Morgunblaðið - 22.11.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.11.1966, Blaðsíða 12
MORGUN BLAÐIÐ ÞrlSJudagur 22. nðv. 1906 12 .L SAMNINGAR SÍÐUSTU ÁRA HAFA GEFIÐ BETRI RAUN — sagði t3ann!^al V&DcEímarssoR, forseti ASI við setoingu 30. þings sambantSsins Fáninn, sem er rauður með gylltri áletrun og gylltu merki teiknaði Gísli B. Björnsson, en listakonan Unnur Ólafsdóttir saumaði hann. Sagði Eðvarð er hann afhenti fánann, að það væri von gefendanna, að hann ætti að verða Al'þýðusamband- inu einingartákn. Fánann af- hjúpaði Jóna Guðjónsdóttir frá Verkakvennafélaginu Fram- sókn. Næst voru fluttar kveðjur frá Norðurlöndunum. Fyrir fulltrúunum' talaði Tomas Nielsen frá Danmörku. Hann hvatti alþýðusamtökin á Norð- urlöndum til þess að treysta með sér tengsl. Hinir fimm svanir yrðu að vera samtaka á flugi sínu, ef þyturinn af flugi þeirra ætti að heyrast um víða veröld. Hann sagði að yrðu veittar 100 þús. kr. til kaupa á bókum til afnota fyiir félagsmenn á sumardvaiar- heimilum sambandsins. f>á tók aftur til máls Hanni- bal Valdimarsson og sagðist hann álíta að málefni þau sem rædd yrðu á þinginu yrðu þrí- þætt, atvinnumál, kjaramál og skipulagsmál. Gerði hann síðan grein fyrir hverju um sig. Hannibal ræddi um innflutn ings- og útflutningsverzlun landsmanna og sagðist líta alv- arlegum augum á álverksmiðj- una við Straum og sagði að verkalýgðshreyfingin álíti að efla bæri íslenzka atvinnuvegi, eins og hann komst að orði. Síðan sagði forseti ASÍ: „Verkalýðshreyfingin býður fram liðsinni sitt öllum þeim Árið 1964 varð hið svo- nefnda júnísamkomulag. — Sagði Hannibal að brátt hefði komið í ljós, að kaup- máttur tímakaups hefði hækkað á árinu 1964 úr 87 í 92 stig eða um 5 stig, en það sannaði, „að hið yfir- lætislausa júnísamkomulag hafði varðveitt kaupmátt tímakaupsins betur en áð- ur.“ Þegar þessi reynsla hefði fengizt hefði verið far ið sömu braut 1965, en 1966 varð bráðabirgðasamkomu- lag. Þá gaf Hannibal yfirlit yfir kaupmátt tímakaups frá 1. júlí 1964—1. okt. 1966. Frá fánaafhendingunni í Háskólabíói s.l. laugardag. Eðvarð Sigurðsson afhendir Hannibal Valdi marssyni forseta ASÍ fánann, en fulltrúar stofnfélaga standa og horfa á. Stofnfélög ASÍ gáfu fánann. öflum í íslenzku þjóðfólagi, / 30. ÞING Alþýðusambands íslands var sett í Háskóla- bíói sl. laugardag kl. 14. — Var setningaratliöfnin með sérstökum hátíðablæ, þar eð hálf öld er liðin frá því ASÍ var stofnað, en stofnfélög voru: Dagsbrún, Hásetafé- lagið, Bókbindarafélagið, Verkakvennafélagið Hvöt, Hafnarfirði og Hásetafélag Hafnarfjarðar. Viðstaddir þingsetninguna sl. laugardag voru: dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og fleiri ráðherrar, borgar- stjórinn í Reykjavík Geir Hail- grímsson og aðrir gestir. Forseti Alþýðusambandsins, Hannibal Valdimarsson setti þingið og bauð hann fulltrúa og gesti velkomna og las síðan upp skeyti, sem borizt höfðu m.a. frá forseta íslands hr. Ás- geiri Ásgeirssyni. I>á bauð for- seti ASÍ sérstaklega velkomna ! fulltrúa alþýðusambandanna á Norðurlöndum, þá Tomas Niel- : sen frá Danmörku, Bent Nor- ' ling frá Svíþjóð, Thorleif I Andreassen frá Noregi og Jó- ! hann Hinrik Jóhannesen frá Fiskimannafélagi Færeyja. í setningarræðu sinni rakti Hannibal Valdimarsson að nokkru aðdragandann að stofn un ASÍ og sögu þess í fáum dráttum. í ræðu hans kom fram, að fyrsta reglulegt þirg ASÍ hafi verið sett í Báruhús- inu í Reykjavík sunnudaginn 19. nóvember 1916 kl. 14, og siðan sagði Hannibal: „Ég fullyrði að þetta höfð- um við engan veginn í huga, þegar við ákváðum samkomu- dag þessa þings. Hér er um skemmtilega tilviljun að ræða. Afmælisþingið nú, 50 árum síðar hefst upp á dag og klukkustund — 19. nóvember kl. 2“. Hannibal Valdimarsson sagð- - ist ekki myndu reyna að rekja sögu AiSÍ í smáatriðum, en þess í stað leyfði hann sér að ■ taka sér í munn orð forseta íslands, hr. Ásgeirs Ásgeirs- sonar er hann viðhafði í skeyti til Alþýðusambandsins á 50 ára afmælinu í vor: „Öllum oss, er munum 50 ár er það ljóst hvílík stökkbrejrting hefur orðið á lífskjörum og hugsunarhætti á þessu tímabili, máske meiri en á 5 öldum áð- ur. Hitt er öllum ljóst, hve rík- an þátt ASÍ á í því efni. Bætt kjör, aukin réttindi og ný við- horf skapa nýjar skyldur fyrir þrjátíu og fimm þúsund manna landssamtök. >að er hinn nýi vettvangur verkalýðs- atvinnu- og stjórnmála á næstu 50 ár- um“. f lok setningarræðu sinnar gat Hannibal að nokkru lát- inna leiðtoga og þá sérstak- lega nýlátins frumlherja Ottós N. Þorlákssonar, fyrsta forseta ASÍ. Er Hannibal Valdimarsson hafði lokið setningarræðu sinni tók til máls Eðvarð Sig- urðsson og talaði hann fyrir stofnfélög ASÍ, sem hann sagði að hefðu ákveðið að gefa ASÍ í tilefni afmælisins fána. Hefði Þessi ákvörðun verið tilkynnt á afmælisdaginn í marz. það hlyti að vera takmarkið, þótt við hefðum ekki náð því í Danmörku og á fslandi, að fáir ihafi of mikið og færri of lít- ið. Síðan kvaðst hann vonast til að vináttan milli landanna myndi eflast í þeim anda sem handritamálið faiefði leystst. Því næst færðu fulltrúarnir frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku ASÍ góðar gjafir. Þá tók til máls Jóhann Hin- rik Jóhannessen fulltrúi Fiski- mannafélagsins í Færeyjum. Óskaði hann í upphafi síns máls íslendingum til hamingju með endurheimt handritanna og rakti í nokkrum orðum sam skipti Færeyinga við ASÍ. Færði hann síðan Alþýðusam- bandinu að gjöf líkan af fær- eyskri skútu, fagran grip, en Hannibal Valdimarsson þakk- aði gjafir og góðar óskir. Næstur talaði félagsmálaráð- herra Eggert G. Þorsteinsso.n, og kvað brýna nauðsyn á að ASÍ beitti valdi sínu innan þjóðfélagsins af ábyrgð, það væri nausyn, ef takast mætti vel rekstur þjóðarbúsins. Þá gat ráðherra þess, að sér hefði hlotnazt sá heiður á afmælinu í marz sl. að tilkynna að ríkis- stjórnin hefði ákveðið að lög- skipa 1. maí sem hátíðisdag, og nú hefði hann einnig þann heiður að tilkynna, að ríkis- stjórnin ætlaði að beita sér fyrir að á næstu fjárlögum sem stoð vilja veita slíkri stefnu.“ „Mæli með kjarasamningum á líkum grundvelli og síðustu ár“ Þá ræddi forseti ASÍ kaupgjalds- og kjaramál og sagði að ýmsum þætti lágt risið á kjarabaráttu á kjör- tímabili núverandi mið- stjórnar. Hann ræddi þró- un mála síðan 1964 og sagði að fyrir þann tíma hefði sam bandið átt í látlausri styrj- öld við atvinnurekendur og ríki. Á árunum 1959—’63 hefði kaupmætti launa hrak að um 15 stig, kaupmáttur launa verkamannsins hefði þá verið kominn niður í 85 miðað við 100 1959. Á árinu 1963 voru knúðar fram kaup hækkanir tvisvar, en síðan kom í ljós, sagði Hannibal, að við höfðum aðeins lyft kaupmætti tímakaups um 2 stig — úr 85 í 87 stig. Þetta gerði mönnum ljóst að hat- römm kjarabarátta var at- vinnulífinu dýr, þjóðarhags munum skaðleg og verka- fólki lítill ávinningur. Hann sagði að vísitala neyzlu og þjónustu hefði verið 1/7 ’64 187 stig, en 1/10 1966 230 stig — hefði hækk- að um 43 stig eða 23%. Á sama tíma hefði framfærslu vísitala hækkað um 35 stig. Hannibal sagði að kaup- gjaldsvísitala hefði hækkað frá 1/7 ’64 úr 163 í 188 stig, eða um 25 stig, en það sam- svarar 15.25% grunnkaups- hækkun. Síðan sagði Hanni- bal: „Við þetta bætast svo smávægilegar grunnkaups- hækkanir, sem samið var um 1964, ’65 og vorið ’66. Þegar þær eru meðtaldar standa sakir þannig, hjá verkamönnum, sem flutzt hafa upp um einn eða eng- an taxtaflokk, að kaup- máttur tímakaups þeirra er rétt 100. Það er hann hefur þó þokazt upp á við frá því um 15 stig sem hann var lægst kominn, en er nú hinn sami og 1959. Aftur á móti er kaupmáttur tímakaups hjá þeim, sem mestar taxta færslur hafa fengið til hækk unar 105—106 stig. Það þýð- ir, að kaupmáttur þeirra hefur þokazt upp á við um 20—21 stig. Verður þannig ekki dregið í efa, að samn- ingar síðustu ára, þótt ris- lágir hafi þótt, hafa gefið betri raun en áður fyrr, þeg ar samið var um mun meiri kauphækkanir, og þær síð- an að engu gerðar með stjórnmálaaðgerðupi.“ Hannibal nefndi eitt tölu- legt dæmi þessu til sönnun- ar: Hafnarverkamenn í Reykjavík höfðu í tíma- kaup 1. júlí 1964 kr. 35.P9. Þeir höfðu nú 1. okt. kr. 50.59. Vísitalan, aldurshækk un, færsla milli taxtaflokúa og grunnkaupshækkanír hafa hjá þessum hópi ver' a manna hækkað kaupið á þessum tíma um 40.5%. Þá ræddi Hannibal Va’di- marsson um verðfall á út- flutningsafurðum og ta’di að væri um ýkjur að ræoa, en þó ríkti þar enn nokkur óvissa og sagði hann að á meðan væri ekki óskynsam- legt að bíða átekta, flýta sér hægt með að hespa af end- aniega kaungjaldssamninga. Síðan sagði Hannibal orð- rétt: „Takmark verkalýðssam- takanna í næstu kaupgjalds samningum hlýtur að vera það, að stytta hinn óhóf- lega vinnutíma og þoka upp á við kaupmætti launanna. Þess vegna mæli ég hik- laust með kjarasamningum á líkum grundvelli og samn ingar síðustu ára hafa ver- ið. Þeir hafa sannarlega reynzt haldbetri, en þótt farið hefði verið í stærri stökkum. Um þetta má deila, það er mér Ijóst, og sjálfsagt eiga þeir sér mál- svara á þinginu — sem held ur vilja fara hina leiðina." Þess má geta, að er Hannibal hafði mælt þessi orð leit hann út í salinn, en þar sat m.a. gesta á fremsta be-kk Eysteinn Jóns- sion, formaður Framsóknar- flokksins. Þá ræddi Hannibal skipulaffs mál sambandsins. Hann sagði að nýtt rækist á gamalt og gam alt á nýtt. Nauðsynlegt væri að breyta skipulagi sambands- ins, sem hefði ekki breytzt frá stofnun þess. Fyrir þingið verða nú lagðar tillögur stjórn ar um skipulagsbreytingar á sambandinu. Stæði öll mið- stjórnin að þessum tillögum, nema tveir fulltrúar. Hljómsveit, er leikið hafði við og við meðan á hátíðafund inum stóð lék nú þjóðsönginn, en því næst frestaði Hannibal Valdimarsson fundi þar til kl. 14 á sunnudag. Á eftir hátíðafundinum bauð félagsmálaráðherra fulltrúum og gestum þingsins til síðdeg- isdrykkju að Hótel Sögu. Þingið sitja tæplega 370 full trúar. H S í ÞRÓTTUR H K R R Handknattleiksheimsókn V-Þýsku meistaranna /ys W oppum - m to í Laugardalshöllinni í kvöld, kl. 20,15. — Forleikur: ÞRÓTTUR — VÍKINGUR III. fl. Forsala aðgöngumiða í Bókaverzlun Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri. Knattspyrnufélagið ÞRÓTTUR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.