Morgunblaðið - 22.11.1966, Blaðsíða 4
4
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 22. nóv. 1966
BÍLALEICAN
FERÐ
SÍMI 34406
Daggrjöld kr. 300,00
og kr. 2,50 á ekinn km.
SENDUM
Hverfisgötu 103.
Daggjald 300
og 3 kr. ekinn km.
Benzín innifalið.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
bílaleigan
Ingólfsstræti 11.
Sölarhringsgjald kr. 300,00
Kr. 2,50 ekinn kílómeter.
Benzin innifalið í leigugjaldi
Sími 14970
BÍIJ\LEIGAN
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
BÍLALEiGA S/A
CONSUL CORTINA
Sími 10586.
á ekinn km.
Ab||^^360 kr. daggjald
RAUÐARÁRSTfG 31
Sl’MI 22 0 22' .
Húseigendafélag Reykjavíkur
Skrifstofa á Bergstaðastr. lla.
Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla
virka daga nema laugardaga.
Fjaðiir, fjaðrablóð. hljóðkútar
púströr o.fl. varahlutir
í margar gerðir bifreiða.
Bílavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168. — Sími 24180.
A.E.G.
HÁRÞURRKUR, 2 gerðir.
BRAUÐRISTAR, 2 gerðir.
KAFFIKVARNIR
STRAUJÁRN
Br. Ormsson hf.
Lágmúla 9. ________
Hvað er á seyði?
Velvakandi góður
I liádegisútvarpinu sl. laugar
dag heyrði ég af tilviljun aug-
lýsingu þess efnis að Stúdenta
félag Háskóla íslands gengist
þá um daginn fyrir fundi í
Tjarnarbuð, þar sem Stefán
Jónsson fréttamaður mundi
lýsa för sinni til Kína nú fyrir
skömmu. Að vísu hafði þessi
fundur ekki verið auglýstur í
Háskólanum, ef til vill var
hann ekki ætlaður stúdentum
en ég for nú samt sem áður.
— Stefán Jónsson er að
sumra áliti snjaj íréttamaðu:
og fyrirlesari, enda var þetta
tveggja tíma erindi hans mjög
ítarlegt og skemmtilegt á köfl
um — Bkki lagði Stefán neinn
dóm á það sem fyrir augu hans
hafði borið né reyndi að draga
af því ályktanir, það lét hann
fundarmönnum eftir sjálfum.
Stefán vitnaði mikið í sam-
töl sín við fólk af kínverskri
alþýðu, menntamenn og ein-
staka ráðamenn. Ekki hef ég
ástæðu til að efast um að hann
sem fréttamaður hafi haft tæki
færi til að tala við sem víð-
astan hóp manna og því heyrt
sem ílestar skoðanir. — Stefán
skilgreinir ástandið í Kína ein-
hvern veginn á þann hátt, að
verið sé að herleiða hug þjóðar
innar. — Aftur á móti kom
fram hjá Stefáni, að allir róm
uðu dásemd heimsbyltingarinn
ar og stæðu í þeirri trú að
þetta væri vilji 95% vestrænna
manna. Enga mótstöðu kvaðst
hann nafa orðið var við gegn
rauðum varðliðum þ.e.a.s. af
þessu má merkja, að í Kína
séu allir einhuga. En ég spyr
þá hví allt þetta brambolt, og
hver er þörf á herleiðingu hug
ans, þegar þessi herleiðing virð
ist þegar vera fyrir hendi.
Sem læknastúdent vakti
furðu mína og gleði sú frétt
Stefáns, að hver meðalskussi
í læknastétt Kína geti nú grætt
afhöggna útlimi á menn, sVO
þeir eru jafngóðir og helzt
betri á eftir en áður. Ég hef
vitað un; langan tíma að hend-
ur hafa verið græddar á menn
í Bandaríkjunum hátt á þriðja
áratug og ekki þótt umtals-
vert, en bandarískum laéknum
hefur ekki tekizt að gæða þess
ar hendur tilfinningu enda
verið álitið líffræðilegur ógjörn
ingur. í Kína eru menn aftur
á móti hinir rólegustu þótt af
þeim detti útlimir, þeir hirða
hann bara og svo þegar þeir
hafa tíma þá lallá þeir sér
til læknis, sem saumar endana
saman, og báðir lesa orðskviði
Maos foringja og allt er í lagi.
— Þá er nú tími til kominn
að ég drepi á það atriði, sem
er aðaltilefni þessa bréfs, en
það er fyrirspurn sem fundar
stjóri, samstarfsmaður Stefáns
við útvarpið þ.e. Jón Oddsson
stud. jur varpaði fram í fundar
lok og var eitthvað á þá leið,
hvort Stefán gæti gefið fundar
mönnum nokkra skýringu á
því, hvernig og hvort síðasta
segulbandsspóla hans frá Fek-
ing hefði eyðilagzt, eða hvort
líklegt væri, að hún hefði verið
eyðilögð til þess að hún eyði-
legði -ikki framtíð Magnúsar
Þórðarsonar, blaðamanns við
Morgunblaðið. — Stefán var
ákaflega glaður í bragði við
þess spurningú hann hefur á
reiðanlega ekki átt von á Svona
skarpri áthugasemd. Stefán
sagði að líklegasta orsökin til
skemmda á þessári sþólu værí
sú, að búizt hefði verið við, að
hún væri frá Hanoi í N-Viet-
nam. Ráðgert heiði verið við
brottför nans, að hann kæmi
þar við á heimleið. — Stefán
hélt því fram, að Morgunblað-
ið hefði fengið skjáifta vegna
þessarar ferðar sinnar og und-
irbúið sig á ýmsan hátt gegn
fréttum hans þaðan. Helzt
mátti skilja, að Morgunblaðið
hefði' gerigizt íyrir því, að þessi
spóla væri eyðilögð, hvernig
Morgunblaðið hefði átt að fara
að þessu, reyndi Stefán ekki
að skýra. :
— Þeita er alvarleg ásökun,
og þess efnis að krefjrist verð-
ur, að málið sé brotið til mergj
ar, og því fyrr því betra.
Læknastúdent.
-jg- Opið bréf
Árbæjarhverfi 16. 11 1966.
OPIÐ BRÉF TIL DAGBLAÐ-
ANNA í REYKJAVÍK:
ÍBÚAR ÁRBÆJARHVERFIS
KUNNA AÐ VERÐA TIL-
NEYDDIR TIL AÐ FLÝJA
ÞAÐAN!
Já, svo slæmt er nú ástandið
þar!
Spennan er enn of lág í þeim
bráðabirgðarafmagnslínum, sem
liggja um Árbæjarhverfið. Dag
lega mælist spennan vera undir
180 volíum, já og jafnvel niður
í 160 volt!
Ef slíku heldur áfram munu
mörg tæki eins og ísskápar,
þvottavélar, útvörp o.fl. sem
ganga fyrir rafmagni, eyðileggj
ast áður en langt um líður.
Jafnframt þessari lágu spennu,
er olíukyndingin nú óvirk! —
Bein rafmagnsupphitun er auð
vitað útilokuð vegna þessarar
lágu spennu.
Hér er svo kalt að undir-
ritaður hefur í hyggjú að flytja
úr íbúð sinni þar til spennan
hefur náð eðlilegu marki.
Rafveitan hefur upplýst, að
- hún óski ekki eftir að leggja
kraftmeiri straumlínu, svo við
gætum fengið þann straum-
styrk, sem við börgúm fyrir.
íbúarnir hérna vildu gjarnan
fá sína aðalheimtaug
Orsökin til þess að við get-
um ekki fengið aðalheimtaug
er sú að ekki hefur enn verið
sléttur jarðvegurinn milli hús-
anna, þar sem rafmagnslínurn
ar eiga að liggja. Þessir haug-
ar valda erfiðleikum hjá mörg
um, og hlu'aðeigendur hafa enn
ekki komið sér saman um að
greiða úr því vandamáli. Þar
fyrir utan virðist vera mikill
ágreiningur um, hver eigi að
bera kostnaðinn af þessu. Bygg-
ingameistararnir segja, að þeir
sem keypt hafa íbúðirnar eigi
að gera það, en valdhafarnir
segja það gagnstæða!
Hver seg'ir sannleikann? Fyr
irfinnast Iivergi skvnsamleg lög
sem kveða á um þetta.
— Það er ánægjulegt að
flytja hingað til íslands allir
geta haft það náðugt hér á
landi, en það verður að koma
á betri sisipulagningu í samb-
andi við íbúðarhúsin. Ég er
þess fullviss að flestir séu því
sammála um að slikt verði að
gera. En hver á að koma þvi í
iramkvæmd
Við, hérna í Árbæjarhverf-
inu, getum aðeins snúið okkur
til eins aðila með vandamál
okkar, þ.e.a.s. Reykjavíkur. Við
teljumst meðlimir Reýkjavíkur
borgar og því getum viC krafizt
þess, að allt sé gert til að á-
standið verði a.m.k. þoianlegt
í Arbæjarhverfinu. Eins og það
er í dag er það til háborinnar
skaromar. Hver sem ber ábyrgð
á þessu hlýtur að vera mjög af-
skiptalaus, en það er kominn
tími til, að borgarstjórinn taki
málið í sínar hendur og reyni
að koma viðkomandi aðilum í
skilning um þetta alvarléga
vandamál.
Mats Wibe Lund jr.
'jér Aðgerða þörf
Þetta bréf var sent fleiri dag
blöðum ems og kunnugt er nú
— og hafa crðið töluverð blaða
skrif vegna þessa máls. Morgun
blaðið hafði það eftir Aðal-
steini Guðjohnsen um helgina,
að lagt yrði kapp á að leggja
fullnægjandi raftaugar til hús
anna, en verkið hefði tafizt
vegna þess, að ekki væri búið
að slétta lóðirnar. Skiljanlegt
er, að Rafveitan veigri sér við
að grafa í gegnum mannhæða
háa hauga til þess að koma
rafstreng að húsi -— hauga, sem
í rauninni ætti að vera búið
að jafna fyrir löngu.
Gatnamálastjóri borgarinn
ar, Ingi Ú. Magnúson, hefur
látið hafa það eftir sér, að
umræddir moldarhaugar séu á
ábyrgð lóðahafanna — þ.e.a.s.
byggingarmeistaranna, sem
upphaflega fengu lóðirnar og
seldu síðan íbúðirnar. Það er
heldur ekki óeðhlegt, að bygg
ingarmeistari skili lóðinni
nokkurn veginn sléttri, en eng-
inn ætlast hins vegar til að
hann fari að rækta blóm og
tré íbúum húsanna til augna-
yndis.
Þeir byggingarmeistarar sem
þannig svíkjast undan merkj-
um og ætla að reyna að koma
verkinu á fólkið, sem kaupir
af beim íbúðirnar, ættu að
komast á svartan lista hjá borg
aryfitvöldum — og þeim ætti
ekki að úthluta fleiri lóðum
a.m.k. ekki í bráð. Hér er nefni
lega um að ræða mikilvægt
atrlði í baráttunni fyrir fegr
un borgannnar. Við eru orðin
þreytt á margra ára gömluna
moldaihaugum umhverfis ný-
byggingar — og frumskilyrði
þess, að fólk geti farlð að
snyrta umliverfi húsa sirina er,
að það losni við þessi fjöll af
lóðunum. 1 rauninni ætti að
skylda húsbyggjendur til þess
að jafna lóðirnar eigi síðar en
flutt er inn í húsin.
Afléiðingarnar af þessari
vanrækslu éru síðan þær, að
ónógur rafstraumur stofnar
heilsu fólks í hættu; og veldur
enn fremur hættu á stórfelld-
um skemmdum á innbúi. Þar
á. ég' við þvottavélar,. ísskápa,
úivarpstæki, sjónvarpstæki,
ryksugur og annað slíkt —.
jafnvel olíukynditæki (sem
ekki eru þau ódýrustu) geta
verið í nættu. í þessu hverfi
gæti tjónið skipt milljónum, ef
ekki yrði undinn bráður bugur
að því að kippa þessu í lag.
Við vonum að blaðaskrifin
sem þegar hafa orðið vegna
þessa vandræðaástands, ýti við
öllum, sem þörf hefur verið að
ýta við — og allir geri nú
skyldu sína.
Veiðarfæri
Á laugardaginn birtist
hér á dálkunum bréf frá blaða
manni Mbl., sem vill leiðrétta
það, sem ég sagði ekki alls
fyrir löngu um veiðarfæra-
kaup Gísla Árna. — Ég tel
mig ekki hafa misskilið þá
blaðagrein, sem vitnað var til.
Mergurinn málsins var sá, að
Gísli Árni hefur eytt meira fé
í veiðarfæri en ýmsir aðrir
mundu geta gert — og góð
veiðarfæri og mikill afli fara
sjálfsagt saman. Útgerðarmenn
irnir vita að sjálfsögðu bezt
hve miklu þeir geta og mega
verja til veiðarfærakaupa, en
ég man ekki betur en ég segði,
að væntanlega entust þau veið
arfæri, sem Gísli Árni hefði
fengið, til þess að afla enn
meira í framtíðinni. Ég gerði
alls ekki ráð fyrir að þeir
mundu kasta nótunum í lok
vertiðarinnar.
Allt á barnið
JOLIN NALGAST. — SIMI 1-11-81.
VJí
o,v
Austurstrœtí 12
Sendisveinn óskast
Vinnutími kl. 8—12 fyrir hádegi.
Talið við afgreiðsluna, sími 22480.