhvsr
eftirsóttasti lögmaður í öllu
Danaveldi, og honum eru falin
flest hin flóknustu og erfiðustu
mál, en það er dýrt að njóta
lögmannshæfileika hans. Hann
hefur marga unga og snjalla
lögmenn í þjónustu sinni, og
þeir höfðu unnið mánuðum
saman við gagnasöfnun í hand-
ritamálinu. Christrup var
ákveðinn í því að gera sitt
bezta til að koma mennta-
málaráðuneytinjj á kné.
Christrup er roskinn maður,
ekki óviðfelldinn, og hann
flutti mál sitt skörulega. í
fyrstu reyndist blaðamanni
Mbl. nokkuð erfitt að fylgjast
með málflutningi hans, en það
gekk betur, þegar hann var
farinn að venjast hrynjandinni.
Það varð brátt ljóst, að Christ-
rup ætlaði að byggja sókn sína
á sama grundvelli og fyrir
Eystri-Landsrétti, þ.e. að
Árnasafn sé sjálfseignarstofn-
un, þar sem hvorki er gert ráð
fyrir bótum vegna eignarnáms,
né almannaþörf krefjist þeirra.
Röksemdafærsla Christrups
var kröftug, og hann lagði
ríka áherzlu á, að hér væri um
að ræða árás ríkisvaldsins á
borgarana. Ef ríkisvaldinu
yrði ekki takmörk sett af dóm-
stólunum, gæti enginn borg-
ari eða stofnun verið óhult um
eignir sínar.
Christrup var líka fyndinn,
og oft mátti sjá bros breiðast
yfir andlit hinna virðulegu
dómara, og áhorfendur í sal-n-
um reyndu að halda hlátrinum
niðri í sér. Því lengur sem
Christrup talaði og vitnaði í
fleiri og fleiri bækur mál sínu
til stuðnings, því lengra seig
hjartað í blaðamanninum. í
hvert skipti, sem Christrup
minntist á fsland, gerði hann
það af vinsemd, en hann lagði
ríka áherzlu á, að hér væri um
danskt innanríkismál að ræða,
þótt óskir íslendinga væru
eðlilegar og skiljanlegar, ættu
þær samt enga stoð í lögum.
Christrup talaði allan mánu-
daginn og fram undir hádegi á
þriðjudag, og alltaf virtist mál
hans byggjast á traustari
grunni. Blaðamanninum var
nú orðið ljóst, að handritamál-
ið var ekki eins einfalt og
hann hafði haldið. Nú var
komið að kammeradvokatnum
að svara fyrir sig.
Poul Schmith er yngri mað-
ur en Christrup, málfar hans
skýrara, og hann þykir ekki
siður fær í sinni grein en
Christrup. Schmith byggði
vörn sína fyrst og fremst á
því, að Árnasafn sé hrein rík-
iseigin eða þá eign Háskólans í
Kaupmannahöfn, sem sé eign
ríkisins. Hann kvað almanna-
heill krefjast laganna, og hann
kvaðst mótmæla því, að dóm-
stólarnir hefðu rétt til þess að
dæma um, hvað væri almanna-
heill og hvað ekki. Þann rétt
hefði þjóðþingið eitt.
Því lengra sem leið á ræðu
kammeradvokatsins, því rórra
varð blaðamanninum. Hér var
líka maður, sem vissi, hvað
hann söng. Það gladdi íslend-
ingana í salnum mjög, þegar
þessi danski lögmaður lýsti
því yfir, að Árni Magnússon
hefði án nokkurs efa ánafnað
handrit sín Háskóla íslands, ef
hann hefði verið tiL
Schmith rakti fullyrðingar
Ohristrups lið fyrir lið. Hann
vitnaði í sömu bækur til að
hrekja tilvitnanir hins. Sér-
staklega var Schmith í essinu
sínu á miðvikudaginn. Eitt
sinn, þegar Schmith kvað orð
nokkurt hafa aðra merkingu
en Christrup hafði notað það i,
fór kliður urn salinn, er Christ-
rup gekk rólega til Schmiths
og lagði stóru dönsku orðabók-
ina fyrir framan hann. Séhmith
brosti og svaraði hiklaust á
stundirtni, að fleiri orðabækur
væru til en sú stóra danska.
T.d. væri til lagaorðabók, og
þar væri að finna sömu orð-
skýringu og hann hefði notað.
Þetta voru fimir skylminga-
menn, en þó má enginn halda,
að þetta hafi verið einhver
Perry-Mason-réttar.höld, —
fjarri því.
Þegar Schmith hafði lokið
hinni skipulögðu og snjöllu
ræðu sinni, tók Christrup aft-
ur til máls og talaði í rúma
hálfa klukkustund. Svaraði
hann ýmsum atriðum í mál-
flutningi kollega síns, kom
ekki fram með neitt nýtt, en
lagði þunga áherzlu á, að dóm-
urinn hefði bæði rétt og skyldu
til að kveða á um, hvað væri
almannaheill.
Svarræðu sína flutti Schmith
á fimmtudagsmorguninn og
talaði þá í 20 mínútur. Kvað
hann dómarana hafa um sex
leiðir að velja í málinu, og
rakti hann þær hverja fyrir sig
og afleiðingarnar, sem hverri
þeirra fylgdu. Að því búnu
lýsti Aage Lorenzen, forseti
Hæstaréttar, yfir þvi, að hand-
ritamálið yrði nú tekið til
dóms, og var öllum vísað út
úr salnum. Inni sátu dómar-
arnir 13, og hófu þeir atkvæða-
greiðslu í málinu, um leið og
dyrum réttarins hafði verið
læst.
Fimmtudaginn 10. nóvember
1966 lágu endanleg úrslit i
handritamálinu fyrir, aðeins
fáum minútum eftir að mál-
flutningi lauk, en dómurinn er
algert leyndarmál enn þá,
leyndarmál, sem vandlega er
gætt. Meira að segja minnis-
blöðum dómaranna var brennt
eftir atkvæðagreiðsluna, svo
að ekkert skyldi vitnast um
niðurstöðuna, fyrr en Aage
Lorenzen gengur inn í réttar-
salinn og les dóminn upp.
í heild fannst mér Paul
Schmith flytja málflutning
sinn á traustari grunni en
Christrup, en ljóst er, að ekki
er öruggt, að dómurinn falli á
þann hátt, er íslendingar óskm.
Hins vegar finnst mörgum
ólíklegt, að Hæstiréttur ógildi
lög, sem samþykkt hafa verið
með miklum meirihluta af
tveimur þjóðþingum með
kosningum á miili.
Björn Jóhannsson.
□------------□
□--------□
Þessi mynd er tekin á 300 ára afmæli Hæstaréttar Dana árið 1961. Yfirleitt er myndataka ekki leyfð í réttarsalnum, en á
afmælinu var gerð undantekning og þessi mynd tekin. Hæstiréttur Dana var stofnaður af Friðriki konungi 3. hinn 14.
febrúar 1661. í salarkynnunum, sem eru í Kristjánsborgarhöll verður í dag kunngerðurdómurinn um handritin.